Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR LÁUGÁRDAGUR 21. NÓVEMBER 1992 43 BORÐTENNIS Ásta Urbanclc Þrjú lands- lið til Færeyja Ásta nærfimmtug- asta landsleiknum ÞRJÚ landslið á vegum Borð- tennissambands íslands halda í dag til Fœreyja til keppni við heimamenn. Það eru A-landslið, eldra unglingalandslið (15-17 ára) og yngra unglingalandslið (yngrien 15ára). Asta Urbancic, Eminum, Kristján Viðar Haraldsson, Víkingi og Sigurður Jónsson, Víkingi skipa A- landsliðið. í eldra unglingaliðinu eru Margrét Hermannsdóttir, Magna og Víkingamir Ingólfur Ingólfsson og Ólafur Eggertsson. Og í yngra liðinu em Ásdís Kristjánsdóttir, Guðmund- ur Stephensen og Bjöm Jónsson, all- ir í Víkingi. Ásta Urbancic nær þeim áfanga í ferðinni að leika 50. landsleik sinn og er fyrsta konan sem nær því. Landsleikimir fara fram á mánu- dagskvöld í Þórshöfn. Opið mót með þátttöku landsliðsmanna beggja þjóða verður hins vegar í Kambsdal á morgun. ÚRSLIT Knattspyrna EM U-21 í vikunni 1. riðill Motherwell, Skotlandi: Skotland - Ítalía..............1:2 Dailly (25.) - Panucci (56.), Vieri (89.). 6.074. Grenchen, Sviss: Sviss - Malta..................4:0 Camenzind (15.), Margarini (28.), Comi- setti (30.), Karlen (37.). 2. riðill: London, Englandi: England - Tyrkland.............0:1 Aydin (76.). 7.879. 3. riðill , Tirana, Albaníu: Albanía - Þýskaland............0:1 Unger (21.). 1.000. Spánn - írland.................2:1 Kiko (24.), Acosta (28.). - McCarthy (65.). 12.000. 4. riðill Brússel: Belgia-Wales...................3:1 Bertrand Crasson (26.), Michael Goossens (28.), Johan Walem (81.) - Lee Jones (21.). KNATTSPYRNA Tveir Kúrdar inn á völlinn í leik Englands og Tyrklands Eggert Magnússon, eftirlitsmaður FIFA, segir Englendinga verða aðvaraða EGGERT Magnússon, formaður Knattspyrnusambands ís- lands, var eftirlitsmaður Alþjóða knattspyrnusambandsins (FIFA) á leik Englendinga og Tyrkja á Wembley-leikvanginum í London á miðvikudaginn. Það bar til tfðinda að meðan á viðureigninni stóð komust tveir Kúrdar inn á sjálfan leikvöll- inn. Nánast engin truflun varð á leiknum og fáir virðast hafa tekið eftir þessu; í það minnsta hef ur ekki verið fjallað um málið í fjölmiðlum. Kúrdar eru minnihlutahópur í austurhluta Tyrklands, og telja Tyrki beita þá yfirgangi í heimkynnum sínum. Fólkið, sem komst inn á Wembley, gerði það í pólitísku mótmælaskyni, en svo virðist sem það hafi ekki orðið mikil auglýsing fyrir málstaðinn þar sem atvikið hefur ekki kom- ist í fréttir. „Öryggisgæsla var mjög góð á Wembley, og allt virtist vel skipulagt. Englendíngamir passa sig á þvf vegna þess að þeir hafa brennt sig f þessum málum,“ sagði Eggert Magnússon við Morgunblaðið. „Einhvern veginn hefur þetta fólk samt komist framþjá allri öryggisgæslu, og var allt í einu komið inn á völl- inn. Leikmenn og dómari vora ekki í hættu, en auðvitað hefði fólkið getað verið vopnað." Eggert sagðist, eftir samtöl við fuUtrúa FIFA í Sviss, ekki reikna með að enska knatt- spymusambandinu yrði refsað vegna atviksins, en því yrði vænt- anlega veitt aðvöran. „Fólkið var hins vegar handtekið og sett í fangelsi, og fær öragglega fang- elsisdóm." Eggert sagði Eng- lendinga taka mjög hart á atvik- um sem þessu og knattspymu- bullur, sem mjög hafa látið að sér kveða á Englandi síðustu ár, séu meðhöndlaðir eins og saka- menn. Eggert sagði dómara leiksins, Svíann Bo Karlsson, hafa staðið sig eins og hetju — hann hefði stöðvað leikinn eitt andartak þegar hann varð fólks- ins var, öryggisverðir hefðu num- ið parið á brott hið snarasta og síðan hefði verið haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist. SNOKER/ HM Dyr geta opnast - segirJóhannes B. Jóhannesson JÓHANNES B. Jóhannesson er efstur i sínum riöli, þegar þrjár umferðir eru eftir á heimsmeist- aramótinu í snóker, sem fer fram á Möltu þessa dagana. Hann sigraði fyrstu fimm mót- herjana, en tapaði óvænt í gær. „Ég er mjög ánægður með ár- angurinn og ýmsar dyr geta far- ið að opnast," sagði kappinn við Morgunblaðið í gærkvöldi og var bjartsýnn á framhaldið. Jóhannes vann A1 Ansari frá Ba- hrain 4-0 í fyrradag, en tapaði 4-3 mjög óvænt fyrir Gawish Agavis frá Egyptalandi í gær. „Ég var óheppinn og eitthvert óst- uð á mér eftir alla velgegnina." En varstu ekkj bara of sigurviss? „Jú, eftir á að hyggja held ég að það sé rétt. Mér hafði gengið allt í haginn og menn voru farnir að tala um að ég myndi ekki tapa leik f riðlinum. Ég hef því verið mikið í sviðsljósinu og verð að viðurkenna að því er ég óvanur og hef sennilega ofmetnast. En þetta kom mér niður á jörðina og nú verð ég að sigra tvo af þrem- ur mótheijum til að komast í 16 liða úrslit." íslendingar hafa tekið þátt í þessu móti síðan 1983, en Sslenskur kepp- andi hefur aldrei komist í 16 manna úrslit. Jóhannes sagði að andstæð- ingamir, sem hann ætti eftir, væru allir góðir og því mætti ekkert útaf Morgunblaðið/Ámi Sæberg Jóhannes B. Jóhannesson hefur sýnt mikið öryggi á HM á Möltu. bregða. „Árangurinn til þessa er í raun stórsigur fyrir mig, en talcmarkið er að komast í 16 manna úrslitin. Til að það takist verð ég að taka á hon- um stóra mínum og með því að sigra S næstu þremur leikjum tryggi ég mér örugglega efsta sætið S riðlinum, en allir aðrir eru þegar með tvö töp.“ Amar Richardsson lék mjög vel og sannfærandi og vann Khamis Azair frá Sameinuðu furstadæmun- um 4:0 á fimmtudag. Hins vegar tapaði hann 4-2 fyrir Yousuf frá Pakistan í slökum leik í gær og á ekki möguleika á að komast f 16 manna úrslit — hefur unnið tvo leiki en tapað ijórum. FRJÁLSIÞROTTIR / ARSÞING FRI Ekki búist við mótfram- boði gegn Magnúsi MAGNÚS Jakobsson, formað- ur Frjálsíþróttasambands ís- lands, gefur kost á sér til áframhaldandi formennsku og er ekki gert ráð fyrir mótf ram- boði eins og unnið hafði verið að, en stjórnarkosning verður á morgun á ársþinginu, sem hefst í dag. Leit að öðra formannsefni hefur staðið yfir að undanförnu en hún hefur ekki borið árangur. Að sögn Jónasar Egilssonar, for- manns fijálsiþróttadeildar ÍR, er enginn tilbúinn að taka við, fyrst og fremst vegna fjárhagsstöðu sambandsins. „Starfið er í lamasessi og skuld- imar rúmlega fímm milljónir. For- mannsstaðan er því óaðlaðandi og enginn tilbúinn að taka við, en það er hiti í mönnum, sem hlýtur ad- kalla fram harða gagnrýni á stjómina á þinginu,“ sagði Jónas við Morgunblaðið í gær. Magnús sagði að vissulega væri fjárhagstaðan ekki góð, en hagn- aður hefði verið á rekstrinum síð- asta starfsár og tekist hefði að greiða niður eldri skuldir. Fjár- hagsáætlun næsta árs gerði ráð fyrir enn meiri niðurgreiðslu skulda og stefnt væri að því að FRÍ yrði skuldlaust eftir þijú ár. Þingið verður haldið i Gerðu- bergi í Reykjavík og hefst klukkan níu fyrir hádegi í dag, en þingslit era ráðgerð um kl. 16:30 á morg- un. Rétt til þingsetu hefur 161 fulltrúi aðildarsambanda og fé- laga. Magnús Jakobsson URSLIT Knattspyrna Þýskaland Saarbrucken - Hamburg..........0:3 Bochum - Dynamo Dresden........2:2 Numberg - Wattenscheid.........2:1 Frakkland Caen-Nantes....................1:1 Lille - Bordeaux...............0:2 Lyon-LeHavre...................1:1 Montpellier -Lens..............1:2 Metz-Nimes.....................3:0 Sochaux - St E3.ienne..........1:0 Strasbourg - Marseille.........2:2 Toulouse - Toulon..............1:1 Holland MW Maastricht - Vitesse Amhem...1:0 Handbolti u Bikarkeppni kvenna FH-Haukar.....................20:19 ■Eftir framlengingu. Staðan var 17:17 að venjulegum leiktíma loknum. Mörk FH: Ásdís Aradóttir 10, Thelma Amardóttir 3, Brynja Thors 2, Ingibjörg Baldvinsdóttir 1, María Sigurðardóttir 1, Ásdís Björgvinsdóttir 1, Eva B. Sveinsdótt- ir 1, Helga L. Eiríksdóttir 1. Mörk Hauka: Ragnhildur Júlfusdóttir 7, Harpa Magnúsdóttir 6, Heiðrún Karlsdóttir 2, Kristín Konráðsdóttir 1, Rúna IJsa 1, Guðbjörg Bjamadóttir 1, Ragnheiður Guð- mundsdóttir 1. 2. deild karla HKN-KR........................27:24 UBK - Fylkir..................37:23 Körfubolti Bikarkeppni karla 16 liða úrslit: Snæfell - Haukar b...........120:52 Stig Snæfells: fvar Ásgrímsson 22, Hreinn Þorkelsson 19, Rúnar Guðjónsson 16, Högni Fr. Högnason 15, Eggert Halldórs- son 12, Tim Harvey 11, Bárður Eyþórsson 9, Kristinn Einarsson 6, Sæþór Þorbergs- son 6, Jón Bjarki Jónatansson 2, Baldur Þorieifsson 2. Stig Hauka b: Gísli Sigurbergsson 15, Hálfdán Markússon 11, Heimir Sverrisson 10, Sverrir Hjörieifsson 7, Elias Guðmunds- son 3, Ármann Magnússon 2, Baldur Þor- geirsson 2, Sigtryggur Ásgrímsson 2. Ahorfendur: Um 100. María Guðnadóttir Skallagrimur - Þór...........110:78 Stig Skallagrims: Skúli Skúlason 33, Alexandrej Edreermolinsk(j 19, Birgir Mikaelsson 17, Elvar Þórólfsson 12, Bjarki Þorsteinsson 8, Eggert Jónsson 7, Þórður Helgason 6, Ragnar Steinsen 4, Gunnar Þorsteinsson 4. Stig Þórs: Konráð Óskarsson 26, Bjöm Sveinsson 16, Hafsteinn Lúðvíksson 8, Helgi Jóhannesson 6, Birgir Birgisson 5, Amsteinn Jóhannesson 5, Einar Davfðsson 4, Einar Valbergson 4, Davíð Heiðarsson 2, Þorvaldur Öm 2. Theodór KNATTSPYRNA Lokahóf KRA Lokahóf Knattspymuráðs Akur- eyri verður haldið á morgun og hefst kl. 16 í Dynheimum. Þar verð- ur krýndur Knattspymumaður árs- ins á Akureyri, markakóngur Akur- eyrar heiðraður svo og afhent verð- laun fyrir Akureyrarmeistaratitla í yngri flokkunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.