Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1992 Ekki dæmd refsing vegna dráttar í með- ferð fíkniefnamáls DÓMUR var kveðinn upp í héraðsdómi Reykjavíkur í gær í fíkniefna- máli sem ákært var út af 17. september 1987 og snerist um þátt manns í innflutningi á 40,3 g af amfetamíni og 4,4 g af kókaíni. Niðurstaða dómarans var á þá leið að dráttur sem orðið hefði á málinu væri andstæður ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu og lögum um meðferð opinberra mála og var því hinum ákærða ekki gerð refsing í málinu. Málið var höfðað gegn manni sem nú er 29 ára en var sakaður um að hafa um mánaðamótin septemb- er/október 1986 í samráði við annan tekið á leigu tvö pósthólf í því skyni að'vitorðsmaðurinn sendi í þau fyrr- greint magn fíkniefna. Maðurinn viðurkenndi brot sitt fyrir lögreglu og var ákæra gefin út 17. september 1987 en ekkert aðhafst fyrr en ákærði var kallaður fyrir dóm 28. október 1992. Þegar málið var tekið fyrir dóm vefengdi maðurinn ekki ákæruna en sagði svo langt um liðið að hann treysti sér ekki til að rifja atvik upp. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari hafnaði því að sök ákærða væri fymd í málinu og sakfelldi hann fyrir þau brot sem honum voru gefín að sök en taldi ekki efni til að gera honum refsingu vegna óhæfilegs dráttar sem orðið hafí á meðferð málsins og sé andstæður íslenskum lögum og Mannréttindasáttmála Evrópu. Hins vegar var maðurinn dæmdur til að greiða málssóknarlaun í ríkissjóð, svo og málsvamarlaun veijanda síns, dr. Gunnlaugs Þórðarsonar hrl., en ann- an sakarkostnað að hálfu. Evrópumótið í skák Jafntefli við Þjóðverja ÍSLENSKA sveitin gerði jafntefli við þá þýsku í þriðju umferð Evr- ópumeistaramótsins í skák, sem stendur yfir i Ungveijalandi. Öll- um skákunum fjórum lauk með jafntefli. Rússar em efstir á mótinu eftir þijár umferðir með 9.5 vinninga, Hollendingar hafa 8,5 vinninga og Úkraína, Bosnía-Herzegovína og England hafa 8 vinninga. íslenska sveitin hefur 6,5 vinninga. Sjá nánar á bls. 33. Morgunblaðið/Sverrir Fundað um aðgerðir Sjúkraliðar réðu ráðum sínum á íjölmennum trúnaðarmannaráðsfundi sem haldinn var í gær. Sjúkraliðar ganga út semj- ist ekki fyrir miðja viku SJÚKRALIÐAR í Reykjavík hafa ákveðið að leggja niður stðrf um miðja vikuna verði ekki samið við stéttarfélag þeirra fyrir þann tíma. Kristín Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins, segir að sjúkraliðar fari fram á 1,7% Bridsmót á Sikiley íslenskt lið í 5. sæti af 128 ÍSLENSK bridssveit hafnaði í fimmta sæti í Alþjóðlegu móti sem haldið var í Cefalu á Sikiley um helgina. Önnur íslensk sveit varð í 19. sæti á mótinu sem 128 sveitir frá 20 löndum tóku þátt í. í sveitinni sem hafnaði í fímmta sæti voru Guðlaugur R. Jóhanns- son, Öm Amþórsson, Matthías Þor- valdsson og Sverrir Ármannsson. Hin sveitin var skipuð Aðalsteini Jörgensen, Bimi Eysteinssyni, Guð- mundi Hermannssyni og Helga Jó- hannssyni. Sigurvegarar urðu Pól- veijar, þeir sömu og töpuðu fyrir íslendingum í úrslitaleik heims- meistaramótsins í Japan í fyrra. I öðra sæti varð önnur pólsk sveit, f þriðja sæti var ítalska landsliðið og það gríska í fjórða sæti. í sjötta sæti urðu ítalimir gamalkunnu, Belladonna og Forquet, sem spiluðu í sveit með sænsku pari. launahækkun eins og aðrir laun- þegar. Hún segir að samninga- viðræður strandi á því að við- semjendur viðurkenni ekki rétt sjúkraliða á landsbygginni í Sjúkraliðafélaginu til 1,7% launahækkunarinnar. Á sama tíma sé búið að semja við samsvarandi hóp í starfs- mannafélögum um þessa hækkun. Að hennar mati kemur ekki til greina að samþykkja launalækkun sjúkraliða í Sjúkraliðafélaginu á landsbyggðinni á sama tíma og samið hafí verið við starfsfélaga þeirra í starfsmannafélögum. Kristín sagði að stéttarfélag sjúkraliða væri aðeins rúmlega eins . árs og enn væri hópur sjúkraliða úti á landi í starfsmannafélögum. Við þau væri búið að semja um 1,7% hækkun og ekki væri forsvar- anlegt að lækka laun sjúkraliða í Sjúkraliðafélaginu á sama tíma. „Við getum ekki skrifað undir að sjúkraliði starfandi í sjúkrahúsi úti á landi lækki um 20% eða um það hlutfall sem hann hefur hærra kaup en sjúkraliðar í Reykjavík meðan hinn sem er í gamla starfs- mannafélaginu lækkar ekki. Þetta er það sem er verið að beijast og bítast um. Á meðan á þessu stend- ur fá svo sjúkraliðar á Reykjavík- ursvæðinu ekki kjarasamning, ekki 1,7% hækkun, og þeir era ekíri til- búnir til að samþykkja það,“ sagði hún. í ályktun trúnaðarmannaráðs Sjúkraliðafélagsins frá því í gær er þess m.a. krafíst að hafíst verði handa við frágang kjarasamnings en það sé algjörlega óviðunandi að sjúkraliðar skuli hafa unnið í 15 mánuði án kjarasamninga. Lýs- ir ráðið fullri ábyrgð á hendur samninganefnd ríkisins, Reykja- víkurborg og Landakotsspítala vegna afleiðinga þess að ekki hafí verið staðið við undirritaða ráðn- ingasamninga sjúkraliða frá 1. maí 1992. Trúnaðarmenn félagsins leggja til að viðsemjendum félagsins og sáttasemjara verði gerð grein fyrir þeirri ákvörðun sjúkraliða að þeir grípa til aðgerða sem dugi til að knýja viðsemjendur félagsins til að ganga frá kjarasamningi. Sjálfstæðir atvinnurekendur Skattlagning miðist við 15% hærri tekjur RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveð- ið að viðmiðunarmörk reik- naðra launa einstaklinga í at- vinnurekstri verða hækkuð um 15%. Viðmiðunartölurnar eru mismunandi eftir atvinnu- rekstri viðkomandi en eru að meðaltali áætlaðar í dag um 80 þúsund kr. á mánuði og myndu þvi hækka í 92 þúsund krónur. Jafnframt þessu verð- ur skattaeftirlit hert stórlega. Ein af röksemdunum fyrir þessari hækkun er að menn telja sig hafa séð ákveðið misræmi í launum samkvæmt skattfram- tölum og niðurstöðum kjararann- sóknamefndar. Morgunblaðið fékk þær upp- lýsingar í fjármálaráðuneytinu í gær að ekki væri enn ljóst hvort hækkun viðmiðunarmarka launa yrði jöfn í öllum greinum atvinnu- rekstrar. Hugsanlegt væri að hækkun viðmiðunarmarka ein- hverra stétta yrði hærri en 15%. Enn óljóst hverjir bjóða sig fram til forseta ASÍ Akureyri, frá Hjálmari Jónssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. LÍNUR hafa ennþá ekkert skýrst arsdóttir, Magnús Stærsta hassmálið Saksóknari segir málningafötumál- ið stærsta hassmál sem upp hefur komið hér á landi. 7 Byrjun Evrópumóts í skúk lofar góðu________________ ísland vann Slóvena en gerði jafn- tefli við Armena og Þjóðverja 33 1000% vextir í Noregi Norðmenn vörðu gengi krónunnar af mikilli hörku 27 Leiðari _______________________ ísinn brotinn 28 Keflavflc með í fyrstu [ fMorður-Evrópukeppni Le Havreog PSQsýna Sysý-s kí-æ-s ifpta ?msz &bs.*u 5SSST íþróttir ► Guðni Siguijónsson á verð- launapall á HM í kraftlyftingum. Eyjólfur lagði upp sigurmark Stuttgart. Magnús Jakobsson endurkjörinn formaður FRÍ. um það hveijir verða í framboði til forseta Alþýðusambands ís- lands, en 37. þing sambandsins var sett á Akureyri í gær. Kosn- ingarnar eiga að fara fram á morgun, en Ásmundur Stefáns- son, forseti ASÍ, gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Nú er talið ólíklegt að Grétar Þorsteinsson, formaður sambands bygginga- manna, gefi kost á sér en hann er einn þeirra sem hvað mest hefur verið orðaður við forseta- embættið til þessa. í dag verður fyrri umræða um kjara- og efna- hagsmál og er gert ráð fyrir mikl- um umræðum um efnahags- aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Pétur Sigurðsson, formaður Ai- þýðusambands Vestfjarða, er sá eini sem gefíð hefur kost á sér til forseta- embættisins. Þá hefur Öm Friðriks- son, annar varaforseti sambandsins og formaður Málm- og skipasmiða- sambands íslands, verið nefndur í sambandi við framboð en menn greinir á um hvort hann muni gefa kost á sér. Fleiri nöfn hafa verið í umræðunni, ef hvorki Grétar né Örn gefa kost á sér en þá er mjög óljóst hver framvindan verður. Kjömefnd var kosin í gær og er verkefni hennar að stilla upp 18 mönnum í miðstjóm sambandsins, auk forseta og tveggja varaforseta. Búist var við að kjörnefnd hæfi störf í gær en það varð ekki og er fyrsti fundur hennar ráðgerður fyrir há- degi í dag. Kjörnefnd mun ræða við þá sem orðaðir hafa verið við fram- boð og mun hún reyna að búa til sem stérkasta forystuheild forseta og varaforseta. í kjörnefnd eiga sæti Benedikt Davíðsson, Guðmund- ur Hilmarsson, Hervar Gunnarsson, Hrafnkell A. Jónsson, Kristín Hjálm- L. Sveinsson, Ragna Bergmann, Sigrún D. Elías- dóttir og Þórður Ólafsson. Á fyrsta degi þingsins í gær var eftir setningarræðu og skýrslu for- seta og ávörp gesta, fyrri umræða um skipulagsmál, vinnuvemdar- og umhverfismál og velferðarmál. í dag eru á dagskrá, auk kjara- og efna- hagsmála, mennta- og menningar- mál og Evrópumál. Sjá einnig á bls. 54. Landsútsvarið ekki fellt niður LANDSÚTSVAR verður ekki fellt niður eins og aðstöðugjald á næsta ári. Landsútsvar er í stað aðstöðugjalds lagt á nokkur fyrirtæki sem hafa starfsemi um allt land og rennur það í Jöfnunarsjóð sveitarfé- laga. Gjaldið nemur 600 milljónum kr. á ári. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er rætt um að þó landsútsvarið verði innheimt á næsta ári vegna viðkvæmrar stöðu Jöfnunarsjóðs verði næsti áfangi að fella það niður. Landsútsvarið er Iagt á vejtu ríkis- verksmiðjanna, svo sem Áburðar- verksmiðjunnar og Sementsverk- smiðjunnar, og olíufélögin. Velta ol- íufélaganna við sölu á gas- og svart- olíu til útgerðarinnar er undanþegin. Þá er innheimt gjald af bönkunum sem reiknað er út á annan hátt. Kristinn Björnsson, forstjóri Olíu- félagsins Skeljungs hf., sagðist í gær varla trúa því að landsútsvarið væri ekki afnumið á sama hátt og að- stöðugjaldið. Landsútsvarið væri lagt á olíufélögin í stað aðstöðu- gjalds og sömu lögmál giltu um þessi gjöld. Nú yrðu olíufélögin einu fyrir- tækin í landinu sem greiddu þetta gjald, fyrir utan ríkisverksmiðjumar, sem ekki væri hægt að jafna saman. Nefndi hann sem dæmi að Skeljung- ur greiddi á milli 50 og 60 milljónir kr. í landsútsvar á ári. Kristinn sagði að sér þætti það ansi hart að þegar gripið væri til almennra aðgerða í efnahagsmálum væri þeim stýrt eftir því hvað fyrir- tækin hétu. Eitt yrði yfir alla að ganga í svona málum. Kristinn sagði að með þessu væri verið að skatt- leggja olíufélögin með sértækum aðgerðum. Ef þannig aðferðir ættu að gilda í þjóðfélaginu væri hægt að eyðileggja hvaða fyrirtæki sem menn vildu. Kristinn benti á að olíufélögin ættu í tröllauknum viðskiptum við útgerðina í landinu og sagði augljóst að verulegir fjármunir töpuðust þar á næstu árum. Sagði hann að olíufé- lögin yrðu að leggja háar íjárhæðir til hliðar til að mæta þessu, ekki síður en bankar og önnur fyrirtæki. Því væri það mjög ósanngjamt að þessi fyrirtæki þyrftu ein fyrirtækja í landinu að bera þennan ósann- gjama skatt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.