Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NOVEMBER 1992 5 ísafoldarprentsmiðja Samið um minni vinnu ef verkefn- um fækkar FIMM starfsmenn við setningu, filmu- og umbrot í ísafoldar- prentsmiðju hf. hafa gert samn- ing við stjórnendur fyrirtæksins um að draga saman vinnu um 20% eftir áramót verði samdrátt- ur í verkefnum. Leó E. Löve, stjórnarformaður Isafoldar- prentsmiðju, segir að samningur- inn hafi verið gerður til þess að koma í veg fyrir hugsanlegar uppsagnir. Hann segir að um öryggisráðstöfun sé að ræða og báðir aðilar voni að á hana þurfi ekki að reyna. Leó sagði að um svipað leyti og frést hefði af uppsögnum í öðrum prentsmiðjum hefðu menn farið að velta því fyrir sér hvort ekki væri rétt að viðhafa einhvers konar var- úðarráðstafanir. Samningurinn hefði síðan verið gerður fyrr í þess- um mánuði. „Ætli það geti ekki að hluta til kallast atvinnulýðræði að leyfa fólki að vera með í ráðum og taka samstíga ákvörðun fremur en að láta allt koma sem fyrirmæli að ofan,“ sagði Leó í þessu sambandi. Hann sagðist telja að samningur- inn bæri vott um félagslegan þroska starfsmannanna. „Einhverjir hafa sjálfsagt með nokkru öryggi vitað að þeir yrðu ekki látnir hætta. Þarna tóku þeir hins vegar á þessu í sameiningu. Kannski í þeirri von að ekki þyrfti á að reyna,“ sagði hann. Hvað varðar útlitið eftir áramót sagði Leó að nokkur verkefni lægju fyrir auk fastra verkefna. Hins veg- ar væri alveg ljóst að í samdrætti í þjóðfélaginu og þar með fækkun fyrirtækja yrði afleiðingin sú að prentsmiðjur eins og önnur þjón- ustufyrirtæki fengju færri verkefni. ----------------- Varðskip sótti veik- ansjómann VARÐSKIPIÐ Týr sótti veikan sjómann um borð í fiskiskipið Kap VE um 62 mílur austnorðaustur af Norðfjarðarhorni á sunnudag. Ekki var hægt að senda þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna veð- urs. Varðskipið hélt af stað frá Norðfirði um kl. 5 á sunnudag en komið var með manninn þangað kl. 21.30 um kvöldið. Áður en varðskipið hélt að Kap tók það lækni um borð frá Norð- fírði. Er komið var að Kap reyndist sjómaðurinn með innvortis meiðsli. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Norðfírði og mun líðan hans eftir atvikum góð. Gripinn við að stela nærfötum MAÐUR var gripinn við að stela kvennærfötum í þvotta- húsi i húsi við Þingholtin að- faranótt mánudagsins. Það var húsráðandi sem greip manninn eftir að eigandi nærfatanna hafði komið að þjófinum í þvottahúsinu. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar játaði maðurinn við yfirheyrslur að hafa tvisvar áður brotist inn í þetta þvotta- hús og stolið þaðan fötum. í ljós kom að maðurinn var eftir- lýstur af rannsóknarlögreglunni vegna tékkafalsana. Þú veist, að kalk er gott fyrir beinin. En vissir þú, að það er einnig gott fyrir tennurnar? Endurgerð hússins við Lækjargötu 4 Grindin er nú # risin af grunni ENDURGERÐ hússins sem áður stóð við Lækjar- götu 4 og nú er í Árbæjarsafni gengur samkvæmt áætlun og er grind hússins nú risin af grunni. Starfsfólk Árbæjarsafns hélt upp á þessi tímamót á föstudag en að sögn Margrétar Hallgrímsdóttur borgarminjavarðar á húsið að verða safnahús Ár- bæjarsafns í framtíðinni. Samkvæmt áætiun á endurbygging hússins að taka fimm ár en á næsta ári verður húsið klætt að utan og hlaðið í grindina. Á sínum tíma, er húsið var flutt að Árbæjarsafni, hrundi það í sundur í flutningunum. Margrét segir að áður en flutningur hússins hófst hafi hver einasta fjöl í því verið merkt með númeri þannig að verkið felst að miklu leyti í að raða þessu saman eins og púsluspili. Starfsfólk og gestir Árbæjarsafns fyrir framan grindina að húsinu sem áður stóð við Lækjargötu 4. Auk flúor inniheldur Colgate Karies Kontrol nú einnig kalk. Það er ástæðan fyrirþví að tannkremið er orðið hvítt. Kalk eykur einnig virkni. flúorsins gegn „karies“, það er að segja tannskemmdum. Þess vegna hj álpar Colgate-blandan af flúor og kalki þér'til að halda tönnunum sterkum og óskemmdum. Góða gamalkunna bragðið er samt óbreytt. Við getum þakkað færurn tannlæknum, hollu fæði, daglegri munnhirðu með tannburstanum og Colgate Karies Kontrol að enn getur öll fjölskyldan sagt: „Engin hola“. Hvort þetta kemur til með að eiga við um næstu kynslóð, er undir þér komið. KARIES KONTROL - í STAÐ TANNSKEMMDA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.