Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1992- .í.x >rida'L1 • luiirii-or?A.mytto*i<w Húsavík Gjöf í tilefni bókarútgáfu Húsavík. í TILEFNI útgáfu bókarinnar, Undarlcgt er líf mitt - Bréf J6- hanns Jónssonar skálds til séra Friðriks A. Friðrikssonar, gefur Vaka-Helgafell, Friðrikssjóði á Húsavik að gjöf 200.000 kr. í virð- ingarskyni við sr. Friðrik en við hann er sjóðurinn kenndur og honum er ætlað að styrkja efni- lega tónlistarmenn til náms. Gjöf- ina afhenti Pétur Már Ólafsson en henni veitti móttöku Ingvar Þórarinsson, bóksali sem er tengdasonur sr. Friðriks og var hún afhent á heimiii Ingvars og Bjargar á Húsavik. Á síðastliðnu vori fundust þessi merku bréf þegar Björg og Ingvar voru að fara í gegnum ýmis slqöl, sem séra Friðrik lét eftir sig og við lestur þeirra kom í ljós að þau höfðu að geyma meðal annars frumgerð nokkurra ljóða Jóhanns, sem sum hver höfðu komið á prent en önnur ekki. Bréfin reyndust eftir athugun fræðimanna vera merk heimild um umbrotatíma á fyrri hluta aldarinnar og gefa ekki síður glögga mynd af ungum manni sem reynir að fóta sig í veröld á hverfanda hveli. Og bréfin bera miklum vinskap fagurt vitni og auká mjög á vitneskju um skáldið og manninn Jóhann Jónsson. Ingi Bogi Bogason ritar inngang um Jóhann, býr bréfin til prentunar, tengir þau saman með milliköflum og semur skýringar við þau. Siguijón Jóhannesson fyrrverandi skólastjóri á Húsavík ritar í bókina kafla um sr. Friðrik en þeir þekktust vel og Margrét Guðmundsdóttir, sagnfræð- ingur, hefur safnað ljósmyndum í hana. Bréfin eru enn í vörslu Ing- vars og Bjargar Friðriksdóttur á Húsavík. - Fréttaritari. Ráðstefna Félags fqáJslyndra jafnaðarmanna Hugsjónir og hagsmunir í stjórnmálum nútímans FÉLAG frjálslyndra jafnaðarmanna efnir til ráðstefnu miðviku- daginn 25. nóvember kl. 20-23 á Kornhlöðuloftinu við Banka- stræti 2 undir yfirskriftinni Hugsjónir og hagsmunir í stjórnmál- um samtímans. í frétt frá fundarboðanda seg- ir m.a: „Á næsta ári verða 25 ár lið- in frá stúdentaóreiðunum í París 1968. Þá var spurt margra spuminga um stjómarfar og stjómmál og leitað svara við lífs- gátunni. Á þessu tímabili hafa miklar breytingar orðið í heimin- um. Aðalvígi kommúnismans er hmnið til gmnna. Fijálshyggjan er á undanhaldi og ljóst er að markaðurinn leysir ekki öll mannanna mein. Sunnantil í Evrópu ríkir ófriður og flest ríki álfunnar hyggja á stóraukin pólitísk og efnahagsleg tengsl. I þriðja heiminum geisa hungur og farsóttir með engu minni ógn en áður. Um leið og stjórnmála- menn telja sig hafa leyst vanda- mál birtast önnur á sjóndeildar- hringnum." Á ráðstefnunni verða flutt 15 mínútna erindi og að framsögu- ræðum loknum verða umræður og fyrirspumir. Erindi flytja: Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra: Hagsmunir og hug- sjónir. Kristín Ástgeirsdóttir al- þingismaður: Við þröskuld nýrr- ar aldar. Guðmundur Ólafsson hagfræðingur: Hvað viljum við? Em stjómmálahugmyndir nú- tímans gagnslitlar? Eyjólfur Jón Baldvin Kristin Hannibalsson Ástgeirsdóttir Guðmundur Ejjólfur Kjalar Ólafsson Emilsson Ólafur Þ. Harðarson Kjalar Emilsson heimspekingur: Em stjómmál bara tæknilegt úrlausnarefni?; og Ólafur Þ. Harðarson stjómmálafræð- ingur: Lýður og leiðtogar: Em böndin að bresta? Ráðstefnan er öllum opin. (Fréttatilkynning) SamviiniiileriirLaiiisýii VELJUM ÍSLENSKT M VELJUM ISLENSKT Verslunareígendur — innkaupastjórar Okkar stolt eru íslensk kort eftir íslenskt listafólk. □ Málverkakort eftír meistara Kjarval — 13 teg. □ Klippimyndir eftír Sigrúnu Eldjárn — 17 teg. □ Vetrarljósmyndir eftir Rafti Hafnljörð — 67 teg. □ Einnig 70 teg. af hefðbundnum kortum. VÖNDUM VALIÐ — VEUIJM ÍSLENSKT n UTBRfl hf Htffl SÍMAR 22930 - 22865, fax 62Í PRENTSMIÐJA KORTAÚTGÁFA 622935. KAUPMENN, KAUPFÉLÖG! VÖNDUÐ LEIKFÖNG Á ÆVINTÝRALEGU VE RÐI Dublinarfarar! á einstædum hljómleikum á Hótel Islandi föstudaginn 27. nóvember nk. Þúsundir íslendinga sóttu Dublin heim á þessu ári bæöi í sumarferðum Samvinnuferða- Landsýnar og núna á haustdögum, þar sem ferðamet fyrri ára voru slegin. Eitt af fjöl- mörgu, sem lifir í minningunni frá ferðum til eyjarinnar grænu er tónlistin og því efnum við til einstæðra Liffeyside kemur hingað til lands og heldur tónleika og dansleik á Hótel íslandi, föstudaginn 27. nóvember nk. Þeir hafa skemmt þúsundum farþegaSamvinnuferða-Landsýnar á Wexford Inn og Igo Inn í Dublin, eins og allir muna sem brugðu sér í kráarferð í Dublinarferðinni. Félagarnir í Ríó tríóinu taka á móti írskum bræðrum sínum í tónlistinni og leika á tónleikunum með þeim. æsilegur matseðills ómalöguð sjávarréttasupa Heilsteikt lambafile með rosenpiparsósu ls með hindberjasósu Verðmeðl tónleikur ogmat kr. 3.900,-j Boðið verður að smakka á ýmsu sem minnir á bragðið af Dublin, en hér er fyrst og fremst einstakt tækifæri til að endurnýja kynnin við samferðamenn frá Dublin og hlusta á góða þjóðlagatónlist. Hótel Island býður sérstakt verð á gistingu þessa helgi. Einstakt tilboð: Gisting í tveggja manna herbergi í eina nótt, hljómleikar og matur aðeins kr. 6.275,- pr. mann. Tvær nætur kr. 8.650,- pr. mann. Tónleikarnir hefjast kl. 22 en húsið er opnað kl. 20. LIFFEYSIDE LEIKUR EINNIG I ÁSBYRGI LAUGARDAGSKVÖLDIÐ 28. NÓV. Allar pantanir í síma 91-687111. SamviiMiiíerúir Landsýii HCmpjUAND frá (gqtoob) Brúðan sem brosir svó fallega Nylint SOUND MACHINE Mjög vandaðir bílar sem gefa frá sér raunveruleg hljóð l.GUÐMUNDSSON &.Co. hf UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN Q) 91-24020 Z1 P&Ó/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.