Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1992 19 lega leiðir til lækkaðs vöruverðs en jafnframt til stóraukinna gjaldþrota. Frjálshyggjumenn halda fram að landið þurfi slíka hrossalækningu til að auka samkeppnishæfni okkar til lengri tíma. í krafti EES-samnings á síðan, hinn „lífvænlegi“ hluti ís- lensks atvinnulífs að ryðja sér til rúms á alþjóðlegum markaði. Minn- umst þá þess að EFTA-samningnum var á sínum tíma ætlað hliðstætt hlutverk. Hann átti að vera vítamín- sprauta fyrir íslenskan útflutnings- iðnað. En á tveimur áratugum Is- lands í EFTA hefur íslenskur iðnað- arútflutningur ekki aukist og er nú á hraðri niðurleið. Hlutfall iðnaðar í ársverkum landsmanna hefur staðið í stað síðan 1970. Verst er þó að síðan við gengum í EFTA hefur markaðshlutdeild innlendra iðnaðar- vara á innlenda markaðnum lækkað svo að um dramatískt fall er að ræða (sbr. skýrslu iðnaðarráðherra til Al- þingis 'í fyrra). Lýðræðisháðung Horfum nú á pólitísku stöðuna hér heima. Alþingi Islendinga er á góðri leið með að samþykkja EES-sanm- inginn. Málið er keyrt í gegn með hraði og ekki hlustað á kröfu fólks- ins um þjóðaratkvæði. Afstaðan til samningsins er, bæði í efnahagslegu og pólitísku tilliti, stærsta pólitíska ákvörðun síðan 1918 (mun stærri en 1944, 1949 og 1951). Staðreyndin er samt sú að bara örlítill minnihluti þjóðarinnar þekkir þó ekki sé nema höfuðatriðin í innihaldi samningsins og líklegum afleiðingum hans. Það er orkusóun að fárast yfír aðferð stjómarflokkanna í þessum málum. Ég beini orðum mínu til fé- lagshyggjufólks. Alþýðuflokkurinn telst auðvitað ekki til félagshyggju- aflanna. Það gerir hins vegar Al- þýðubandalagið að stærstum hluta, Kvennalistinn, einnig hlutar Fram- sóknar, svo og ýmis samtök launþega og almennings. EES-áhlaup fijáls- hyggjuaflanna er eins og kjörið bar- áttumál til að sameina þennan bland- aða her. En sjaldan hef ég séð jafn ráðvilltan og gagnslítinn her. Al- þýðubandalag og Framsókn voru marga mánuði að taka afstöðu í málinu. Það kemur auðvitað m.á. til af því að í forystu þeirra flokka er eitthvað af EES-sinnum. Hitt kemur svo meira á óvart að það gildir líka um Kvennalistann. En í viðbót við hreina og hálfvolga EES-sinna í stjórnarandstöðunni er augljóst mál að margir þingmenn vita naumast hvað samningurinn felur í sér og eru ennþá mjög óákveðnir í afstöðu sinni. í ljósi hinna geysivíðtæku afleiðinga samningsins er það skelfilegt að ekki einu sinni stjómmálamenn hafa haft ráðrúm til að gera upp hug sinn - hvað þá rækja það hlutverk að upp- lýsa almenning um málið. Að öllu þessu samanlögðu er ljóst að íslenskt fulltrúalýðræði hefur snúist í hraks- mánarlegt háð um lýðræðið. ASÍ - guð minn góður! Hámark ömurleikans er svo þegar þær fréttir berast frá ASÍ að stjóm- in ætli að mæla með EES-samningn- um. Aðalröksemdin virðist sú að inn- an EES muni vöruverð lækka. Þetta er með endemum! ASÍ hefur nýverið bæði beitt sér gegn frjálsu útboði til skipasmíða og farið fram á afskipti ríkisvaldsins af innflutningi vinnu- afls, hvort tveggja óhugsandi innan EES. Ennfremur hefur ASÍ hafið herferð um að „kaupa íslenskt" til bjargar íslenskri framleiðslu meðan við blasir að innan EES mun verðs- amkeppnin við útlenda vöru harðna svo að slíkar björgunaraðgerðir verða trúlega gagnslitlar. Þetta er ámátlegt dæmi um ráða- leysi og blinda krónupólitík hjá al- þýðusamtökunum. Aukið vömflæði að utan mun lækka eitthvað vöru- verð en þær sömu vörur munu virka eins og tundurskeyti á stóra hluta íslensks atvinnulífs. Afleiðingin á landsbyggðinni, fyrir utan einstaka verstöð, verður ef að líkum lætur - hrun. Með því að styðja EES-áhlaup fijálshyggjuaflanna og ganga Bruss- el-valdinu (les Berlínarvaldinu) á hönd er ASI ekki bara að stuðla að auknu atvinnuleysi heldur líka að kasta vopnum sínum, fyrirgera mögujeikum sínum til að hafa áhrif á íslensk stjórnmál. Vald markaðar- ins er vald stórauðvaldsins. Mögu- leikar almennings til áhrifa eru hins vegar á hinu pólitíska sviði og eru m.a. háðir því að vettvangur ákvarð- ana (t.d. um atvinnumál) sé í landinu. Hvað veruleikinn er grár! Það sem EES-aðild felur í sér er einkum þetta: Landið er opnað fyrir erlendri vöru og ijármagni samtímis því að íslenskt atvinnulíf er endur- sniðið að EES-markaðnum. Því er kastað út í samkeppni um markað Vestur-Evrópu sem þegar er löngu mettaður. Þar kemst enginn að nema ryðja öðrum úr vegi. Þessi keppni er í ætt við kappleika skylmingaþræla í fomöld, þar sem sá sem tapar keppni liggur eftir óvígur. Þróunin undanfarið sýnir að við stöndum ekki sterkt í úrvalsdeild vestrænna skylmingaþræla. Og ef við töpum í keppninni á „innri markaði" EES höfum við tapað heimamarkaðnum um leið. Innan EES gilda reglur frjáls- hyggjunnar. Á slíkum markaði er öll framleiðsla, sem ekki nær framleiðni- stigi samkeppnisþjóðanna, ónýt, hrein sóun. Ullarföt sem ekki stand- ast samkeppni við ullarföt frá Kóreu eru verri en engin ullarföt. Skipa- smíðar sem ekki standast verðsam- keppni að utan dæmast sem hreinn baggi á þjóðinni. Af hveiju breyttist framleiðslukerfi Austur-Þýskalands skyndilega í einn samhangandi rusla- haug? Af því því var skyndilega varp- að út í framleiðni- og verðsamkeppni sem það stóðst ekki. Ef fijálshyggju- menn fá að varpa atvinnulífi Islands út í hið Evrópska „alfrelsi" og keppn- in gengur ekki nógu vel vöknum við smám saman upp við að ekki er markaður fyrir íslenska vöru. Þá eru íslands vösku vinnuhendur orðnar óþarfar svo það má krossleggja þær - í hvíld. Þegar samkrullið við EB verður komið á visst stig verða hin sjálf- virku efnahagslögmál lífshættuleg sjálfstæði landsins. Það samræmist ekki markmiðum hámarkshagræð- ingar að halda hér atvinnu-, stjóm- mála-, og menningarlífi á þjóðlegum grunni. Full innlimun í evrópska sam- félagið verður þá sjálfgerð - og spurning í hve miklum mæli reynist hagkvæmt að halda hér úti byggð. Stefnuskrá Það sem nú liggur á íslenskum félagshyggjuöflum eins og mara og veldur ráðleysi þeirra í EES-málinu er ákveðin hugmyndafræðileg löm- un. Þegar fijálshyggjumenn benda ásakandi á eitthvert sjávarpláss eða bóndabýli og segja „ekki samkeppn- ishæft, forneskjulegt, baggi á þjóð- inni!“ þá fara menn hjá sér og vefst tunga um tönn. Það er vegna þess að þeir hafa ekki hafnað sjálfum grundvallarmarkmiðum og mæli- kvarða fijálshyggjunnar í atvinnu- málum, mælikvarða hins óhefta kap- ítalisma. Uppgjörið við óheft efna- hagslögmál og heimsmarkaðshyggju verður að koma frá launafólki. Þótt stefnan sé andstæð hagsmunum mik- ils hluta íslenskrar atvinnurekenda- stéttar er sú stétt ekki sálfræðilega fær um að gera upp við hana. Full- komið viðskiptafrelsi hefur nefnilega tilheyrt trúaijátningu borgarastétt- arinnar frá upphafi. Félagshyggjufólk verður að skil- greina að nýju markmið atvinnuupp- byggingar í landinu, og setja þar þarfír samfélagsins ofar kröfum heimsmarkaðarins. Hveijar þarfir samfélagsins eru verður pólitískt skilgreiningaratriði. Félagshyggju- fólk getur vel sameinast um nokkur meginatriði slíkra markmiða. Lof mé_r að nefna þijú. { fyrsta lagi viljum við lifa af auð- lindum þessa lands og vinna úr þeim. Lausn atvinnumálanna liggur í því að sníða framleiðsluna ekki minna heldur meira að íslenskum þörfum. Sú starfsemi sem skipulögð er út frá þörfum samfélagsins á fullan rétt á sér þótt hún standist ekki verðsam- keppni á heimsmarkaði. Það er líka nauðsynlegt að þróa samkeppnishæf- ar útflutningsvörur en það sé þó fremur aukageta en aðalatriði. í öðru lagi viljum við varðveita íslenskt búsetumynstur og stöðva fólksflóttann af landsbyggðinni. Til að svo megi verða þarf fjármagnið að sveigja sig að búsetu fólksins, ekki öfugt. í þriðja lagi ætlum við okkur að varðveita bæði lýðræðið og fullveldi þjóðarinnar, ekki með því að Iq'ósa verði teknar hér innan lands og sem næst því fólki sem þær snerta. Þetta er engin höfnun á alþjóðlegri sam- vinnu, enda má EES- sinnum ekki leyfast að setja samasemmerki milli alþjóðasamvinnu og innlimunar í efnahagsblökk. Ég hef nú verið málefnalegur og allt of kurteis. Mér er þó ekki kurt- eisi í huga. Ég heiti á ykkur, félags- hyggjufólk! Sjáið þið ekki að mann- helvítin stefna út í eyðimörkina? Stöðvið þáH? Höfundur er sagnfræðingur. Bílamarkaóurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut, Kópavogi, sími 671800 Sr r...... Toyota Corolla Touring GLI ’91, blár, 5 g., ek. 31 þ., dráttarkúla o.fl. Toppeintak. V. 1320 þús. Subaru 1800 GL station 4x4 ’89, hvítur, 5 g., ek. 73 þ., rafm. í rúðum o.fl. Gott ástand. V. 890 þús. stgr. Mazda 323 LX ’89, 5 g., ek. 52 þ. V. 490 þús. stgr., skipti. Daihatsu Charade CX '89, 5 dyra, ek. 75 þ. V. 420 þús. Dodge Aries 2ja dyra '89, sjálfsk., ek. 48 þ. V. 600 þús. Cherokee Laredo '91, einn m/öllu, ek. 16 þ. V. 2350 þús. Chevrolet Custom Delux 4x4 Pick up '86, 8 cyl. 305, sjálfsk., ek. 47 þ. mílur, útlit og ástand óvenju gott. V. 1090 þús. stgr. Ford Escort XR3i '85, 5 g., ek. 110 þ., ýmsir aukahl. V. 390 þús. Honda Accord EX '88, blásans, sjálfsk., ek. 64 þ., sóllúga, rafm. í öllu. Toppein- tak. V. 890 þús., sk. á ód. Jaguar XJ6 '81, blásans, ek. 160 þ., sjálfsk., m/öllu, 2 eigendur. Hefur fengið mjög gott viöhald. V. 970 þús. Lada Sport '88, 5 g., léttist., ek. 41 þ. Gott útlit. V. 270 þús. stgr. Lada Sport 5 g., m/léttistýri '91, ek. 15 þ. V. 650 þús. MMC Galant GLSi 4x4 ’90, hvítur, 5 g., ek. 52 þ., rafm. í rúðum, hiti í sætum, samlitir stuöarar o.fl. V. 1290 þús., sk. á ód. Mazda 323 LX station '88, 5 dyra, ek. 68 þ. V. 450 þús. stgr. MMC Pajero langur '88, 5 g., ek. 68 þ. Óvenju gott eintak. V. 1490 þús., sk. á ód. M. Benz 380 SE ’82. Fallegur bfll. Sjálfsk., m/öllu. V. 1350 þús., sk. á ód. Mazda 323 LX station '88, ek. 68 þ. V. 450 þús. VANTAR GÓÐA BÍLA Á STAÐINN & <& & & & & & & Einn best útbúni bíllinn í sínum flokki! ■: , 4. dyra stallbakur • 114 hestatla vél • 16 ventla tölvustýrð fjölinnspýting 5 gíra beinskipting eða 4. þrepa tölvustýrð sjálfskipting • Rafdrifnar rúður og sainlæsing • Rafstýrðir hliðarspeglar • Styrktarbitar í hurðum • Veltistýri Útvarp m/kassettutæki og 4 hátölurum BIFREIÐAF & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. ..til framtíÓar Frábær greiðslukjör ARMULA 13, SIMI: 68 12 00 BEINN SIMI: 3 12 36 &________&________®>_____ '& & &
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.