Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 20
! 1 20 pöf ri tlfj \pC\ V■ !-§ My W-nöl ' vHíMh ■ ^ *HtÚ ’fi U t4jii!Í$ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1992 AÐGERÐIR RIKISSTJORNARINNAR I EFNAHAGSMALUM HÉR FER á eftir yfírlýsing ríkisstjórnar íslands um aðgerðir til að styrkja stöðu íslensks atvinnulífs og sporna gegn auknu atvinnuleysi, sem Davíð Oddsson forsætis- ráðherra flutti þingheimi á Alþingi í gær. „A undanförnum vikurn hafa ríkisstjórn, aðilar á vinnumarkaði og fulltrúar sveit- arfélaga rætt leiðir til að treysta atvinnu- líf. Þannig verður þess freistað að koma í veg fyrir að atvinnuleysi aukist á næsta ári, og um leið lagður grunnur að öflugra atvinnulífi og auknum hagvexti á næstu árum. Aðgerðirnar munu bæta ástandið á næstunni en beinast enn frekar að því að bæta samkeppnisskilyrði íslenskra at- vinnuvega til framtíðar, m.a. með því að laga skattakjör þeirra að aðstæðum í öðr- um ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins. Mikilvægasta vörnin fyrir þá sem lægst laun hafa er að varðveita stöðugleika enda er það meðal meginmarkmiða aðgerðanna. Um leið eru útflutningsgreinum sköpuð öruggari framtíðarskilyrði. Lögð verður áhersla á nýsköpun í ís- lensku atvinnulífi með öflugra rannsókn- ar- og þróunarstarfi í þágu atvinnulífs og með eflingu markaðsstarfs. Breytingum á skattakerfi og ráðstöf- unartekjum einstaklinga er hagað þannig að þeir taka meira á sig sem betur standa. Með þessum aðgerðum er einnig stefnt að því að raunvextir geti lækkað. Þróun í vaxtamálum hlýtur þó einnig að ráðast af efnahagsskilyrðum og ekki síst af ytrí skil- yrðum þjóðarbúsins. Morgunblaðið/Sverrir Davíð Oddsson forsætisráðherra flytur yfirlýsingu ríkisstjóraarinnar á Alþingi í gær. Yfirlýsing ríkisslj órnarinnar um efnahagsaðgerðír SKATTUR Á FYRIRTÆKIMEÐ PVÍ HÓFLEGASTA SEM GERIST Seðlabanki hefur í dag ákveðið, að fengnu samþykki ríkisstjómarinnar, að lækka gengi íslensku krónunnar um 6%. Ríkisstjómin hefur ákveðið eftirfarandi aðgerðir: 1. Bætt starfsskilyrði atvinnuveg- anna. Aðstöðugjald verður fellt niður en sveit- arfélögum bætt upp tekjutap til bráða- birgða á árinu 1993 með hlutdeild í tekjum ríkisins. Á árinu 1993 verður unnið að því af hálfu ríkisstjómar og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga sameiginlega að fínna sveitarfélögum tekjur í stað aðstöðugjalds. 2. Sérstakar aðgerðir til að treysta atvinnu og efla rannsóknir og þróun. a. í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir tveimur milljörðum króna til framkvæmda til að treysta atvinnu, einkum til vegaframkvæmda. b. í tengslum við afgreiðslu ijárlagafrum- varps var ákveðið að veija vemlega auknu fé til rannsóknar- og þróunar- starfsemi og til markaðsmála. c. Samkomulag er um að sveitarfélögin leggi Atvinnuleysistryggingasjóði til 500 milljónir króna til verkefna, sem auka atvinnu. d. Varið skal 500 milljónum króna til að- gerða í atvinnumálum á Suðumesjum í samstarfí sveitarfélaga, íslenskra aðal- verktaka og annarra fyrirtækja. e. Varið verður 500 milljónum króna til sérstakra framkvæmda við byggingu og viðhald opinberra mannvirkja. 3. Tekjuöflun vegna aðgerða til að treysta atvinnulíf. a. Tekjuskattshlutfali einstaklinga verður hækkað um 1,5%. b. Næstu tvö árin verður lagður sérstakur skattur á háar tekjur, 5% á mánaðartekj- ur yfír 200 þúsund krónur hjá einstakl- ingi og 400 þúsund krónur hjá hjónum. c. Breytingar verða gerðar á álagningu virðisaukaskatts með því að fækka und- anþágum í áföngum á árinu 1993. Þann- ig verður 14% skattur lagður á húshitun og á afnotagjöld útvarps og sjónvarps frá 1. janúar 1993, á bækur, blöð og tímarit frá 1. júlí 1993 og á hótelgist- ingu og fólksflutninga frá 1. september 1993. Jafnframt verður tryggingagjald á hótelgistingu og fólksflutninga lækkað úr 6% í 2,5% 1. september 1993. Frá 1. janúar 1993 verður endurgreiðsla af virðisaukaskatti af vinnu iðnaðarmanna við íbúðarhúsnæði lækkuð í 60%. Al- mennt skatthlutfall virðisaukaskatts verður óbreytt 24,5%. d. Bensíngjald verður sérstaklega hækkað um 1,50 krónur á hvem lítra, frá því sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrum- varpi. Þessi hækkun rennur í ríkissjóð. e. Viðmiðunarmörk reiknaðra Iauna ein- staklinga í atvinnurekstri verða hækkuð um 15% og skatteftirlit hert verulega. f. Útgjöld vegna barnabóta verða lækkuð um 10%. g. Vaxtabætur verða teknar til endurskoð- unar í því skyni að draga úr útgjöldum vegna þeirra. h. Dregið verður úr ríkisútgjöldum um 1.240 milljónir króna frá fjárlagafrum- varpi til að hamla gegn skuldasöfnun. 4. Aðgerðir til vaxtalækkunar: a. Með auknu aðhaldi í ríkisijármálum og með því að draga úr lánsfjárþörf hins opinbera verður stefnt að því að skapa forsendur fyrir lækkun vaxta. b. Útgáfa húsbréfa verður skoðuð með hliðsjón af þróun vaxta á lánsfjármark- aði og af þróun á fasteignamarkaði en gert er ráð fyrir minni fasteignaviðskipt- um vegna almenns samdráttar í þjóðfé- laginu sem leiði þá til minni útgáfu húsbréfa. c. Áfram verður haldið s^mráði við lífeyris- sjóði í því skyni að stuðla að betra jafn- vægi á lánsfjármarkaði og auka þátttöku þeirra í fjármögnun atvinnuveganna. d. Lagaákvæði um ákvörðun dráttarvaxta verða endurskoðuð með það í huga að lækka þá um 2%-2‘/2%. e. Seðlabanka hefur verið veitt rýmri heim- ild til ákvörðunar bindiskyldu, en lækk- un hennar stuðlar að lægri vöxtum og lengingu lánstíma. 5. Fjárhagsleg endurskipulagning í sjávarútvegi: Ríkissijórnin mun hlutast til um að fram fari fjárhagsleg endurskipulagning í sjáv- arútvegi. Stofnaður verði Þróunarsjóður sjávarútvegsins. Hlutverk sjóðsins verði að draga úr afkastagetu í sjávarútvegi. Sjóðurinn sinni hlutverki sínu með því að kaupa eignir sjávarútvegsfyrirtækja og úrelda fiskiskip. Sjóðurinn er í eign ríkis- ins og hefur sérstaka þriggja manna stjóm sem heyrir undir sjávarútvegsráðu- neytið og skal einn tilnefndur af samtök- um atvinnurekenda í sjávarútvegi. Tekjur sjóðsins verði með eftirfarandi hætti: Gjald sem leggst á fískiskip og fari gjald- ið eftir stærð skipa. Gjald sem lagt er á fasteignamat þeirra fasteigna sem nýttar eru til fískvinnslu. Tekjur af eignum. Frá og með kvótaárinu 1996-97 verði ákveðið þróunargjald lagt á úthlutuð þorskígildi. Sjóðnum er ennfremur heimilt að greiða fyrir þátttöku islenskra útvegsfyrirtækja í verkefnum og fyrirtækjum erlendis, þ.m.t. öflun veiðiheimilda. Það getur sjóð- urinn gert með því að ábyrgjast greiðslu að hluta af áhvflandi veðskuidum físki- skipa í tiltekinn tíma í samvinnu við aðr- ar lánastofnanir. Ennfremur er sjóðnum heimilt að greiða hluta af kostnaði við öflun slíkra verkefna. GREINARGERÐ: Á undanfömum vikum og mánuð- um hefur mikill órói verið á alþjóða- gjaldeyrismarkaði. Þetta hefur orðið til þess áð verulegar breytingar hafa orðið á gengi gjaldmiðla sem miklu máli skipta fyrir íslenskar útflutn- ingsafurðir. Þar munar mest um gengislækkun sterlingspundsins en einnig má nefna lækkun á gengi spánska pesetans, portúgalska eskúdóans, ítölsku lírunnar og sænsku krónunnar. Séu þessar breyt- ingar metnar eftir hlutdeild þessara landa í útflutningi íslendinga fela þær i sér að gengi krónunnar var í raun orðið rúmlega 3% hærra en það var í byrjun september. Um leið veikja þessar gengisbreytingar mjög sam- keppnisstöðu íslenskra afurða á mik- ilvægum mörkuðum. í ljósi þessara atburða er óhjákvæmilegt að gera nú breytingu á gengi krónunnar og verður gengi hennar lækkað um 6%. Leitast er við að halda gengisbreyt- ingu í lágmarki enda er gripið til víð- tækra annarra aðgerða til að treysta stöðu atvinnulífsins. Gengi krónunnar verður haldið stöðugu miðað við óbreytta gengisvog og fráviksmörk en vegna óvissu á gjaldeyrismarkaði verður einnig höfð hliðsjón af útflutn- ingsvog við daglega ákvörðun gengis. Veigamikill þáttur í þeim aðgerð- um sem hér er fjallað um er afnám aðstöðugjaldsins. Eftir því sem al- þjóðaviðskipti verða frjálsari og sam- keppni harðnar verður mikilvægara að skapa íslensku atvinnulífi sam- bærileg skattakjör og helstu keppi- nautum. Þess vegna er orðið brýnt að afnema aðstöðugjaldið. Með þess- ari aðgerð og fyrirhugaðri lækkun tekjuskatts félaga úr 45% í 33% má telja að skattlagning atvinnurekstrar á Islandi sé með því hóflegasta sem þekkist í nálægum löndum. Þetta styrkir mjög stöðu fslensks atvinnu- lífs f samkeppni á EES-markaði auk þess sem þetta hefur áhrif á áhuga erlendra fyrirtækja á að fjárfesta á íslandi. Afnám aðstöðugjalds hefur veiga- mikil áhrif á fjárhag sveitarfélaga og breytingin er meiri en svo að unnt sé að ákveða fyrirvaralítið hvemig henni verður mætt til frambúðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.