Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1992 AÐGERÐIR RÍKISSTJÓRNARINNAR í EFNAHAGSMÁLUM AÐGERÐŒNAR OG SJÁ VARÚTVEGURINN JÓHANNES Nordal, seðlabankastjóri, segir að raungengi íslensku krónunnar sé eftir gengisfellinguna nú um 2-3% lægra en það var í árslok 1991. Hann sagði að gengisfelling- in markaði ekki breytingu á fastgengisstefn- unni, heldur verði fastgengisstefnunni fram- haldið á þessum nýja grunni. Talsmenn sjáv- arútvegsins, Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ og Arnar Sigurmundsson, formaður Sam- taka fiskvinnslustöðva, telja hins vegar báðir gengisfellinguna og aðgerðir ríkissljórnar- innar koma of seint og ganga of skammt. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri um 6% gengisfellingu Höldum fastgengisstefnu á þessum nýja grunni JÓHANNES Nordal seðlabankastjóri segir að gengisfelling íslensku krónunnar hafí verið ákveðin vegna þess að grundvöllurinn undir fastgengisstefnunni hafi verið að riðlast við gengisbreytingar að undanförnu, ekki síst þar sem Iækkunin hafi verið á gengi mynta sem ýmist væru vanmetnar í gengisviðmiðun okkar eða jafnvel al- veg utan við hana. Þá hafi óvissan á gjaldeyrismörkuðunum einnig haft neikvæð áhrif hér á landi og skert samkeppnisstöðu íslensks sjávarútvegs gagnvart sjávarútvegi annarra þjóða. Jóhannes segir að ekki eigi að þurfa að breyta genginu frekar þó að meiri breyting- ar verði á gengi einstakra mynta á næstu dögum. Við gengisskrán- ingu í gærmorgun hækkaði Bandaríkjadalur um 7,9% en flestar evrópsku myntirnar um 5-6% frá síðustu gengisskráningu sem var að morgni föstudags. Til viðbótar gengisfellingunni kom til óróinn á gjaldeyrismörkuðum s.l. föstudag. Fast gengi á nýjum grunni Við gengisskráningu í gærmorg- un ákvað bankastjóm Seðlabahka íslands að lækka meðalgengi ís- lensku krónunnar gagnvart erlend- um gjaldmiðlum um 6%. Ákvörðunin var tekin af bankastjórn Seðlabank- ans að loknum bankaráðsfundi en í fyrradag höfðu átt sér stað viðræð- um milli ríkisstjómarinnar og banka- stjómarinnar um málið. Gengisviðm- iðun og fráviksmörk frá miðgengi verða óbreytt, að minnsta kosti fyrst um sinn, segir í frétt frá Seðlabank- anum, en ætlunin er að hafa hliðsjón af hugsanlegum breytingum á út- flutningsvog við daglega skráningu gengis með tilliti til þeirrar óvissu sem enn er framundan í gengismál- um Evrópu. Jóhannes sagði aðspurð- ur að ekki væri þörf á að breyta gengi frekar þó að gengi einhverra þeirra mynta sem óróleiki hafi verið í kringum að undanfömu myndi falla. „Við eigum að geta haldið áfram fastgengisstefnu á þessum nýja grunni," sagði Jóhannes. þessum gengisbreytingum öllum,“ sagði seðlabankastjóri. Dollarinn hækkaði um 7,9% „Við höfum oft bent á að gengis- breytingarleiðin er ekki lausn á vanda sjávarútvegsins," sagði Jó- hannes þegar hann var spurður um áhrif hennar á hag sjávarútvegsins í ljósi mikilla erlendra skulda at- vinnugreinarinnar. „Þessar miklu erlendu skuldir draga verulega úr því hagræði sem þama er um að ræða. Hins vegar er þetta mjög mismunandi eftir fyrirtækjum. Betri fyrirtækin sem minna skulda í er- Iendum gjaldeyri njóta þessa meira en hin,“ sagði Jóhannes. Sölugengi Bandaríkjadals var skráð á 63,60 íslenskar krónur í gærmorgun og hafði hækkað um 7,9% frá síðustu skráningu sem var að morgni síðastliðins föstudags. Gengi flestra annarra gjaldmiðla hækkaði um 5-6%. Jóhannes sagði að ekki væri mikið leggjandi upp úr stöðu gjaldmiðlanna þessa fyrstu daga. Auk gengisfellingarinnar hefði gengið raskast á milli myntanna vegna óróa á gjaldeyrismörkuðunum síðastliðinn föstudag en við það hefði Bandaríkjadalurinn styrkst. Taldi hann ekki ólíklegt að það væri tíma- bundin sveifla sem gengi til baka. Sterlingspundið breska var í gær- morgun skráð á rúmar 96 krónur, hafði hækkað um 6,1%. Danska krónan var á 10,176, 5,1% hærri en á föstudag, sænska krónan hækkaði um 6,3% eins og franski frankinn, þýska markið hækkaði um 5,9% og stendur nú í 39,5 kr., ítalska líran hækkaði um 6,3% og japanska jenið um 5,4%. í morgun hækkuðu þær myntir sem mestur órói hefur verið í kring- um undanfarna daga svipað og aðr- ir evrópskir gjaldmiðlar, portúgalski eskúdóinn og spænski pesetinn hækkuðu um 5,7-5,8% og norska krónan um 6,3%. Ástæðan fyrir hækkun spænsku og portúgölsku myntanna gagnvart íslensku krón- unni þrátt fyrir umtal um lækkun þeirra um helgina, er, að sögn Ax- els Pálmasonar hagfræðings í Seðla- bankanum sú staðreynd að lækkun þeirra hafði ekki komið fram á gjald- eyrismörkuðum í gærmorgun. I gær hækkuðu vextir í Noregi og Portúg- al en gengi gjaldmiðlanna hélst stöð- ugt. Aftur á móti lækkaði gengi pesetans um 1,5%. Magnús Gunnarsson, formaður VSÍ Áhrif aðgerða ríkisstjórnarinnar á afkomu sjávarútvegsins RÁÐSTAFANIR Afkomuáhrif af tekjum 1993 1. Lækkun á gengi krónunnar um 6% +3,2% 2. Afnám aðstöðugjalds +1,0% 3. Óbein áhrif afnáms aðstöðugjalds +0,2% Samtals áfrif 1-3 +4,4% ÁHRIF ALMENNRAR VERÐ- og KOSTNADARÞRÓUNAR1993 4. Hækkun eriends kostnaðar um 3% -1,3% 5. Áhrif hækkunar verðs á sjávarafurðum erlendis um 1,8% +1,8% Samtals1-5. +4,9% 6. Áhrif lækkunar innlendra raunvaxta um eitt prósentustig má meta til 0,4-0,5% afkomubata. 7. Fjárhagsleg endurskipulagning og hagræðing geta stuðlað að bættri afkomu. Að svo stöddu er erfitt að meta áhrif endurskipulagningar á afkomu því þau eru mjög undir þeim ákvörðunum komnar sem teknar verða um þessi efni. 8. Lauslegar áætlanir benda til að afkoma mjöl- og lýsisvinnslu sé nokkuð góð um þessar mundir, eða sem svarar til 4-5% hagnaðar af tekjum. Við bætast áhrif gengislækkunar krónunnar. Áætlanír benda hins vegar til að afkoma rækjuvinnslu sé enn mjög erfið, sérstaklega vegna gengisfalls pundsins að undanförnu. Raungengi krónunnar (verðlag) Að meðaltali milli ára FYRIR EFTIR Hrein erlend skuid Að raungildi milii ára Gengí íslensku krónunnar mælt á útf lutningsvog Meðalgengi 1991 er sett á 100 2; 8 •8 S Meðalgengi 2,4% lægra í frétt Seðlabankans um gengis- fellinguna segir m.a.: „Svo sem kunnugt er, hefur gengisfesta verið ein helsta uppistaða efnahagsstefn- unnar í nærfellt þijú ár. í samræmi við það hefur að undanfömu verið unnið að lausn efnahagsvandans eft- ir öðrum leiðum. Upp á síðkastið hafa hins vegar gerst þeir atburðir ytra, sem skert hafa raunverulegt gildi gengisviðmiðunar krónunnar og raskað samkeppnisstöðu sjáv- arútvegsins sérstaklega. Annars vegar eru þeir gjaldmiðlar, sem fall- ið hafa sérstaklega mikið, ekki inni í gengisvoginni eða hafa þar lítið vægi að tiltölu við viðskiptavog krón- unnar. Hins vegar hafa gengisbreyt- ingar ytra lagst meira gegn meðal- gengi útflutnings en innflutnings. Meðalgengi erlendra gjaldmiðla er af þessum sökum orðið allt að 2,4% lægra og meðalgengi útflutnings allt að 3% lægra en til var ætlast með gengisfestunni. Þá hafa gengis- breytingar erlendis skert afurðaverð sjávarútvegsins og samkeppnisstöðu gagnvart sjávarútvegi annarra þjóða.“ Að sögn Jóhannesar Nordals er raungengi íslensku krónunnar 2-3% lægra en það var í árslok 1991. Hann sagði að gengisfellingin mark- aði ekki breytingu á fastgengisstefn- unni. „Hins vegar verða menn að gera sér grein fyrir því að fast- gengisstefnan í Evrópu allri er að ganga í gegnum vissa eldraun með Stöðugleiki í efnaliagsmáhun hér á landi er ekki fyrir bí MAGNÚS Gunnarsson, formaður VSÍ, kveðst ekki telja að stöðugleik- inn í efnahagsmálum hér á landi sé fyrir bí með aðgerðum ríkis- stjórnarinnar. Hann kvaðst vantrúaður á að verkalýðshreyfíngin myndi kasta stríðshanskanum nú, þótt hann hefði skilning á þvi að hún hefði orðið fyrir vonbrigðum með þessa niðurstöðu. Hann sagði að það hefði verið ljóst í þeirri stöðu sem komin hafí verið upp að laga þyrfti gengi ís- lensku krónunnar að þeim veru- leika sem blasti við. „Við erum mjög sáttir við að aðstöðugjaldið skuli hverfa af ís- Ienskum atvinnuvegum. Þessi skattur hefur skert samkeppnis- getu íslenskra atvinnuvega og það er gott að hann skuli afnuminn. Við erum líka sáttir við þá við- leitni sem kemur fram í aðgerðum ríkisstjómarinnar til að iækka vexti. Á þennan hátt er reynt að bæta samkeppnisskilyrðin og á sama hátt reynt að efla atvinnu- ástandið að því marki sem hægt er við þessar aðstæður. Við höfum hins vegar áhyggjur af því að það er verið að auka skattlagningu á ferðaþjónustuna," sagði Magnús. Magnús kvaðst ekki trúa því að verkalýðshreyfíngin myndi kasta stríðshanskanum. „Ég get alveg skilið það að verkalýðshreyfíngin hafí orðið fyrir vonbrigðum með þessa niðurstöðu, en aðilar vinnu- markaðarins geta ekki sagt annað en að það hafí verið haft samband við þá og þeir upþlýstir um hvem- ig málin voru að þróast. VSÍ varð líka fyrir vonbrigðum því við höfð- um þá trú að við gætum haldið genginu stöðugu og skapað að- stæður fyrir innri gengisfellingu sem hefði styrkt samkeppnisstöðu fyrirtækjanna og jafnað byrðunum yfír alla. Þessi útfærsla er því ekki beint í takt við þá útfærslu sem við vorum að tala um. Hins vegar vonast ég til þess að verkalýðs- hreyfíngin geri sér grein fyrir því að í raun og veru hefur umhverfíð Iítið breyst og við glímum ennþá við gífurleg vandamál. Við þurfum að vinna á þeim í náinni framtíð," sagði Magnús. Magnús sagði að þessar aðgerð- ir væm ekki þess eðlis að þær leystu allan vanda sjávarútvegsins. „Þama kemur til ákveðin gengistil- færsla, lækkun á aðstöðugjaldi og væntanlega verður settur á stofn Þróunarsjóður, sem notaður verður til að flýta fyrir hagræðingu innan greinarinnar. Ég held að þetta séu allt saman jákvæðar aðgerðir og erfítt sé að fínna leið sem leysi allan vanda sjáVarútvegsins í einu vetfangi. Við eigum eftir að vinna í þessu máli á næstu mánuðum eins og öll fyrirtæki i Iandinu. Það má líka ítreka það að fyrirtækin em að reyna að hagræða hjá sér og sameinast en maður verður ekki mikið var við slíkar aðgerðir innan sveitarfélaganna eða ríkis- ins,“ sagði Magnús. Hann sagði að þama ætti hann m.a. við fjölgun opinberra starfsmanna á þessu ári og spá Þjóðhagsstofnunar um að þeim fjölgi enn á næsta ári. Magnús, sem átti sæti í atvinnu- málanefnd ríkisstjómarinnar og aðila vinnumarkaðarins, kvaðst ekki sammála því að starf nefndar- innar hefði verið til einskis. Nefnd- in hefði verið nokkurs konar hug- myndabanki, og honum sýndist að starf hennar hefði skilað sér í að- gerðum ríkisstjómarinnar, þótt það hefði ekki verið í jafn ríkum mæli og margir hefðu óskað. Aðspurður hvort stöðugleikinn í efnahagsmálum væri fyrir bí sagði Magnús: „Ég vil ekki trúa því að svo sé. Við munum fá aukna verð- bólgu tímabundið, en ég held að þessi tilfærsla á gengi krónunnar sé töluvert öðravísi en oft áður.“ Hann sagði að verðlagsáhrifín ættu ekki að verða eins þung og í fljótu bragði virtist. „Við höfum fengið á okkur brotsjó en við verð- um að komast út úr honum og leita þess jafnvægis sem við höfum barist við að finna,“ sagði Magnús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.