Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1992 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1992 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. ísinn brotinn Að öðru óbreyttu hefði ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar um lækkun á gengi krónunn- ar verið dapurleg tíðindi, vís- bending um, að ríkisstjórn, sem miklar vonir voru bundnar við, hefði valið hina auðveldu leið út úr vandanum þ.e. að fella gengið í stað þess að takast á við grundvallarvandann í sjáv- arútvegi, sem er ein helzta und- irrót að efnahagsvandamálum okkar íslendinga um þessar mundir. Of mörg skip um of lít- inn afla. Of mikil fjárfesting í skipum og vinnslustöðvum mið- að við þann afla, sem að landi berst. Of mikill rekstrarkostn- aður í veiðarfærum, olíu og öðru miðað við aflamagnið, sem í boði er. Uppgjöf brezku ríkisstjómar- innar fyrir nokkrum vikum varð talsmönnum útgerðarinnar þeg- ar í stað tilefni til að krefjast lækkunar á gengi krónunnar. Þær kröfur voru kveðnar niður. Sænska krónan hafði ekki fyrr verið felld en kröfur komu fram um gengislækkun vegna þess, að norska krónan kynni að falla í verði. Norska ríkisstjórnin tók hins vegar þá ákvörðun um helgina, gagnstætt því, sem ís- lenzka ríkisstjómin gerði, að beijast fyrir óbreyttu gengi norsku krónunnar. Þá komu fram kröfur um gengislækkun krónunnar vegna heimilda til lækkunar á gengi gjaldmiðla á Spáni og í Portúgal. Þessar kröfur vom andsnún- ar framtíðarhagsmunum þjóð- arinnar vegna þess, að á undan- fömum mánuðum hefur það gerzt í fyrsta skipti í áratugi, að aðstaða hefur skapazt til að knýja fram skipulagsbreytingar í sjávarútvegi, sem em forsenda bættra lífskjara þjóðarinnar í framtíðinni. Gengislækkun var aðferð til þess að gera sjávarút- veginum kleift að ganga enn einu sinni á svig við slíkar skipu- lagsbreytingar og halda uppi óbreyttum starfsháttum að langmestu leyti. Þess vegna hefði gengislækkun sú, sem ákveðin var um helgina verið dapurleg tíðindi, ef annað hefði ekki komið til. Til allrar hamingju lét ríkis- stjórnin ekki þar við sitja. Ákvörðun hennar um stofnun sérstaks þróunarsjóðs til þess að auðvelda skipulagsbreyting- ar í sjávarútvegi með því að kaupa upp eignir, sem ekki verða seldar aftur til afnota í sjávarútvegi, getur valdið þátta- skilum í atvinnulífi landsmanna, ef rétt er á haldið. Með ákvörð- un ríkisstjómarinnar um að taka upp gjaldtöku í sjávarút- vegi eftir nokkurn umþóttunar- tíma hefur ísinn verið brotinn í deilunum, sem staðið hafa miss- emm saman um kvótakerfíð og nýja fískveiðistefnu. Þetta er sagt með þeim fyrirvara, að það á eftir að koma í ljós, hvernig nánari útfærsla þessarar ákvörðunar verður. í Morgun- blaðinu í dag halda þeir Þor- steinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, og Kristján Ragnars- son, formaður LÍÚ því fram, að í þessari ákvörðun felist, að gjaldtakan verði svipuð að upp- hæð og áætlað hefur verið að fáist fyrir sölu á veiðiheimildum Hagræðingarsjóðs á núverandi fískveiðiári. Flest bendir til, að þeir séu einir um þessa túlkun á ákvörðun ríkisstjórnarinnar en það veldur óneitanlega áhyggjum að á fyrsta degi komi upp ólíkt mat á því hvað í þessu samkomulagi felst. Samkomulagið um stefnu- breytingu í málefnum sjávarút- vegsins, eins og það verður skil- ið samkvæmt yfírlýsingu Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, réttlætir gengislækkun, sem ella hefði verið erfítt að rökstyðja. Með samningum stjómarflokkanna um þetta efni hefur verið höggvið á hnút, sem margir hafa talið óleysanlegan. En framhaldið skiptir miklu máli. Sigur hefur ekki enn unn- izt í baráttu fyrir nýrri fískveiði- stefnu en fyrsta skrefíð hefur verið stigið og það skiptir meg- inmáli; og þá ekki sízt það, að þeir, sem fá kvóta með skipum greiði fyrir framsalsrétt eins og um leyfi sé að ræða en ekki eign. Ef þróunin verður í þá átt og án þess, að eignin lendi í örfárra manna höndum verður helgarinnar minnzt sem áfanga- mikilla tímamóta. Og þá má vænta breytingar á afstöðu al- mennings til sjávarútvegsins og þeirra, sem þar hafa forystu. Afnám aðstöðugjalds er einn- ig meiriháttar tíðindi. Þar með er skattheimtu létt af atvinnulíf- inu í landinu, sem hefur frá upphafí verið óréttlát. Aðstöðu- gjaldið skiptir töluverðu máli í rekstri fyrirtækja, ekkert síður í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja en annarra, þótt það sé lægra í sjávarútvegi en í þjónustu- greinum. Með afnámi áðstöðu- gjalds er stigið stórt skref til þess að aðlaga íslenzkan at- vinnurekstur að breyttum að- stæðum í kjölfar þátttöku okkar í evrópska efnahagssvæðinu. Sveitarfélögin hafa verið þung í taumi í þessum efnum og ljóst að þær ráðstafanir, sem ríkisstjórnin hefur gert til þess að bæta þeim upp tekjutap vegna aðstöðugjaldanna, eru ekki til frambúðar. I þeim samn- ingaviðræðum, sem fram fara á næsta ári milli ríkis og sveitar- félaga um þetta mál verður að gera þá kröfu til sveitarfélag- anna, að þau taki á sig eðlilegan hluta byrðanna af gjörbreyttu efnahagsástandi í landinu. Hátekjuskattur er aðferð til þess að láta hina betur settu taka á sig þyngri byrðar en aðra þjóðfélagsþegna, þótt ljóst sé, að gengislækkunin sem slík og almenn tekjuskattshækkun koma hart niður á almennu launafólki. Morgunblaðið hefur áður sett fram rökstudda gagn- rýni á áform stjórnvalda um virðisaukaskatt á fjölmiðlastarf- semi og bækur. Ljóst er, að sú aðferð, sem nú verður viðhöfð kemur léttar niður á fjölmiðlum og bókaútgáfufyrirtækjum en fyrri hugmyndir. Þrátt fyrir yfírlýsingar ráð- herra um ráðstafanir til þess að tryggja lækkun raunvaxta verður að telja ólíklegt, að til slíkrar vaxtalækkunar komi í bráð. Þær ráðstafanir, sem boð- aðar hafa verið til þess að skapa forsendur fyrir vaxtalækkun eru of óljósar til þess að atvinnu- lífíð geti byggt á þeim að nokkru marki. Þá er líka ljóst, að á næstu misserum hlýtur vaxta- stigið hér að fylgja mjög vaxta- stigi í öðrum löndum m.a. vegna þess, að flutningar á fjármagni milli landa verða fijálsari frá áramótum en þeir hafa verið. Vextir til atvinnufyrirtækja og einstaklinga eru hærri í ná- grannalöndum okkar en þeir grunnvextir, sem mest er um rætt í fréttum. Stóra spurningin er sú, hvort þessar ráðstafanir haldi gagn- vartverkalýðshreyfingunni. Það er auðvitað enginn grundvöllur fyrir kauphækkunum eða öðr- um kjarabótum við núverandi aðstæður. Ef engar kaupbreyt- ingar verða á næsta ári er von til þess að hægt verði að halda verðbólgunni i skefjum, þótt hún verði meiri en í stefndi fyr- ir þessa gengislækkun. Knýi launþegahreyfíngin fram kaup- breytingar er veruleg hætta á og raunar fyrirsjáanlegt, að við siglum inn í vítahring gagn- kvæmra kauphækkana og verð- hækkana. Það er raunar ekki útilokað að það geti gerzt jafn- vel þótt verkalýðshreyfingin haldi að sér höndum. Þrennt ætti að stuðla að því, að verkalýðshreyfingin hugsi vel sinn gang. í fyrsta lagi er Ijóst, að stefnubreytingin í sjáv- arútvegi getur leitt til mikilla kjarabóta fyrir almenning i landinu þegar líður á þennan áratug. í öðru lagi fer vilji ríkis- stjómarinnar til þess að leggja þyngstu byrðar á breiðustu bök- in ekki á milli mála, vegna há- tekjuskattsins, vegna fyrirhug- aðra aðgerða til þess að taka á skattsvikum og vegna yfírlýs- ingar ríkisstjórnar um, að skatt- ur á fjármagnstekjur komi til framkvæmda að rúmu ári liðnu. Það er í alla staði eðlilegt, að slík skattkerfisbreyting verði ákveðin með svo miklum fyrir- vara, þannig að spariijáreigend- ur eigi kost á því að haga ákvörðunum sínum um íjárfest- ingar á næsta ári á grundvelli vitneskju um, að hveiju er stefnt í þessum efnum. Þá er ólíklegt, að nokkur von væri til vaxta- lækkunar á næstu mánuðum, ef vaxtaskattur hefði komið til framkvæmda strax. Gengislækkun ein út af fyrir sig hefði verið fyrsta skrefið til uppgjafar frammi fyrir alvar- legum vanda í atvinnulífinu. Gengislækkun ásamt grundvall- arákvörðun um stefnubreytingu í sjávarútvegi er annað mál og gefur tilefni til hóflegrar bjart- sýni. AÐGERÐIR RÍKISSTJÓRNARINNAR í EFNAHAGSMÁLUM Fjögurra milljarða Þróunarsjóður sjávarútvegsins Um 20% fyrirtækja ígreininni verði úrelt á næstu tveiinur árum AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Batnandi afkoma í sjávarútvegi á að verða framtíðartekjulind Þróunarsj óðsins SAMKOMULAGIÐ sem hefur tekist í nefnd þeirri sem gjarnan gengur undir nafninu „Tvíhöfði" er að margra mati það mark- verðasta, sem kom fram í ræðu Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra á Alþingi í gær, þar sem hann kynnti efnahagsráðstaf- anir ríkisstjórnarinnar. Tvíhöfði er eins og kunnugt er nefndin sem endurskoðar lög um stjórnun fiskveiða og var hendi ætlað að skila niðurstöðu nú fyrir áramót, en fæstir höfðu nokkra trú á að það mark- mið tækist, þar sem formennina tvo, þá Magnús Gunnarsson, skipaður af Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráðherra og Þröstur Ólafsson, skipaður af Jóni Baldvini Hannib- alssyni utanríkisráðherra, hefur greint á í veigamiklu atriði, í samræmi við ágrein- ing ofangreindra ráðherra í sama máli, þ.e. gjaldtöku á sjávarútveginn, fyrir veiði- leyfi. Samkomulagið gengur m.a. út á það að frá og með kvótaárinu 1996-97 verði ákveðið þróunargjald lagt á úthlutuð þorskígildi. Aðdragandi þess að samkomulag hefur nú tekist er orðinn alllangur, eins og kunnugt er. Alþýðufíokkurinn var til að byija með, mjög harður í þeirri afstöðu sinni, að ákveða bæri veiðigjald á útgerðina, sem rynni til ríkis- sjóðs, sem afnotagjald fyrir réttinn til að nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar, íslensku fiskimiðin. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra var jafnan harður í andstöðu sinni við þessar hugmyndir, þannig að mál komust hvað eftir annað í sjálfheldu í nefndinni. Síðan var það í sumar, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, að þeir Magnús Gunnarsson og Þröstur Ólafsson náðu um það samkomu- lagi sem fól í sér þá málamiðlun sem gerði það að verkum að báðir aðilar voru nokkuð sáttir, þ.e. að grundvallarreglan um veiðileyfa- gjald yrði samþykkt, en útgerðaraðilar hefðu ákveðinn aðlögunartíma, sem nú hefur verið ákveðinn fjögur ár, ásamt því að tekjur sem öfluðust fyrir úthlutun veiðileyfa rynnu til þess að endurskipuleggja sjávarútveginn í landinu. Þessi grundvallaratriði hafa síðan verið í vinnslu innan nefndarinnar, svo og á milli þeirra Jóns Baldvins Hannibalssonar og Þorsteins Pálssonar. í síðustu viku lá svo fyr- ir að samkomulag í þessa veru var í sjón- máli, en endanleg niðurstaða í málinu fékkst ekki fyrr en undir hádegi í gær og hafði þá mikið gengið á um helgina, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins. Undir hádegi í gær hittust þeir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra, Davíð Oddsson forsætisráðherra og Friðrik Sophusson fjármálaráðherra, ásamt fulltrúum nefndarinnar, og gengu frá því sam- komulagi sem forsætisráðherra greindi svo frá á Alþingi eftir hádegi í gær. Þótt enn eigi eftir að útfæra leiðir hvað varðar það samkomulag sem nú liggur fyrir, bæði í nefndinni og ríkisstjórn, þá liggur fyrir að Hagræðingarsjóður, Hlutafjársjóður og Atvinnutryggingasjóður verða lagðir niður, en þess í stað verður stofnaður Þróunarsjóður sjávarútvegsins, sem ætlað er að draga úr afkastagetu í sjávarútvegi. A Alþingi í gær kom fram að fjárframlaga í sjóðinn, samtals um fjögurra milljarða króna, verður aflað á næsta ári með erlendum lántökum, en í fram- tíðinni mun sjávarútvegurinn sjálfur standa undir því að greiða niður þau lán. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er um það rætt að ná á næstu tveimur árum fram sem svarar 20% fækkun fyrirtækja í sjávarútvegi, á þann veg að Þróunarsjóður sjávarútvegsins kaupi eignir sjávarútvegsfyrirtækja og úreldi fisk- vinnslustöðvar og fiskiskip. Sjóðurinn verður í eigu ríkisins og mun hafa þriggja manna stjórn sem heyrir undir sjávarútvegsráðuneyt- ið, en einn stjórnarmanna skal tilnefndur af samtökum atvinnurekenda í sjávarútvegi. Tekjuöflun sjóðsins er áætluð með eftirfar- andi hætti: Gjald sem leggst á fiskiskip og fari gjaldið eftir stærð skipa, sem jafngildir sömu fjárhæð og úreldingargjald útgerðarinn- ar er í dag, eða um 80 milljónir króna. Gjald sem lagt er á fasteignamat þeirra fasteigna sem nýttar eru til fiskvinnslu, en ekki hefur verið ákveðið hversu hátt það verður. Þó mun áætlað að sú upphæð verði svipuð og úrelding- argjaldið, eða aðrar 80 milljónir króna. Tekjur af eignum. Og loks það sem líkast til er hvað markverðast í þessu samkomulagi, en það er ákveðið þróunargjald sem lagt verður á úthlut- uð jiorskígildi. A lokasprettinum, áður en samkomulag tókst, voru átökin hvað mest innan ríkisstjórn- arinnar á milli Friðriks Sophussonar fjármála- ráðherra og annarra ráðherra ríkisstjórnarinn- ar. Friðrik mun hafa talið að ekki væri hægt að taka ákvörðun um að fella niður 525 millj- ón króna tekjulið ríkissjóðs, sem fást átti með sölu 12 þúsund þorskígildistonna Hagræðing- arsjóðs og renna í ríkissjóð til þess að standa straum af kostnaði af þjónustu Hafrannsókna- stofnunar við sjávarútveginn, án þess að fínna sjóðnum tekjur á móti. „Það blasir auðvitað við, að ef ríkissjóður á ekki að njóta þeirra tekna, sem hann hefur gert ráð fyrir að fá, af sölu veiðiheimilda úr Hagræðingarsjóði, þá eykur það halla ríkissjóðs sem svarar rúmum 500 milljónum króna á næsta ári,“ sagði fjár- málaráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að þess vegna væri nauðsyn- legt að niðurstaða fengist'í þeim efnum, hvað koma ætti í staðinn, ef fallið yrði frá þessari tekjuöflunarleið. Friðrik kvaðst fagna því sam- komulagi sem lægi fýrir í nefndinni, því það hefði ætíð verið sín skoðun að sjávarútveginum bæri að greiða tilteknar fíárhæðir til að standa undir ýmsum kostnaði, sem ella hefði fallið á ríkissjóð. „Mér sýnist vera fundin álitleg leið til þess í þeim hugmyndum sem nú liggja fyrir,“ sagði fjármálaráðherra. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra sagði m.a. í samtali við Morgunblaðið um það samkomulag sem náðist í hádeginu í gær: „Það hefur verið rætt innan nefndarinnar hvort unnt væri að koma á sjóði, sem greiða myndi fyrir hagræðingu innan greinarinnar og hjálpa til við að úrelda fiskvinnsluhús. í síðustu viku áttum við utanríkisráðherra ítar- legar viðræður um það hvort hægt væri að tengja hugmyndir af þessu tagi við aðgerðir til að bæta samkeppnisskilyrði sjávarútvegsins og útflutningsgreina og ná um leið niðurstöðu í starfi svokallaðrar tvíhöfða nefndar." Þorsteinn sagði að samkomulagið fæli það í sér að stofnaður yrði Þróunarsjóður sem hefði það hlutverk að greiða fyrir samruna fyrirtækja og úreldingu fiskvinnsluhúsa og verkefnaútflutningi á sjávarútvegssviðinu. Ætlunin væri að leggja sjóðnum til 4.000 milljónir króna, þannig að hér væri um að ræða mjög umtalsverðan þátt í því að bæta rekstrarskilyrði sjávarútvegsins og flýta fyrir hagræðingu. „Sjávarútvegurinn mun síðan standa undir því að greiða til baka þær lántök- ur sem þarna eiga sér stað ... Gert er ráð fyrir því að þriðji þátturinn í þróunargjaldinu verði gjald sem leggst á veiðiheimildir, og verði svipað að upphæð og verðmæti aflaheim- ilda Hagræðingarsjóðs, eins og það hefur ver- ið metið í fjárlögum, en þær falla síðan niður og tekjuöflun með sölu veiðiheimilda hans er þar með úr sögunni. Þessi þáttur gjaldsins, sem leggst á aflaheimildir, kemur fyrst til framkvæmda á veiðiárinu 1996-97, sem bytj- ar 1. september 1996. Um leið er samkomulag um það milli stjórnarflokkanna að byggja í grundvallaratriðum á því fiskveiðistjórnunar- kerfi, sem við höfum búið við og verið hefur í gildi síðan í ársbyrjun 1991, með einhveijum minniháttar breytingum, sem nefndin mun síðar gera grein fyrir. Því tel ég hér um að ræða mjög farsæla niðurstöðu sem skapa mun þá nauðsynlegu festu varðandi fiskveiðistjóm- unina sem beðið hefur verið eftir," sagði sjáv- arútvegsráðherra. Aðspurður hvort það hefði ekki verið erfítt að fallast á grundvallarbreytingu þá sem felst í því að ákveða gjaldtöku fyrir veiðileyfí sagði sjávarútvegsráðherra: „Alveg frá því að Ha- græðingarsjóðurinn var settur á fót vorið 1990 hefur verið tekið gjald fyrir aflaheimildir Ha- græðingarsjóðs. Fyrst fór það til hagræðingar- verkefna, en síðan hefur það runnið til Haf- rannsóknastofnunar. Núna fellur þetta gjald niður, en sambærilegt gjald kemur í staðinn, sem fer til hagræðingarverkefna. Ég er þvi í heild mjög sáttur við þessa niðurstöðu og tel að hún verði til góðs.“ Kristján Ragnarsson, formaður Landssam- bands íslenskra útvegsmanna, sagði um þessa niðurstöðu í samtali við Morgunblaðið í gær: „Þetta er sátt um fiskveiðistefnu. Þetta er sátt um aflamarkskerfið og að menn geti treyst því á næstu árum að við því verði ekki hróflað þannig að gerðir manna munu geta staðist. Það sem gert er til þess að ná sáttum, er að stofnaður er þessi Þróunarsjóður, sem fær tekjur með þeim greiðslum sem við höfum borgað í það sem áður var Aldurslagasjóður, sem er nú Hagræðingarsjóður, u.þ.b. 80 millj- ónir króna á ári. Ætli við eigum ekki eftir- stöðvar í honum upp á um 450 milljónir króna, sem fer þá inn í þennan sjóð. Þá eigum við að borga gjald af veiðiheimildum haustið 1996 og þá leggst það, að ég ætla, á allar veiðiheim- ildir, ekki bara botnfiskheimildir, eins og sala Hagræðingarsjóðs á veiðiheimildum hans hef- ur þýtt. Loðnan hefur ekki verið þar inni, ekki síld heldur, eða rækja og humar. Þar með er kominn breiðari gjaldstofn fyrir slíka gjaldtöku. Sameiginlega á þessi gjaldtaka að gefa um 600 milljónir króna á ári, eða það sama og þeir ætluðu sér að fá fyrir veiðiheim- ildir þessa árs. Ég met friðinn svo mikils og samkomulagið, að ég tel að þetta sé ásættan- legt fyrir okkur. Þetta þýðir það að Hagræð- ingarsjóður er lagður niður og þessi sala hans með veiðiheimildir leggst af. Við fáum þeim veiðiheimildum úthlutað hér eftir án gjalds og fáum auk þess fjögurra ára aðlögunartíma að þeirri gjaldtöku sem á að hefíast haustið 1996. Með þessari aðkomu að málinu og því að þetta verkefni verði svo samhliða tengt veiðum og vinnslu, að draga eignir út úr grein- inni, vegna þess að við getum ekki notað allan þennan húsakost til að vinna þann takmark- aða afla sem við getum veitt, tel ég að þetta sé ásættanlegt fyrir okkur, eins og staðan er í dag.“ Þegar orð þeirra Þorsteins Pálssonar og Kristjáns Ragnarssonar eru grandskoðuð, má álykta sem svo, að þótt svo heiti að samkomu- lag hafi tekist í þessu helsta ágreiningsefni stjórnarflokkanna, þá er ekki endilega þar með sagd- að allir hafi sama skilning á sam- komulaginu. Þeir Þorsteinn og Kristján virð- ast einskorða sig við það að framtíðartekjur af gjaldtöku í sjávarútvegi fyrir Þróunarsjóð sjávarútvegsins miðist við verðmæti þeirra 12 þúsund þorskígildistonna sem Hagræðingar- sjóður hefur haft yfir að ráða. Þetta er á hinn bóginn ekki skilningur Þrastar Ólafssonar, annars tveggja formanna í Tvíhöfða. Hann sagði í gærkvöldi þegar hann var spurður um þetta atriði: „Það liggur ekkert samkomulag fyrir í tvíhöfða nefndinni um heildarupphæð þeirra ijármuna sem eiga að renna þarna inn. Það hafa á hinn bóginn komið tillögur frá þeim Kristjáni og Þorsteini um að þessi upp- hæð miðaðist við aflaheimildir Hagræðingar- sjóðs, en ég hef sagt að það sé ekki hægt, vegna þess að við vitum ekki hvað þessi sjóð- ur þarf mikla peninga. Ég hef einnig sagt að í upphafí geti maður sætt sig við það, að gjald- takan verði þannig afstillt að það nægi til þess að standa undir því sem sjóðurinn þarf að gera. Við vitum einfaldlega ekki ennþá hversu mikla fjármuni þarf, því við vitum ekki hvað Aflatryggingarsjóður er með miklar skuldir á bakinu, né hvað Hlutafjársjóður er með miklar skuldir á bakinu. Því er ekki hægt að segja til um það á þessu stigi máls- ins, hversu mikil gjaldtakan verður.“ Ékkert kom heldur fram í ræðu Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á Alþingi í gær, sem gaf tilefni til þess að ætla að tekjulindin yrði takmörkuð við verðmæti aflaheimilda Hagræðingarsjóðs, því hann sagði m.a.: „Frá og með kvótaárinu 1996-97 verði ákveðið þróunargjald lagt á úthlutuð þorskígildi." Hvergi minntist forsætisráðherra á ákveðnar upphæðir eða takmarkanir í þeim efnum. Af samtölum við þingmenn og ráðherra Alþýðuflokksins, svo og ákveðna þingmenn Sjálfstæðisflokksins, má ráða að þeirra skiln- ingur á málinu er talsvert annar en þeirra Þorsteins og Kristjáns. Alþýðuflokkurinn og raunar einnig ákveðn- ir þingmenn Sjálfstæðisflokksins skilja sam- komulagið um Þróunarsjóð sjávarútvegsins á þann veg að hér sé tekin stefnumarkandi ákvörðun um úreldingu fiskvinnslustöðva. Þeir fjórir milljarðar sem sjóðurinn hafi úr að spila þegar á næsta ári, séu fyrst og fremst hugsaðir til þess að hið mikla úreldingarstarf geti hafist, án þess að slíkt gangi of nærri hinu íslenska bankakerfi. Bankar og lána- stofnanir eigi nú þann kost, sem hafi vart verið til staðar áður, að ganga að gjaldþrota fyrirtækjum í sjávarútvegi og krefjast skulda- skila. Fyrirtæki sem þannig verði gengið að, muni þá sækja um fyrirgreiðslu úr Þróunar- sjóðnum og semja við sjóðinn um skuldaupp- gjör og úreldingu eigna. Tekjur þær sem áætlað er að Þróunarsjóðurinn fái í byijun eru mjög lágar, eða um 160 milljónir króna. Auk þess fær sjóðurinn eignir Hagræðingarsjóðs- ins, sem formaður LIÚ mat hér á undan á um 450 milljónir króna og eftirstöðvar af eign- um Verðjöfnunarsjóðsins sem munu vera um 250 milljónir króna. Síðan bætist við veiði- leyfagjaldið frá fiskveiðiárinu 1996-97. En um svipað leyti þarf að fara að greiða af fjög- urra milljarða króna láninu, sem tekið verður til þess að koma sjóðnum á legg á næsta ári. Alþýðufiokkurinn telur það frágengið að þeg- ar Þróunarsjóðurinn er kominn eitthvað á veg í því markmiði að minnka afkastagetu grein- arinnar um áð minnsta kosti 20%, þá hafí sjóð- urinn tekið á sig svo miklar skuldbindingar, að hann verði að fá miklar tekjur á móti, til þess að standa undir sér. Því mgni Þróunar- sjóður sjávarútvegsins verða að gjaldtaka batnandi afkomu sjávarútvegsins í samræmi við skuldbindingar sínar og þá verði tómt mál að tala um að slíka gjaldtöku verði að miða við einhveijar 12 þúsund tonna veiðiheimildir Hagræðingarsjóðs. Afstaða þingflokkanna til þessa samkomu- lags liggur ekki fyrir enn sem komið er. Þing- flokkur Alþýðuflokksins hefur þegar sam- þykkt þessa tilhögun, en talið er að skiptar skoðanir verði um málið í þingflokki Sjálfstæð- isflokksins. Þorsteinn Pálsson kvaðst þó í gær ekki hafa ástæðu til þess að ætla annað en þessi niðurstaða yrði samþykkt í þingflokkn- um. Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, sagði í gær að enginn þingmaður Framsóknarflokksins væri hlynnt- ur veiðileyfagjaldi og Steingrímur Hermanns- son, formaður Framsóknarflokksins, tók í sama streng. Margrét Frímannsdóttir, þing- maður Alþýðubandalagsins, sagðist reikna með að þingflokkur Alþýðubandalagsins tæki ekki afstöðu til þessa máls fyrr en útreikning- ar um áhrif á afkomu sjávarútvegsfyrirtækja lægju fyrir í smáatriðum. Morgunblaðið/Sverrir Tillögurnar tilbúnar Davíð Oddsson forsætisráðherra og Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra koma til fundar þingflokks Sjálfstæðisflokksins aðfaranótt gærdagsins með tillögur ríkissljórnarinnar undir hendinni. Þróunargjald lagt á fiskveiðiheimildir _ Ytir undir sættir í þjóðfélaginu - segir Davíð Oddsson forsætisráðherra DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segist telja að sú ákvörðun ríkis- stjórnarinnar að leggja þróunargjald á fiskveiðiheimildir eftir fjög- ur ár verði til þess að tryggja sættir í þjóðfélaginu. Gjaldtakan sé ákveðin í anda lagaákvæðisins um að fiskimiðin séu sameign þjóðar- innar. Forsætisráðherra var spurður hvort með ákvörðun um að taka upp þróunargjald á aflaheimildir eftir tæp fjögur ár væri verið að taka upp þá grundvallarreglu að innheimt verði gjald fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. „Ég er ánægðastur með að það er sátfc í nefndinni [um sjávarútvegsstefn- unnar] um þetta fyrirkomulag og að sjóðurinn, sem stofnaður verður til að gera þessa stóru og miklu atvinnugrein skilvirkari, verður fjármagnaður algjörlega af grein- inni sjálfri. Það er algjör breyting frá því sem gert hefur verið hér í landinu áður. Ég tel að það sé algert grundvallarmál og góð nið- urstaða.“ Davíð var spurður hvort gjald- taka fyrir veiðiheimildir tryggði virkni lagaákvæðis um að fiski- miðin væru sameign þjóðarinnar, en hann talaði um það fyrir síð- ustu kosningar að tryggja þyrfti virkni þessa ákvæðis. „Það er nátt- úrlega ljóst að þetta er gert í anda þess ákvæðis. Það er ekki vafi. Mér fínnst líka fagnaðarefni að aðilar í þessari grein eru sáttir við þetta. Þetta er gert með hófsömum hætti og í mínum huga er ekki vafi á að þetta muni ýta undir sættir í þjóðfélaginu. Sjávarútveg- urinn veit núna hvar hann stendur og getur horft fram í tímann um nokkuð langt árabil, sem hann hefur ekki getað lengi,“ sagði Davíð. Hann sagði að í heild væru efna- hagsaðgerðirnar einhveijar þær merkustu, sem lengi hefðu verið gerðar. „Þær eru skilvirkar og varanlegar. Þær eru ekki byggðar á að skattpeningar ríkisins séu sendir eitthvert. Það er að vísu stofnaður lánasjóður, en hann verður síðan endurgreiddur ríkis- valdinu. Þannig að þetta er alger hugarfars- og stefnubreyting. Ég er viss um að ef tekið verður á þessum niðurstöðum af ábyrgðar- tilfinningu, sem ég veit að almenn- ingur gerir kröfu til, eru menn búnir að leggja góðan grundvöll að framtíðinni hér,“ sagði Davíð Oddsson. Davíð var spurður hvort ríkis- stjórnin hefði einhverja tryggingu fyrir því frá verkalýðshreyfing- unni, nú þegar samningar væru lausir, að ekki yrðu gerðar kaup- hækkunarkröfur, þegar kaup- máttur minnkaði og verðbólga færi af stað. „Það eru engar slíkar tryggingar. Verðbólgan fer ekki af stað af sjálfu sér. Ég hef gam- an af því að nú skuli menn segja á íslandi að vegna víðtækra efna- hagsráðstafana geti verðbólgan mælzt um skeið 4%, eins og um sé að ræða einhveija verðbólguhol- skeflu. Verðbólgan komst aldrei niður í þetta í tíð síðustu ríkis- stjórnar. Það vita allir að gera þurfti víðtækar ráðstafanir og þær eru gerðar eins mildilega og verða má. Ég held að almenningur styðji þessar aðgerðir í raun. Þeir verka- lýðsforingjar, sem þannig tala, eru ekki í takt við strauminn í þjóðfé- laginu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.