Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1992 33 Morgunblaðið/Rúnar Þór Fertugsafmæli Slippstöðvarinnar Starfsmenn Slippstöðvarinnar og flölskyldur þeirra gerðu sér dagamun í tilefni af 40 ára afmæli Slippstöðvarinnar sem var á sunnudaginn. Farið var í siglingu með Fagranesinu um Pollinn og þá skemmtu menn sér við ýmsar þrautir og leiki, m.a. var boðið upp á „kattflug" sem þessar dömur á myndinni nýttu sér og vakti mikla hrifningu yngri kynslóðarinnar. Gilfélagið með fjáröflun FJÁRÖFLUN Gilfélagsins stendur nú yfir, en tilgangurinn er að safna fé til að fullgera gestavinnustofu, sýningarsal fyrir ýmiss konar listsýn- ingar og þjónustumiðstöð í Grófargili. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun í dag Heildartekjurnar áætl- aðar um 1.400 milljónir FYRRI umræða um fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Akureyrar og stofn- ana verður á bæjarstjórnarfundi í dag, en áætlunin er lögð fram óvenjusnemma að þessu sinni. Ljóst þykir að skoða þurfi nokkur atriði í áætluninni á milli umræðnanna eftir að efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar voru kynntar í gær. Það á m.a. við um niðurfell- ingu aðstöðugjalds og virðisaukaskatt á hitaveitur. Gilfélagið er hópur áhugamanna er vinnur að uppbyggingu lista og menningarstarfsemi í Grófargili á Akureyri og vinnur félagið nú að því að koma á fót listsýningarsal, gestavinnustofu og þjónustumið- stöð, en félagið mun annast rekstur- inn í framtíðinni. Starfíð er þegar langt komið, en nú er efnt til söfn- unarátaks með það að markmiði að hefja megi blómlega starfsemi á næsta ári. Fjáröflunarátakið er þegar hafíð, en það nær hámarki með Des- embervöku er hefst í bytjun næsta mánaðar, m.a. með myndlistarsýn- ingu og ýmsu öðru. Hafa myndlist- armenn landsins sýnt starfí og upp- byggingu listagilsins mikinn stuðn- ing og velvilja, en myndlistarsýning verður í húsnæði því sem söfnunar- féð rennur til. Sýnd verða og boðin til sölu um 90 listaverk sem gefín hafa verið Gilfélaginu af þessu til- efni. Desembervakan verður fram til jóla, en á meðan á henni stendur verða m.a. tónleikar, söngur, dans og upplestur. í áætluninni er reiknað með rúm- lega 830 milljóna króna tekjum vegna útsvars, þá er í áætluninni gert ráð fyrir að aðstöðugjöld muni gefa bæjarstjóði um 252 milljónir króna í tekjur, en samkvæmt efna- hagsaðgerðum ríkisstjómarinnar sem kynntar voru í gær verður það fellt niður og sveitarfélögunum tryggt fé á móti. Þá er samkvæmt fjárhagsáætlun reiknað með að skattar af fasteignum gefí 242 milljónir, fráveitugjöld 78,3 milljón- ir og landsútsvar 8,3 milijónir, en samtals er í áætluninni gert ráð fyrir að heildartekjur bæjarsjóðs nemi rösklega 1,4 milljörðum. Gert er ráð fyrir að rekstur mála- flokka kosti rúmlega tvo milljarða, en tekjur eru áætlaðar upp á rétt um einn milljarð, þannig að rekstr- argjöldin nema um milljarði króna. Mestu fé verður varið til félags- mála, um 263 milljónum króna, og til fræðslumála verður varið um 207 milljónum króna, þá verður rúmlega 102 milljónum króna varið til íþrótta- og æskulýðsmála. Yfírstjóm bæjarins kostar rúmar 72 milljónir króna á næsta ári, þá er áætlað að 64,5 milljónir fari til menningarmála, 21 milljón í eld- og almannavarnir, tæplega 48 millj- ónir til hreinlætismála og um 47 milljónir til skipulags- og bygginga- mála. í málaflokkinn götur og holræsi fara um 82 milljónir króna og rúm- lega 72 milljónir til umhverfísmála. Til atvinnumála er áætlað að veija tæplega 63 milljónum króna. Til Strætisvagna Akureyrar er ráðgert að veija röskum 12 milljónum og þá er gert ráð fyrir tæpum 10 millj- ónum króna í afskrifaðar tapaðar kröfur. Skatttekjur bæjarsjóðs að frá- dregnum rekstri málaflokka og vöxtum af veltufé eru áætlaðar tæplega 400 milljónir króna. Greiðslubyrði lána er áætluð um 195 milljónir króna, þannig að til ráðstöfunar verða rúmar 200 millj- ónir króna eftir greiðslu lána. Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og stofhana er óvenjusnemma á ferð- inni, en undanfarin ár hefur hún verið til fyrri umræðu um eða eftir miðjan janúar og seinni umræða hefur farið fram í febrúar. Sigurður J. Sigurðsson, formaður bæjarráðs, sagði ljóst að efnahags- ráðstafanir ríkisstjómarinnar sem kynntar voru í gær myndu leiða til þess að skoða þyrfti ákveðna þætti áætlunarinnar á milli umræðna. Þar mætti m.a. nefna 14% virðisauka- skatt á hitaveitur, en slíkur skattur kæmi verst niður á skuldsettum hitaveitum eins og Hitaveita Akur- eyrar óneitanlega væri. Þessi skatt- ur myndi því leggjast afar ójafnt niður á íbúa landsins. Hvað varðaði tekjur af aðstöðugjöldum, sem áætlað var að myndu skila Akur- eyrarbæ um 252 milljónum króna, sagði Sigurður að menn yrðu að geta gert ráð fyrir að fá sömu upp- hæð til baka. Gengi það ekki eftir gæti svo farið að hnika þyrfti til þeim markmiðum að nota aldrei meira en 71% af rekstrartekjum bæjarins í gjöld. Morgunblaðið/Rúnar Þ6r Tenórábætir í tónlistarveislu „Það var mikil og rafmögnuð stemmníng á tónleikunum, þetta er viss nýbreytni i skemmtanahaldi hér á Akureyri," sagði Jón Hlöðver Áskels- son, framkvæmdastjóri Kammerhljómsveitar Akureyrar, eftir vel heppnaða fjáröflunartónleika í Grytjunni, sal Verkmenntaskólans á Akureyri, á sunnudag. Flytjendur á tónleikunum voru um' 120 til 130 talsins, kórar, hljómsveitir, einsöngvarar og hljóðfæraleikarar. „Auk þess að hafa af tónleikunum nokkum fjárhagslegan ávinning þá þjöpp- uðu þeir vinum hljómsveitarinnar og stuðningsmönnum vel saman,“ sagði Jón Hlöðver. Á myndinni eru stórtenórarnir Sigurður Demetz Franzson, Sigurður Bernhöft og Óskar Pétursson ásamt Helgu Bryn- dísi Magnúsdóttur undirleikara. Evrópumeistara- mót landsliða hafið Skák Karl Þorsteins UM HELGINA hófst Evrópu- meistaramót landsliða í bænum Debrecen í Ungverjalandi. Þátttökuþjóðir á mótinu eru 41 og flestir af stigahæstu skák- mönnum Evrópu eru skráðir til leiks. Fyrirfram er rússneska sveitin sigurstranglegust, heimsmeistarinn Garrí Kasp- arov teflir þar á fyrsta borði og meðalstig sveitarmeðlima eru 2.669 ELO-skákstig. ís- lenska sveitin er samkvæmt stigum í tíunda sæti í styrk- leikaröðinni, en sveitina skipa Jóhann Hjartarson, Margeir Pétursson, Jón L. Árnason, Helgi Ólafsson og Hannes H. Stefánsson. Árangur íslensku sveitarinnar er vel viðunandi eftir tvær um- ferðir. íslenska sveitin tefldi við sveit Slóveníu í fyrstu umferð mótsins. Viðureignin byijaði mjög vel því andstæðingur Hannesar Hlífars féll í vel þekkta gildru strax í byijun skákarinnar og þurfti að gefa mann og skákina skömmu síðar. Sigur Jóhanns Hjartarson var einnig öruggur á fyrsta borði, hann náði snemma tafls frumkvæðinu með svörtu mönnunum gegn Grosar og vann skákina í fjörutíu leikjum. Jón L. Ámason gerði jafntefli á öðru borði en Helgi Olafsson tapaði á þriðja borði. í annarri umferð gerði íslenska sveitin jafntefli við sveit Armeníu, 2-2. Jóhann Hjartarson er auðsjáanlega í mjög góðu formi, því hann sigraði stór- meistarann sterka R. Vaganjan þrátt fyrir að stýra svörtu mönn- unum. Margeir gerði jafntefli við fyrrVerandi heimsmeistara ungl- inga, V. Akopjan, á öðm borði og á sömu leið endaði viðureign Hannesar Hlífars og Anastsjans. Gæfan var hins vegar ekki með Helga sem tapaði fyrir Lpuitan í stórskemmtilegri viðureign, þar sem Helgi fórnaði hróki og manni en missti síðan af vænlegri leið. ísland - Slóvenia 2‘á-l '/i JóhannHjartars.-A.Grosar 1-0 JónL._Ámason-Barle 'h-'h Helgi Ólafsson—Gostisa 0-1 Hannes H. Stefánss.—I. Jelen 1-0 Armenía-Island 2-2 Jóhann Hjartars. - R. Vaganjan 1-0 Margejr Pétursson - V. Akopjan 'h-'h Helgi Ólafsson—S. Lpuitan 0-1 Hannes H. Stefánss. - Anastsjan, A 'h-'h Eftir tvær umferðir á mótinu er sveit Bosníu-Herzegóvínu í efsta sæti á mótinu með 7 vinn- inga. Staða efstu sveita er annars þannig: Bosnía-Herzegóvína 7 vinningar Rússland 6'/2 , Moldavía 6 Holland 6 Búlgaría 6 Þriðja umferð á mótinu var tefld í gærkvöldi en á mótinu verða tefldar níu umferðir á jafn- mörgum dögum. Að lokum fylgir hér vinningsskák Hannesar úr fyrstu umferð. • b c d • | q h Hvítt: Hannes H. Stefánsson Svart: I. Jelen 1. e4 - c5, 2. Rf3 - e6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. Rc3 - Rc6, 6. Rdb5 - d6, 7. Bf4 - e5, 8. Bg5 — a6, 9. Ra3 — b5, 10. Bxf6 - gxf6, 11. Rd5 - f5, 12. Bd3 - Be6, 13. 0-0 - Bg7, 14. Dh5 — 0-0?? (Sjá stöðumynd.) Það er ljóst að Jelen hefur ekki unnið heimavinnuna sína nægi- lega vel. í næstum tvo áratugi, eða allar götur síðan Svesnikov- afbrigðið varð vinsælt, hefur fræðimönnum verið ljóst að svart- ur verður að leika 14. — f4. Jel- en, sem er alþjóðlegur meistari, hefur e.t.v. ruglað saman afbrigð- um því eftir 13. c3 — Bg7, 14. Dh5 getur svartur hrókerað. Nú vinnur hvítur hins vegar þvingað. 15. exf5! - Bxd5, 16. f6! Hvítur hótar bæði máti á h7 og setur á biskupinn á g7. Við máthótuninni er einasta vöm svarts að leika kóngspeðinu fram en þá fellur maður bótalaust eins og framhaldið tefldist. 16. - e4, 17. fxg7 - He8, 18. Dxd5 — exd3, 19. Dxc6 — b4, 20. Rc4 - dxc3, 21. Dd5 og svartur gafst upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.