Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1992 sjdt^yCd VERTU VIÐBUINN VETRINUM Með vel hönnuðum og slitsterkum vinnufatnaöi frá Fristads heldur þú kuldanum úti og hitanum inni. Létt og þægileg föt sem gefa hámarks hreyfingarfrelsi. NYTT NYTT! Undirföt frá Fristads fyrir veturinn. Virka eins og gömlu góðu ullarnærfötin nema þau stinga ekki, halda ^ < líkamanum þurrum Og h I ýj U m. Gæói' Velliðan * Nolagildi T Tn 1 iMMI’MBi Skemmuvegur 6L • Pósthólf 9330 • 129 Reykjavík Sími 670 880 : Fax 670 885 BOSCH V E R S L U N Lágmúla 9 sími 3 88 20 RAFGEYMAR ALLT AÐ 28% L Æ K K U N Hohe Startkraft augh bet klirrender kafte BOSCH MIKIÐ URVAL ÓKEYPIS ÍSETNING FÁEIN DÆMI UM VERÐLÆKKANIR gerð wú áður lækkun 12 V/ 44Ah 5.276 A4Ö4 28,74% 12 V/ 60Ah 5.998 A735 22,46% 12 V/ 88Ah 9.582 Ct>.5S2 17,05% _BRÆÐURNIR mcmmmm Metsölublað á hverjum degi! AÐGERÐIR RIKISSTJORNARINNAR I EFNAHAGSMALUM Aðgerðir ríkisstjórnar í ríkisfj ármálum fyrir næsta ár Aætlað að halli ríkissjóðs minnki um 540 milljónir REKSTRARHALLI ríkissjóðs á næsta ári minnkar um 540 milljón- ir króna frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu eft- ir aðgerðir ríkisstjórnarinnar í skattamálum samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins eða úr 6,2 milljörðum í rúmlega 5,6 milljarða kr. Með efnahagsaðgerðum ríkissljórnarinnar á afkoma ríkissjóðs aftur á móti að styrkjast um 2 milljarða kr. á næstu tveimur árum. Tekjuskattur allra skattskyldra einstaklinga hækkar um 1,5% sem á að afla ríkissjóði 2.850 milljóna kr. á næsta ári en skattfrelsis- mörk einstaklinga lækka um 2.000 krónur. Lagður verður 5% skatt- ur á þær tekjur einstaklinga sem eru umfram 200 þúsund krónur og samanlagðar tekjur hjóna umfram en 400 þús. kr. á mánuði sem áætlað er að skili ríkissjóði 300 milljónum króna á næsta ári. Fækkun undanþága frá virðis- aukaskatti á að afla ríkinu 1,8 milljarða. Breikkun eignarskatts- stofns vegna skatts á fjármagns- tekjur tekur ekki gildi fyrr en í fyrsta lagi á árinu 1994 en ekki er gert ráð fyrir upptöku hans í ráðstöfunum ríkisstjómarinnar samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins sem fengust í fjármála- ráðuneytinu. Er gert ráð fyrir að þá muni álagning miðast við vaxta- tekjur á árinu 1994 þannig að skatturinn skili ríkissjóði fyrst tekj- um á árinu 1995. Upplýsingar um útfærslu skattins liggja ekki fyrir. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í skattamálum miðast fyrst og fremst við að sveitarfélög fái 80% af tekjumissi þeirra vegna afnáms aðstöðugjalds, sem nemur rúmlega 4,2 milljörðum, bættan með greiðslum úr ríkissjóði. Fyrir aðgerðir ríkisstjórnar var gert ráð fyrir 6,2 milljarða rekstr- arhalla- á ríkissjóði og þar af stöf- uðu 2 milljarðar af ákvörðun ríkis- stjómar um sérstakar aðgerðir til að treysta atvinnu, einkum til vegaframkvæmda. Þessu til við- bótar hefur nú verið ákveðið að veija 500 millj. kr. til aðgerða í atvinnumálum á Suðumesjum í samstarfi við sveitarfélög, íslenska aðalverktaka og fleiri fyrirtæki og mun ríkissjóður greiða hluta þeirr- ar upphæðar. Auk þess er sam- komulag um að ríkið greiði 500 millj. kr. til sérstakra framkvæmda við byggingu og viðhald opinberra mannvirkja. Á móti verður gripið til 1.240 milljóna kr. niðurskurðar á útgjöldum ríkissjóðs til viðbótar þeim sparnaði sem áætlaður er í árlagafrum varpi. Niðurstaðan er sú að áætlað er að halli ríkissjóðs verði um 540 millj. kr. minni en gert var ráð fyrir í Ijárlagafrumvarpinu. Ef í Ijós kemur að hallarekstur ríkis- sjóðs verður meiri en nú er stefnt að hefur fjármálaráðherra sett þann fyrirvara að þá verði framlög til atvinnuskapandi verkefna skert sem því nemur. Tekjuskattsprósentan hækkar VIÐ LÆKKÍIM BYGGINGARKOSTNAÐ Kr. 11.650. Kr. 3.450. Baðker 70x 170 kr. 9.940,- um 1,5% hjá öllum skattgreiðend- um eða úr 32,8% í 34,3% og hækk- ar staðgreiðsluhlutfallið í 41,35%. Skattfrelsismörk lækka um nálægt 2.000 kr. en um þriðjungur laun- til íbúa á köldum svæðum og nem- ur sú upphæð um 100 milljónum króna. 14% virðisaukaskattur verður lagður á afnotagjöld útvarps og sjónvarps frá 1. janúar og bækur, blöð og tímarit frá 1. júlí. Loks verður lagður 14% skattur á hótelgistingu og fólksflutninga frá 1. september. Er áætlað að hann skili 600 milljónum kr. Á móti verður tryggingagjald á þessa starfsemi lækkað úr 6% í 2,5% frá sama tíma sem áætlað er að létti um 200 millj. kr. álögum af grein- inni. Tryggingagjald var tekið upp á síðasta ári í stað launaskatts, lífeyristryggingagjalds, vinnueftir- Tekjuáhrif á einstaklinga Ein- staklingar Milij. kr. 2. Tekjuskattur, 1,5% -2.850 3. Hærra skattþrep, 5% -300 4. Bensíngjald, 1,5 kr. -250 6. Virðisaukaskattur -1.800 7. Hærri reiknuð laun -300 8. Barnabætur -500 Samtals: -6.000 Tekjuáhrif á ríkissjóð sSu'r 2. Tekjuskattur, 1,5% 2.850 3. Hærra skattþrep, 5% 300 4. Bensíngjald, 1,5 kr. 350 5. Tryggíngargjald -50 6. Virðisaukaskattur 1.800 7. Hærri reiknuð laun 300 8. Barnabætur 500 9. Tilfærsla til sveitarf. -4.250 Samtals: 1.800 Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í skattamálum 1. Aðstöðugjald, en ekki landsútsvar, verði lagt niður. 2. Tekjuskattur einstaklinga hækkar úr 32,8 í 34,3%. Staðgreiðsluhlutfall fer í 41,35%. 3. 5% viðbótar tekjuskattur verði á laun einstaklinga umfram 200 þús. og hjóna umfram 400 þús. 4. Bensíngjald hækki um 1,50 kr. á lítra. 5. Tryggingagjald lækki í ferðaþjónustu úr 6% í 2,5%. 6. Virðisaukaskattur, 14% lægra þrep, leggist á húshitun, bækur og blöð og ferðaþjónustu. 7. Reiknuð laun sjálfstæðra atvinnurekenda hækki um 15% á næsta ári og skatteftirlit verði hert. 8. Bamabæturlækkaum10%. 9. Sveitarfélög fái 4,25 milljarða í bætur úr rikissjóði vegna tapaðra tekna af afstöðugjaldi. 10. Gengisfelling um 6% þýðir um 6% hækkun á verði innflutningsmynta rn.V. september. Heimild: Hagdeild VSl, 23. nóv. 1992 Tekjuáhrif á atvinnulífið Mil'j.kr. (hej|d Þar af á sjávar- útveg 1. Aðstöðugjald 4.250 700 4. Bensíngjald -100 5. Tryggingargjald 50 Samtals: 4.200 700 Verðlagsáhrif Millj. kr. 1. Aðstöðugjald -1,5% 4. Bensíngjald, 1,5 kr. 0,2% 6. Virðisaukaskattur 0,7% 10. Gengisfelling 2,9% Samtals: 2,3% ALFABORG H Knarrarvogi 4, Reykjavík þega greiðir engan tekjuskatt. Auk þess er lagður 5% hátekjuskattur á þær tekjur sem eru umfram 200 þúsund krónur á mánuði hjá ein- staklingi og 400 þúsund krónur hjá hjónum burtséð frá því hvort hjóna aflar teknanna. Reglur um millifærslu persónuafsláttar eru óbreyttar frá núgildandi kerfí. Skatturinn verður innheimtur í staðgreiðslu og síðan verður endanlegt uppgjör við álagningu á einstaklinga árið eftir. Hátekju- skattur á að skila ríkissjóði um 300 milljónum króna á næsta ári. Utgjöld vegna bamabóta verða lækkuð um 10% eða um 500 millj- ónir króna en ekki hefur verið út- fært hvort og þá hvernig lækkunin verður miðuð við tekjur skattgreið- enda. Vaxtabætur verða ekki skertar á næsta ári en þær verða teknar til endurskoðunar og er stefnt að lækkun þeirra á árinu 1994. Ákveðið er að fækka undanþág- um frá álagningu virðisaukaskatts í áföngum á næsta ári. Verður 14% skattur lagður á húshitun frá 1. janúar en iðnaðarráðherra vinnur að sérstökum jöfnunaraðgerðum litsgjalds og fleiri gjalda sem lögð voru á launagreiðendur. Er gjaldið innheimt með sama hætti og stað- greiðsla tekjuskatts hjá einstakl- ingum. Eru heildartekjur ríkissjóðs af tryggingagjaldi á allar atvinnu- greinar áætlaðar rúmlega 9 millj- arðar kr. á næsta ári. Áætlað er að ferðaþjónustan haldi eftir um 300 milljónum króna vegna afnáms aðstöðugjaldsins og að álögur vegna skattabreytinga aukist því ekki meira en um 100 millj. kr. Því til viðbótar er svo reiknað með að ferðaþjónustan njóti góðs af lækkunar gengis krónunnar þannig að að mati íjár- málaráðuneytisins eigi afkoma ferðaþjónustunnar ekki að versna þrátt fyrir þessar aðgerðir. Endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna vinnu iðnaðarmanna yið íbúðarhúsnæði verður lækkuð úr 100% í 60% og munu tekjur ríkis- sjóðs hækka um 480 milljónir vegna þessarar aðgerðar. HARKUR Áhrifaríkur hárkúr með Biotfni fyrirhár, húð og neglur. Vítamín, stein- efni, amínó- sýrur, protein. Hugsaðu vel um hárið! BI0-SELEN UMB. SÍMI 76610 Óbeinar aðgerðir eiga að stnðln að vaxtalækkun EITT markmið efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar er að stuðla að almennrí lækkun vaxta í þjóðfélaginu. Ætlunin er að ná þessum markmiðum með óbeinum aðgerðum sem draga úr lánsfjáreftir- spurn og ber þar hæst að stefnt er að meiri jöfnuði í rikisfjármál- um. Þá standa vonir til að draga muni úr eftirspurn eftir húsbréfum á næsta ári án þess þó að gripið sé til sérstakra aðgerða í því sam- bandi. Aukinn jöfnuður í ríkisfjármálum og minni húsbréfaeftir- spurn myndu létta verulega á lánsfjármarkaðinum og þar af leið- andi stuðla að vaxtalækkun. Þá er ætlunin að Iækka bindiskyldu og dráttarvexti. Óljóst er um vaxtarlækkunaráhrif þessara aðgerða í heild sinni. Ríkisútgjöld verða skorin niður um 1.240 milljónir, auk þess sem dregið verður úr greiðslu barnabóta og vaxtabóta, sem kemur til hækk- unar á tekjulið ríkissjóðs. Ætlað er að ásamt öðrum aðgerðum, muni þetta hafa þau heildaráhrif, að halli á rekstri ríkissjóðs minnki um 500 milljónir króna á næsta ári, eftir- spum þess eftir lánsfjármagni mun því væntanlega dragast saman og stuðla að lækkun vaxtastigs í land- inu. Þá er stefnt að því að endurskoða ákvæði í iögum um ákvörðun dráttarvaxta, með það í huga, að lækka þá um 2-2,5%. Samkvæmt núverandi lögum em dráttarvextir útlánsvextir að viðbættu 5-10% álagi. Undanfarið hefur Seðlabanki Islands ákveðið dráttarvexti mjög nálægt neðra markinu. Dráttar- vextirnir era nú 18,5% og fara því niður í 16 til 16,5% eftir breytingu, miðað við óbreytta útlánsvexti. Einnig verður seðlabanka veitt rýmri heimild til ákvörðunar bindi- skyldu, en lækkun hennar á að stuðla að lægri vöxtum og lengingu lánstíma. Bindiskylda var lækkuð í 6% af ráðstöfunarfé bankanna þann 1. nóvember en var áður 7%. Ávöxt- un banka af bindskyldu er 2% um- fram vísitöiubreytingar. Eiríkur Guðnason hjá peningamáladeild Seðlabanka sagði að jafnvel þó bindiskylda yrði alfarið felld niður myndi það ekki stuðla að meira breytingu á vöxtum en u.þ.b. 0,3% Haidið áfram samráði við lífeyris- sjóði í því skyni að auka þátttöku þeirra í fjármögnun atvinnuveg- anna með hlutabréfakaupum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.