Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1992 OPIÐ BRÉF til Sighvats Björgvinssonar, ráðherra, um sparnað í heilbrigðisþjónustu eftirHalldór Halldórsson Þó að við höfum rætt saman og þú hafir fengið skriflegar upplýs- ingar frá mér um þau atriði sem ég fjalla hér um, leyfí ég mér að ítreka skoðanir mínar á þennan hátt, svo að þær komi fyrir augu fieiri ráðamanna og almennings. Eins og ályktað var á aðalfundi Læknafélags íslands í ágúst sl. og endurtekið hefur komið fram, bjóð- ast læknar til samvinnu um spam- að í heilbrigðisþjónustu. Sjálfur hef ég komið með tillögur um breyttar áherslur í öldrunarþjónustu, sem reynst hafa hagkvæmar í ná- grannalöndum okkar. Auðvitað eru málefni Kristnesspítala mér efst í huga og lái mér hver sem vill. Er endurhæfingar- þjónusta dýr? Sé einungis litið á legudaga- kostnað endurhæfíngardeilda og þann tíma sem endurhæfíng tekur, má e.t.v. segja að þjónustan sé /jýr. Kostnaður á legudag er þó mun lægri en á bráðadeildum. Ef metinn er árangur endurhæfingar og tekið tillit til þess kostnaðar sem óhjákvæmilegur er þegar endur- hæfingar nýtur ekki við, verður útkoman mun hagstæðari. Hugsum okkur t.d. allan þann sjúkrahússkostnað sem verður af umönnun manns sem skaðast svo illa í slysi um tvítugt að hann verði alla ævi „stofnanamatur", væntan- lega 50-60 ár. Endurhæfíng mætti kosta fjarska mikið, bæri hún þann árangur að hann gæti notið eðlilegs heimilislífs með íjöl- skyldu sinni eða jafnvel að hann yrði vinnufær, sem hlýtur alltaf að vera takmarkið hjá fólki á þess- um aldri. í slíku tilviki væri þó mikill sparnaður af endurhæfing- unni þegar dæmið væri reiknað til enda að ekki sé minnst á ávinning mannsins sjálfs sem aldrei verður metinn til fjár. Annað algengt endurhæfíngar-viðfangsefni: Sex- tugur til sjötugur einstaklingur fær heilablóðfall og verður hjúkrunar- sjúklingur það sem hann á ólifáð, 10-20 ár. Þjónusta við hvem hjúkrunarsjúkling kostar um 2 milljónir króna árlega. Því er aug- ljóst að sú endurhæfing má kosta talsvert mikið, en mun þó leiða til spamaðar, sem skilar þeim árangri að viðkomandi geti búið á heimili sínu. Óþarft að veita endurhæfingu á heimaslóð? Leggist vel þjálfaður íþrótta- maður í rúmið í eina viku tekur það hann hálft ár að ná sama þoli á ný. Því má ljóst vera hve mikil- vægt er að fólk komist fljótt í end- urhæfíngu þegar hennar er þörf, biðin getur gert það að varanlegum hjúkrunarsjúklingum. Reynsla mín við læknisstörf hér á Akureyri hefur kennt mér að það heyrir til undantekninga að við komum fólki til endurhæfingar á Reykjalundi eða á Grensásdeild Borgarspítal- ans fyrr en eftir vikna og mánaða biðtíma. Meðan starfandi er endur- hæfíngarlæknir hér í Kristnesi getur hann lagt á ráðin um endur- hæfíngaraðgerðir strax við komu sjúklinganna á bráðadeildir FSA og hraðað eftir föngum flutningi þeirra á endurhæfingardeild Krist- nesspítala. Með þessu móti hefst endurhæfing fyrr, sem tryggir fljótari og betri árangur og mun þar með leiða til spamaðar, þegar allt er reiknað. Það er því örugg- lega ekki spamaður af því að hætta endurhæfingarstarfsemi á Krist- nesspítala. Verði rekstri hætt mun ekki bjóðast endurhæfingarþjón- usta fyrir rúmliggjandi sjúklinga á Norðurlandi né Austurlandi á þess- ari öld. Öldrunarlækningar Svipuð rök gilda um arðsemi öldrunarlækninga og endurhæf- ingarlaékninga, því að endurhæf- ing er þungamiðja öldrunarlækn- inga og þessar sérgreinar passa vel hlið við hlið og geta sameigin- lega nýtt bæði starfsfólk og þjálf- unaraðstöðu. Þeir sem að staðaldri annast aldraða öðlast mesta fæmi í að meta aðstæður þeirra og ósk- ir. Takist með athugun, meðferð og endurhæfíngu að gera gamalt fólk svo sjálfbjarga að það þarfnist ekki vistunar á stofnun, nýtur það meiri lífsfyllingar og er um leið léttari íjárhagslegur baggi á þjóð- félaginu. Mikilvægur þáttur í þjónustu öldrunarlækningadeilda era hvfld- arinnlagnir, víxlvistun (sjúklingur- inn ýmist á heimili sínu eða inni- liggjandi á deildinni) og bráðainn- lagnir hjúkranarsjúklinga er lengst af dveljast í heimahúsum. Slík þjónusta eykur öryggiskennd sjúklinga og aðstandenda þeirra og eykur líkur á að þeir endist til langdvalar í heimahúsum. Kostur á slíkum innlögnum verður að bjóð- ast þegar sjúklingarnir eða fólk þeirra telur þeirra þörf, en ekki viku eða mánuði síðar. Helgarvist- un er líka mikilvægur þáttur hvíld- arinnlagnaþjónustu. Efling heimaþjónustu leiðir tii sparnaðar með því að minnka þörf fyrir stofnanavistun í nágrannalöndum okkar hefur öflug heimaþjónusta — heimilis- hjálp og heimahjúkran — ásamt virkum öldranarlækningum sann- anlega leitt til ódýrari öldranar- þjónustu heldur en þegar öll starf- semin miðast við að geyma gamla fólkið á stofnunum árum saman. Lög og reglugerðir kveða á um öfluga heimaþjónustu, en þrátt fyrir endurteknar beiðnir um fjölg- un stöðugilda í heimahjúkran við Heilsugæslustöðina á Akureyri hefur þeim verið synjað og því hefur ekki tekist að koma hér á vaktþjónustu heimahjúkrunar. Virkar öldrunarlækningar- deildir spara hjúkrunarkostnað Þjónusta við hvern hjúkranar- Halldór Halldórsson „Mér er fullkunnugt um efnahagsþrengingarn- ar og sætti mig því við sambærilegar fjárveit- ingar til reksturs 1993 og reksturinn kostar í ár. En málefni Krist- nesspítala eru mikil- vægari en svo að stofna megi framtíð hans í hættu með skyndi- ákvörðunum.“ sjúkling kostar um 2 milljónir kr. árlega og þó enn meira ef hann „teppir“ pláss á bráðadeild, sem þá á erfiðara með að sinna hlut- verki sínu. Öldrunarlækningadeild sem situr uppi með hjúkranarsjúkl- inga í flestum rúmum sínum er jafn vanmáttug að sinna sínu hiut- verki. Því er nauðsynlegt að hver öldranarlækningadeild hafí ráð- stöfunarrétt yfír hjúkranarpláss- um til að vista þar þá sem ekki reynist unnt að endurhæfa til dval- ar í heimahúsum. Eftir því sem ég best veit er starfsemi öldrunar- lækningadeilda Landspítala og Borgarspítala að miklu leyti lömuð af þeim ástæðum að þar dveljast svo margir hjúkrunarsjúklingar langdvölum. Viðurkenna ber að þjónusta við aldraða, veika og fatlaða er sam- eiginlega á ábyrgð heilsugæslu, bráðadeilda, endurhæfíngardeilda og öldrunarlækningadeilda. Gott skipulag og góð samvinna milli heilsugæslu, félagslegrar þjónustu og einstakra spítaladeilda er for- senda góðs árangurs. Hver hlekkur öldranarþjónustu er svo mikilvæg- ur að ef einn er veikur eða brestur SALA er hafin á jólakortum Styrktarfélags vangefinna. Þau eru að þessu sinni með myndum af verkum listamannanna Sól- veigar Eggerz Pétursdóttur, Erlu Axelsdóttur og Sveins Björnssonar. Níu kort eru í hveijum pakka og fylgir spjald sem gildir sem happ- hefur það áhrif á alla þjónustuna. Á Akureyri höfum við unnið að bættum vinnubrögðum í öldranar- þjónustu og þykjumst sjá nokkum árangur. Hér er vaxandi áhugi fyrir að þróa áfram öldranar- læknisfræðileg vinnubrögð eins og þér er kunnugt af tilskrifum for- stöðumanna heilbrigðisstofnana hér í júní ’91 og öldrunarnefndar Akureyrar í apríl ’92. Með þá end- urhæfíngaraðstöðu sem komin er í Kristnesi er eðlilegt að endurhæf- ing aldraðra verði þar og jafnvel öldranarlækningadeildin öll. Á fáum áram mætti koma á 10 rúma öldranarlækningadeild á Krist- nesspítala en fækka hjúkrunar- plássum sem því nemur. Fordæmi era fyrir slíkum vinnubrögðum í Svíþjóð og Bretlandi. Þegar vei tekst til minnkar þörf fyrir hjúkr- unarpláss meira en nemur rúma- fjölda öldranarlækningadeildar. Kennt er að breytt vinnubrögð í öldranarþjónustu skili ekki árangri fyrr en á 7 árum. Eftir árangri öldranarlækningadeilda og spá um þróun mannfjölda má ætla að slík deild á Kristnesspítala myndi hafa skilað þeim sparnaði um aldamót að óþarft reyndist að byggja og reka um 30 rúma hjúkr- unardeild, sem þörf væri fyrir hér við óbreytt vinnubrögð. Þetta hlýt- ur að teljast sparnaður, sem erfítt myndi reynast að ná, ef það óheillaspor yrði stigið að loka Kristnesspítala. Spamaður til skamms tíma mun í fleiri tilvikum reynast sóun fjármagns, þegar til lengri tíma er litið. Hagkvæm heimastjórn Engir fínna betur en heimamenn hverrar þjónustu er þörf og hvem- ig stofnun skilar' hlutverki sínu. Það hefur komið mér þægilega á óvart hve mikils almenningur, starfsmenn og stjórnendur heil- brigðisstofnana meta starfsemina sem við höfum verið að byggja upp í Kristnesi á undanfömum áram. Flóð ályktana fagfólks og alménn- ings auk undirskriftalista vitna um stuðning við markaða stefnu okk- ar. Osk mín er sú að yfírvöld heilbrigðis- og fjármála, með sam- þykki Alþingis, feli stjóm heima- manna áframhaldandi rekstur og uppbyggingu endurhæfíngar- og öldranarlækningadeilda í Krist- nesi. Mér er fullkunnugt um efna- hagsþrengingarnar og sætti mig því við sambærilegar fjárveitingar til reksturs 1993 og reksturinn kostar í ár. En málefni Kristnessp- ítala era mikilvægari en svo að stofna megi framtíð hans í hættu með skyndiákvörðunum. Höfundur er forstöðulæknir Kristnesspítala. drættismiði. Verð pakkans er 500 krónur. Hinn 25. janúar l993 verð- ur dregið um myndimar og vinn- ingsnúmer þá birt í fjölmiðlum. Kortin verða til sölu á skrifstofu félagsins á Háteigsvegi 6, í verslun- inni Kúnst á Engjateigi 17, Nesapó- teki á Eiðistorgi 17, Verslun Hall- dóru, Leirubakka 38, og á stofnun- um félagsins. ELDHU8BORÐ OG STÓLAR í MKLU ÚRVALI Gæóahúsgögn á góóu verói Smíðum borð eftir óskum hvers kaupanda, bæði í föstum stærðum og stækkanleg. Mikið úrval af stólum í mörgum litum með fjölbreyttu úrvali af óklæði. Smiöjuvegi 2 - Sími 46600 Eitt af kortum Styrktarfélags vangefinna. Hugsjón eftir Sólveigu Eggerz Pétursdóttur. Jólakort Styrktarfélags vangefinna komin út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.