Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1992 39 Auðveldara að segja „fjall“ en klífa það eftír Amal Qase Laugardaginn 28. nóvember næstkomandi verður haldin mælsku- og rökræðukeppni III- ráðs ITC á íslandi. Keppnin fer fram í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og hefst kl. 13. Fjögur lið taka þátt í keppninni og þau tvö lið sem sigra keppa síðan til úrslita síðar. Mælsku- og rökræðukeppni er fastur liður í starfsemi samtakanna og veitir þeim sem taka þátt í henni mikla reynslu í því að koma fram og standa fyrir máli sínu. Ótrúlega margir einstaklingar eiga erfítt með að tjá sig fyrir fram- an hóp fólks eða í fjölmiðlum og koma þar af leiðandi skoðunum sínum aldrei á framfæri. Það sem virðist vera lítið mál fyrir einn get- ur verið óviðráðanlegt fyrir annan eða eins og segir í málshættinum: auðveldara er að segja FJALL en klífa það. Hjá ITC er reynt að takast á við þetta vandamál því að ITC er eins kona skóli þar sem allir hjálpast að við að byggja upp sjálfstraustið. Þar fyrirfínnst ekkert kynslóðabil né neins konar fordómar. ITC er fyrir alla, unga sem aldna og karla jafnt sem konur. Amal Qase Þess vegna ættu allir sem áhuga hafa á að gera eitthvað gott fyrir sjálfan sig að koma á þessa ræðu- keppni og sjá hvað þar fer fram, því að sjón er sögu ríkari. Þá er ITC líka kjörinn vettvang- ur fyrir þá útlendinga sem vilja aðlagast íslensku samfélagi og bæta íslenskukunnáttuna. Þótt ís- lenskukunnáttan sé ekki fullkomin er óþarfí að láta það aftra sér frá að tjá sig, því að hjá ITC eru allir tilbúnir til þess að leiðrétta, leið- beina og aðstoða á allan hátt. Sem útlendingur tel ég gott fyr- ir okkur sem viljum aðlagast ís- lensku þjóðlífí og menningu að taka þátt í þeim félagsskap sem boðið er upp á hér á landi frekar en ein- angra sig heima hjá sér eða í fé- lagsskap sem eingöngu er ætlaður útlendingum. Á Islandi er lífsnauðsynlegt að tala íslensku og skilja hana, því að þeim sem ekki gerir það er ekki nægilega ljóst hver réttur hans og skyldur eru. Sá sem ekki les ís- lensku missir líka af þeirri ánægju sem íslenskar bókmenntir veita huganum. Hjá ITC er lögð mikil áhersla á bókakynningar, ljóðalestur og aðra menningarstarfsemi. Að lokum hvet ég alla til að mæta á mælsku- og rökræðu- keppnina og hlusta á fjörugar og spennandi umræður og þiggja góð- ar veitingar. Höfundur er nemandi í íslensku við Háskóla íslands og situr í undirbúningsnefnd fyrir mælsku- og rökræðukeppni Hl-ráðs ITC & Islandi. Dr. Gylfa Þ. Gíslasyni svarað eftír Jóhannes R. Snorrason Vegna athugasemdar dr. Gylfa Þ. Gíslasonar í Morgunblaðinu 19. þ.m., vegna tilvitnunar sem ég gerði i ræðu hans, sem flutt var á 100 ára afmælishátíð þjóðminja- safnsins árið 1963, og oft hefur verið vitnað í að undanförnu, skal það fúslega viðurkennt að tilvitnun mín er ekki orðrétt upp úr ræð- unni höfð, og bið ég dr. Gylfa vel- virðingar á því. Umrædda tilvitnun freistaðist ég til þess að taka upp úr grein eftir Jóhann Bjömsson, sem birtist í Tímanum þann 23. ágúst 1991, og var það sem eftir var haft, innan gæsalappa. Ræðu dr. Gylfa hafði ég ekki handbæra en taldi mig geta treyst umræddri tilvitnun, þar sem hvergi hafði ég séð athugasemd dr. Gylfa um að rangt væri haft eftir. Dr. Gylfí segir í athugasemd sinni m.a. „að orð þau, sem Jóhannes R. Snorrason hefur eftir mér, standa hvergi í ræðu minni“. Til glöggvunar skal hér birt umrædd tilvitnun, og geta menn síðan borið orðin saman við þau, sem fram koma í ræðunni sjálfri. í tiívitnuninni segir: „Að treysta sjálfstæði þjóðarinnar með því að fórna því. Þess vegna ætlum við að binda kænu smáríkis aftaní hafskip stórveldis." í ræðunni frá 1963 segir dr. Gylfí m.a., þegar hann vitnar í þekktan stjómmála- skömng: „að helsta ráðið til þess að efla sjálfstæði þjóðar væri að fóma sjálfstæði hennar". Enn- fremur segir í ræðunni m.a. þetta: „kæna smáríkis dregst afturúr hafskipi stórveldis eða bandalags". Af hvaða hvötum dr. Gylfí vitnar í orð hins mikla stjómmálaskör- ungs, um að til þess að efla sjálf- stæðið væri helsta ráðið að fórna því, og talar með eigin orðum um kænu smáríkis og hafskip stórveld- is eða bandalags, er svo umhugs- unarefni þeim, sem lesa ræðu hans, og þau rök, sem hinn gamalkunni stjórnmálamaður á íslandi hefur fram að færa í hinni margumtöluðu ræðu. Mörgum stóð stuggur af þessari ræðu fyrir 30 áram og engu síður enn í dag, þegar full- veldi íslensku þjóðarinnar er í mik- „Mörgum stóð stuggur af þessari ræðu fyrir 30 árum og engu síður enn í dag, þegar full- veldi íslensku þjóðar- innar er í mikilli hættu.“ illi hættu, m.a. vegna þess ótta og undirgefni, sem mér virðist vera uppistaðan í hinni frægu ræðu dr. Gylfa Þ. Gíslasonar frá 1963. Höfundur er fyrrverandi yfirflugstjóri. Jóhannes R. Snorrason Pantið jólagjafirnar núna - hagstœtt gengi pundsins Full búðaf vörum Opiðfrákl. 9-18, laugardag frá kl. 11 -13 pöntunarlistarnir, Hólshrauni 2, Hafnarfirði. Sími52866 kUDAGUR JÓLAPANTANA ER 27. NÓVEMBER Kynjasöqur BÖÐVAR CUÐMUNDSSON \ LO I ! -Cl ; 5 í sO I =Q Cáskafullar sögur um samskipti kynjanna þar sem brugöiö er á leik og gamalkunnum fyrirbrigöum gefiö nýtt og óvœnt inntak. Fyndin frásögn þar sem allt getur gerst! Mál l|jl og menning LAUCAVEGI 18, SÍMI (91) 24240 & SÍÐUMÚLA 7-9, SÍMI (91) JÍ' —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.