Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1992 41 Steinar Sigurjóns- son - Kveðjuorð í fáeinum orðum vil ég minnast einstæðs mSms og góðs vinar, Steinars Siguijónssonar rithöfund- ar. Kynni okkar Steinars hófust fyr- ir tæplega þremur árum þegar hann hringdi til mín og bað mig um að þýða kafla úr bók sem hann hafði nýlokið við að skrifa og hafði hug á að sýna mönnum í öðrum löndum þar sem hann gæti vænzt að fá sanngjarnari móttökur en hann hafði vanist hér á landi. Bók- in var Sáðmenn, frumleg furðusmíð bæði að efninu til eins og Steinars var von og vísa, en líka að útliti; sjö lítil myndskreytt bindi í öskju úr smiðju Jóns Voss listamanns í Hollandi. Það var með nokkurri beiskju sem Steinar kvaðst líklega vera fyrstur íslenzkra höfunda til að leita á náðir annarrar þjóðar um útgáfu á íslenzkri bók sem bóka- þjóðin í norðri kysi víst að vita ekki af. Við lestur Sáðmanna og annarra bóka Steinars í kjölfarið fór ég æ meira að furða mig á því, hversu litla umfjöllun verk hans fengju, hversu litla náð fyrir augum bæði almennings og „kerfisins". Ævin- lega var hans getið sem brautryðj- anda í nútímaskáldsagnagerð enda ótækt að gera annað, en að þeirri háttvísi lokinni varð vandræðaleg þögn. Sáralítið hef ég séð fjallað um þann torskilda og þjakaða heim sem Steinar bjó til með verkum sínum og hann byggði reyndar lengi vel sjálfur. Hvers vegna? Það sem hann benti á stóð þar skýrum stöfum, einfaldur og í senn margsl- unginn sannleikur, en einhvem veginn fannst samtíðarmönnum hans þægilegra að sneiða hjá því en að stinga sér til sunds í djúpið. Stundum komst hann ekki hjá því að ýja að þagnarsamsæri og þó svo að hann nyti þess öðru hverju að skjóta góðborgurum og menning- arapparatinu skelk í bringu, þá gramdist honum að viðurkenningin skyldi berast svo seint og fátæk- lega sem raun bar vitni. Steinar Siguijónsson var af- kastamikill höfundur, sérstaklega ef höfð er í huga þau erfíðu skil- yrði sem samfélagið bjó honum og hann skapaði sér reyndar ekki síð- ur sjálfur. Það var eins og hann vildi láta á það reyna til hins ýtr- asta, hversu djúpstæð þörfín til að skrifa væri honum. Sú þörf reynd- ist að lokum öðrum yfirsterkari og hann var farinn að skrifa af miklum eldmóði og innblæstri áður en hann fór úr landi í leit að fijósamari starfsumhverfí. Þann stutta tíma sem ég þekkti Steinar fannst mér eins og smám saman væri að rofa til í lífí hans eftir mikið mótlæti. Hann virtist gera sér ljóst að löngun hans til að gera eigið líf að skáldskap hafði á stundum glapið hann frá óslitinni skáldskapariðkun. Viðurkenningu og stuðning var hann farinn að fá, þótt seint væri. Ríkisútvarpið veitti honum heiðurslaun og tók einnig nokkur leikrit trl flutnings, en í það listform var leiðin stutt úr sam- tölunum sem hann notaðist alltaf mikið við í skáldsögum sínum. Og eftir mikið basl við að finna útgef- anda gaf Forlagið út nýja skáld- sögu Steinars sem var að vissu leyti táknrænt uppgjör við fortíðina og hefur tekið aðra bók tir útgáfu, safn smámynda eða augnablikslýs- inga þar sem hann sýnir óvenju lýrísk tilþrif. í sumar leit hann stundum inn til okkar hjónanna eða við hittumst á fömum vegi og hann geislaði af nýfundinni orku. Nýr kafli virtist vera að heíjast í þeirri sögu sem líf hans var og hefði lík- lega orðið kafli mýktar, sáttar og afreka, um það sem svífur yfír djúpinu en býr ekki í því. Steinar kenndi nokkuð til lasleika í sumar en afréð þó að halda til Belgíu til að finna betri heim og skapa nýja heima í bók. Hann lézt á leiðinni þangað, í Amsterdam. Steinar Sigutjónsson kvaddi ævinlega með því að segja „góðar stundir". Hann var spar á að blessa enda átti blessun lítt skylt við hvor- ugan heim hans, hvorki þann sem hann hrærðist í dags daglega eða hinn sem hann skapaði með skrif- um sínum. Þegar hann bað mig góðra stunda í hinzta sinn nokkrum dögum áður en hann lézt, hugsaði ég hlýtt til þess að eiga fleiri góðar stundir með honum og sögunum sem hann hafði með sér óskrifaðar í kollinum til útlanda og ætlaði að færa í letur. Þær sögur verða aldr- ei sagðar af nokkrum manni, en hinar sem eftir hann liggja ásamt minningunni um góðar samveru- stundir verða mér alltaf kærar. Bemard Scudder. Undarleg örlög eru ásköpuð sumum mönnum. Steinar Sigur- jónsson var listamaður. Á uppvaxt- artímum hans hafði nytsemdin annan mælikvarða en listir og skáldskap. í þeim bakgrunni felst barátta sem verður mörgum ofviða. Á unga aldri lærði Steinar prent- verk og hann komst í kynni við tónlist og lék á hljóðfæri. En það var skáldskapurinn sem töfraði hann til sín. Stundum er sagt að engin ein- semd taki þeirri fram að skrifa bækur. Steinar helgaði líf sitt þeirri einsemd. Skáldið eirði hvergi, þurfti alltaf að leita, festi hvergi yndi. Þegar ég kynntist honum barn að aldri fylgdi honum framandi blær. Það var angan af útlöndum, Evrópu — Frakklands, Hollands. Heima bjó hann við þröngan kost en gat þó boðið barni upp á brauð með hnetu- smjöri. Á þeim tímum raðaði hann handritunum smekklega til geymslu, þar sem þau biðu upp- hafningar. Hann braut postulíns- bolla í Vestmannaeyjum og skáld- bræður gengu í humátt eftir honum í Flatey. Síðar meir fór hann alla leið til Asíu — Indlands. Útlegðin spannaði alla ævi. En hann komst aldrei frá sjálfum sér. Heims- borgarinn var frá Hellissandi. Sársaukinn í útlegðinni gat verið óskaplegur. Ekkert áfengi gat rofið einsemd skáldsins. Hún var samof- in.galdrinum, að skrifa, að skrifa. Skáldskapargyðjan var miskunnar- laus. Það var eins og engin fórn væri of mikil. Tilsvör hans gátu verið undarleg, viðhorfín kaldranaleg. En í bijósti hans var ákveðin hlýja, viðkvæmur ómþýður strengur. Sumir töldu hann meistara skáldskaparins sem aldrei fengi viðurkenningu. Aðrir þóttust sjá útskúfaðan sérvitring sem fengi uppreisn löngu eftir dauða sinn í litteratúr heimsins. Tíminn faðmar ráðgátuna. Nú get- ur enginn lengur kyijað symfón eftir Brahms á kenderíi né spunnið söguþráð eins og hann. Ætli góður guð vilji ekki búa mönnum gleðiríka eilífð eftir erfiða jarðvist. Óskar Guðmundsson. ÖUum tækjabúnaði sem notaður er við hestamennskuna í sinni breið- ustu mynd er haganlega fyrir komið í hlíðarskýlum við „litlu“ reið- höllina þar sem alltaf er hægt að ganga að þeim visum. Það sem var eins og eyðimörk ’89 er nú orðið grasi gróið og vellirn-. ir orðnir ágætlega þéttir. verið byggð þar sem hestamenn geta leigt sér svefnpláss hyggist þeir stunda útreiðar eða þjálfun yfír helgi eða til dæmis þegar hald- in eru hestamót í Vilhelmsborg. Það eru landssambönd allra hestakynja sem fyrirfinnast í Dan- mörku sem standa að rekstri Vil- helmsborgar og þar á meðal er Dansk Islandshesteforening. Nú mun lítið mál að halda hestamót, þarf aðeins að panta dag eða daga og taka fram hvaða aðstöðu þarf að nota og sjá starfsmenn Vil- helmsborgar um að gera allt klárt þannig að þá þarf aðeins að mæta með pappírsgögn og mannskapinn. Það ætti engum sem Vilhelms- borg skoðar að dyljast að þar er án efa besti mótsstaður sem völ er á fyrir íslandshestamót í Evrópu. Þótt Dönum hafi ekki tekist sem best upp árið 1989 ætti ekki að vera ástæða til að vantreysta þeim að taka að sér annað alþjóðlegt mót. Er það skoðun greinarhöfund- ar að keppa beri að því að Danir fái við fyrsta tækifæri stórt alþjóð- legt mót sem yrði þá væntanlega haldið í Vilhelmsborg. Benda má á að DI verður 25 ára á næsta ári og þá verða þeir með alþjóðagæð- ingakeppni. Á aðalfundi FEIF ný- lega var samþykkt að taka upp gæðingakeppni og að haldið skyldi Evrópumót sem fyrst. Að síðustu má minna á að fyrsta heimsbikar- mótið verður væntanlega haldið 1994 og hvar væri betra að halda það en í Vilhelmsborg. a*»5rngl | aMHi HS, Bfifl i mm I L)ÓÐ ÚR MJSTRl kínversk og iapönsk uód helgi hálfdanarson Ljob ur austrí HELGI HÁLFDANARSON Loksins eru aftur fáanlegar þýöingar Helga Hálfdanarsonar á fornum japönskum og kínverskum Ijóbum. Þessi bók er gersemi. Mál IJjl og menning LAUCAVECI 18, SÍMI (91) 24240 & SÍÐUMÚIA 7-9, SÍMI (91) 688577^ ER HEPPNIN MEÐ ÞÉR? rinnar getur þú allt að 125 þúsund króna x 25.000 kr.) í HVlTA HÚSIO / SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.