Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1992 37. ÞING ALÞYÐUSAMBANDS ISLANDS A AKUREYRI Samvinna innan samtakanna Morgunblaðið/Rúnar Þór Frá setningu 37. þings Alþýðusambands íslands á Akureyri í gær. Asmundur Stefánsson forseti ASI sjaldan jafngóð og síðustu ár ÁSMUNDUR Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, sagði við Jietningu 37. þings sambandsins í gær að samvinna við gerð samn- inga innan samtakanna hefði sjaldan verið jafn góð og undanfarin ár og Alþýðusambandið hefði þess vegna, þrátt fyrir erfiða tíma, ráðið miklu um atburðarásina í efnahagsmálum. Heildarsamtökin og einstök félög hafi lagt áherslu á að treysta samskiptin innan hreyfing- arinnar og hún hefði tekið frumkvæði í þjóðmálaumræðunni, slegið slgaldborg um velferðarkerfið og mótað efnahagsmálin. Hreyfing- unni hafi ótvírætt miðað í rétta átt á þessum fjórum árum frá því síðasta þmg var haldið. Markmið að treysta stöðu lágtekjufólks Ásmundur fór yfír nokkur lykil- atriði varðandi styrk hreyfíngarinn- ar og nefndi trúverðugan og traust- an málstað, innra starf sem tryggi að ekki verði skil milli hópa eða tengsl rofni milli forustu og al- rriennra félagsmanna og í þriðja lagi að starfíð sé á hveijum tíma lagað að kröfum tímans. „Frá upphafí hefur málstaður verkalýðshreyfíng- arinnar verið sá sami; að bæta kjör- in og auka réttindin. Kaupmáttur launanna er auðvitað þungamiðja allra samninga en hveiju sinni er markmiðið að treysta stöðu lág- tekjufólks. Áherslur hljóta alltaf að endurspegla aðstæður. Stundum eru sóknarfæri. Stundum eru samtökin í vamarstöðu. Meginmarkmiðin verða alltaf að vera á oddinum. Félagsmenn verða að geta treyst því að þau týnist ekki og atvinnurek- endum og stjómvöldum að vera ljóst að þeim sé fylgt stöðugt af þunga. Kaupmáttur á hveijum tíma endur- speglar efnahagsástandið og árang- ur hreyfíngarinnar kemur því skýr- ast fram í þeim félagslegu umbótum sem orðið hafa. Atvinnuleysistrygg- ingar, veikindaréttur, orlof og lífeyr- isréttur endurspegla mikilvæga áfanga í kjarabaráttunni. Á rúmum áratug samsvara félagsleg atriði 10-12% tilviðbótar við hækkun tax- takaups. Ég vil spyija ykkur hér: Hver talar um þetta? Hvar er þetta umræðuefni í þjóðfélaginu? Félags- legu réttindin hafa búið fólki ör- yggi. Þau hafa breytt þjóðfélaginu. Einmitt á þessu sviði hefur staða lágtekjpfólks verið í fyrirrúmi. Mál- staðurinn er ekki bara kjör og rétt- indi í þröngum skilningi. Atvinnu- ástand, atvinnuuppbygging, al- menna skólakerfíð, starfsmenntun, verkaskipting og staða kynjanna, aðstaða til frístundaiðju og orlofs- dvalar. Allt em þetta atriði sem verkalýðshreyfingin hefur látið sig skipta.“ Hreyfingin trú málstaðnum Ásmundur sagði það sitt mat að fólk teldi að hreyfíngin hefði verið trú sínum málstað. Kröfugerðin hefði á hveijum tima verið í sam- ræmi við markmiðin og málflutning- urinn vel rökstuddur og samfelldur. Hann gerði síðan skipulag samtak- anna að umræðuefni og sagði að það kallaði á tillitsemi, þar sem hvert félag hefði fortakslausan ákvörðunarrétt um eigin mál og nauðsyn sé að ná nær samhljóða niðurstöðum um mál til að hægt sé að fylgja þeim eftir af nægum þunga. Þó að aukin miðstýring kunni að auðvelda og flýta fyrir ákvarðanatöku þá megi ekki gleyma að valddreifíngin hafí mikla kosti, því fara þurfí út til félaganna og skýra málið þar og vinna því fylgi. Það sé einmitt þetta lýðræðislega starf verkalýðshreyfíngarinnar sem gefí henni styrk gagnvart stjóm- völdum. Beinu samskiptin við fé- lagsmenn eigi að efla, því það sé eina leiðin til að tryggja að fólk og forysta séu samferða. Einnig þurfi að koma sjónarmiðum á framfæri í fjölmiðlum af styrk og efni sem ekki henti þar með eigin útgáfu ýmiss konar sem hreyfingin hafí á sinni hendi. Forsendan til þess að geta rætt skipulag sé að ekki sé girt fyrir réttinn til að bindast samtökum. „í Félagssáttmála Evrópu er félaga- frelsi tryggt. Stjómvöldum er for- boðið að leggja stein í götu fólks sem vill mynda samtök. Rétturinn til að mynda samtök er meðal mikil- vægustu lýðréttinda. Þegar verka- lýðshreyfíngin steig fyrstu spor sín hér á landi mætti henni þung and- staða atvinnurekenda og flestra ráðamanna. í mörgum tilfellum voru félög stofnuð en innan skamms Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ. brotin á bak aftur. Atvinnurekendur komust víða upp með það að virða samtökin að vettugi og gátu haldið hluta fólks utan samtakanna. Samn- ingar stéttarfélaga um að félags- mennirnir skyldu hafa forgang til vinnu ruddu síðar veginn fyrir þau. Þar með var tryggt að atvinnurek- endur gætu ekki sniðgengið félags- menn stéttarfélaga. Með því var lagður grunnur að varanlegu og öflugu starfi stéttarfélaga. Án þessa ákvæðis yrði starfsemin erfið. For- gangsréttarákvæðið er lífæð hreyf- ingarinnar. í okkar fámenna dreifða landi er ákvæðið nauðsyn. Forgangsrétturinn lífæð samtakanna Það er athyglisvert að það er ekki sótt að forgangsréttinum innan frá, það eru ekki félagsmenn sem kvarta, og atvinnurekendur hafa ekki sett fram kröfur í kjarasamn- ingum um breytingar. I íslensku samfélagi hefur verið sátt um fyrir- komulagið. Það blasir hins vegar við að þeir sem af pólitískum vilja veikja verkalýðshreyfínguna og styrkja stöðu atvinnurekenda taka þeim athugasemdum sem berast erlendis frá fegins hendi. Þeir vilja gjaman að ýtt verði undir það að atvinnurekendum gefist tækifæri til þess að halda starfsfólki utan stétt- arfélaga að hluta, helst öllu. Hvað viljum við góðir félagar ganga langt í því að veija þau félagskerfi okk- ar, sem tók áratugi að byggja upp? Því verðum við að svara nú. Það reynir á stoðimar í verkalýðshreyf- ingunni. Þar megum við ekki bresta. Við verðuip að standa einhuga gegn því að forgangsréttarákvæðin verði eyðilögð. Við eigum hins vegar að laga framkvæmdina sem best að þeim athugasemdum sem fram hafa komið. Þannig eigum við að opna forgangsréttinn gagnvart öll- um þeim sem búsettir em í öðmm byggðarlögum. Markmið forgangs- réttarins er að veija verkalýðsfélög- in, ekki að hindra einstaklinga í því að ráða að ráða sig til starfa þar sem þeir kjósa. Ég tel einnig að það eigi að verða almenn regla að for- gangsrétti sé ekki beitt gagnvart einstaklingi sem af einhveijum ástæðum kýs að standa utan fé- lags, enda greiði hann þjónustu- gjald, þ.e. félagsgjald, til félagsins og hlíti ákvörðunum þess, t.d. ef til vinnudeilna kemur. Baráttan fyrir því að halda for- gangsréttinum er stærsta skipu- lagsmál hreyfingarinnar. Þar verð- um við að standa fast á okkar en jafnframt rýmka framkvæmdina þannig að hún afmarkist við hið upphaflega markmið að tryggja fé- lagsmenn gegn því að atvinnurek- endur misbeiti aðstöðu sinni. Upp- haflega var það ekki markmiðið með forgangsréttarákvæðinu að tryggja ákveðnum hópi fólks forgang til starfa umfram aðra. Verði for- gangsréttinum beitt staðbundið er honum í reynd beitt gegn okkur sjálfum." Hvað á að ganga langt í afskiptum af þjóðmálum? Ásmundur gerði síðan landbúnað- armálin að umtalsefni og sagði að hreyfingin hefði verið virk í að endu- skipuleggja þau á síðustu tveimur árum. Þau hefðu í lengri tíma verið í hnút og stjómmálamenn hefðu ekki megnað að sætta ólík sjónar- mið og ná niðurstöðu. Sér fínndist það talandi dæmi um framtak hreyf- ingarinnar og burði til að fínna ás- ættanlegar lausnir að aðild hennar varð til þess að lausn fékkst. Fram- leiðsla sé nú afmörkuð við innlands- markað, neytendum tryggt lægra verð, spamaði náð fyrir ríkissjóð og bændum tryggðar bætur vegna framleiðslusamdráttar. „Það er alltaf umdeilt hversu langt skuli gengið í afskiptum af þjóðmálum. Við getum aldrei stigið yfír markalínuna og yfírtekið land- stjómina. Við höfum sjaldan vald til endanlegra ákvarðana þegar beinni samningsgerð sleppir. Valdið er stjómvalda. Við getum hins veg- ar veitt ákvörðunum þeirra aðhald og haft með frumkvæði okkar áhrif á það hvemig ákvarðanir þeir taka. Sem Iqósendur ákveðum við á hveijum tíma hveijir komast í valda- stöðu. Við þau stjómvöld verðum við að búa hvernig sem okkur líkar við þau. Undan samskiptum verður ekki vikist. Þau samskipti hljóta af eðlilegum ástæðum að vera blanda af góðu og illu. Á liðnu tímabili höfum við ítrekað veitt sterkt aðhald. Við höfum stöð'v- að verðhækkanir og við höfum hindrað félagslegan niðurskurð. Reynslan sýnir að þegar á það reyn- ir hefur aðhald okkar verið öflugra en aðhald stjómarandstöðu á hveij- um tíma. Á sama hátt og við höf- um, þegar aðstæður hafa gert það kleift, knúið fram úrbætur og fé- lagslegar framfarir, höfum við þeg- ar þannig hefur blásið varið fyrri ávinninga. í þessu efni hefur verka- lýðshreyfingin verið málstað sínum trú. Við höfum ekki hvikað frá því grundvallarsjónarmiði að öll berum við ábyrgð hvert á öðru. Þegar vandi steðjar að í efna- hagslífínu eigum við alltaf tvo kosti. Við getum staðið hjá og beðið að- gerða stjómvalda og við getum tek- ið fmmkvæði og reynt að hafa áhrif. Með því að standa hjá höldum við ef til vill samviskunni hreinni. Við bemm ekki ábyrgð og við getum talað höstuglega til þeirra vondu manna sem em vondir við fólkið. Sú aðferð getur veitt aðhald en satt að segja er spuming hve mikið það er því mennirnir vondu vita að þeir verða skammaðir nánast hvað sem þeir gera. Ekki okkar pakki Þess vegna er það mín skoðun að oftast sé heppilegra að reyna að hafa áhrif. Það getur þýtt að við verðum meðsek, ábyrg fyrir óþægi- legum aðgerðum. En ef við skýmm okkar áherslur vel fyrir félagsmönn- um okkar eiga afskiptin að geta verið efninu til góðs og samtökunum til styrktar. Við verðum hins vegar alltaf að setja okkur skýrar línur og megum aldrei ganga of langt í því að axla ábyrgð. Þó ákveðin at- riði í efnahagsðgerðum stjómvalda nú séu sótt í hugmyndabanka okkar vantar mikið á að heildarmyndin sé sú sem við hefðum kosið. Sá pakki er því ekki okkar pakki. Þó ríkis- stjómin hafí ákveðið að hverfa frá hugmyndum um stórgengisfellingu og skerðingu félagslegra réttinda í samningum vantar mikið á að tekið sé rétt á málum. Gengið er fellt, það er óljóst með fjármagnstekju- skatt, hátekjuskatturinn skilar sára- litlum fiárhæðum, framkvæmd skatteftirlits er óviss. Þetta em því ekki þær tekjujöfnunaraðgerðir sem við hefðum kosið. Um efnahagsaðgerðimar nú mun ég fialla í kjaramálaumræðunni á morgun og ætla því ekki að segja mikið um þær hér. Ég vil samt leggja áherslu á að ég tel, að þó við höfum ekki ráðið niðurstöðunni, hafí verið rétt að ganga til viðræðna og freista þess að hafa áhrif. í mín- um huga er það ekki vafamál að félagsmenn okkar gera tilkall til þess að við komum sjónarmiðum okkar á framfæri og reynum að hafa áhrif. Fyrir okkur er meginmálið að auka jöfnuð í þjóðfélaginu og veija stöðu láglaunafólks. Við gemm til- kall til þess að dregið verði úr at- vinnuleysi. Atvinnuleysi er alvarlegt og vaxandi og við hljótum að krefi- ast aðgerða. Atvinnuleysi er alvar- Ieg meinsemd sem ekki má festa rætur í íslensku samfélagi. Baráttan gegn atvinnuleysi hefur alltaf verið þungamiðjan í starfi okkar og eins og ástand er nú hlýtur það baráttu- mál að hafa forgang umfram allt annað." < I í í í í K i í i ( ( ( i í \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.