Morgunblaðið - 25.11.1992, Page 1

Morgunblaðið - 25.11.1992, Page 1
64 SIÐUR B/C/D 270. tbl. 80. árg. MIÐVIKUDAGUR 25. NOVEMBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Mannskæðasta flugslys í sogn Kína Reykur stóð úr Boeing-þotunni Peking. Reuter. RÚMLEGA ársgömul Boeing 737-300 þota kínversks flugfélags fórst í aðflugi að flugvellinum í bænum Guilin í gær. Orsakir slyssins eru ókunnar en sjónarvottar sögðust hafa séð reyk frá flugvélinni áður en hún flaug á fjallshlíð. Að sögn sjónarvotta splundraðist þotan í tætlur er hún fórst um 30 kílómetra suður af Guilin, sem sakir náttúrufegurðar er með vinsælustu ferðamannastöðum í Kína. Brak dreyfðist yfir stórt svæði og slasaðist Lamont fer fram á þýska vaxtalækkun London. Reuter, The Daily Telegraph. NORMAN Lamont, fjármálaráð- herra Bretlands, hvatti Þjóðverja, í viðtali við breska útvarpið BBC í gær, til að lækka vexti. Sagði hann það vera mikilvægasta skref- ið sem hægt væri að stíga til að örva hagvöxt í Evrópu. Taldi hann Þjóðverja hafa vanmetið hve djúp- stæð efnahagskreppan væri sem við væri að elja. Fjármálaráðherrar Evrópubanda- lagsins ákváðu á fundi á mánudag, að leggja drög að víðtækri áætlun, sem hefði það að markmiði, að örva fjárfestingar. Það ætti meðal annars að gera með viðamiklum fram- kvæmdum á sviði vegamála, járn- brauta og samskiptatækni. Lamont sagði við BBC að þegar leiðtogar EB kæmu saman til fundar í Edinborg í næsta mánuði, myndi hann taka þetta mál til umræðu. Hann sagði þó mikilvægt að allar aðgerðir, sem ákveðið væri að ráðast í, yrðu fjármagnaðar með tilfærslum á fé, sem þegar væri til staðar. Hugmyndin að „Evrópskum fjár- festingasjóði" er runnin undan rifjum Jacques Delors, forseta fram- kvæmdastjórnar EB, og tóku flestir evrópsku ráðherranna vel í hana á fundinum á mánudag. einn maður á jörðu niðri er hann varð fyrir braki. Að sögn kínversku fréttastofunnar Xinhua vöruðu flugumferðarstjórar í Guilin flugmenn þotunnar við er þeim varð ljóst að flugvélin lækkaði flugið allt of ört. Veður var gott á slysstað, logn en mistur. Allir sem um borð voru í þotunni fórust, 133 farþegar og átta manna áhöfn. Flestir voru kínverskir en rúmur tugur þeirra útlendingar. Að sögn talsmanns Boeing-verk- smiðjanna í Seattle í Bandaríkjunum var flugvélin tiltölulega ný, afhent. frá verksmiðjunum í maí í fyrra. Hún var í eigu China Southern Airlines. Mikil aukning hefur orðið í far- þegaflugi í Kína undanfarin ár. Hafa talsmenn flugfélaganna sagt að erf- itt væri að finna reynda flugmenn og þjálfa aðra til starfa. Birgja sig af eldiviði Reuter Götusalar í Sarajevo, höfuðborg Bosníu, með hjólbörufylli af eldiviði á útimarkaði í gær. íbúar borgarinn- ar hafa verið hvattir til áð birgja sig af eldiviði áður en vetrarhörkur ganga í garð, því rafmagn til upphit- unar verði af skomum skammti í borginni í vetur. Ofbeldi gegn útlendingnm í Þýskalandi fordæmt í blöðum víða um lönd Þingmeim livetja til sam- stöðu gegn nýnasistum Bonn. Reuter. FLYTJA varð 60 útlendinga af gistihúsi í Austur-Þýskalandi í gær vegna ótta við að sprengju hefði verið komið fyrir í húsinu. Síðar kom í ljós að um gabb var að ræða en atburðurinn hefur aukið á spennuna sem ríkir í landinu vegna árása nýnasista á innflytjendur. í fyrradag létust þrír Tyrkir, fullorðin kona og tvær stúlkur, þegar kveikt var í gististað þeirra. I gær var ódæð- ið fordæmt í blöðum víða um lönd og þýskir þingmenn risu úr sætum og stóðu þögulir í eina mínútu í virðingarskyni við fórn- arlömbin þijú. Þýska þingið samþykkti yfirlýs- ingu þar sem sagði að með hryðju- verkinu í Mölln væri vegið að rótum Móðir Teresa hvetur Ira til að hafna fóstureyðinffum «/ o Dyflinni. Reuter. MÓÐIR Teresa, friðarverðlaunahafi Nóbels, hefur hvatt íra til að hafna algjörlega breytingum á banni við fóstureyðingum í þjóðarat- kvæðagreiðslu sem fram fer um þetta umdeilda mál á írlandi í dag. er í hættu. Búist Móðir Teresa sendi bréf til írskra samtaka sem hafa barist gegn breytingum á banninu og sagði þar að fóstureyðingar væru ekkert annað en morð. „Hvers vegna erum við hissa á ofbeldinu og hryðjuverk- unum allt í kringum okkur ef móð- ir getur drepið eigið barn í móður- kviði?“ sagði í bréfínu. „Fóstureyð- ingar eru morð hvort sem þær eru framkvæmdar heima fyrir eða í útlöndum." í þjóðaratkvæðagreiðslunni verða þijár spurningar og í þeirri fyrstu er spurt hvort heimila eigi fóstureyðingar ef líf móðurinnar er við að margir þeirra, sem vilja heimila fóstur- eyðingar, svari spurningunni neitandi þar sem þeir telji að ekki sé gengið nógu langt, til að mynda sé ekki gert ráð fyrir því að fómarlömb nauðgana og sifja- spella geti látið eyða fóstri. Hinar spurningamar varða rétt kvenna til að fara til útlanda í því Móðir Teresa skyni að gangast undir fóstureyð- ingu og til að fá upplýsingar á ír- landi um erlendar stofnanir sem framkvæma aðgerðina. Talið er að mikill meirihluti sé hlynntur þess- um tillögum þrátt fyrir andstöðu kaþólsku kirkjunnar. Árlega gang- ast hartnær 5.000 írskar konur undir fóstureyðingu í Bretlandi. Talið er að bréf móður Teresu hafi talsverð áhrif á þjóðarat- kvæðagreiðsluna. „Það er engin spurning að skoðanir hennar vega þungt á meðal írsku þjóðarinnar. Móðir Teresa nýtur mikils trausts út um allan heim. Þetta er mikil hvatning," sagði Denis Murphy, talsmaður samtaka sem beijast gegn fóstureyðingum á írlandi. lýðræðisins. Var almenningur hvattur til þess að sýna samstöðu með útlendingum og standa vörð um mannlegt eðli. Þýskir fjölmiðlar lýstu í gær reiði og áhyggjum sínum af ofbeldinu gagnvart útlendingum í landinu en það hefur kostað 14 manns lífið á þessu ári. Var árásin, sem kostaði konuna og stúlkurnar lífið, gerð á gistiheimili í bænum Mölln í Norð- ur-Þýskalandi og var hún jafnframt fyrsta eiginlega atlagan gegn Tyrkjum, stærsta þjóðernisminni- hlutanum í Þýskalandi. Bæjarstjórinn í Mölln, sem er skammt frá Liibeck, sagði að íbú- arnir væru óttaslegnir og kvíddu því að næst yrði ráðist á þá sem mótmæltu ofbeldi nýnasistanna. Um 6.000 þeirra komu þó saman í fyrrakvöld til að lýsa andstyggð sinni á atburðinum og var einn ræðumanna á fundinum rithöfund- urinn Giinter Grass. Tyrkir í Þýskalandi hafa hótað að gjalda nýnasistunum líku líkt og Ralph Giordano, rithöfundur og gyðingur frá Berlín, sagði að gyð- ingar tækju sér vopn í hönd ef þurfa þætti. Þá hótuðu þeir að borga ekki skatta nema yfírvöld tryggðu ör- yggi útlendinga. Talsmenn fatlaðs fólks í Þýskalandi segjast einnig hafa áhyggjur af að það verði fyrir barðinu á nýnasistum og nefna ýmis dæmi um að því hafi verið sýnd fyrirlitning. Tvö helstu dagblöðin í Tyrk- landi, Hurriyet og Milliyet, notuðu í gær sömu fyrirsögnina, „Grimmd- arverk nasista", þegar þau hneyksl- uðust á ofbeldinu í Þýskalandi og sögðu, að Þýskaland væri búið að fá á sig orð fyrir kynþáttahatur. Breska dagblaðið The Independent sagði að atburðirnir á mánudag sýndu að það væri goðsögn að út- lendingahatrið væri einskorðað við austurhluta Þýskalands. Á Ítalíu sagði Torínóblaðið La Stampa, að allir útlendingar í Þýskalandi væru í hættu og franska blaðið Liberation og sænska Aftonbladet sögðu þýska stjórnmálamenn bera sök á því hvernig komið væri. -------♦ ♦ ♦------- Ottast mikið mengunarslys áBalkanskaga ^ Genf. Reuter. ÓTTAST er að hörmulegt meng- unarslys geti orðið á Balkan- skaga bresti stífla á eiturefnaþró við blý- og zínknámur við bæinn Mojkovac í Svartfjallalandi. Sjö milljónir tonna af eiturefnum eru í þrónni. í flóðum að undan- förnu í ánni Tara hefur brotnað úr stíflunni. Bresti hún flæðir eitrið út í ána og berst líklega þaðan í Dóná og ána Sava, að sögn fulltrúa Sam- einuðu þjóðanna. Fyrir milligöngu SÞ verður reynt að styrkja stífluna og koma í veg fyrir að hún bresti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.