Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1992 Listasafnið fær mynd eftir Finn Jónsson að láni LISTASAFN íslands fær mál- verk eftir Finn Jónsson að láni frá listasafni Yale-háskól- ans í Bandarikjunum. Verkið nefnist Kona við spilaborð og hefur aldrei verið sýnt hér á landi. Að sögn Beru Nordals for- stöðumanns Listasafns íslands óskaði safnið eftir að fá málverk- ið að láni í tilefni af 100 ára afmælis Finns fyrr í þessum mánuði. Nú hafí Yale-háskóli samþykkt að lána myndina um óákveðinn tíma og von væri á henni i desember eða janúar. Myndin Kona við spilaborð var máluð 1925 og sýnd í Berlín á samsýningu það ár. Skömmu síð- ar keypti bandarísk kona, Kat- herine S. Dreier, málverkið og annað verk eftir Finn. 1941 ar- fleiddi hún listasafn Yale- háskóla að málverkasafni sínu og myndir Finns voru þar á meðal. Kona við spilaborð, eftir Finn Jónsson, sem Listasafn íslands hefur fengið lánaða. „Þessi mynd er ólík afstrakt- myndunum sem við eigum eftir Finn og er því mjög mikilvæg. Ég bíð því spennt eftir að sjá hana,“ sagði Bera Nordal. Island og Evrópubandalagið Stefnt að samningi um sjávarútveg á föstudag Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FJÓRÐI samningafundur íslands og Evrópubandalagsins (EB) um gagn- kvæm skipti á veiðiheimildum verður í Brussel á föstudag. Samkvæmt heimildum í Brussel ræðst það að miklu leyti af undirbúningsviðræðum fyrir fundinn á föstudag hvort hægt er að ljúka þessum samningi á þeim fundi. Ljóst þykir að samningar íslendinga og Norðmanna við EB um skipti á veiðiheimildum séu að falla á tima en af hálfu EB er viðunandi niðurstaða þeirra skilyrði fyrir gildistöku samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Lokatilraun til að ná samningum við Norðmenn verður gerð á fundi sem hefst 3. desember. Samningar íslands og EB hafa strandað á þeirri kröfu íslendinga, að samið sé um afla upp úr sjó en ekki veiðiheimildir án tillits til afla- bragða. í samningsdrögum sem liggja fyrir eru tveir fyrirvarar en annar þeirra gæti hugsanlega komið til móts við kröfur íslendinga. Sam- kvæmt honum á að endurskoða skiptin á veiðiheimildum ef einhveij- ar ófyrirsjáanlegar líffræðilegar að- stæður í sjónum valda því að útilok- að er að ná samningum fram. Hinn fyrirvarinn gerir ráð fyrir því að mið VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 24. NOVEMBER YFIRUT: Skammt noröaustan af Melrakkasléttu er 965 mb lægð sem hreyfist hægt noröur en 600 km suður af Homafirði er vaxandi 958 mb lægð á leið norð- ur og norðvestur. Yfir N-Grænlandi er 1.018 mb hæö. SPA: Allhvöss eða hvöss norðvestanátt um vestanvert landið og víða snjókoma eða él en breytileg átt eða sunnangola eða kaldi og skúrir austanlands. Hiti frá frostmarki norðvestanlands upp ( 5 stig á suðaustan- og austanlartdi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Suðvestan eða breytileg átt og fremur kalt. Él sunnan- lands.og vestan en þurrt að mestu á Norður- og Austurlandi. HORFUR Á FÖSTUDAG: Vaxandi sunnan- og suðaustanátt og snjóar vestan- lands en norðanlands og austan bjartviðri fram eftir degi. Hlýnandi í bili. HORFUR Á LAUGARDAG: Sunnanátt, éljagangur sunnanlands en lóttir til norðan til. Hiti um frostmarki. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu islands — Veðurfregnír. 990600. 0 tík A A Ci Léttskýjað Hálfskýjað Heiðskírt r r r * / * r r * r r r r r * r Rigning Slydda * * * * * * * * Snjókoma Skýjað Alskýjað V ^ V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstigv 10° Hitastig v Súld = Þoka 5tig-| FÆRÐA VEGUM: 00.17.30»««, Fært er á vegum í nágrenní Reykjavíkur, en á Hellisheiði og í Þrengslum er skafrenningur og hálka. Fært er um vegi á Suðurlandi og með suöur- ströndinni austur á firði og yfirleitt góð færð á Austurlandi. Fært er um vegi í Borgarfirði og á Snæfellsnesi nema Fróðárheiði er ófær. Fært er í Dali um Heydal, en ófært vegna veðurs í Reykhólasveit. Brattabrekka er ófær. Á sunnanveröum VestfjÖrðum er fært um Mikladal en ófært um Kleifaheiði og Hólfdán. Á norðanverðum Vestfjörðum eru allar heið- ar ófærar og þungfært milli Þingeyrar og Flateyrar, en fáert á vegum f nágrenni ísafjarðar. Það er fært er um Holtavörðuheiði til Akureyrar en skafrenningur og hálka er á heiðum á leiðinni. Yfirleitt er fært um vegi á Norðurlandi og með ströndinni til Vopnarfjarðar. Möðrudalsöræfi eru ófær. Mikil hálka er yfirleitt á vegum vfða um land þó aðallega ó heiðum og fjallvegum. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91 -631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin. IfEÐUR VÍÐA UM HEIM ki 12.00 ígæraðísl. tíma Akureyri Reykjsvik hiti 2 3 veður alskýjað skýjað Bergen 8 léttskýjað Helsinki +4 alskýjað Kaupmarmahöfn 9 skýjað Narssarasuaq +3 akýjað Nuuk +6 léttskýjað Osló Z þokumóða Stokkhóimur 5 rignlng Þórshöfn 8 skýjsö Algarve 16 þokumóða Amsterdam 11 þokumóða Barcelona 16 þokumóða Berlín 8 súld Chicago 3 súld Feneyjar 10 þokumóða Frankfurt 7 þokumóða Glasgow 10 skýjað Hamborg 10 þokumóða London 12 léttskýjað LosAngeles 12 léttskýjað Lúxemborg 5 þoka Madríd 11 mistur Malaga 16 mistur Mallorca vantar Montreal 2 súld NewYork 9 alskýjað Orlando 23 þokumóða Paris 12 snjókoma Madelra 21 léttakýjað Róm 16 þokumóða Vín 4 þoka Washington 7 skýjað Winnipeg +6 alskýjað EB verði endurskoðuð reynist ekki hagkvæmt að stunda þar karfaveið- ar. Það er samdóma álit þeirra sem samband var haft við, að verði unnt að frnna lausn á þessum ágreiningi megi ljúka samningi á stuttum tíma. Samkvæmt heimildum í Brussel verður reynt til þrautar að fínna málamiðlun á föstudag. Þriðji samningafundur Norð- manna með samningamönnum EB verður í Brussel 3. desember og hon- um á ekki að Ijúka fyrr en samkomu- lag hefur náðst eða útséð er iim að útilokað sé að ná samningi. A fyrri fundum hefur annars vegar náðst samkomulag um dagskrá viðræðn- anna og hins vegar er samkomulag um þær tölulegu upplýsingar sem leggja á til grundvallar í viðræðun- um, um annað er ágreiningur. Norð- menn vilja ekki fallast á að umsamd- ar veiðiheimildir þeirra í lögsögu EB-ríkjanna séu um pappírsfisk, þ.e. físk sem aldrei stóð til að veiða. Þeir hafa lagt fram lista yfir fiskteg- undir sem þeir vilja fá í skiptum fyr- ir þann afla sem EB fær í norskri lögsögu. Norðmenn gera kröfu um heimildir til að veiða m.a. síld, makr- íl, grálúðu og karfa, en EB hefur boðið þeim litla brosma, tunglfísk og smokkfisk. Innan EB sýna Spánveijar þessum samningaviðræðum mikinn áhuga enda eiga þeir von á umtalsverðum veiðiheimildum í Barentshafi ef af samningum verður. Þeir hafa ákveð- ið að afgreiða ekki samninginn um EES fyrr en viðunandi samningur við Norðmenn liggur fyrir. Lögreglumenn semja við ríkið Endurskoðun á eldri samningi ljuki í janúar LANDSSAMBAND lögreglumanna undirritaði í gær kjarasamning við samninganefnd ríkisins sem felur í sér, auk sömu 1,7% launahækkunar og orlofsuppbótar og almennt var samið um i samningum á vinnumark- aði í febrúar, að könnun á efndum á kjarasamningi aðilanna sem gerð- ur var 1986 verði lokið fyrir 15. janúar næstkomandi. Fyrir sama tíma ljúki einnig starfí sérstakra nefnda sem fjalli um úr- bætur í öryggismálum lögreglu- manna, meðal annars á grundvelli gagna um reglur í þessum efnum í nágrannalöndum, og lífeyrismál lög- reglumanna með tilliti til þess, að sögn Jónasar Magnússonar, for- manns Landssambands lögreglu- manna, hvort ástæða sé til að hér- lendis eins og í nálægum löndum gildi aðrar reglur um lífeyrisaldur lögreglumanna en annarra starfs- hópa. Lögreglumenn gerðust ekki aðilar að því samfloti sem samkomulag tókst um á vinnumarkaði á liðnum vetri þar sem þeir vildu láta reyna á að fá efndan kjarasamning sem þeir gerðu árið 1986 og fól í sér að þeir afsöluðu sér þeim takmarkaða verk- fallsrétti, sem þeir áður höfðu, gegn fastri viðmiðun við kjör ákveðinnna hópa í þjóðfélaginu. Útreikningur samkvæmt samn- ingnum hefur aldrei farið fram eða kjör lögreglumanna tekið breyting- um samkvæmt honum. Að sögn Jón- asar Magnússonar telja lögreglu- menn nú rétt að gera úrslitatilraun til að láta á það reyna hvort þessi samningur fáist efndur. Að lokinni endurskoðuninni sem ljúka á eins og fyrr sagði 15. janúar munu aðilar ræðast við að nýju en hinn nýgerði samningur þeirra, sem gerður var til tveggja ára, er uppsegj- anlegur frá og með 1. febrúar. Stefán Hermanns- son ráðinn borgar- verkfræðingnr BORGARRÁÐ hefur samþykkt að ráða Stefán Hermannsson aðstoð- arborgarverkfræðing í stöðu borgarverkfræðings frá 1. desem- ber næstkomandi. Stefán Hermannsson er 56 ára gamall, fæddur 28. desember 1935. Hann útskrifaðist frá Menntaskól- anum á Akureyri árið 1955 og lauk fyrrihluta í verkfræði frá Háskóla íslands árið 1958. Hann útskrifaðist verkfræðingur frá DTH í Kaup- mannahöfn árið 1961 og starfaði þar til ársins 1963. Stefán hóf störf hjá Reykjavíkur- borg árið 1964. Fyrst hjá grjótnámi, malbikunarstöð og pípugerð frá ár- inu 1966 til 1980 og hjá bygginga- deild á árunum 1981 til 1984 er hann varð aðstoðarborgarverkfræð- ingur. Kona Stefáns er Sigríður Jónsdótt- ir starfsmaður Alþingis og eiga þau tvo syni. í borgarráði bókuðu fulitrúar minnihlutans að auglýsa hefði átt stöðuna. í bókun fulltrúa Sjálfstæð- isflokks, segir að í þessu tilviki sé ekki hörf :'i að aurivsa starfíð, bar Stefán Hermannsson sem Stefán hafi gegnt störfum hjá borginni í 30 ár og verið aðstoðar- borgarverkfræðingur í átta ár enda séu mörg fordæmi fyrir slíkri ákvörð- un borgarráðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.