Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1992 7 Björgun sjómannsins um borð í Kap VE Fóru á opnum gúm- bát til móts við Tý Björgunarsveitarmenn og læknir á Seyðisfirði fóru í opnum gúm- björgunarbát til móts við varðskipið Tý sl. sunnudag í haugasjó og stormi, en hjálparbeiðni hafði fyrr um daginn borist frá bátnum Kap VE sem staddur var um 23 sjómílur aust-norðaustur af Glettinga- nesi. Sjómaður um borð í bátnum var með blæðandi magasár og hafði misst mikið blóð. Að sögn Ottós Eiríkssonar í björg- unarsveitinni ísólfi barst hjálpar- beiðnin kl. 17 og voru þrír björgunar- menn og læknir lagðir af stað í opn- um gúmbjörgunarbáti frá Seyðisfirði kl. 17.15. Ekki var unnt að senda þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna veðurskilyrða, en haugasjór var og Sýnishorn af merkimiðunum sem jafnframt eru happ- drættismiðar. Happdrætti SVFÍ Happdrætt- ismiði á jóla- pakkanum Slysavarnafélag íslands hefur sett á stofn jólahapp- drætti þar sem merkispjöld á jólapakka eru jafnframt happdrættismiðar. Meðal vinninga eru ferðir til Disn- eylands í Flórída, skíðaferð- ir til útlanda, myndbands- og hljómflutningstæki en alls eru vinningarnir 1.770 og að verðmæti tæpar 19 milljónir króna. Happdrættismiðarnir verða seldir í bókaverslunum, stór- mörkuðum og víðar og einnig verður skipulögð sala á þeim í hús. Munu björgunarsveitir um allt land annast söluna. Hver miði kostar 100 krónur og verða þeir seldir í 6 og 12 miða pakkningum. Dregið verður í happdrættinu 31. des- ember. stormviðvörun á öllum miðum. Ottó sagði í samtali við Morgun- blaðið að það hefði litlu mátt muna að þeir hefðu þurft að snúa aftur til lands vegna veðurofsans. Þeir hefðu hins vegar siglt til móts við varðskipið Tý, sem var statt þrjár sjómílur út af Gerpi. Guðmundur Benediktsson læknir fór síðan um borð í Tý sem sigldi í átt að Kap. Morgunblaðið/Ingvar Eldur í bílasöluskúr Bílasöluskúr á Dalveg í Kópavogi eyðilagðist í eldi aðfaranótt sl. mánu- dags. Einnig komst eldur í pallhús sem stóð við skúrinn, en talið er að kveikt hafi verið í skúrnum að sögn slökkviliðsins í Reykjavík. Skúrinn var alelda þegar slökkvilið kom á staðinn og brann flest sem brunnið gat eins og sést á myndinni. Rafmagnsbilanir á Norðurlandi vestra Viðgerð gengur vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður Yfir 40 til- kynningar vegna veð- urofsans YFIR 40 tilkynningar bárust til lögreglunnar í Reykjavík vegna veðurofsans í borginni á mánu- daginn. Kallaðar voru út hjálpar- sveitir frá björgunarsveitum til að festa þakplötur og annað laus- legt sem fokið gat. Flestar hjálparbeiðnirnar bárust á tímabilinu 19-21, en þá lægði storm- inn til muna. Þá var fækkað í hjálp- arsveitum sem kallaðar hofðu verið út. Hlaðinn veggur í húsi í Vallar- stræti fauk á bíl og kjölur af þaki húss á Njálsgötu féll á bifreið sem stóð við götuna. Þá lagðist stórt auglýsingaskilti við Sævarbraut á hliðina og umferðarljós við Höfða- bakka urðu óvirk. Víða fuku þakplöt- ur af húsum í bænum, en mest þó í Grafarvogi og í miðbæ Reykjavík- ur. Að sögn lögreglunnar varð ekki mikið mann- eða eignatjón af völdum óveðursins í borginni. ♦ ♦ ♦ - segir Haukur Ásgeirsson umdæmisstjóri TUGIR hjálparmanna komu starfsmönnum Rafmagnsveitu ríkisins á Norðurlandi vestra til aðstoðar vegna viðgerða á rafmagnslínum á svæðinu í gær. Þegar rætt var við Hauk Ásgeirsson, umdæmisstjóra, um kaffileytið í gær sagði hann að verkið gengi vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Hann sagði að stefnt væri að því að því að rafmagn yrði komið á flesta bæi næstu 2-3 sólarhringa. Fundist höfðu 150-170 brotnir rafmagnsstauraar á svæðinu. Haukur sagði að veðrið hefði verið verst frá því um kl. 18.30 á mánudag til 4-5 í gærmorgun. „Þá fór að slota og við gátum far- ið að skoða línurnar. Við fengum hjálparsveitarmenn á vélsleðum til að fara um allar línur með okkur til að skoða og skrá niður hvar væri bilað. Síðan erum við komnir með mikið hjálparlið, vinnuflokka frá Ólafsvík, Borgar- nesi, Akureyri og Hvolsvelli, á annað hundrað manns vinnur við þetta," sagði hann. Hann sagði að víða væri straumlaust væri á svæðinu. „Straumlaust er í Mið- firði og á Vatnsnesi. Og í Austur- Húnavatnssýslu er allt straum- laust nema Skagaströnd og Vatns- dalur. í Skagafirði er vlða mikið straumleysi. Mikið straumleysi er líka í Fljótum og Sléttuhlíð og alls staðar fyrir ufán Hofsós. Á Siglufirði er skammtað rafmagn og sama er að segja um Hofsós." Haukur sagði að nokkrir bæir hefðu fengið rafmagn frá því um hádegi. „Við erum síðan að vonast til að rafmagn komist t.d. á Blöndu- ós fljótlega, a.m.k. i kvöld, en mikill tími fer í að bjarga því sem bjargað verður með því að draga ísingu af línunum. Við leggjum meiri áherslu á það verkefni en að koma rafmagni á einstaka bæi og verða svo fyrir miklu meira tjóni.“ Hann sagði að stefnt væri að því að koma rafmagni á flesta bæi eftir 2-3 sólarhringa en byijað væri á þéttbýlisstöðunum þannig að um 90% rafmagnsnotenda fengju fljótlega rafmagn. Nýtt aðildar- félag BSRB Landssamband slökkviliðsmanna sem síðastliðið vor var breytt í stétt- arfélag sótti um aðild að BSRB og hefur stjóm bandalagsins nú sam- þykkt aðildina með hefðbundnum fyrirvara um staðfestingu næsta bandalagsþings. Með tilkomu Lands- sambands slökkviliðsmanna eru að- ildarfélög BSRB nú 39 talsins. Tímnin segir upp síð- VTTAMINLAGT LYSI -nýr heilsugjafi í lýsisfjölskyldunni Lýsisfjölskyldan heilsar vetrinum með því að kynna nýjung sem margir hafa beðið eftir: Vítamínlágt lýsi sem er ætlað þeim sem af sérstökum ástæðum vilja bæta við daglegan skammt sinn af fjölómettuðum fitu- sýrum án þess að auka inntöku A og D vítamína. ustu prentsmiðunum ÞREMUR síðustu prentsmiðunum sem unnu við tölvuumbrot hjá dagblaðinu Tímanum hefur verið sagt upp störfum. Að sögn Hrólfs Ölvissonar, framkvæmdasljóra Tímans, hefur ekki verið ákveðið hvernig staðið verður að vinnslu blaðsins í framtíðinni en tölvuvæð- ing í því efni hefur mjög aukist undanfarið, auk þess sem prentun blaðsins hefur um nokkurt skeið farið fram í Prentsmiðjunni Odda. Hrólfur sagði að mönnunum hefði verið sagt upp áður en end- anlega hefði verið ákveðið hvaða leið yrði farin við vinnslu blaðsins. Uppsagnirnar hefðu verið lagðar fram tímanlega enda væru í hópn- um menn sem ættu að baki ára- tuga starfsaldur hjá fyrirtækinu og ættu því rétt á sex mánaða uppsagnarfresti. Hann sagði ljóst að stefnt væri að því að útgáfu Tímans yrði hald- ið áfram eftir áramót en sagði ýmsar ákvarðanir um framkvæmd útgáfunnar ekki hafa verið tekn- ar, þar á meðal um hvernig vinnu við umbrot þess og útlitshönnun yrði háttað. Skólabíll fauk út af Hliðarholti, Staðarsveit. MIKIÐ hvassviðri gekk yfir sunnanvert Snæfellsnes á mánudag og aðfaranótt þriðjudags eins og annars staðar á landinu. Skólabíll sem ekur börnum frá Lýshólskóla fauk út af veginum vestan Bláfeldarár um tvöleytið á mánudag og lenti út í,skurði. Svo vel vildi þó til að bilinn valt ekki og urðu ekki nein m'eiðsli á börnunum. Á bænum Fossi í Staðarsveit fauk þakjárn af hlöðu að mestu leyti. Á Ölkeldu II fór þak af hlöðu og einnig járn af íbúðarhúsi hjá Þórði Gíslasyni en þríbýli er á jörð- inni. í Hoftúnum fauk hlöðuþak og einnig urðu þar skemmdir á rúllu- böggum sem voru í hléi við hlöð- una. Á eyðibýlinu Barðastöðum fauk gömul hlaða að hluta til af grunni. Allar þessar fokskemmdir urðu á mánudagskvöld og aðfara- nótt þriðjudags. Veður gekk heldur niður í gær. Grandavegi 42, Reykjavík, sími 91-28777 blóðtappamyndun og vinna gegn æða- kölkun. Þá hefur reynslan sýnt að neysla þessara fjölómettuðu fitusýra í lýsi dregur úr bólgu og sársauka í liðum. Lengi hefur verið vitað að lýsi er mjög auðugt að fjölómettuðum fitusýrum. Vísindarannsóknir síðustu ára hafa leitt í Ijós að tvær þessara fitusýra, EPA og DHA, minnka líkurnar á kransæða- sjúkdómum, draga úr hættunni á Haltu þér í góðu formi með lýsisfjölskyldunni. Þ.B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.