Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 9
9 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1992 Vel út- búinn fjalla- jeppi Toyota Hilux ’80, ek. 8 þ. á vél (8 cyl., 350 cc), tveir millikassar, drifhlutf. 4:88, loftlæstur að framan og aftan, 40“ dekk, spil talstöð, loran, tvöfalt rafkerfi, Recaro-stólar, 400 I bensíntankur o.fl. o.fl. Verð: Tilboð (skipti). » , Til sýnis á staðnum. KSjr&Uj] BILAMARKAÐURINN Opið sunnudaga v/REYKJANESBRAUT KWSw-----SMIÐJUVEGI 46 E, KÓPAVOGI_ w w <ep 67 18 00 >“• kl. 2-6. Nú er rétti tíminn til að hefja reglulegan sparnaö með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. Notaðu símann núna, hringdu í 62 60 40, 69 96 00 eða 99 66 99 sem er grænt númer. Ólíkt mat á efnahagsaðgerðum „Þessi ríkisstjórn hefur sýnt að hún rís undir ábyrgð, - hefur kjark" segir Alþýðu- blaðið um aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að styrkja stöðu atvinnulífsins. „Ljóst er að stjórnarflokkarnir ráða ekki við vand- ann“, segirTíminn, „og hafa gloprað nið- ur því tækifæri til víðtækrar samstöðu sem blasti við fyrir nokkrum vikum“. Hófleg gengisfelling Alþýðublaðið segir í forysfugrein í gær „Hluti af aðgerðunum fólst í hóflegri gengisfell- ingu sem nam einungis sex af hundraði. Með þeirri gengisbreytingu er verið að aðlaga ís- lenzku krónuna að geng- isfalli í mikilvægustu við- skiptalöndunum. Vissu- lega má færa rök fyrir því, að meira gengisfall hefði komið útflutnings- greinunum betur. Þá hefði hins vegar hinum dýrmæta stöðugleika verið stefnt í voða. Rikis- sljómin tók þvi tillit til eindreginna óska verka- lýðshreyfingarinnar um að breyta genginu ekki meira. Aðgerðir ríkisstjóm- arinnar byggja að vem- legu leyti á hugmyndum, sem urðu til í viðræðum milli aðila vinnumarkað- arins. Kjami þeirra felst í því að treysta undirstöð- ur fyrirtækjanna i land- inu, með þvi að létta af þeim verulegum kostn- aði. Þannig er fjölda- gjaldþrotum bægt frá dyrum, og um leið vax- andi atvinnuleysi. Veigamesti þáttur að- gerðanna felst í að af- nema með öllu aðstöðu- gjald á fyrirtæki. En um langt skeið hafa tals- menn atvinnulífsins kraf- izt að þessum óréttláta skatti, sem hvergi þekk- ist nema á íslandi, verði aflétt. Sá galli er á gjöf Njarðar, að um leið missa sveitarfélögin mikilvæg- an tekjustofn. Þeim er hins vegar bættur skað- inn með þvi að auka á næsta ári hlut þeirra í staðgreiðslu skatta, en í því skyni verður telgu- skatturinn hækkaður um 1,5 af hundraði. Það er hins vegar ljóst, að í framtíðinni verður ekki t\já því komizt að sveitar- félögin taki á sig stærri hluta klyfjanna, sem efnahagslægðin leggur á þjóðina." Kompás- skekkja sjáv- arútvegsins Síðar segir Alþýðublaðið: „En jafnframt hefur rikisstjómin afráðið að hefja sókn i rannsóknar- og þróunarmálum. Framlag til Rannsóknar- sjóðs er aukið verulega, og stefnt er að því að veija fimmtungi af and- virði seldra rikiseigna til rannsókna. Með þessu er ríkisstjómin að staðfesta áherzlu sina á nýsköpun og hugvit, og leggja gmnninn að betri fram- tíð fyrir þær kynslóðir sem senn streyma út á vinnumarkaðinn... Mikilvægasta niður- staða aðgerðanna felst þó ef til vill i sérstöku átaki til að leiðrétta kompásskekkju sjávarút- vegsins. Auk aðgerð- anna, sem stórbæta stöðu greinarinnar, verður nú settur á laggir sérstakur Þróunarsjóður. Hlutverk sjóðsins er að endur- skipuleggja tjárhag greinarinnar, með því að taka yfir eignir illra staddra fyrirtækja. Þannig verður hægt að draga úr afkastagetu greinarinnar án þess að komi til hreinna gjald- þrota. Um leið verður kleift að veija banka- kerfið fyrir kollsteypum sem gjaldþrotin hefðu ella leitt yfir það. Sjóður- inn mun ráðstafa eignum fyrirtækjanna, og greiða niður skuldir _ þeirra á löngum túna. í því sam- bandi er afar mikilvægt að rikisstjómin náði sam- stöðu um að marka sjóðn- um fastan tekjustofn í formi þróunargjalds, sem lagt verður á úthlut- að þorskígildi frá og með árinu 1996...“ Vonbrigða- pakki Tíminn segir í leiðara gærdagsins: „Aðgerðimar fela það í sér að aðstöðugjald er fellt niður. Það er já- kvætt og mun bæta sam- keppnisstöðu atvinnu- veganna. Hitt er skilið eftir hvemig sveitarfé- lögunum verði bættur tekjumissirinn til fram- búðar, og niðurfelling aðstöðugjalds er ekki eins áhrifarik aðgerð fyrir sjávarútveginn og aðrar greinar vegna þess að álagningarprósenta er í mörgum tilfellum lægri. Sumir þættir tillagn- anna fela í sér beinan útgjaldaauka fyrir við- kvæmar atvinnugreinar, svo sem ferðaþjónustu og bókaútgáfu svo að eitt- hvað sé nefnt. Aðgerðir tU atvinnuaukningar em áður kunnar og sæta engum tíðindum. Sérstaka athygli vekja áform um fjárhagslega endurskipulagningu i sjávarútvegi. Atvinnu- greininni er sjálfri ætlað að bera þessa endur- skipulagningu og frá og með kvótaárinu 1996- 1997 verði þróunargjald lagt á úthlutað þorsk- ígildi. Með þessu er verið með grátbroslegum hætti að leysa deilu um auðlindaskatt í sjávarút- vegi. Hvemig er hægt að gera ráðstafanir nú fyrir árið 1996-1997? Er það „sálfræðilegt trikk“ fyrir Alþýðufiokkinn? Þvi miður veldur þessi helgarpakki ríkisstjóm- arinnar miklum von- brigðum og mun ekki verða til þess að auka atvinnu eða tryggja af- komu útfiutningsat- vinnuveganna, eins og þörf er á um þessar mundir. Ljóst er að stjómarflokkamir ráða ekki við vandann og hafa gloprað niður þvi tæki- færi til víðtækrar sam- stöðu sem blasti við fyrir nokkrum vikum.” RABBFUNDUR í VÍB-StOFUNNI HVERS VEGNA ERU OLÍUFÉLÖG Á ÍSLANDI SPENNANDI? ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Kalkofnsvegi 1, Hverfisgötu 6, sími 91- 626040 sími 91- 699600 Kringlunni, sími 91- 689797 Á morgun, fimmtudaginn 26. nóvember, verður Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs hf., í VÍB-stof- unni og ræðir við gesti um íslenskan olíumarkað? Er raunveruleg samkeppni milli olíufélaganna þriggja? Er arðsemin nægjanlega góð? Hverjar eru framtíðar- horfurnar? Mun erlend eignaraðild knýja Skeljung til að selja sína hluti í útgerðarfyrirtækjum? Fundurinn hefst kl. 17:15 og er öllum opinn. S T O F A N Ármúla 13a, 1. hæð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.