Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1992 Oddastefna hald- in á laugardag ODDAFÉLAGIÐ, sem eru sam- tök áhugamanna um endurreisn Erindi um ný- sköpun í máli ÞORSTEINN Gylfason, prófess- or, heldur fyrirlestur á vegum íslenska málfræðifélagsins fimmtudaginn 26. nóvember kl: 17.15 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist Nýmæla- fræði og í honum kynnir Þorsteinn heimspeki málsins og reifar kenn- ingar sínar um nýsköpun í máli. ------------•-------- Fundur um kanadísk fræði FYRSTI fundur íslandsdeildar Norræna félagsins um kanadísk fræði „The Nordic Association for Canadian Studies/L’Association Nordique des Etudes Canadien- nes“ verður haldinn í Skólabæ, að Suðurgötu 26, 26. nóvember kl. 20. Formaður félagsins, Guðrún Guð- steinsdóttir, gerir stuttlega grein fyr- ir starfsemi félagsins. Finnbogi Guð- mundsson flytur erindi um Stephan G. Stephansson. Boðið verður upp á hressingu gegn vægu verði. Félagsmenn og annað áhugafólk um Kanada og kanadísk fræði er hvatt til að mæta. Odda á Rangárvöllum heldur Oddastefnu í Gunnarsholti í boði Landgræðslu ríkisins laug- ardaginn 28. nóvember næst- komandi og er áætlað að hún standi frá klukkan 11 til klukk- an 17. Fundarstjóri verður Frið- jón Guðröðarson sýslumaður, en Þór Jakobsson er formaður Oddafélagsins. Friðjón Guðröðarson setur ráð- stefnuna, en síðan ávarpar Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri hana. Séra Jónas Gíslason vigslu- biskup ræðir um deilur um Odda frá 1524 til 1539 og Freysteinn Sigurðsson jarðfræðingur ræðir um áhrif jarðfræðiafla á byggð og búsetu. Þór Jakobsson skyggnist í veðursögu, umhverfí og mannlíf. Þá flytur Valgeir Sigurðsson fræðimaður brot úr byggðasögu. Hreinn Haraldsson jarðfræðingur fjallar um eyðingu lands af völdum vatna og Helgi Þorláksson sagn- fræðingur ræðir um vitnisburð jarðabóka um eignarhald og skerta Iandnýtingu. Þórður Tómasson safnvörður fjallar um búskapar- hætti og skert kjör. í lok ráðstefn- unnar metur Páll Imsland jarð- fræðingur ráðstefnuna og ræðir land og sögu, frekari rannsóknir. Tilkynningar um þátttöku í Oddastefnu tilkynnast Þór Jakobs- syni veðurfræðingi. Melhagi - sérhæð Vorum að fá í einkasölu glæsilega 5 herb. 115 fm sér- hæð (1. hæð). Samliggjandi stofur, 3 svefnherb. Nýleg eldhúsinnr. Parket á allri íbúð. Bílskúr. Áhv. 2350 þús- und byggingarsjóðurtil 35 ára. Falleg og vönduð eign. Fasteignamarkaðurinn hf., Óðinsgötu 4, símar 11540 og 21700. Ölduslóð - Hafn. Til sölu tvær hæðir samtals ca 215 fm auk bílskúrs á þessum vinsæla stað. Frábært útsýni. Laus strax. Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni. 51500 <F Árni Grétar Finnsson hrl., Stefán Bj. Gunnlaugss. hdl., Linnetsstíg 3, 2. hæð, Hfj., sfmar 51500 og 51601 911 KA 91 97H LARUS VALDIMARSS0^ FRAMKVÆMDAST10RI L I IJv'tlO/v KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. loggiltur FASTEÍGNASALt Nýjar á söluskrá meðal annarra eigna: í 10 ára fjölbýlishúsi í Vesturbænum 3ja herb. íbúð á 1. hæð um 80 fm. Nýl. parket. Sólsvalir. Þvottahús á hæð. Góð geymsla I kj. Skipti mögul. á 2ja herb. íb. Fyrir smið eða laghentan Timburhús ein hæð í Langholtshverfi um 80 fm. Nokkuð endurbætt innanhúss. Þarfnast viðgerðar. Laust strax. Skammt frá Háskólanum Ný og glæsileg 4ra herb. neðri hæð í tvíbhúsi. Allt sér. Bílskúr. Frág. lóð. Góð lán áhv. Laus fljótl. Langtímalán - frábær greiðslukjör 4ra herb. neðri hæð i þríbhúsi rétt við Domus Medica 92,5 fm auk geymslu og sameignar. Nýlega endurbyggð. Parket. Svalir. Sameign töluvert endurn. Laus fljótl. Neðri hæð - öll eins og ný 6 herb. íbúð I þríbýlishúsi. Forstherb. með sér snyrtingu. Stórt geymslu- og föndurherb. í kj. Góð bílsk. 28 fm. Góð 3ja-4ra herb. íbúð óskast til kaups með bílskúr eða bílskrétti. Skipti mögul. á rúmg. einb- húsi í Vogunum. • • • Góð 2ja herb. fbúð óskast í Kópavogi. ____________________________ Opið á laugardaginn. láUGAvÉgM8 SÍMAR 21150 - 21370 ALMENNA FASTEIGNASAIAN Þau Hjálmar Þór Hjálmarsson 4 ára og systir hans Elísabet Jenný við slysagildruna í nágrenni Foldaskóla. Slysagildra við Foldaskóla Sauma þurfti 13 spor í enni 4 ára drengs Við munum endurbæta þetta, segir aðstoðarborgarverkfræðingur ÍBÚAR í nágrenni Foldaskóla hafa ítrekað kvartað undan slysa- giidru sem er fyrir neðan vinsæla sleðabrekku í grennd skól- ans. Á föstudagskvöld gerðist það svo að fjögurra ára gamall drengur lenti í þessari slysagildru svo sauma þurfti 13 spor í enni hans. Halldóra Svavarsdóttir móðir drengsins segir að íbú- arnir vilji raunhæfar aðgerðir til úrbóta. Að sögn Stefáns Her- mannssonar aðstoðarborgarverkfræðings munu borgaryfirvöld lagfæra þessa slysagildru. Slysagildran fyrir neðan sleða- brekkuna er þannig að steypt vatnsniðurfall er þar í gryfju en hluti þess stendur upp úr jörðinni svo það virki einnig þó hálka sé og frost í jörðu. Drengurinn, Hjálmar Þór Hjálmarsson, fór með 10 ára gamalli systur sinni í sleðabrekkuna síðla á föstudag. Halldóra Svavarsdóttir móðir þeirra segir að sonur hennar hafi síðan lent á fullri ferð á niðurfall- inu með fyrrgreindum afleiðing- um. Eftir óhappið fékk systir hans að hringja úr nærliggjandi húsi í foreldra sína til að segja þeim frá slysinu. Fjölskyldufaðir í því húsi mun eiga son sem slas- aðist illa í brekkunni fyrir tveim- ur árum. Eftir slysið á föstudag hafði lögreglan samband við borgar- yfirvöld sem komu fyrir trébúkk- um fyrir framan niðurfallið. Hall- dór segir að það sé engin lausn því nú renni krakkamir á búkk- ana í stað niðurfallsins. „Við vilj- um að þetta sé lagfært þannig að ömggt sé að krakkarnir fari sér ekki að voða enda er þetta vinsælt leiksvæði hjá þeim,“ seg- ir Halldóra. Stefán Hermannsson að- stoðarborgarverkfræðingur segir að trébúkkarnir hafí verið bráða- birgðalausn meðan unnið sé að varanlegri. „Við munum endur- bæta þetta, annað hvort með því að setja gúmmíhringi á niðurfall- ið eða breyta svæðinu þannig að börnum stafí ekki hætta af því,“ segir Stefán. Félagsmiðstöð og borgarbókasafn í Seljahverfi Hólmasel tekið í notkun ÚTIBÚ frá Borgarbókasafni og Félagsmiðstöð voru nýlega tek- in í notkun að Hólmaseli 4 í Breiðholti. sérstakt barna- og unglingabókasafn. Húsið er nýtt af þessum aðilum Tónskóla Eddu Borg. Húsið er um 550 m2. Heildarkostnaður við félags- miðstöðina og bókasafnið, þ.e. kaupverð, breytingar og búnað- ur er um 55 milljónir króna. Forstöðumaður félagsmiðstöðv- arinnar var ráðinn Ragnheiður Árnardóttir og forstöðumaður bókasafnsins var ráðinn Bjargey Arnórsdóttir. Útibú Borgarbókasafnsins í Hólmaseii er nýjung sem án efa verður mikið notuð af ungu fólki í hverfínu. Fyrirhugað er að milli félagsmiðstöðvarinnar og bóka- safnsins verði samvinna um starf- semi. Bókákostur safnsins mun þannig taka mið af sérstökum þörfum barna og unglinga. Sér- stök áhersla verður lögð á að hafa á boðstólum tímarit og bækur sem snerta áhugasvið unglinga s.s. varðandi tónlist, íþróttir, vélhjól, o.fl. Dagskrá félagsmiðstöðvarinnar verður sniðin fyrir alla aldurshópa. Tvö kvöld í viku verður opið hús fyrir 8.-10. bekk og munu ungl- ingarnir sjálfír hafa mótandi áhrif á dagskrána. Eitt kvöld í viku er ætlað aldurshópnum 16—18 ára. Á fimmtudagskvöldum verða svo- kölluð ljölskyldukvöld, þar sem foreldrum og börnum þeirra verð- ur boðið upp á stutt tómstunda- námskeið. Gönguhópur undir stjórn íþróttakennara mun nýta göngustíga hverfísins og næsta nágrennis á laugardagsmorgnum. Olduselsskóli mun í samvinnu við Hólmasel starfrækja svokallað- an heilsdagsskóla. Hér er um til- raunaverkefni að ræða, þar sem foreldrum barna á aldrinum 6-9 ára gefst kostur á samfelldri þjón- ustu tengdri hverfísskólanum. Lögð verður áhersla á hreyfileiki, útivist, aðstoð við heimanám, margskonar skapandi viðfangsefni og tómstundatilboð. Markús Örn Antonsson, borgarstjóri ásamt borgarbókaverði Þórdísi Þorvaldsdóttur, Bjargeyju Arnórsdóttur og Sólborgu Pétursdóttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.