Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1992 Jólabóka- fréttir SETBERG Þýðingar eftir tvö Nóbelsskáld Setberg gefur út 19 þýddar bama- og unglingabækur og 5 titla fyrir fullorðna. Setrið eftir Isaac Bashevis Singer er tíunda bókin sem Setberg gefur út eftir bandaríska Nóbelsskáldið í þýðingu Hjartar Pálssonar. Úlfur Hjörvar þýðir bók eftir egypska Nóbelsskáldið Nagib Mahfuz, sem ber heitið Þjófur og hundar. Af léttara taginu er skáldsagan Einlæg ást eftir Danielle Steel í þýðingu Skúla Jenssonar. Þorsteinn E. Jónsson, flugmaður skrifar endur- minningar sínar í bókinni Dans- að í háloftunum. Og Sigurbjöm Einarsson tekur saman erlendar og íslenskar tilvitnanir til íhug- unar og dægradvalar í bókinni Vel mælt. SKJALDBORG Um áttatíu bókatitlar Skjaldborg gefur út um 80 bækur á árinu. Yfir 90% af þeim koma út nú fyrir jól og áramót. Af þeim em 32 bamabækur, 25 þýddar, 7 íslenskar. Töluvert er um bækur sem geyma íslenskan fróðleik og endurminningabækur. Bókin, Kóralforspil hafsins eftir dr. Öm Ólafsson, tekur tit- il sinn úr Dymbilvöku Hannesar Sigfússonar til að sýna viðfangs- efnið, módernisma í íslenskum bókmenntum á þessari öld. Svip- myndir úr réttarsögu eftir Pál Sigurðsson, prófessor, geymir níu ritgerðir um margvísleg rétt- arsöguleg efni. Skriðuföll og snjóflóð I-III kom fyrst út 1957, en gamla útgáfan hefur verið endurskoðuð og bætt hefur verið við frásögnum fram til 1990, svo að útgáfan er í þremur bindum. Höfundar eru Ólafur Jónsson og Jóhannes Sigvaldason. Bragi Siguijónsson ritar um forystumenn í síldarútvegi á Norðurlandi eystra í bókinni, Þeir létu deigan ekki síga. Öm Helgason upplýsir feimnismál í Islandssögunni á þessari öld í bók sinni, Kóng viljum við hafa. Dulrænn veruleiki geymir frá- sagnir af dulrænni reynslu nokk- urra íslendinga, höfundur er Einar Ingvi Magnússon. Sjötta og lokabindi af Vestur-íslensk- um æviskrám er framlag til ís- lenskrar ættfræði. Og tvær bæk- ur um hestamenn: Hestar og menn ’92 sem greinir meðal annars frá mótum og hrossarækt á Vesturlandi, höfundar Guð- mundur Jónsson og Þorgeir Guð- laugsson; í fararbroddi birtir við- töl við 10 þekkta hestamenn sem Hjalti Jón Sveinsson skráir. ís- lensk knattspyma ’92 er tólfta bókin í bókaflokknum íslensk knattspyma. Höfundur er Víðir Sigurðsson. Undir íslenskar ævisögur falla: Horft til lands, þar sem Þorsteinn Stefánsson segir frá bemskuárum sínum á Loðmund- arfirði eystra. Þorsteinn er bú- settur í Danmörku og hefur skrifað mikið á erlendum málum. Ömólfur Ámason skrifar um Skúla Halldórsson, tónskáld í Lífsins dóminó. Guðný Þ. Magn- úsdóttir skrifar, Þórunn Maggý, miðilsstörf og vitnisburður, um þroskasögu miðils. Eyrnatog og steinbítstak, um Guðbrand Hlíð- ar í skráningu Ásgeirs Guð- mundssonar, er fyrsta ævisaga íslensks dýralæknis. Betri helm- ingurinn er fjórða bók í flokk um konur sem giftar eru þekkt- um einstaklingum. Einnig má nefna bókina, Fimm landa flakk, eftir tæplega níræðan mann, Kjartan Ólafsson, sem flakkað hefur hvað víðast af núlifandi íslendingum. Saga um Rebba fjallaref komin út REBBI fjallarefur heitir barnabók eftir Helga Kristjánsson með myndskreyting- um Róberts Schmidts. Refaskytta gefur dreng tvo yrðlinga. Annar drepst í slysi en hinn fer til fjalls. í sög- unni er honum fýlgt eftir í huganum fyrsta árið. Helgi Kristjánsson er fiskverkandi í Ólafsvík og fréttaritari Morgun- blaðsins á staðnum og Róbert er fréttaritari blaðsins á Bíldudal. Rebbi Qallarefur er fyrsta bók Helga. „Oft hafa verið gerðar til- raunir með að spekja yrðlinga, meðal annars hér í nágrenninu. Það hefur gengið misjafn hef stundum hugsað um það hvemig dýrun- um gangi að hasla sér völl úti í náttúrunni. Þau hafa aðeins eðlisávísun sína til að fylgja en enga reynslu úr náttúrunni," sagði Helgi um tildrög þess að hann skrifaði söguna. „Það ýtti á eft- ir að í starfí mínu sem fréttaritari hef ég orðið var við að margir þrá nánari samskipti við náttúruna en þeir eiga kost á og eru þakklátir fyrir fréttir þar sem sagt er frá því sem fyr- ir augu ber úti á víða- vangi," sagði Helgi. Hann sagðist hafa haft mikla þörf fyrir að segja söguna. Efnið hafí verið að brjótast í sér í 2-3 ár. Sagði Helgi að þegar hann réðist í að skrifa bókina hafi hann reynt að viða að sér sem bestu efni um lifnaðarhætti refsins og farið þá meðal annars í smiðju til Páls Her- steinssonar veiðistjóra. Útgefandi er Skjald- borg. Bókin er 180 blaðsíður og skiptist í 29 kafla og er heilsíðuteikning með hverjum. Bókin er prentuð hjá G. Ben., prentstofu hf. og kostar 1.790 krónur. Morgunblaðið/Kristinn Helgi Kristjánsson Róbert Schmidt Röskva með menningarkvöld í Rósenbergkjallara Andlegar efnahagsráð- stafanir gegn sálarkreppu Menningarhópur Röskvu í Háskóla íslands heldur menningarkvöld í Rósenbergkjallara við Austurstræti miðvikudagskvöldið 25. nóvem- ber. Þar koma fram nokkur skáld og rithöfundar og Iesa upp úr nýjum verkum sínum. Gestir kvöldsins eru: Vigdís Grímsdóttir, Einar Kárason, Guð- bergur - Bergsson, Kristín Ómars- dóttir og Sindri Freysson. Og Frið- rik Rafnsson les úr þýðingu sinni á nýjustu skáldsögu Milans Kundera. Húsið verður opnað kl. 21. Dag- skrá hefst kl. 21.30. Milli atriða verður leikin tónlist. Aðgangur er öllum heimill meðan húsrúm leyfir. (Fréttatilkynning:) Steinþór Jóhannsson og Daði Guðbjörnsson. Mynd og ljóð List og hönnun Bragi Ásgeirsson í listasalnum Nýhöfn er boðið upp á dálítið nýstárlega kynningu þessa dagana, sem er samvinnu- verkefni þeirra Daða Guðbjöms- sonar og Steinþórs Jóhannsson- ar. Er hér um að ræða bók með 26 ljóðum Steinþórs og 8 mál- mætingum Daða og ber heitið „Eigum við“. Fer kynningin fram í litla salnum inn af aðalsalnum og auk þess er þar fjöldi annarra málmætinga Daða á veggjunum, sem hann iðulega handmálar með vatnslitum, en í nokkmm tilvik- um hefur hann stuðst við tvær plötur í þrykkingu myndanna. í aðalsalnum er sem kunnugt er sýning á verkum Guðmundu Andrésdóttur í tilefni sjötugsaf- mæli hennar, sem nú er að ljúka. Að mínu viti er það snjöll hug- mynd, að vekja á þennan hátt athygli á listrænni myndlýsingu bókar, en slík smvinna er alltof fátíð hér á landi, en möguleikam- ir em hér miklir og verkefna- lausu listamennirnir margir. Ytra er þetta mjög algengt, og til er mikið af eftirminnilegum fram- kvæmdum á þessu sviði, sem hafa jafnvel ratað inn á listasöfn, eins og ég hef margoft vísað til áður. Bók þeirra félaga er ekki stór í broti, en þægileg í hendi og myndir Daða njóta sín vel á síð- unum. Væri bókin mun fátækari nyti hinna léttu og lífrænu mynda ekki við og vona ég að það opni augu útgefanda. Loks vil ég vísa til þess, að það er ekki óalgengt að slík sam- vinnuverkefni séu kynnt í listhús- um erlendis og í sumum þeirra eru raunar jafnan til sölu bækur sem hafa verið myndlýstar af þekktum listamönnum. En kynn- ingamar þyrftu að vera svo til samtímis sýningunum og standa a.m.k. jafn lengi. Setning, umbrot, fílmuvinna og prentun hefur ísafoldarprent- smiðja annast og hún stendur einnig fyrir útgáfunni. Á baksíðu er ljósmynd af þeim félögum og er það verk Brynjólfs Jónssonar. Þótti mér ástæða til að vekja athygli áframkvæmdinni, sem stendur einungis til miðvikudags 25. þ.m. Hátíðartónleikar í Háskólabíói Tónlistarverðlaun Ríkisút- varpsins veitt í fyrsta sinn Bryndís Halla Gylfadóttir Jón Nordal, tónskáld og sellóleikari. fyrrverandi skólastjóri. Á hátíðartónleikum Sinfó- níuhljómsveitar Islands í Háskólabíói fimmtudag- inn 26. nóvember verða veitt Tónlistarverðlaun Ríkisútvarpsins ’92, Tón- vakaverðlaunin, sem eru nú veitt í fyrsta sinn. Þau eru veitt í tvennu lagi. Bryndís Halla Gylfadóttir, sellóleikari og fyrsti selló- leikari _ Sinfóníuhljóm- sveitar íslands, vann keppnina um Tónvakann og dómnefnd valdi Jón Nordal, tónskáld og fyrr- verandi skólastjóra, heið- ursfjárhafa Tónvakans. Heimir Steinsson útvarpssljóri afhendir verðlaunin, sem eru hvor um sig 250 þúsund krónur, auk hljóðrit- unarsamnings við Ríkisútvarpið. Tónleikunum verður ekki útvarp- að heldur verða þeir hljóðritaðir og sendir út í hátíðardagskrá Út- varpsins á jólum. A efnisskrá eru þessi verk: Jón Nordal, Leiðsla (1972); Antonín Dvorák, Konsert í h-moll op. 104 fyrir selló og hljómsveit. Einleikari: Bryndís Halla Gylfadóttir. Eftir hlé: Jón Nordal, Choralis (1983). Stjóm- andi á tónleikunum verður þýski hljómsveitarstjórinn Thomas Baldn- er. Kynnir er Tómas Tómasson, sem hefur annast framkvæmd keppninn- ar. Bryndís Halla Gylfadóttir var sig- urvegari í keppni meðal flytjenda sem fram fór í sumar. - Hvað vill hún segja um verð- launaveitinguna? „Verðlaunin gefa mér aukin tæki- færi til að spila einleik, sem er mjög gott. Og maður vinnur svo mikið sjálfstætt, æfír sig úti í homi, - góð tilfinning að vita að einhver tekur eftir því.“ Bryndís Halla hefur verið fyrsti sellóleikari í Sinfóníuhljómsveit ís- lands í tvo ár. Tók við stöðunni ’89, þá nýkomin úr framhaldsnámi, sem hún stundaði aðallega við „New England Conservatory of Music“ í Boston. Hún segir það hafa verið mjög gott fyrir sig, að hún hafí ver- ið tilbúin til að takast á við krefj- andi vinnu. Um keppnina í sumar segir Bryn- dís Halla: „Þetta var mest einleikur með píanói. Keppnin var í þremur umferð- um, dreift yfír maí, júlí, ágiist. Stutt- ur tími sem hver og einn fékk, sem var nokkuð erfítt, þar sem það tekur mann ákveðinn tíma að komast í gang.“ - Komu úrslitin á óvart? „Að vissu leyti, að vissu leyti ekki. Fáir vom í úrslitum og mað- ur hlýtur að verða að trúa eitthvað á sjálfan sig. Verðlaunin gera mér kleift að gefa út geisladisk, sem ég er að undirbúa núna og kemur trúlega út í vor. Á honum verða aðallega ís- lensk tónverk og að mestu einleikur," segir Bryndís Halla. Jón Nordal var valinn af dómnefnd vegna áralangra og merkra starfa í þágu ís- lenskrar tónlistar, sem tón- listarmaður sem þykir eiga sérstakan heiður skilinn. Um verðlaunaveitinguna segir Jón, að hún komi á góðum tíma fyrir sig, þar sem hann sé nýbúinn að segja lausu starfi sínu, en Jón hefur verið skólastjóri við Tónlistarskólann í Reykjavík síðan 1959. „Svona hlutir koma alltaf á óvart,“ segir Jón. „En mér þykir vænt um verðlaunin. Þau em örvandi fyrir mig núna, þegar ég er að skipta um svið. Ég á eftir að ná áttum eftir að vera svona fijáls. Allt önnur til- fínning að hafa ekki heila stofnun á herðunum." Jón segist hafa ýmislegt í huga til að vinna að, en vill ekki tjá sig nánar. Núna er hann að byrja á kirkjulegu verki, sem frumflutt verð- ur á Skálholtstónleikum í sumar. Tónlistardeild Ríkisútvarpsins og Sinfóníuhljómsveit íslands hvetja alla tónlistamnnendur til að sækja hátíðartónleikana sem og fylgjast með þegar Tónvakaverðlaun Ríkisút- varpsins verða veitt fyrsta sinni. Gísli Pálsson mannfræðingur. Félag íslenskra fræða Mannfræði og fomsögur Félag íslenskra fræða boðar til fundar í kvöld, miðvikudagskvöld- ið 25. nóvember, kl. 20.30. Þar mun Gísli Pálsson mannfræðingur flytja erindi sem hann nefnir „Af fornmönnum og villimönnum: Mannfræði og framandleiki í ís- lendingasögum". Þar verður meðal annars spurt að hve miklu leyti íslenskar fomsögur og þjóðveldið Iýsi framandi veröld og hvað megi læra af því að bera saman íslenska þjóðveldið og önnur „fmmstæð" samfélög, eins og segir í fréttatilkynningu. Gísli mun einnig kynna nýja bók, „From Sagas to Society; Comparative Approaches til Early Iceland", sem er nýkomin út undir hans ritstjóm hjá Hisarlik Press á Englandi. í bókinni em sautj- án greinar um íslenskar fornsögur eftir ýmsa þekkta mannfræðinga, bókmenntafræðinga og sagnfræð- inga. Að lokinni dagskrá gefst mönnum kostur á léttum veitingum. Fundur- inn er öllum opinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.