Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1992 Fj ár hagsáætlun bæjarsjóðs o g stofnana Ríki spillir skipulegn starfi sveitarfélaga - segir Halldór Jónsson bæjarstjóri „Þessi fjárhagsáætlun er lögð fram við nokkuð sérstakar aðstæður. I gær tilkynnti ríkisstjórnin ráðstafanir í efnahagsmálum sem óhjá- kvæmilega munu hafa áhrif á tekjur og gjöld einstaklinga, fyrir- tækja og bæjarfélaga. Gengið hefur verið fellt og afnám aðstöðu- ■ gjalds skal nú gerast í einum vettvangi. Það eru auðvitað ekki ásætt- anleg vinnubrögð að breytingar á jafnviðamiklum tekjustofni sveitar- félaga sem aðstöðugjaldið er, skuli gerast með þessum hætti. Slikar breytingar þurfa lengri aðdraganda og aðlögunar við,“ sagði Hall- dór Jónsson bæjarsljóri á Akureyri við fyrri umræðu um fjárhagsá- ætlun bæjarsjóðs og stofnana á fundi bæjarstjórnar í gær. Hann sagði að tryggja ætti sveitarfélögunum að meðaltali 80% af álögðum aðstöðugjöldum og augljóst væri að sú breyting myndi hafa í för með sér ein- hveija mismunun milli sveitarfé- laga. „Það er illt tii þess að horfa, að viðleitni sveitarfélaga til skipu- legra vinnubragða varðandi áætla- jiagerð og fjármál, skuli rifín niður af ríkisvaldinu fyrirvaralítið á sama tíma og undirbúningur og frágangur fjárhagsáætlunar stendur sem hæst,“ sagði Halldór. í lok ræðu sinnar sagði Halldór sveitarfélögin hefðu staðið frammi fyrir sömu óvissu í upphafi þessa árs vegna ríkisvaldsins. „Við hljót- um að spyija, er það árvisst að þurfa að vinna við gerð fjárhags- áætlunar fyrir sveitarfélög með óvissuþætti hangandi yfir sér, vegna aðgerða af hálfu ríkisvalds- ins. Mér finnst mál að þessu linni og nánara samráð og samstarf sé haft milli ríkis og sveitarfélaga um ráðstafanir í ríkisfjármálum og skattamála. Bæði stjómsýslu- stigin era mikilvæg og því væn- legra til árangurs, að náið sam- starf sé haft um aðgerðir til lausn- ar á vandamálum á hveiju tíma. Ég vænti þess að slíkt samstarf megi betur ganga í framtíðinni, en verið hefur á undanfömum misseram,“ sagði Halldór Jónsson. Morgunblaðið/Rúnar Þór Beint flug með tveimur millilendingum Farþegar í beinu flugi milli Akureyrar og Edinborg- ar millilentu óvænt á tveimur stöðum áður en þeir komust heilu á höldnu heim en mydin var tekin við það tækifæri. Flugvél með farþegana sem voru um 150 talsins gat ekki lent á Akureyrarflugvelli á sunnudagskvöld, en varð að snúa til Keflavíkurflug- vallar vegna slæmra veðurskilyrða. Eftir nokkra bið í flugstöðinni þar varð ljóst að ekki myndi rofa til og þá var ekið með farþega til Reykjavíkur þar sem gist var á Hótel Loftleiðum. Á mánudagsmorgun voru allar flugvélar fullbókaðar norður vegna ASÍ þings sem hófst þann dag og útlit með flug ekki sem best síðdegis. Edinborgarförum var því smalað í rútu og ekið af stað áleiðis norður, en þar sem veðrið versnaði stöðugt varð hópurinn að stoppa á Blönduósi og láta fyrirberast þar um nóttina. Gisti- rými var fyrir hluta farþeganna, en aðrir sváfu á stólum í göngum, en Guðlaug Ringsted hjá Úrvali- Útsýn sagði að Blönduósingar hefðu gert allt sem unnt var til að láta mönnum líða sem best. Veðrið setti því heldur betur strik í reikning farþeganna, ferð sem taka átti þijá daga varð að fimm daga ferð. A K 0 R E Y R 1 Jólamerki Kvenfélagsins Framtíðarinnar á Akureyri. Framtíðin Jólamerkí komið út Kvenfélagið Framtíðin á Akureyri hefur gefið út hið árlega jólamerki sitt. Merkið gerði myndlistarkonan Halla Haraldsdóttir og er það til sölu á Pósthúsinu á Akureyri, Frí- merkjahúsinu og Frímerkja- stöðinni í Reykjavík. Auk þess sjá félagskonur um sölu á Ak- ureyri. Hagnaður af sölu fer til stuðngins aldraðra. Heilbrigðismálaráð Norðurlands eystra um Kristnesspítala Þjónusta verði ekki skert nyrðra en svo aukin syðra Heilbrigðismálaráð Norðurlands eystra getur undir engum kringum- stæðum sætt sig við að sú endurhæfingarþjónusta sem byggð hefur verið upp á Kristnesi verði skorin niður og bendir ráðið á þær líklegu afleiðingar af slíku, að þjónusta af þessu tagi verði aukin á Reyjavíkur- svæðinu. Þá telur ráðið einnig óviðunandi ef hjúkrunarsjúklingum af Eyjafjarðarsvæðinu verði skákað til annarra landshluta og kostnaður greiddur fyrir sjúklingana þar, en fáist ekki greiddur til stofnana í Eyjafirði. Þetta kemur fram í greinargerð Heilbrigðismálaráðs Norðurlands eystra sem lögð var fram eftir fund ráðsins fyrir skömmu þar sem fjallað var um málefni Kristnesspítala. Til- gangur fundarins var annars vegar að fá upplýsingar um starf nefndar þeirrar sem vinnur að tillögugerð um framtíð Kristnesspítala og hins vegar að reyna að meta hugsanlegar afleið- ingar þess fyrir heilbrigðisþjón- ustuna á svæðinu ef verulegur sam- dráttur yrði í starfsemi spítalans. Verkefni nefndarinnar, sem heil- brigðisráðherra skipaði, er að athuga möguleika á að leggja starfsemi spít- alans niður og vista sjúklinga á öðr- um stofnunum norðanlands eða leita annarra leiða til að rekstur spítalans verði innan þess ramma sem fjár- lagafrumvarp ársins 1993 gerir ráð fyrir, þ.e. að rekstrarkostnaður lækki um 40 til 45 milljónir króna milli ára. Fram kemur í greinargerðinni að ástand í öldrunarmálum á Akureyri og nágrenni sé fjarri því að vera nógu gott og að fyrirliggjandi sé bið- listi eftir hjúkrunarrýmum. Á meðan Neytendafélag Akureyrar og nágrennis Mestur munur á verði snittu- brauða á milli bakaría eða 49% í VERÐKÖNNUN sem Neytendafélag Akureyrar og nágrennis gerði í þremur bakaríum á Akureyri dagana 18. og 19. nóvember síðastlið- inn varð niðurstaðan sú að í flestum tilfellum var brauð ódýrast hjá Kristjánsbakaríi. Mestur verðmunur var á snittubrauðum, eða 49%. Meðalverð á fjórum tegundum af grófu brauði var 264 krónur kíló- ið hjá Einarsbakaríi, þar sem það var ódýrast, 270 krónur í Kristjáns- bakaríi og 274 krónur hjá Brauð- gerð KEA, en minnstur verðmunur var á grófum brauðum í þessari verðkönnun, eða 4%. Á pylsubauðum er 42% verðmun- ur milli brauðgerðanna, þau eru ódýrust hjá Kristjánsbakaríi 468 krónur kílóið, 500 krónur í Einars- bakaríi og 667 krónur kosta þau hjá Brauðgerð KEA. Birkirúnn- stykki eru ódýrast hjá Brauðgerð KEA, en dýrust hjá Einarsbakaríi, en verðmunur á þessari tegund rúnnstykkja milli bakaría er 28%. Snúðar era ódýrastir hjá Brauð- gerð KEA þar sem kílóið kostar 304 krónur, en dýrastir era þeir í Ein- arsbakaríi, 378 krónur kílóið og er verðmunurinn 24%. Þá er 38% verð- munur á vínartertu milli brauðgerða á Akureyri, en miðað við eitt kíló kostar hún 453 krónur í Kristjáns- bakaríi og 627 krónur í Einarsbak- aríi. Ekki var í verðkönnun Neytenda- félags Akureyrar og nágrennis tek- ið tillit til hugsanlegs mismunar á gæðum hráefnisins, en gert ráð fyrir að að brauð með sama nafni eða svipuðu séu sambærileg. aldraðir hjúkrunarsjúklingar liggi í rúmum á bráðadeild FSA þoli svæðið engan veginn fækkun sjúkrarúma. „Það er áhyggjuefni, hvaða afleiðing- ar það hefði fyrir lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahússins ef hjúkrun- arrýmun fækkaði á svæðinu," segir í greinargerðinni. Nú eru 23 rúm á lyflækningadeild, sem er bráðadeild fyrir allt Norðurland og hluta Aust- fjarða. Að meðaltali voru ekki laus nema 3 rúm á deildinni og er sá við- búnaður mjög lítill miðað við það svæði sem deildinni er ætlað að þjóna. „Ljóst er að í nálægum byggðum við Akureyri, þ.e. á Eyjafjarðarsvæð- inu og Húsavík, er ekki laust hjúkr- unarrými sem nýta mætti fyrir þá sjúklinga sem nú dvelja á Kristnes- spítala. Það liggur því Ijóst fyrir að verði fjármagni ekki veitt til reksturs hjúkrunarrýma á Kristnesi þarf að flytja sjúklingana til vistunar í öðrum landshlutum. Heilbrigðismálaráð mælir eindregið gegn því að aldraðir hjúkrunarsjúklingar á Eyjafjarðar- svæðinu verði fluttir til vistunar í öðrum landshlutum með þeim afleið- ingum að þjónustan á Eyjafjarðar- svæðinu skerðist verulega og rekstr- arkostnaður færist til en minnki ekki,“ segir í greinargerðinni. Um endurhæfingardeild spítalans segir í greinargerðinni, að með starf- semi hennar hafi tekist að stytta legutíma sjúklinga talsvert og þá væri nú unnt að veita fullnaðarmeð- ferð eftir aðgerðir, en bæklunardeild- ir sem reknar væru án tengsla við endurhæfingardeild útskrifuðu sjúkl- inga án þess að þeir fengju slíka meðferð. „Á Kristnesi er nú þegar fyrir hendi húsnæði og önnur aðstaða til hjúkrunar og endurhæfingar og virð- ist sýnt að með betri nýtingu og þeirra aðstöðu megi komast hjá frek- ari ijárfestingum og auknum rekstr- arkostnaði,“ segir í greinargerðinni og einnig að ráðið telji eðiliegt að leita hagræðingar í rekstri, en bend- ir á að afleiðingar lokunar Krist- nesspítala yrðu mjög alvarlegar. „Niðurstaða Heilbrigðismálaráðs er sú, að það er enginn vafi á að þörf er fyrir þá endurhæfingarstarfsemi sem nú er rekin á Norðurlandi og raunar er þörf fyrir mun öflugra starf á því sviði. Full þörf er einnig á öllum þeim hjúkrunarrúmum sem nú eru rekin á Kristnesi og því hvetur ráðið til að allar þær breytingar sem verða á starfsemi Kristnesspítala miði að því að viðhalda þeirri þjónustu sem nú er veitt á sviði endurhæfingar og öldrunarmála," eru lokaorð greinar- gerðarinnar. -----♦ ♦ ♦----- Mývatnssveit Olían þoldi ekki frostið HÉR í Mývatnssveit var stillt og bjart veður um síðustu helgi. A föstudagsmorgun var frostið 17 til 18 stig. Margir bifreiðaeigend- ur með díselvélar áttu þá í miklum erfiðleikum með bíla sína. Kennt var um að olían þyldi ekki nema 12 til 13 gráðu frost. Nú er talið að búið sér að bæta úr þessu og komin olía sem á að þola á milli 20 og 30 stiga frost. Á laugardags- morgun var frostið í Mývatnssveit 20 stig go trúlega hvergi hærra í byggð hér á landi. í dag, mánudag, er komið hér norðaustan ofsaveður með snjókomu og skafrenningi svo vart sést út úr augum, en næstum frostlaust. Hætt er við að þeir sem eru úti á vegum verði fyrir einhveij- um töfum. Kristján

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.