Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1992 31 Kennarasamband Islands Hvergi verði gengið á kjör almenns launafólks EFTIRFARANDI ályktun var sammþykkt samhljóða á fundi fulltrúaráðs Kennarasambands íslands 21. nóvember 1992: „í ljósi þeirra umræðna sem að undanfömu hafa farið fram um stöðu efnahags- og atvinnumála vill fulltrúaráð Kennarasambands íslands að fram komi að samband- ið mun ekki undir' nokkrum kring- umstæðum taka þátt í viðræðum um lausn vandans ef hún á að byggjast á því að auka skattlagn- ingu á launafólk með miðlungs- eða lágar tekjur; — auka kvaðir á sjúka og aldraða eða gera aðrar þær breytingar sem stefna velferð- arkerfmu í voða eða verða til nið- urskurðar á fjármagni til skóla- starfs; — skerða rétt opinberra starfsmanna s.s. til lífeyris, fæð- ingarorlofs o.fl., eða greiðslur í sjóði stéttarfélaga, enda er slíkt dulbúin leið til að auka skattlagn- ingu á launatekjur hins almenna félagsmanns. Þetta á við hvort sem markmið- ið er að létta á skattlagningu fyrir- tækja, auka tekjur ríkis og/eða sveitarfélaga eða hvort tveggja. Kennarasamband íslands krefst þess að við lausn efnahagsvanda þjóðarinnar verði þess gætt að hvergi verði gengið á kjör og rétt- indi almenns launafólks. Kennara- sambandið er tilbúið til viðræðna við stjórnvöld og/eða aðra um leið- ir til lausnar efnahagsvandanum, enda feli þær í sér eftirfarandi atriði; — fjármagnstekjur verði skattlagðar, — tekinn verði upp hátekjuskattur; — skattar af eignatekjum verði hækkaðir; — vextir verði lækkaðir; — skattaeft- irlit verði hert; — nýrra tekna verði aflað með skattlagningu fyrir- tækja verði aðstöðugjald lagt nið- ur; — staðið verði við öll ákvæði grunnskólalaga frá 1991.“ -----♦ ♦ ♦ Hrefnuveiðimenn Vilja hefja hrefnuveiðar MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá hrefnu- veiðimönnum: Aðalfundur hrefnuveiðimanna, haldinn föstudaginn 20. nóvember 1992 í húsi Fiskifélags íslands, ályktar að skora á stjómvöld að he§a hrefnuveiðar strax næsta sumar, þar sem öll bið gerir erfíð- ara fyrir að hefja veiðar, og þar sem óhjákvæmilegt sé að hefja veiðar fyrr en seinna vegna lífkeðj- unnar í sjónum og þeirrar skekkju sem er að myndast vegna vannýt- ingar á ákveðnum hlekkjum í keðj- unni og þar sem veiðar á þorski hafa dregist saman eins og raun ber vitni, teljum við óhjákvæmilegt að he§a veiðar eigi síðar en strax. ÁRNAÐ HEILLA HJÓNABAND. Gefín voru saman hinn 22. ágúst sl. Þórdís Einarsdótt- ir og Gísli Már Vilhjálmsson af sr. Baldri Kristjánssyni í Bjamanes- kirkju. Þau eru til heimilis á Hafnar- braut 16, Höfn, Hornafirði. Ljósmyndastofan Svipmyndir HJÓNABAND. Gefín vora saman hinn 10. október sl. Gerður Helga Helgadóttir og Sævar Jónsson af sr. Hjalta Guðmundssyni í Dóm- kirkjunni. Þau era til heimilis á Holtsgötu 17. Ljósmyndastofan Jóhannes Long. HJÓNABAND. Gefin voru saman hinn 81. október Þorgerður Guðrún Sveinsdóttir og Guðmundur Finn- bogason af sr. Árna Bergi Sigur- björnssyni í Áskirkju. Þau era til heimilis í Næfurási 17, Rvík. Ljósmyndastofan Svipmyndir HJÓNABAND. Gefin voru saman hinn 19. september sl. Björk Berg- lind Svendsen og Guðmundur Sverrisson af sr. Birgir Ásgeirssyni í Lágafellskirkju. Þau era til heimil- is í Furubyggð 28, Mosfellsbæ. íll 1% m, ‘ W , '' \ " - ■ - S- ÍWí LJósmynd/Björg Sveinsdöttir Bubbi, Eyþór Gunnarsson, Gunnlaugur Briem, Tryggvi Hubner og Kúbveijamir Juna de Marcos Gonzáles Cárdenas, Carlos Gonzáles, Carlos Pisseaux, Alejandro Suarez, Jesús Alemany, Carlos Romero Torres, José Antonio Rodriguez, Alberto Valdes og Eduardo Himely. Bubbi og hrynvélin Tónlist Arni Matthíasson Bubbi Morthens hefur haldið vin- sældum sínum má segja því hann kom fyrst fram í upphafí níunda áratugarins með því að vera sífellt að þróa tónmál sitt og endumýja. Enn er hann að bæta við sig og taka skref framávið eins og heyra mátti á nýtútkominni plötu hans, Von. Á Von nýtur Bubbi aðstoðar kúbverskra tónlistarmanna, en platan er að mestu tekin upp á Kúbu. Fyrir stuttu fékk hann svo kúbversku hljómsveitina Sierra Maestre, sem mjög kemur við sögu á plötunni, hingað til lands til tón- leikahalds. Það var gríðarlegt fyrir- tæki að fá hingað níu manna hljóm- sveit og fara um landið, en alls voru þrettán manns á sviðinu þegar hæst lét. Fyrir einhverjar sakir var aðsókn úti á landi minni en og vonast var eftir, en þeir sem mættu fengu mikið fyrir sinn snúð, eins og sannaðist á lokatónleikum Bubba og Sierra Maestre í Hótel íslandi sl. sunnudag. Tónleikar Bubba og Sierra Maes- tre hófust jafnan á því að hann lék einn í hálftíma eða svo og þá gjam- an lög í þyngri kantinum. Fyrstu tónleikana var þessi hluti dagskrár- innar nánast þrúgandi svo keyrði um þverbak og ekki bætti úr skák að Bubbi var áberandi taugaóstyrk- ur og óöraggur. Á lokatónleikunum var hann hinsvegar búinn að finna gullinsniðið á dagskrána og fór á kostum. Stemmning í Hótel íslandi var líka með besta móti í stuttu hléi áður en Kúbveijamir kæmu á svið með Bubba. Gestir gátu þó ekki vitað á hveiju þeir ættu von og þegar Bubbi og Sierra Maestre hófu seinni hluta tónleikanna á lag- inu um Guðmund Ingólfsson, Þínir löngu grönnu fíngur, mátti sjá hvað gestir tókust á loft í sætum sínum. Hljómsveitin kúbverska er og gríð- arlega góð, sannkölluð hrynvél, sem framkallaði rytmasósu og kiydduð var vestrænum poppáhrif- um, með laglínur Bubba sem skraut. Greinilegt var að Bubbi kunni hið besta við sig að vera með Kúbveijunum á sviði og að samband hans við þá var orðið mjög gott. Með Bubba voru líka Gunnlaugur Briem, sem sýndi af- burða takta í slagverkinu, Tryggvi Hubner, sem er löngu orðinn ein besti gítarleikari landsins, og Eyþór Gunnarsson, sem átti snilldartakta á hljómbvorð og harmonikku. Það var svo enn krydd í rytmasósuna þegar Ellen Kristjánsdóttir lyfti viðlaginu í Kossar án vara. Á tónleikadagskránni vora ein- göngu lög af Von, sem vonlegt er, þar sem varla hefur gefist tími til að æfa upp með sveitinni ný lög. Sum laganna voru í nokkuð breyttri útsetningu, eins og til að mynda Of hrædd, sem var enn einfaldara en á plötunni, nánast acappella. Flest laganna gengu frábærlega upp, eins og Borgarbam, Jakkal- akkar og Þingmannagælan og Myrkur sól og sandur, sem var mun skemmtilegra en á plötunni, meðal annars fyrir meiri kúbversk áhrif. Sierra Maestre var iðulega senu- þjófur á þessum tónleikum, sem Bubbi virtist kunna vel að meta. Gaman var að fá að heyra hljóm- sveitina eina á sviði, þegar hún tók rúmbalag á meðan Islendingamir hvíldust. Tónleikar Bubba Morthens og Sierra Maestre vora frábær skemmtun og eftirminnileg og víst að á meðan Bubbi heldur áfram að endumýja tónmál sitt á þennan hátt, verður honum ekki skotaskuld úr því að halda velli annan áratug til hið minnsta. _______________Brids_____________________ Umsjón ArnórG. Ragnarsson Landstvímenningurinn og Philip Morris-Evrópu- tvímenningurinn Philip Morris lands- og Evróputvi- menningurinn var spilaður föstudags- kvöldið 20. nóvember. Alls var spilað á 18 stöðum á íslandi og tóku þátt 512 spilarar. Það er nokkur fækkun frá fyrra ári en eflaust má rekja það til þess að vfða var verið að spila svseðamót um helgina. Sigurvegarar í landstvímenningn- um í A/V urðu: GuttoraiurKristmannss.-SiguijónStefánss. 65,29% Bridsfélagi Fjjótsdalshéraðs Vilhjálmur Siguiðsson - Þráinn Sigurðsson 65,04% Bridsfélagi Reylgavíkur og Akraness Jón H. Guðmundss. - Unnar Jósepsson 61,25% Bridsfélagi Seyðisíjarðar Guðni B. Hallgrímss.—Gísli ólafsson 59,76% Bridsfélagi Grundarfjarðar ÓlafurJónsson-SteinarJónsson 59,41% Sigurvegarar í N/S: Rúnar Vöggsson - Guðmundur Valgeirss. 65,89% Bridsfélagi Vestmannaeyja Steingr. G. Péturss. og Hjámtýr Baldurss. 65,78% Bridsfélagi Reykjavíkur J akob Kristinsson - Pétur Guðjónsson 65,68% Bridsfélagi Akureyrar HörðurSteinbergsson-ÖmEinarsson 64,36% Bridsfélagi Akureyrar AmarG.Hinrikss.-EinarV.Kristjánss. 63,03% Bridsfélagi ísa^arðar Þetta eru úrslitin reiknuð út meðal allra þátttakenda á íslandi en eftir nokkrar vikur fáum við úrslit yfir alla Evrópu og það verður gaman að sjá hve ofarlega við komumst á þeim lista. Síðasta ár var hæsta skorin á íslandi 68,81% en það voru Hornfirðingamir Ámi Stefánsson og Jón Sveinsson sem náðu því og urðu í 30. sæti í A/V yfir Evrópu. En vinningsskorina á síð- asta ári yfir Evrópu áttu franskir spil- arar í A/V með 76,92% skor og Þjóð- veijar í N/S með 76,60% skor. Firmakeppni Bridssambands Islands 1992 Firmakeppni Bridssambands ís- lands verður spiluð í Sigtúni 9, helgina 28.-29. nóvember. Skráningarfrestur er til fimmtudagsins 26. nóvember og eru þeir sem ekki eru búnir að láta skrá sig beðnir um að hringja sem fyrst á skrifstofu Bridssambands ís- lands í síma 91-689360. Þetta er keppni fyrir vinnustaðahópana til að etja kappi saman í skemmtilegri keppni. Bridsfélag Sauðárkróks Eftir tvö kvöld af þremur í Butler- tvimenningnum er staða efstu para þessi: SigurðurSverrisson-GunnarÞórðarson 118 HöskuldurJónsson-VíðirÁ.Sigurðsson 115 Skúli Jónsson - Kristján Blöndal 111 GarðarGuðjónsson-GunnarPétursson 110 Bridsfélag Suðurnesja Sveit Torfa S. Gíslasonar sigraði í minningarmótinu um Guðmund heit- inn Ingólfsson en mótinu lauk sl. mánudag. í sveitinni spiluðu Karl Hermannsson, Gísli Torfason, Jóhann- es Sigurðsson og Amór Ragnarsson. Lokastaðan: Torfi S. Gíslason 141 Uppreisn 131 Pétur Júlíusson 115 Valur Símonarson 99 Sigurður Albertsson 97 Næsta mánudag hefst jólatvimenn- ingur sem stendur i þijú kvöld. Þeir teljast sigurvegarar sem fá hæstu skor einhver tvö af þessum þremur kvöldum. Spilarar geta þvi mætt í eitt, tvö eða þijú kvöld eftir aðstæðum. Allir eru velkomnir, bæði Suðumesja- menn sem og lengra að komnir. Spilað er í Hótel Kristínu í Njarðvikum á mánudagskvöldum kl. 19.45. Bridsfélag Borgarfj arðar Lokið er einmenningsmóti félagsins sem jafnframt er firmakeppni. Úrslit urðu: Blómaskálinn/ÞorvaldurPálmason 273 Ræsting/Þorsteinn Pétursson 271 KúabúiðKáranesi/LárusPétureson 269 Varmalandsskóli/FlemmingJessen 248 Árbakki/KetillJóhannesson 248 Bakkakotsbúið/Kristján Axelsson 240 AUs voru spilarar 20 og þakkar félagið veittan stuðning. Lokið er einu kvöldi af sex í tví- menningskeppni 13 para. Efstu pör eru: Jón Þórisson - Þorsteinn Pétuisson 141 Eyjólfur Siguijónsson—Jóhann Oddsson 139 HöskuldurGunnarsson-LárusPétursson 136 Haraldur Jóhannsson - Ketill Jóhannesson 134 Brynhildur Stefánsdóttir - Magnús Bjamason 130 Laugardaginn 5. desember heldur félagið „Guðmundarmót" í tvímenn- ingi að Þinghamri (Varmalandi, Stafholts- tungum). Þetta er opið silfurstigamót. Áætlaður hámarksfjöldi er 36 pör. Óskir um þátttökurétt þurfa að hafa borist í síðasta lagi sunnudaginn 2ð. nóvember til Jóhanns, s: 93-51343, eða Þorsteins, s: 93-51178.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.