Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1992 Elín B. Bjarna- dóttir - Minning Fædd 1. júlí 1925 Dáin 17. nóvember 1992 Er ég leit út um gluggann þriðju- dagsmorguninn 17. þ.m. blasti við augum snjóföl, sem gaf til kynna að Vetur konungur væri í nánd. Drifhvíta mjallarblæjan var óneit- aniega fögur og tilkomumikill, þótt hún minni á frostbitru, sem hneppir jarðargróður í íjötra. En vetri fylgir vor og náttúran rís úr dvala. Skömmu eftir hádegi hringir sím- inn og mér er sagt að Ella frænka sé dáin. Mig setur hljóðan og minn- ist hughrifanná frá morgninum. Við Elín Bryndís, eins og hún hét fullu nafni, voru bræðraböm. For- eldrar hennar voru Pálína Guðna- dóttir húsmóðir og Bjami Grímsson bóndi og síðar verkstjóri í Reykja- vík. Þau hjón bjuggu nokkur ár í Neðradal í Biskupstungum. En Bjarni var ekki hneigður fyrir bú- skap í sveit-og flyst íjölskyldan til Reykjavíkur 1914. í fardögum sama ár taka foreldrar mínir, Einar og Kristjana, við jörðinni og þar erum við systkinin öll fædd. Bjama og Pálínu búnaðist vel í Reykjavík. Þau kaupa hús við Laugaveginn og þar búa þau síðan allan sinn búskap. Bjami fær stöðu hjá borginni sem verkstjóri við Reykjavíkurhöfn. Var haft á orði hve hann væri úrræðagóður og farsæll í starfí. Pálína var heimavinnandi húsmóðir, að þeirra tíma hætti, og annaðist heimilið af miklum myndar- brag. Pálína og Bjami eignuðust fjögur böm. Tvö dóu í æsku og stúlku misstu þau um tvítugt. Það er ekki hægt að lýsa því hvílíkt reið- arslag þetta var fjölskyldunni. En foreldramir voru andlega sterkir og létu ekki bugast. Það var huggun harmi gegn að yngsta bamið, Elín Bryndís, sem nú er kvödd, var mesta myndarstúlka og bráðvel gefín bæði til munns og handa. Hún var sann- kallaður sólargeisli á heimilinu. Á unglingsárum þegar leið mín lá til Reykjavíkur gisti ég stundum hjá foreldmm hennar. Mér er enn í fersku minni hve Ella frænka var falleg stelpa og háttvís. Ég, sveita- strákurinn, var næstum feiminn við hana. Einnig er mér minnisstætt frá þessum heimsóknum að húsbóndinn sat oft á kvöldin við að skrifa vinnu- skýrslur. Undraðist ég jafnan hve fallega og snyrtilega Bjarni gekk frá öllum pappírum, þótt engrar tilsagn- ar hefði hann notið á þessu sviði. Elín lauk hinu hefðbundna námi í bama- og gagnfræðaskóla. Hugur hennar stóð til frekari menntunar, þótt ekki legði hún út á braut lang- skólanáms. Hún fór í Kvennaskóíann í Reykjavík og síðar í hússtjóm- arskóla í Danmörku. Elín var mjög listræn og allt, sem hún snerti á lék í höndum hennar. Hún var afbragðs saumakona og margir fallegir munir á sviði hann- yrða liggja eftir hana, enda var lita- skyni hennar viðbrugðið. Með Dan- merkurdvölinni urðu þáttaskil í lífi Elínar. Þar kynntist hún dönskum myndarpilti, Knúti Vilhjálmssyni að nafni, og felldu þau hugi saman. Knútur og Elín gengu í hjónaband 1948 og hófu búskap í Kaupmanna- höfn sama ár. Heimili ungu hjónanna var mjög fallegt, bæði hvað varðaði húsakost og hýbýlaprýði. Þegar ég var á ferð í Kaupmannahöfn átti ég þess kost að heimsækja þau. Mér var tekið opnum örmum og gestrisnin var eins og best varð á kosið. Ég var hrifinn og undrandi hve þessi glæsilegu, ungu hjón höfðu komið sér vel fyrir. Elin og Knútur eignuðust tvær dætur, Anítu og Helen. Árið 1955 flyst fjölskyldan heim til íslands. Sama ár deyr Pálína, móðir Elínar, og Bjami flytur þá til dóttur sinnar og tengdasonar. Systumar ungu, sem voru fímm og sex ára, fengu nú að vera sam- vistum við afa sinn og kynnast hon- um náið. Bjami var afar bamgóður og bamabömin voru yndi hans og eftirlæti. Hann kunni sögur og ævin- týri og var fjölfróður, einkum um allt, sem snerti gamla tímann. Með- an foreldrarnir voru úti að vinna passaði Bjami oft telpurnar og miðl- aði þeim þá óspart af reynslu sinni eða skemmti þeim með sögum og gömlu sígildu ævintýrunum. Syst- urnar eru þakklátar afa sínum og búa enn að þessum samverustundum og öllum þeim fróðleik, sem þær urðu aðnjótandi. Því miður nutu Aníta og Helen ekki Iengi samvistanna við afa sinn, en Bjarni deyr 1960. Þungbær reynsla dynur yfir fjölskylduna um svipað leyti. Foreldramir slíta sam- vistir og skilja. Telpurnar fylgja móður sinni, en faðirinn hefur sinn umgengisrétt og nýtur samvista og félagsskapar við dætur sínar án þess að til árekstra komi. Elín kaupir ágæta íbúð í austur- borginni og býr sér og telpunum gott og notalegt heimili. Móðirin gegnir uppeldishlutverki sínu eins og best verður á kosið. Hún er dug- leg, úrræðagóð og reglusöm, sannar- lega góð fyrirmynd dætranna. Elín var vel bjargálna efnahagslega og systumar nutu þeirrar framhalds- menntunar sem hugur þeirra stóð til. Elín vinnur úti fullan vinnudag. Hún starfar við skrifstofustörf og vinnur traust vinnuveitenda sinna. Samviskusemi, nákvæmni og dugn- aður var hennar aðalsmerki jafnt á vinnustað og heimavið. Það segir sína sögu að á sinni löngu starfsævi vann hún aðeins hjá tveimur fyrir- tækjum, Heildsöluverslun Þórodds E. Jónssonar og hjá H. Ólafsson og Bemhöft. í fyllingu tímans. hverfa dætur Elínar að heiman, leita út á vinnu- markaðinn og stofna jafnframt eigin heimili. Aníta starfar sem fulltrúi hjá Flugleiðum. Hún er gift Þór Steins- syni, lektor hjá Tækniskóla íslands. Þau eiga tvö börn, Sonju, nemanda við Menntaskólann í Hamrahlíð og Stefán Þór, sem er í grunnskóla. Helen er hárgreiðslumeistari og rekur sína eigin hárgreiðslustofu. Hún er gift Guðna Sigurðssyni, meistara í rafeindavirkjun, og eiga þau þrjú böm. Bergþóru, sem stund- ar nám við háskólann og tvíbura- bræðurna, Ómar og Óttar. Þeir em báðir í tónlistarnámi. Eins og að líkum lætur vom það aðaláhugamál og gleðigjafí Elínar á síðari ámm að styðja og styrkja fjöl- skyldur dætranna með ráðum og dáð. Og síðast en ekki síst áttu hin efnilegu og mannvænlegu bamabörn hug og hjarta ömmu sinnar. í flest- um frístundum var hún til skiptis hjá fjölskyldum dætranna. Ekki má skilja orð mín svo að Ella frænka hafí alveg gleymt sjálfri sér. Hún var félagslynd og naut þess að blanda geði við aðra. í fjöl- skylduboðum hjá okkar stóra systk- inahópi var Elín ætíð efst á boðslist- anum. Hún var sérstaklega aðalað- andi og elskuleg, háttvis og kurteis og bjó jafnframt yfír ríkri kímni- gáfu, í einu orði sagt, það var gott að vera í návist hennar. í raun og vem fannst okkur Ella tilheyra systkinahópnum. Sérstaklega voru Elín og Guðrún systir mín miklar vinkonur. Þær bjuggu í sama bæjar- hverfi og leið tæpast sá dagur að þær hittust ekki eða töluðu saman í síma. Elín var að eðlisfari listelsk. Hún hafði gaman af að skoða málverka- sýningar og sækja leikhús. Þá ferð- aðist hún talsvert á síðustu ámm, bæði innanlands og utan. Margar ferðir fór hún til Danmerkur, þar sem hún hafði búið um árabil með manni sínum. Þar hafði hún tengst fjölskyiduböndum og átti margt venslafólk, góðkunningja og vini. Elín naut þess að búa í fallegum húsakynnum, hafa hreint og fágað í kring um sig, húsgögn stílhrein og smekkleg, hvern hlut á sínum stað og myndir og málverk á veggjum, þar sem þau nutu sín best. Rétt lýs- ing og birta skiptu þá miklu máli. Fyrir tveimur ámm selur Elín gömlu íbúðina í Bólstaðarhlíðinni og kaupir nýja rúmgóða 3ja herbergja íbúð á 6. hæð í stórhýsi Verslunar- mannafélags Reykjavíkur við Hvassaleiti. Þar var hátt til lofts og vítt til veggja og útsýni hið feg- ursta. Elín kunni vel við sig í nýju, þægilegu íbúðinni og stutt var í stór- markaði og aðrar verslanir í Kringl- unni. Elín átti því láni að fagna að vera heilsuhraust. Fyrir um það bil ári kenndi hún þess illkynja sjúkdóms, sem ekki reyndist unnt að ráða bót á. Hún sýndi aðdáunarverðan kjark og æðmleysi í veikindum sínum og hélt í vonarneistann til hinstu stund- ar. Síðast í júnímánuði í sumar var haldin niðjahátíð í Neðradal. Jón bróðir minn og Aðalheiður, kona hans, búa enn á ættaróðalinu. Synir þeirra átta og fjölskyldur vitjuðu bernskustöðvanna og sáu um skipu- lagningu og allan undirbúning ætt- armótsins með miklum myndarbrag. Slegið var upp miklu langborði í geysistórri hlöðu, sem stendur undir túnbrekkunni. Þar fóm fram sam- eiginlegir kaffi- og matmálstímar og dagskrá í tali og tónum. Afkom- endur bræðranna, Bjarna og Einars Grímssonar fjölmenntu og munu gestir hafa verið á annað hundrað. Elín lét sig ekki vanta. Hún tók þátt í niðjahátíðinni af lífí og sál. Þá sá enginn á henni að hún átti við ban- vænan sjúkdóm að stríða. Að lokinni gleðistund innanhúss var gengið út í bjarta sumarnóttina og tendraður mikill varðeldur, dans- að í kring og sungið. Frá klettabelt- um og stöllum í skógivöxnum Qg fagurgrænum hlíðum Bjamarfells barst ómur ættjarðarsöngva. Blessuð sértu sveitin nu'n, sumar, vetur, ár og daga. Engið, fjöllin, áin þín, yndislega sveitin mín, heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. (Sig. Jónss. frá Amarvatni.) Að lokum söfnuðust gestir saman í túnbrekkunni fyrir ofan bæinn. Margir höfðu meðferðis trjáplöntur og gróðursettu. Þar á eftir að vaxa upp fagur skógarlundur í minningu þeirra, sem hér hafa átt sín gengnu spor eða tengst þessum stað tryggðaböndum. Að vori þegar blessuð sumarsólin skín í heiði mun enn ein falleg og sterkbyggð tijáplanta bætast við í minningarlundinn í Neðradal. Ég og systkinahópur minn send- um að leiðarlokum dætrum, tengda- sonum, bamabörnum, öðra vensla- fólki og vinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Elínar Bryn- dísar Bjarnadóttur. Armann Kr. Einarsson. Fréttin um það að hún amma okkar í Bólstó, eins og við kölluðum hana, væri dáin er sú versta sem við systkinin höfum upplifað. Við vissum þó öll að hún gekk með þenn- an hræðilega sjúkdóm, en einhvem veginn var mjög erfítt að sætta sig við að eitthvað í þessari veröld gæti verið sterkara en amma. Hún var eins og allir sem til henn- ar þekktu alveg einstök. Það var alveg sama hvað hún var beðin um, allt var sjálfsagður hlutur, ef maður þufti þá á annað borð að biðja um það, hún var nefnilega oft búin að gera hlutina áður en maður minntist á þá. Hún var ótrúlega sterk, þó svo að hún hafi gengið með þá vitneskju í bijóstinu að hún væri haldin þess- um banvæna sjúkdómi var hún aldr- ei kvíðin hvað þá að vorkenna sjálfri sér, það vorum við hin í hringum hana sem hún vorkenndi og hún var alltaf að reyna að búa okkur sem best undir það sem koma skyldi. Ég held að allir sem til hennar þekktu séu sammála um að það er eitthvað sem enginn hefði viljað verða af. Það er mikill missir í slfkum ættingja og vinkonu eins og henni ömmu, því að svona jákvæðar og yndislegar manneskjur eru ekki á hveiju strái í þessari svartsýnu ver- öld. Við hefðum gjaman viljað eiga mörg ár í viðbót með henni, en í garð slíkrar manneskju eins og ömmu má maður bara alls ekki vera neikvæður og þess vegna þakka fyr- ir þann yndislega tíma sem við áttum saman. Það era ekki öll barnabörn sem fá tækifæri til að vera svo mik- ið með ömmum sínum eins og við barnabörnin hennar fengum. Ég held líka að það sé eins með ömmu og orkuna, hún verður ekki til úr engu og henni verður ekki eytt, hún getur bara breyst úr einni mynd í aðra. Þótt amma sé farin frá þessu jarðlífi er hún alls ekki farin frá okkur, hún hefur bara breyst í aðra mynd. Hún er og kemur alltaf til með að vera hjá okkur og eiga stóran þátt í lífi okkar og tilveru. Bebba, Ómar og Óttar. Eftir alvarleg veikindi kvaddi Elín þennan heim þriðjudaginn 17. þessa mánaðar. Það var ljóst fyrir nokkra að hveiju stefndi, veikindi Elínar ágerðust dag frá degi. Það var að- dáunarvert að fylgjast með þessari kjarkmiklu konu, sem tók þátt í hversdagslegu lífí fjölskyldunnar fram að síðustu stundu. Hún átti uppörvandi orð handa unga fólkinu og vildi rétta styðjandi hönd hvar sem var þrátt fyrir veikindin. Ekki er að efa að Elín þráði mjög að eiga lengra jarðneskt líf og deila því með sínum nánustu en ákvörðun alvalds- ins varð ekki umflúin. Hún tók þeirri staðreynd af æðruleysi og mátti ekki merkja á henni að hveiju dró. Hún var æðralaus, ræddi málefni líðandi stundar og hafði á þeim skoð- anir. Það fannst ekki á viðmóti henn- ar að henni væri ljóst að endalokin væra skammt undan. Ung giftist Elín Knud Salling og eignuðust þau tvær dætur, Anítu og Helen. Sambúð þeirra varð þó ekki löng, þau slitu samvistir meðan dæturna'r voru ungar. Elín lagði sig mjög fram um að búa dætrum sínum hlýlegt og gott heimili þar sem þær mættu þroskast og fá traust vega- nesti til framtíðarinnar. Það óeigin- gjama starf sem Elín vann heimili sinu bar ríkulegan ávöxt og hún gat verið stolt af þeim árangri. Heimili hennar bar vott um vandvirkni og vandaðan listrænan smekk, þar var regla á hveijum hlut, hver hlutur var valinn af kostgæfni og samræm- is gætt í hvívetna. Gestrisni var mikil, þar nutu vinir hennar hlýlegs viðmóts í afslöppuðu og fallegu umhverfí. Elínu var margt til lista lagt, m.a. hafði hún næmt auga fyr- ir fatnaði og fatasaum. Marga flík- ina saumaði Elín og voru það ger- semar bæði að formi og frágangi. Dæturnar og bamabörnin nutu þessa hæfileika hennar og með hveiju nálarspori fylgdu góðar óskir þeim til handa sem við tóku. Kynni fjölskyldna okkar hófust er Anita dóttir Elínar tengdist hjúskapar- böndum við son okkar. Allt frá þeim tíma höfum við notið vináttu hennar og lært að meta hennar innri mann, sem var hreinn og ekta. Elín hafði búið sig undir burtfararstundina og var þess fullviss að á móti henni yrði tekið er yfír móðuna væri kom- ið. Hennar nánustu sjá á bak ástríkri móður og ömmu, en minningin mun lifa og veita gleði er stundir líða fram. Megi guð styrkja og vemda þá sem nú syrgja. Didda og Steinar. Mig langar í fáum orðum að minn- ast tengdamóður minnar sem lést þriðjudaginn 17. nóvember í Landa- kotsspítala. Nú þegar skammdegið hellist yfír okkur, dagurinn styttist og nóttin lengist, þá kemur dagur sem er mjög langur og dapur, það er eins og jörðin hætti að snúast. Við sitjum öll saman og hugsum til baka. Þetta er sorgardagur hjá okk- ur öllum. Fyrir ári síðan greindist Elín með illkynja sjúkdóm sem er erfítt var að lækna. Þessi tíðindi vora mikið áfall fyrir okkur öll, en hún tók þessu sjálf með miklu æðruleysi og hetju- skap. Það var eins og hlutirnir snér- ust við, hún stappaði stálinu í okkur og sagði alltaf það er ekkert að mér, mér líður ágætlega, lífíð er bara svona. Þessi framkoma hennar, viðhorf, trú á lífið, er okkur öllum gott veganesti fýrir ókomin ár og hefur kennt okkur. að meta tilverana og gera ekki mikið mál úr smámun- um. Þegar ég kom inn í fjölskyldu Elínar 1971 og giftist Helen dóttur hennar, þá var gott að eiga góða tengdamömmu sem var tilbúin að hjálpa okkur í einu og öllu að koma upp heimili. Við bjuggum hjá henni á meðan við standsettum íbúðina okkar við Espigerði. Það var okkur mikil hjálp að fá að vera hjá henni og hafa hana með okkur í því. Það komi glampi í augun á Elínu þegar vi ákváðum að kaupa hús í Mýrar- ás, því henni þótti svo gaman að standa í stórræðum og hjálpa okk- ur. Hún lét sig t.d. ekki muna um að mála íbúðina alla að innan, ein með sinni rúllu og pensli. Hún var mjög dugleg og ósérhlífín og alveg sama hvað hún tók sér fyrir hend- ur, allt var framúrskarandi vandað og smekklega gert hjá henni. ( Elín átti heima lengst af við Ból- staðarhlíð og þaðan eigum við öll mjög góðar minningar. Amma í Bólstó eins og krakkarnir kölluðu hana. Hún var einstaklega barngóð og lét sig miklu varða að börnunum okkar liði vel. Þegar Elín kom til okkar um helgar þá þurfti hún að taka langan tíma í að heilsa Bensa hundinum okkar, því hann fagnaði henni alltaf svo innilega. Það var mikil huggun harmi gegn hjá þeim yngsta í fjölskyldunni að heyra þeg- ar einhver sagði, nú fagnar Bensi ömmu. Ég er mjög þakklátur að hafa fengið að vera samferða henni hérna á jörðinni og minnist hennar sem góðrar mömmu, góðrar tengda- mömmu og góðrar ömmu bamanna minna. Að lokum langar mig að þakka i hjúkrunarfólki, læknum og sjúkra- húspresti á Landakotsspítala fyrir góða umönnun þann tíma sem hún | var þar. Blessuð sé minning hennar. Guðni Sigurðsson. Mín besta vinkona Elín B. Bjarna- dóttir er kvödd hinstu kveðju í dag og mig langar til að minnast hennar með nokkram orðum. Leiðir okkar Elínar lágu saman þegar á barnsaldri og urðum þá þegar vinkonur og er margs að minnast frá þeim áram. Elín var dóttir Pálínu Guðnadóttur og Bjarna Grímssonar sem bjuggu við Laugaveg. Gott var að koma til þeirra hjóna, því þau voru einstak- lega traust og sýndu mér ávallt mikla vinsemd þá sem barni og löngu seinna þegar kynni okkar endurnýj- i uðust. Elín hlaut í vöggugjöf hina góðu eiginleika foreldra sinna, sem prýddu hana og stjórnuðu lífi hennar til hinstu stundar. Háttvísi og prúð- mennska ásamt óbilandi dugnaði og I skapfestu, gerðu hana ógleymanlega þeim sem kynntust henni. Ég var svo gæfusöm að öðlast vináttu Elínar og svo náin var hún að fá eða engin leyndarmál áttum við hvor fyrir annarri. Að eignast slíkan trúnaðarvin, sem leita má til í gleði og sorg, er dýrmætara en flest annað í hverfulum heimi, því sönn vinátta skapar kærleika sem veitt getur huggun og ráð í sorg en sanna gleði í velgengninni. Vinátta okkar Elínar sem bama endurnýjaðist þegar hún kom til Kaupmannahafnar, þar sem ég var búsett, þar giftist hún og eignaðist tvær yndislegar dætur. Síðar flutt- um við báðar heim með stuttu milli- bili, svo segja má að vinfengi okkar hafi aldrei rofnað og naut ég þess og fjölskylda mín á margan hátt, í meðal annars vinfengis við dætur hennar. Það er erfitt að átta sig á því að { þessi þróttmikla kona skuli horfín fyrir aldur fram, rétt þegar hún hafði alla möguleika á ánægjulegum efri áram, með samvistum við sínar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.