Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1992 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Leitaðu ráða hjá öðrum varðandi vinnuna. Einhveijir fara í óvænta viðskiptaferð. Forðastu ágreining heima í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maí) Nú er hagstætt að ræða peningamál við þá sem til þeklqa. Láttu ekki skapið hiaupa með þig í gönur í kvöld. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 1» Hikaðu ekki við að leita ráða varðandi vandamál í vinn- unni. Betur sjá augu en auga og aðrir geta bent þér á réttu lausnina. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þú gætir orðið fyrir óvænt- um útgjöldum vegna vinn- unnar í dag. Einhver smá ágreiningur gæti komið upp í kvöld. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Nú er gott tækifæri til að fara í innkaup með bömum. Sumir fá heimboð frá vinnu- félaga. Vinnutæki ber að umgangast með varúð. Meyja (23. ágúst - 22. september) <St$ Óvæntir gestir geta komið í heimsókn. Sýndu nærgætni og reyndu að hemja skapið ef þú átt stefnumót í kvöld. V°g (23. sept. - 22. október) Fjarstaddir ættingjar láta til sín heyra. Þú hefur margar góðar hugmyndir, en reyndu að dreifa ekki huganum um of. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Breyttar fyrirætlanir geta valdið þér vonbrigðum. Láttu það ekki fara í taug- amar á þér í kvöld. Hugsaðu jákvætt. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Þótt fjármálin séu þér nokk- uð hagstæð getur þú átt í deilum við einhvem vegna peninga. Þú gerir góð kaup í dag. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú þarft að skoða hug þinn betur varðandi framtíðina. Vinur trúir þér fyrir leyndar- máli. Láttu ekki æsa þig upp. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Þér dettur margt í hug, en átt erfítt með að einbeita þér í vinnunni. Þú gætir fundið nýja vini í sambandi við við- skipti. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Sumir skreppa í viðskipta- ferð með vini. Þú gætir þurft að vinna að smá breytingum á verkefni í vinnunni. Stjömuspána á aó lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staóreynda. GRETTIR ?!?T??!f!!??!l?!??r!.n.?!1.T!i!!!!!l!!!!!!!!!!.,l.!!!!!i!!fT!??!!!??!!!!!!!!!?!!,.!!!H!!!!!!!!l!!!!!!l!!n!?fT!?!?!?'!!!?!ll!?!!l!?l!!!!!?!!n!!i!!!!?! SMÁFÓLK BRIDS Guðm. Páll Arnarson Eftir opnun austurs er ljóst að hann á spaðaásinn. Tígul- drottningin gæti hins vegar leg- ið hvom megin sem er: Austur gefur; NS á hættu. Norður ♦ K6 VÁD93 ♦ Á742 + G32 Suður ♦ 104 ♦ K10852 ♦ KG53 ♦ Á7 Vestur Norður Austur Suður — — 1 lauf 1 tyarta Pass 2 lauf* Pass 2 tíglar Pass 4 hjörtu Allir pass * góð hækkun í hjarta iJtspil: lauftía. Hvemig er best að spila? Það lítur út fyrir að spilið snúist um að gefa engan slag á tígul. Sé liturinn skoðaður í ein- angmn er besta íferðin sú að taka ásinn og svína svo gosanum — spila austur upp á drottningu aðra eða þriðju. En það er ekki endilega best með tilliti til spils- ins í heild. Kannski kemur spaðakóngurinn að notum, þrátt fyrir allt. Alla vega er besta byijunin að leggja laufgosa á tíuna og dúkka drottningu austurs. Þann- ig er komið í veg fyrir að vestur komist inn á lauf til að spila spaða. Austur spilar aftur laufí. Sagnhafí tekur þá tvisvar tromp (þau falla 2-2) og trompar lauf. Nú er tímabært að huga að tígl- inum. Norður Vestur ♦ G9852 ♦ 64 ♦ D9 ♦ 10965 ♦ Á742 ♦ G32 Austur ♦ ÁD73 ♦ G7 ♦ 1086 ♦ KD84 Suður ♦ 104 ♦K10852 ♦ KG53 ♦ Á7 En svíningin er óþörf. Best er að taka kóng og ás. I þessu tilfelli fellur drottningin önnur fyrir aftan en það hefði engu breytt þótt austur ætti Dxx. Hann fengi þriðja slaginn á tígul og yrði að spila svörtum lit — laufí út í tvöfalda eyðu, eða spaða frá ásnum. SKAK Margeir Pétursson Á Sveinsmótinu á Dalvík sem haldið var um miðjan nóvember kom þessi staða upp í viðureign þeirra Rúnars Sigurpálssonar (2.075), sem hafði hvítt og átti leik, og Rúnars Búasonar (1.930). • 24. Rxd5! — Rc6 (Svartur varð að sætta sig við peðstap, því 24. - Dxd5? 25. Dxd5 - Rxd5, 26. He8+ blasir mát við). 25. Rxc7 - Hxc7, 26. Kbl - b5, 27. Hdel - H7c8, 28. d5 - Rd4, 29. Re7+ - Kf8, 30. Rxc8 og svartur gafst upp. Þeir Rúnar Sigurpálsson og Jón Björgvinsson urðu jafnir og efstir á mótinu, en Rúnar var úrskurðaður sigurveg- ari á stigum. Helgaratskákmót Taflfélags- ins Hellis, Skákfélags Hafnar- fjarðar og Taflfélags Kópavogs. Það fer fram í húsakynnum TK að Hamraborg 5, Kópavogi. Taflið hefst föstudaginn 27. nóv. kl. 20 Fyrsta Akureyrarmótið í at- skák hefst fimmtudaginn 26. nóv. kl. 20.00 í félagsheimili SA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.