Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1992 ÚRSLIT UMFT-UMFG 95:79 íþróttahúsið á Sauðárkróki, bikarkeppni karla, 16-liða úrslit, þriðjud. 24. nóv. 1992. Gangur leiksins: 6:6, 17:6, 27:8, 33:13, 39:23, 48:28, 62:86, 59:43, 69:49, 76:60, 76:66, 86:75, 95:79. Stig UMFT: Valur Ingimundarson 41, Ingi Þór Rúnarsson 14, Páll Kolbeinsson 13, Chris Moore 12, Karl Jónsson 6, Haraldur Leifsson 5, Hinrik Gunnarsson 3, Björgvin Reynisson 1. Stig UMFG: Dan Krébs 27, Guðmundur Bragason 26, Bergur Hinriksson 9, Pálmar Sigurðsson 5, Sveinbjöm Sigurðsson 4, Hjálmar Hatlgrímsson 4, Helgi Guðfinnsson 2, Marel Guðlaugsson 2. Dómarar: Bergur Steingrímsson og Brynj- ar Þorsteinsson. Dæmdu vel. Áhorfendur: 500. UMFN-Haukar 89:85 íþróttahúsið í Njarðvik: Gangur leiksins: 4:0, 4:3, 12:5, 21:13, 21:22, 29.25, 37:37, 47:47, 52:47. 58:58, 69:69, 75:74, 81:81, 81:84, 87:84, 89:85. Stig UMFN: Rondey Robinson 34, Teitur Örlygsson 20, Jóhannes Kristbjömsson 19, ísak Tómasson 5, Ástþór Ingason 3, Sturla Örlygsson 3, Gunnar Örlygsson 3, Atli Ámason 2. Stig Hauka: Jón Amar Ingvason 29, John Rhods 24, Pétur Ingvason 9, Jón Öm Guð- mundsson 9, Bragi Magnússon 8, Sigfus Gissurarson 6. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Kristinn Albertsson. Áhorfendur: Um 300. NBA-deildin Mánudagur: Boston - Atlanta...........97:107 ■Eftir framlengingu Sacramento - Seattle.......103:99 Knattspyrna UEFA-keppnin Amsterdam, Hollandi: Ajax - Kaiserslautern.........2:0 Edgar Davids (1.), Wim Jonk (83.). 42.000. RAjax tefldi fram 16 ára nýliða Clarence Seedorf. Martin Wagner, varnarmaður Ka- iserslautem, fékk áminningu í leiknum og verður t leikbanni í síðari leiknum þar sem þetta var önnur áminning hans f keppninni. Liege, Belgíu: Standard Liege - Auxerre.............2:2 Michael Goossens (8., 47.) - Frank Verlaat (56.), Gerald Baticlc (71.). 19.000. ■Standard var mun betra ( fyrri hálfleik en Auxerre komst meira inn í leikinn í síð- ari hálfleik og náðu að nýta sér tvenn vam- armistök Belganna. Frank Verlaat, leik- maður Auxerre, var rekinn af velli á 77. mínútu eftir að hafa handleikið boltann vilj- andi. Dortmund, Þýskalandi: Dortmund - Real Zaragoza............8:1 Stephane Chapuisat (13.), Michael Zorc (23. - vsp.), Flemming Povlsen (42.) - Dario Franco (51.). 36.800. París, Frakklandi: París St. Germain - Anderlecht......0:0 35.000. ■David Ginola hjá Parísarliðinu var rekinn af leikvelli á 25. mín., eftir að hafa fengið að sjá sitt annað gula spjald fyrir brot. Philippe Albert hjá Anderlecht var rekinn af leikvelli fyrir brot á 54. mfn. Ólætu urðu á Parc des Princes þegar 5000 stuðningsmenn Anderlecht vom að yfirgefa völlinn, en það tók lögreglulið 20 mín. að koma þeim í burtu. Njarðvík ogTinda- stóll áfram „Höfðum tapað fyrir Haukum í fjórum leikjum í röð," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Njarðvíkur NJARÐVÍK og Tindastóll tryggðu sér í gærkvöldi sæti í 8-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ. Njarðvfk vann Hauka 89:85 og Tinda- stóll lagði Grindavík 95:79. Keflavík, Breiðablik, Valur, Snæfell og Skallagrímur höfðu áður tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum. Það ræðst síðan annað kvöld í leik ÍA og KR á Akranesi hvert átt- unda liðið verður. Teitur Örlygsson, þjálfari og leik- maður bikarmeistara Njarð- víkinga, var ánægður eftir sigurinn ^■■■1 gegn Haukum í Ljó- Björn nagryfjunni. „Ég Blöndal get ekki annað en skrifar frá verið ánægður því Njarövík vjð erum komnir áfram í átta liða úrslit og ætlum okkur að veija titilinn. Við höfðum tapað fyrir þeim í fjórum leikjum í röð og þetta sýnir okkur að við erum á réttri leik,“ sagði Teitur. Leikur liðanna í gærkvöldi var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Njarðvíkingar höfðu þó oftar frumkvæðið en náðu aldrei afger- andi forystu. Haukamir voru heldur harðir í vöminni og þeir misstu 3 menn útaf í lokin þegar þeir þurftu á öllu sínu að halda, þar á meðal vom þeir Pétur Ingvarsson og Bandaríkjamaðurinn John Rhods sem báðir höfðu leikið mjög vel. Litlu munaði þó að Njarðvíkingar klúðmðu leiknum því þeir misstu boltann klaufalega á lokasekúndun- um þegar staðan var 87:84 og Haukamir fengu möguleika á að jafan úr þrem vítaskotum. En þeim brást bogalistin og besti maður vallarins Rondey Robinson átti síð- asta orðið. „Þetta var sannkallaður bikar- leikur sem við töpuðum á vítalín- unni, meira vil ég ekki segja um þennan leik - og nú er bara að ein- beita sér að íslandsmótinu," sagði Ingvar Jónsson, þjálfari Haukanna. Bjöm Bjömsson skrifar frá SauOárkróki Valur geröf 41 stig Valur Ingimundarson, þjálfari og leikmaður Tindastóls, var í aðalhlutverki er liðið hans sigraði Grindvíkinga 95:79 á Sauðárkróki. Val- ur gerði 41 stig í leiknum, þar af sex þriggja stiga körfur og munar um minna. Heimamenn lögðu gmnninn að sætum sigri, eftir slakt gengi að undanfömu, strax í byijun og náðu 20 stiga forskoti, 33:13, um miðjan hálfleikinn. Grinvíkingar náðu að minnka muninn niður í 16 stig fyr- ir hlé, 52:36. Sigur Tindastóls var aldrei í hættu í síðari hálfleik þó Grindvíkingar næðu að minnka muninn í 10 stig þegar fimm mínút- ur vom eftir. Leikurinn var hraður og harður á köflum og greinilegt að liðin ætl- uðu að selja sig dýrt. Tindastóls- menn léku sem ein sterk liðsheild með Val Ingimundarson sem besta mann. Ingi Þór var einnig góður svo og Páll Kolbeinsson og Chris Moore stóðu sig vel. Guðmundur Bragason og Dan Krebs vom allt í öllu hjá Grindvík- ingum, aðrir náðu sér ekki á strik. Hjálmar Hallgrímsson, sem átti mjög góðan leik er Grindvíkingar unnu Tindastól í úrvalsdeildinni fyr- ir skömmu, hitti illa og Pálmar sýndi ekki sitt rétta andlit. Valur Ingimundarson átti mjög góðan leik og skoraði 41 stig. KORFUBOLTI/BIKARKEPPNI ÁRSÞING KSÍ Viðamiklar reglur um að- stæður á knattspymuvöllum FYRIR ársþingi Knattspyrnusambands íslands, sem verður um helgina og hefst á föstudagskvöld, liggur tillaga frá mann- virkjanef nd um fastmótaðri reglur en verið hafa varðandi vallaraðstæður. Verðf tillagan samþykkt ná reglurnar, þar sem þær eiga við, til allra nýframkvæmda og endurbóta á knatt- spyrnumannvirkjum, sem hefjast frá og með næstu áramót- um, en frestur til að koma málum í lag er i sumum tilfellum veittur til vors 1995 og í öðrum til vors 1999. Liggi staðfest framkvæmdaáætlun fyrir getur stjórn KSÍ veitt undanþágur frá ákvæðum um endurbætur í samræmi við reglurnar. Samkvæmt reglunum, sem mannvirkjanefnd hefur þeg- ar kynnt víða um land, verða leik- vellir flokkaðir f fimm hópa og eru gerðar misjafnar kröfur til þeirra eftir því hvaða leikir fara þar fram. Ursljtaleikur karla í bikarkeppni KSÍ getur til dæmis aðeins farið fram á velli, sem full- nægir öllum kröfum og er í A flokki, en undanúrslit bikarkeppni karla, leikir í 1. deild karla og bikarúrslitaleikur kvenna mega fara fram á velli í B eða A flokki. í annan stað er lágmarks- og hámarksstærð leikvalla ákveðin, yfirborð og umgjörð, þ.m.t. ör- yggissvæði og auglýsingar. Lei- kvellir í flokkum A til C verða að vera með öryggissvæði, sem nær a.m.k. 6 m frá hliðarlínum og a.m.k. 7,5 m frá endalínum. í þriðja lagi er kveðið á um aðbúnað leikmanna og starfs- manna leikja. Lágmarksstærð búningsherbergja er ákveðin, staðsetning þeirra sem og nauð- synlegur búnaður, og sérstakar reglur eru um varamannaskýli. Vellir í flokki A til C verða að vera með aðskilin, upphituð og læsanleg búningsherbergi, útbuin nuddbekk og krítar- eða tússtöflu. Búningsheíbergi I flokki A og B verða að vera a.m.k. 35 fermetr- ar, en a.m.k. 20 fermetrar i öðrum flokkum. í flokki A og B er gerð sú krafa að leið leikmanna og starfsmanna leiksins sé varin á þann hátt að tryggt sé að áhorfendur geti ekki veist að þeim. t fjórða lagi eru framlagðar ákveðnar reglur um aðbúnað áhorfenda. Vellir í flokki A til C verða að vera afgirtir og á völlum í flokki A og B eiga allir áhorfend- ur að fara í gegnum hlið með teljurum. Lagt er til að kröfum áhorfenda verði mætt með yfirbyggðum sætum. í flokki A er krafist a.m.k. 7.000 aðskilinna, númeraðra og -yfirbyggðra sæta, í flokki B eru gerðar kröfur til skipulagðra áhorfendasvæða fyrir a.m.k. 500 manns, en fyrir a.m.k. 300 manns í flokki C (2. deild karla, 1. deild kvenna, 16 og 8 liða úrslit bikar- keppni karla og undanúrslit bikar- keppni kvenna). Með skipulögðum áhorfendasvæðum er átt við upp- byggð stæði, bekki eða aðskilin sæti og gert ráð fyrir 50 sm stæð- is- eða sætisbreidd á mann. Þess er krafist að á leikvelli í fiokki A til C sé a.m.k. eitt vatns- salemi og ein þvagskál fyrir hveija byijaða 200 áhorfendur og skal helmingur salema ætlaður konum. I fimmta lagi er tæknilegur búnaður ákveðinn. Á velli í flokki A til C skal vera markatafla og klukka, sem sést greinilega á hvar sem er úr skipulögðum áhorfendasvæðum, hátalarakerfi, sem nær til sömu svæða og a.m.k. einn almenningssími fyrir hveija byijaða 500 áhorfendur. Frestur til að koma aðbúnaði áhorfenda í það horf sem kveðið er á um verður veittur til 15. maí 1999, en frestur til annarra end- urbóta til 15. maí 1995. 47" FOLK ■ GUÐMUNDUR Torfason er ekki skotfastasti knattspymumaður á Bretlandseyjum. Enska tímaritið Shoot hefur fundið einhvem sem sló honum við, en Frá Bob birtir nafnið ekki Hennessy fyrr en í næstu viku. ÍEnglandi ■ SKOT Guð- mundar mældist á 84 mílna (134 km) hraða á klukku- stund á dögunum en í Shoot sem kom út í gær var boðað að í næsfii' viku yrði greint frá leikmanni sem skaut boltanum á 85 mílna hraða, sem jafngildir 136 km/klst. ■ TVEIR leikmenn hafa hins veg- ar komist upp að hlið Guðmundar í efsta sæti; í blaðinu í gær er sagt frá því að Rob Newman hjá Norwich og John Clark hjá Dundee United hafi báðir skotið á 84 mílna hraða. ■ ARSENAL hefur áhuga á að kaupa Martin Keown, vamar- manninn sterka frá Everton og er George Graham, stjóri Lundúna- liðsins, tilbúinn að borga 2,5 millj- ónir punda — andvirði um 240 millj- óna ISK — ef marka má fréttir. . ■ KEOWN er 27 ára. Hann hóf ferilinn hjá Arsenal en var seldur þaðan 1986 fyrir 200.000 pund til Aston Villa. Þar var hann í þijú ár og fór síðan til Everton fyrir 750.000 pund. Hann hefur leikið í enska landsliðinu. ■ JOHN Barnes kom inn á sem varamaður hjá Liverpool á 18. mín. fyrir Ian Rush, sem meiddist, í sigurleiknum (1:0) gegn QPR í London í ensku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld. ■ BARNES var frábær í leiknum og átti sendinguna á Ronnie Ros- hental sem skoraði sigurmarkið á 87. mín. með glæsilegu skoti. Þess má geta að þetta var fyrsti sigur Liverpool á útivelli í deildinni síðan 8. janúar! ■ BARNES meiddist í landsleik gegn Finnum í Helsinki 3. júní sl., og hefur enska knattspyrnusam- bandið þurft að greiða laun hans síðan, 250.000 pund — andvirði 24 milljóna ÍSK — vegna þess að hann var í þjónustu þess er hann meidd- ist. ■ MJDDLESBRO hefur keypt miðvallarleikmanninn Craig Hig- nett fyrir 350.000 pund frá Crewe.__ ■ FRÍÐA Rún Þórðardóttir, hlaupakona úr Aftureldingu, hafn- aði í 38. sæti af 185 keppendum á bandaríska meistaramótinu í víða- vangshlaupi sem fram fór í Bloom- ington í Indianaríki um síðustu helgi. ■ „ÞETTA gekk ekki eins vel og ég hafði reiknað með. Aðstæður voru ekki góðar, kalt og hlaupið meira og minna í leðju. En það var engu að síður gaman að taka þátt í þessu mikla hlaupi," sagði Fríða Rún í samtali við Morgunblaðið. H HSÍ er 35 ára á þessu ári og í tilefni af því verður afmælisins minnst á föstudaginn milli klukkSn' ' 16 og 18 á skrifstofu sambandsins í Laugardal. ■ HSÍ ætlar einnig að minnst þess að 70 ár eru liðin frá því hand- knattleikurinn barst hinga til lands og jafnframt að HSÍ hefur fengið til afnota nýja skrifstofu í hinu nýja húsi ÍSÍ og íslenskrar get- spár í Laugardalnum. HANDBOLTI Bodun gleymdist Örn Magnússon, formaður hand- knattleiksdeildar, vill koma því á framfæri, vegna fréttar í blaðinu í gær um að aðeins einn þjálfari hafi mætt á fund með dómurum í fyrra- kvöld, að ástæðan sé ekki áhuga- leysi þjálfara heldur „brást boðunin. Ég átti að sjá um að boða þjálfap- ana, en gleymdi því hreinlega og tek á mig alla sök,“ sagði Öm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.