Morgunblaðið - 26.11.1992, Page 2

Morgunblaðið - 26.11.1992, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1992 Þung færð hefur verið víða um sunnan- og vestan- vert landið síðustu daga en mest hefur þó gengið á á Vestfjörðum, að sögn Magnúsar Jónssonar veður- fræðings en hann lofaði að veðrið færi að skána. Þar hefur vindur náð 12 vindstigum með ofankomu og hefur hvorki verið fært á sjó, landi né í lofti. Samkvæmt upplýsingum Flugleiða hefur ekki verið flogið til ísafjarðar síðan á laugardag og bíða um 150 farþegar þar og aðrir 150 í Reykjavík eftir fari. Morgunblaðið/Rax Víða þungfært Þá var vélinni frá Kaupmannahöfn snóið til Glasgow um miðjan dag, þar sem ekki þótti ráðlegt vegna smávélarbilunar og slæmra skilyrða að hún lenti í Keflavík, að sögn vaktstjóra í Leifsstöð. Tíu bifreiðar voru yfirgefnar á Hellisheiði í gærkvöldi vegna blind- hríðar, en ökumenn og farþega sakaði ekki. Miklar skemmdir hafa orðið á raflínum í óveðrinu og um 170 staurar brotnað. Sjá einnig á bls. 19. Héraðsdómur Vesturlands Tveir dæmdir fyrir að nauðga 13 áratelpu HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands dæmdi I gær tvo 19 ára menn, Benjam- ín Þór Þorgrímsson og Rúnar Hallgrímsson, i tveggja ára fangelsi hvorn fyrir að hafa nauðgað 13 ára telpu í húsi á Hellissandi þann 1. maí síðastliðinn. Annar maðurinn, Benjamín, var sakfelldur fyrir að hafa með ofbeldi þröngvað telpunni til samræðis við sig með aðstoð hins, en sá færði telpuna úr fötum meðan sá sem síðan nauðg- aði telpunni hélt henni fastri. Telpan hafði verið á dansleik á Hellissandi og farið þaðan ásamt vinkonu sinni, öðrum mannanna tveggja og fleirum í samkvæmi í hús í þorpinu þar sem fleiri ungling- ar voru fyrir. Hún kvaðst hafa verið í einu herbergi hússins ásamt þremur öðr- um, þar á meðal öðrum hinna ákærðu er sá þeirra sem síðar nauðgaði henni kom þar inn. Fljót- lega eftir það hafi mennimir tveir varpað pilti og stúlku sem einnig voru inn í herberginu á dyr en varn- að telpunni að fylgja þeim eftir. Þess í stað hafi þeir læst herberg- inu og hækkað tónlistina þar inni. Síðan hafi annar mannanna sest klofvega yfir stúlkuna með hné yfir höndum hennar meðan hinn af- klæddi hana en hann síðan ekki getað haft samfarir við hana og hafi þá sá sem settist ofan á hana fært sig og haft við hana samræði nauðuga. Að nauðguninni lokinni komst stúlkan fram á gang hússins og sagði strax viðstöddum að henni hefði verið nauðgað. Hún leitaði Heildarvelta hugbúnaðarfyrirtækja einn milljarður króna á ári Unnið að öflun verkefna í Danmörku og víðar í EB Á FÉLAGSFUNDI hjá Samtökum íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja sem haldinn var nýlega kom fram að heildarvelta þeirra 25 fyrir- tækja sem mynda samtökin nemur nú einum milljarði króna á ári. Hagnaður á siðasta ári var að meðaltali 4% af veltu og útflutnings- tekjur námu tæplega 48 milljónum króna. Á fundinum voru kynntar niðurstöður úr könnun um möguleika fyrirtækjanna á þátttöku í útboðsmarkaði í Danmörku sem unnar voru af rekstrarráðgjafa þar í landi. Friðrik Sigurðsson, formaður samtakana, segir ársverk innan þeirra séu nú 250 talsins og að í þróunarkostnað fari um 12% af veltu. Hugbúnaðarfyrirtækin hafi ekki notið neinna styrkja eða fyrir- greiðslu af hálfu hins opinbera en byggt sig hægt og rólega upp og séu nú m.a. að leita sér markaða innan EB-landanna í tengslum við möguleikana sem þar opnast um næstu áramót er EES-samkomu- lagið á að taka gildi. „Við munum vinna þetta markaðsstarf með sam- vinnu okkar í milli heima og erlend- is,“ segir Friðrik. „Og þær niður- stöður sem liggja fyrir úr könnun okkar á markaðinum í Danmörku sýna að við erum vel samkeppnis- hæfir þar með verð.“ Friðrik segir að hingað til hafi engar tilraunir verið gerðar af hálfu hugbúnaðarfyrirtækja til að hasla sér völl í sérsmíði eða útboðsmark- aði erlendis. Í könnun rekstrarráðgjafans kom m.a. fram að í gegnum EB fara að meðaltali 150-200 útboð fram dag- lega og þar séu 10-15 sem snerta tölvur og hugbúnað. Ekki séu til tölur um hrein hugbúnaðarverkefni en ekki sé fjarri lagi að áætla þau um 3-4 daglega. Aðildarríkjum EB ber skylda til að bjóða út öll verk- efni sem eru metin á meir en 200.000 ECU. Friðrik segir að ákveðið hafí ver- ið að skoða Danmerkurmarkað sér- staklega sökum nálægðar hans. Verið sé að vinna úr niðurstöðum þessa daganna en fyrir liggur að besta leiðin til að komast inn á þennan markað sé að gerast undir- verktaki hjá fyrirtækjum sem vinna tilboð á honum. íslendingar séu vel samkeppnisfærir í verði á þessum markaði því til dæmis séu launa- taxtar í Danmörku á þessu sviði tvöfalt hærri en hérlendis. „Við ætlum okkur að ná árangri með samstarfí og samvinnu hér heima í að bjóða í verk ytra sem undirverk- takar,“ segir Friðrik. daginn eftir til læknis og lögreglu. Mennirnir neituðu sakargiftum en viðurkenndu að annar hefði fært stúlkuna úr buxum en með hennar samþykki. Einnig hafí annar þeirra haft við hana samfarir en með hennar samþykki. í niðurstöðum dómarans, Símon- ar Sigvaldasonar fulltrúa, kom fram að enda þótt telpan hafí ekki borið áverka eða önnur sýnileg ytri merki um að hafa lent í átökum þyki ástand hennar og hegðun er hún kom grátandi út úr herberginu ein- dregið benda til þess að eitthvað mjög alvarlegt hafí komið fyrir hana þar inni. Hún hafi frá upphafi verið sjálfri sér samkvæm í frásögn sinni en á hinn bóginn hafi framburður mann- anna breyst við yfirheyrslur hjá RLR og síðan enn á ný fyrir dómi. Þá geri það frásögn þeirra ekki trú- verðugri að báðir hafí borið því við, að atburði muni þeir óglöggt sökum áfengisáhrifa. Mennimir voru því báðir dæmdir til 2 ára fangelsisvistar, annar fyrir fullframda nauðgun en hinn fyrir hlutdeild í því broti. Við ákvörðun refsingarinnar var það virt til þyng- ingar að mennimir höfðu unnið verkið í sameiningu. ------» ♦ ♦------- Island vann Lettland íslendingar unnu Letta, 2'A-V/i á Evrópumótinu í skák í gær. ís- lendingar eru aðeins fyrir ofan miðju þátttökuþjóða með 11 vinn- inga af 20 mögulegum eftir fimm umferðir. Margeir Pétursson vann Lanka á fyrsta borði en skákir Jóns L. Áma- sonar og Bagirovs, Helga Ólafssonar og Zhuravliovs og Hannesar Hlífars Stefánssonar og Sokolovs enduðu með jafntefli. Sjá bls. 29. 5 ára fangelsi fyrir að ræna bami og áreita það 21 ÁRS gamall maður, Trausti Róbert Guðmundsson, var í gær dæmdur í 5 ára fangelsisvist í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa brotist inn á heimili í Reykjavík í því skyni að stela í dag | Bretland Drottningin viðurkennir leika fjölskyldu sinnar 23 breysk- Akureyrí Bæjarstjórinn telur rétt að kanna möguleika á sölu hluta af eign bæjarins í ÚA 28 Verökönnun vikunnar Snúa sumir kaupmenn á neytenda- kannanir? 30 Leiðarí Stöðugleiki og 24 verkaiýðshreyfing Dagskrá ► Nýtt sjónvarpsleikrit um Bólu-Hjálmar — Bíóin í borginni — Hyómsveitin U2 i beinni út- sendingu — Heimildarmynd um JóhannJónsson Viðskipti/Atvinnulíf ► Norðmenn með forskot í sæ- strengsmálum — Jólabókaflóðið — Ef naliagsráðstafanir stjóm- valda — Saumastofan Sólin — Tveggja hæða ofurþota þaðan verðmætum og numið þar á brott úr rúmi sínu sjö ára gamla stúlku eftir að hafa leitað á hana kynferðislega. Maðurinn flutti telpuna nauðuga og fáklædda í Fossvogskirkjugarð þar sem hann fór höndum um kynfæri hennar og sýndi henni kynfæri sín. Þetta er áttundi óskilorðs- bundni fangelsisdómurinn sem maðurinn hefur hlotið síðan 1988 og 12. refsidómur hans frá 16 ára aldri. Atburður þessi átti sér stað þann 10. október. Maðurinn játaði að hafa farið inn í hús í Hlíðahverfi andspænis Fossvogskirkjugarði, leitað þar að verðmætum og séð að bamið svaf í rúmi sínu. Um það leyti hafi það vaknað og kallað á mömmu sína. Hann neitaði að hafa leitað á telpuna í rúminu, en kvaðst hafa tekið fyrir munn hennar til að koma í veg fyrir að hróp hennar heyrðust og ákveðið að taka hana með sér og skilja einhvers staðar eftir. Síðan hafí hann farið með barnið út í kirkjugarð en skömmu síðar hafi lögreglan komið og hann þá reynt að flýja. Að því er fram kemur í dóminum liðu 34 mínútur frá því að foreldrar barnsins vökn- uðu og hringdu á lögreglu uns bam- ið kom í leitirnar og maðurinn var handtekinn í kirkjugarðinum. Niðurstaða dómsins var byggð á játningu mannsins, en að því er sakfellingu fyrir kynferðismök önn- ur en samræði á því sem telpan sagði ótilkvödd við lögreglumennina sem fundu hana og á framburði hennar fyrir dómi um að maðurinn hefði leitað á sig og sýnt sér kyn- færi sín. „Er skýrsla hennar grein- argóð og í samræmi við það sem komið hefur .fram hjá vitnum og einnig í samræmi við frásögn ákærða að öðru leyti en því sem lýtur að hinu kynferðislega athæfí,“ segir í niðurstöðum Péturs Guð- geirssonar sakadómara. Að þeim dómi meðtöldum sem kveðinn var upp í gær hefur maður- inn, sem er 21 árs eins og fyrr sagði, hlotið 12 refsidóma frá 16 ára aldri! mestmegnis fyrir hegningarlaga- brot. Þar af eru sjö þungir og óskil- orðsbundnir fangelsisdómar frá því um mitt ár 1988. Á síðastliðnu vori hafði honum verið veitt reynslulausn á 257 daga eftirstöðvum fangelsis- dóms og taldist hann hafa rofíð skilorð með þessu broti sínu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.