Morgunblaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26.NÓVEMBER 1992 7» Bindindisdagur fjölskyld- unnar 28. nóvember BINDINDISDAGUR fjölskyld- unnar verður haldinn í annað sinn hér á landi laugardaginn 28. nóvember nk. Að deginum standa flest stærstu og fjölmenn- ustu félagasamtök landsins, þ. á m. Stórstúka íslands (IOGT), Ungmennafélag íslands (UMFI) og Hjálparstofnun kirkj- unnar. Að auki leggja deginum lið ýmsir þjóðkunnir afreksmenn sem hafa valið bindindi sem sinn lífsstíl. Þar fara fremst í flokki söngkonan og söngvasmiðurin Anna Mjöll Ólafsdóttir, sigurveg- ari í söngvakeppninni Landslagið 1991, Luca Kostic, sem kosinn var besti leikmaður 1. deildar 1992, og María Rún Hafliðadótt- ir, fegurðardrottning íslands 1992. Yfirlýstur tilgangur með Bind- indisdegi fjölskyldunnar er þríþætt- ur: Að vekja foreldra til umhugsun- ar um ábyrgt uppeldi barna, að vekja athygli á fðrvarnarstarfi og hvetja til þess og að styrkja vímu- ekki fyrir hendi og slys við flutn- inga á plútóníum kann að hafa geigvænlegar afleiðingar fyrir um- hverfi mannsins og heilbrigði er íslenska ríkisstjórnin andvíg slíkum flutningum. (Fréttatilkynning) íslendingar mótmæla plútóníumflutningi SENDIHERRA íslands í Osló af- henti sendiherra Japan's 23. þ.m. minnisblað þar sem lýst er áhyggjum íslenskra sljórnvaldii vegna flutninga á 1,5 tonnum af plútóníum frá Frakklandi til Jap- ans með japanska skipinu Ak- atsuki-Maru. Gerð var grein fyrir þeirri skoðun íslenskra stjórnvalda að flutningar á sjó með stóran farm af plútóníum skapi slíka hættu fyrir lífríki sjávar að ekkert eitt ríki geti tekið á sig ábyrgð eða bætt skaðann ef slys beri að höndum. Reynist slíkir flutn- ingar hins vegar óhjákvæmilegir skuli þeir einungis eiga sér stað með sérútbúnum skipum og í sam- ræmi við viðurkenndar alþjóðaregl- ur. Þar sem slíkar alþjóðareglur eru Upplestur á vegum Minja og sögu UPPLESTUR verður í Nörræna húsinu í dag klukkan 17, en þá mun Jón Hjartarson leikari lesa úr nýrri bók eftir Helga M. Sig- urðsson sagn- og bókmennta- fræðing um Þórberg Þórðarson rithöfund. Bókin fjallar um tíma- bilið 1912 til 1924 eða frá því er Ofvitinn skilur við lesandann og þar til Bréf til Láru kom út. Bókin kemur út á vegum Árbæj- arsafns og Bókmenntafélagsins, en höfundurinn, Helgi M. Sigurðsson, sem áður hefur ritað bók um Þór- berg, hefur kynnt sér hann með lestri ýmissa heimilda og skjala úr fórum skáldsins, sem hingað til haga ekki legið á lausu. ----------? ? ?--------- Borgarráð Jarðvinna boðin út við Rimaskóla BORGARRÁÐ hefur samþykkt uppdrætti að Rimaskóla í Grafar- vogi. Jafnframt heimilað að út- boð á jarðvinnu fari fram nú þegar. Heildarstærð skólans er 7.600 fermetrar með 500 fermetra lagna- kjallara vegna sundlaugarog lóðin er um 50.000 fermetrar. Áætlaður byggingarkostanður er 1 milljarður. Gert er ráð fyrir að skólinn verði byggður í þremur áföngum. í fyrsta áfanga eru 2.246 fermetrar með 16 almennum kennslustofum, 4 sér- kennslustofum, 2 hópherbergjum, anddyri og snyrtingum. Reiknað er með að fyrsti áfangi kosti um 305 millj. lausa ímynd fjölskyldunnar. Yfirskrift Bindindisdagsins í ár er: Hvað ætlar þú að gera? Undir- vígorð eru: Hvaða framtíð kýst þú börnum þínum? Hver er framtíð fjölskyldunnar? Aðstandendur Bindindisdags fjölskyldunnar hvetja alla lands- menn, forráðamenn fyrirtækja og stofnana og ekki síst fulltrúa fjöl- miðla til að sameinast í átaki við að gera Bindindisdaginn að þurrum degi og taka þátt í háværri og al- mennri umræðu um bindindismál. Að þessu sinni verður umræðunni beint sérstaklega að þeim breyting- um sem átt hafa sér stað í áfengis- málum með tilkomu bjórsins, eink- um ört lækkandi upphafsaldri áfengisneyslu og aukinni heildar- neyslu áfengis hjá 13-19 ára ungl- ingum. Jafnframt eru landsmenn hvattir til að halda upp á Bindindis- dag fjölskyldunnar með því að hver og einn láti andvirði einnar bjór- kippu renna til áriegrar fjársöfnun- ar Hjálparstofnunar kirkjunnar en fjársöfnunin hefst einmitt á Bind- indisdaginn 28. nóvember. (Fréttatilkynning) HEFST Á SUNNUDAGINN Aldrei glæsilegri skreytingar. Skreytingameistarar Blómnvals, Hjördís Jónsdóttir og Michael Jörgensen, munu sýna gerð jólaskreytinga og aðventukransa. Sérstök óhersla verður lögð ó litameðferð, formbyggingu og efnisval í skreytingum. Hjördís og Michael munu spjalla við gesti og veita góð ráð. Komið og sjáið færustu skreytingameistara að störfum. Sýndur verður fjöldi glæsilegra skreytinga. BÚID SJÁLF TIL ADVENTU- SKREYTINGARNAR. Eigum nú fyrirliggjandi gífurlegt úival af allskonar efni til skreytinga: Greni, könglar, skreytingamosi, kúlur, kerti, silkiborðar. Landsins mesta úrval af kertum. Mjög gott verð. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.