Morgunblaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NOVEMBER 1992 11 Odysseifur á íslensku SAGAN Odysseifur, I. bindi, eftir írska skáldið James Joyce er koniin út í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar. I kynningu útgefanda segir: „Skáldsagan Ódysseifur (Ulysses) er án nokkurs vafa frægasta skáldverk 20. aldar. Hún er svo sérstök í frásagnatækni, lærdómi, hispursleysi og útsmoginni' gam- ansemi að hún „virkar á nútíma- menn eins og Fjallið eina", Halldór Laxness. Samt gerist ekkert merkilegt! Það segir frá einum degi í lífi nokkurra Dyflinnarbúa, nánar til- tekið 16. júní 1904, frá amstri þeirra, búksorgum, misdjúpum hugsunum og mismerkum athöfn- um. En einhvern veginn tekst Jo- yce að flétta saman örlög þessa „venjulega fólks" svo úr hefur orðið ný Hómerskviða um þann eilífa ferðalang Ódysseif, í gervi augiýsingasafnarans Leopolds Blooms, og glímu hans við hinstu rök mannlegrar tilveru. Bók Joyce var fyrst gefin út í París 1922, mátti þola ritskoðun og bann í mörg ár í hinum ensku- mælandi heimi og var ekki gefin út í heimalandi höfundar fyrr en 70 árum síðar." Útgefandi er Mál og menn- ing. Bókin er 391 bls., prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. og kostar 2.980 krónur. Þrír af elstu, fyrrverandi flugstjórum á íslandi, þeir Jóhannes Snorra- son, Viktor Aðalsteinsson og Þorsteinn E. Jónsson. „Þetta er eins og hvert annað jólaskraut," segir Þorsteinn um heiðursmerki sín úr stríðinu. Arnbjörn Kristinsson, bókarútgefandi, stendur brosandi til hliðar Nýjar bækur Dansað í háloftunum, endurminningabók Þorsteins E. Jónssonar ÚT ER komin endurminningabók Þorsteins E. Jónssonar, flugmanns „Dansað í háloftunum". Bókin fjallar um æskuár Þorsteins í Vestur- bænum, en þó aðallega um þann kafla í lífi Þorsteins, þegar hann var orustuflugmaður í konunglega breska flughernum í seinni heims- styrjöldinni. í kynningu útgefanda segir, að góðar endurminningabækur séu allt- af eftirsóttar til útgáfu. Hann sagð- ist hafa lagt grunn að útgáfusamn- ingi við Þorstein á bökkum Mósel-ár fyrir 15 árum. Yfirleitt væru slíkar bækur' ekki skrifaðar af mönnunum sjálfum, en Þorsteinn hafi ekki tekið í mál að aðrir gerðu það fyrir hann. „Okkar mat er að hann hafi gert það vel," sagði Arnbjörn^Kristinsson. Flugmannsferill Þorsteins E. Jóns- sonar nær yfir 47 ár, næstum hálfa öld. Hann á að baki rúmlega 36 þúsund flugtíma, þar af um 450 tíma á Spitfíre, helstu orustuvél Breta í stríðinu. Þorsteinn gekk í konung- lega breska flugherinn í apríl 1940 og var í honum til ársloka 1946. Hann lærði að fljúga í hernum og tók þátt í loftárásum Breta í stríð- inu, eins og innrás í Normandy og Norður-Afríku. Þorsteinn var sæmd- ur 6 heiðursmerkjum fyrir vasklega framgöngu í stríðinu. Þorsteinn segist hafa verið með flugdellu frá því hann var smástrák- ur. í upphafi stríðs hafi engin flug- kennsla verið á íslandi. Eina tæki- færi hans til flugnáms hafi verið að ganga i breska flugherinn. Hann segir að erfitt sé að tiltaka hættuleg- asta flugið. Þetta hafi æði oft verið leikur upp á líf og dauða. „Ég var lukkunnar pamfíll. Langflestir af fé- lögum mínum, sem byrjuðu samtím- is, lifðu ekki stríðið af," segir Þor- steinn. Titillinn „Dansað í háloftunum" höfðar til ljóðsins Háflugs í upphafi bókar. Höfundurinn, flugliðsforing- inn John G. Magee, flaug Spitfire- orustuvélum í konunglega breska flughernum í seinni heimsstyrjöld og féll í desember 1941. Útgefandi er Setberg. Bókin er 340 blaðsíður, auk 30 myndasíðna. Hvíta húsið hannaði kápu, en Prent- berg hf. sá um setningu og prentun. Verð 3.350 krónur. Höfnin í verkum margra myndlistarmanna SÝNING var opnuð í Listmunáhúsinu sunnudaginn 15. nóvember á verkum ýmissa íslenskra myndlistamanna, þar sem Reykjavíkurhöfn og nágrenni er mótívið. Sýning þessi er sett upp í samvinnu Hafnar- stjórnar og Listmunahúss og haldin í tilefni af 75 ára afmæli Reykja- víkurhafnar. Á sýningunni eru verk frá því um aldamót undir vora daga eftir marga af helstu myndlistarmönnum þjóðarinnar, meðaí annarra Þórarin B. Þorláksson, Jóhannes Kjarval, Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson, Snorra Arinbjarnar, Jón Engilberts og Nínu Trvggvadóttur. verklega þróun á hafnarsvæðinu og ennfremur listræna hæfileika þeirra myndlistarmanna sem verk eiga á sýningunni, segir í fréttatilkynn- ingu. Sýningin stendur til 13. desem- ber. Listmunahúsið er opin virka daga frá kl. 12-18, um helgar kl. „Svo á jörðu sem á himni" verðlaunuð Kvikmynd Kristínar Jóhannesdóttur Svo á jörðu sem á himni" fékk Grand Pris eða aðalverðlaunin á kvikmyndahátiðinni „Norð- urjjós" í Brugge í Belgíu 21. nóvember síðastliðinn. Ennfremur fékk myndin dreifingarverðlaun. Besta leikkona í aðalhlutverki var valin Álfrún H. Ornólfsdóttir. James Joyce í keppninni voru tólf myndir, meðal annarra tvær myndir sem í fyrra voru tilnefndar til Óskars- verðlauna, Börn náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson og Uxinn eftir Sven Nykvist. Af öðrum myndum sem voru í keppninni má nefna La vie de Boheme eftir Aki Kaurismaki. Á hátíðinni var einnig yfirlitssýning af myndum Ingmars Bergmans. Myndin var sýnd á norrænu listahátíðinni í Barbican Center í London 20. nóvember og daginn eftir á London Film Festival. í fréttatilkynningu segir að báðar sýningar hafi verið fyrir fullu húsi og viðtökur áhorfenda góðar. Kristín og Hilmar Örn Hilmarsson ávörpuðu sýningargesti á undan sýningunum. BEINLEIÐ Ánýju KKplötunni er aðfinna þverskurd afþví besta sem KK hefur unnið að á undanförnum misserum. Bein leið inniheldur m.a. lögin "Þjóðvegur 66" og "Vegbúinn", úr leikritinu Þrúgur reiðinnar. Einnig er hér adfinna, KK aðdáendum til mikillar ánœgju, lög KK Bandsins úr kvikmyndinni "Sódóma Reykjavík", "Ó borg mín borg" og "Slappaðu af'. Stórkostleg og umfram allt skemmtileg plata, sem höfðar tilfólks á öllum aldri. "Það er mikið spunnið í nýju lögin á plötunnL.Bein leið er vel heppnuð plata." GH-Pressan "Lagasmtöar KK bera glöggt vitni um að hann hefur tileinkað sér margt afþví besta sem hann hefur kynnst áferðum sínum sem götuspilari." KM-Morgunblaðið TONLEIKAR BORGARLEIKHÚSINU mánudaginn 30. nóvember forsala aðgöngumiöa í öllum helstu hljómplötuverslunum JAPISÍ SÍMI 62 52 OO «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.