Morgunblaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1992 <mi H3SM3V0M .92 HUOAfJOTÆMn WSSEfflRR 13 ----------------------------------------_ --gtöð- ^tð-fmna-fé-honum-iyíttma, svo næmur er í kvöld hennar dýrs- legi sans. (56) Stíllinn er oft mynd- ríkur og orðmargur með afbrigðum og Þórunn er ófeimin við að setja gömul-og gegn orð í nýtt sam- hengi eða búa til ný orð; goðsagna- fangari, lifsviðhaldslimur, útbulla, hljóðlandslag og konur beiða í bul- landi kvenleika, svo einhver dæmi séu nefnd. í Júlíu eru ótal margir þræðir sem bjóða upp á frekari vefnað. Til dæmis úir allt og grúir af slöng- um í textanum, mikið er vitnað í goðsögur, málverk eftir Hlerony- mus Bosch (brot úr því er á bók- arkápu) gegnir veigamiklu hlut- verki og þá ekki síður fórnarat- hafnir Azteka. Mikið er um alls kyns táknmál sem auðvelt er að týna sér í. Reyndar er ekki laust við að ég hafi Þórunni stundum grunaða um að vera með því að egna gildru fyrir þann lesanda sem stoltur telur sig hafa fundið spenn- andi rannsóknarverkefni líkt og Ágústa þegar hún finnur Júlíu myrta. Því er ekki ólíklegt að eftir miklar vangaveltur átti lesandinn sig á því að hann er einungis leik- soppur textans! Líklega fer honum þó eins og Ágústu, efnið er of spennandi til þess að móðgast og henda því frá sér. Kannski rennur líka upp fyrir honum að hann er enginn herra nútíðarinnar^ sem hefur alla þræði í hendi sér. í and- rúmslofti þessarar bókar leikur sú vitneskja að við séum mun meira skilgreind af því liðna en við áttum okkur á, því orð eru öldugjálfur í munni, þau bergmála í hauskúpu mannkyns og hljóma í sífellu út um munna. (95) Það er margt heillandi í þessari sögu og fátt sem minnir á að þetta er fyrsta skáldsaga höfundar. Ég tek undir með Ágústu sem segir í upphafi bókar: Ég dett ofan í drjúga samveru. Djöfull kætir þetta mig! (10) örð eru öldugjálfur Bókmenntir Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Þórunn Valdimarsdóttir: Júlía Skáldsaga, 202 bls. Forlagið, 1992. Ég ét hugmyndir, fyrst ég er hér komin tek égþig að mér, púsla sögu þinni saman úr upptökum þar sem þú ert enn sjáanleg og heyran- leg. Þú leysist ekki upp, heldur fellur á sérstakan stað, eins og fornt laufblað sem varð að stein- gervingi, ég breyti þér í stein. (25) Sú sem étur hugmyndir er Ágústa, forritari að atvinnu, og sagan sem hún hyggst púsla sam- an er saga Júlíu, ungrar svartrar konu sem hlotið hefur óhugnanleg- an dauðdaga. Sögusvið þessarar bókar er allur heimurinn og geim- urinn eftir ótilgreint margar aldir. Tölvutæknin allsráðandi, hægt er að forrita nánast allt sem hugurinn girnist. Tölvuskjáir um öll híbýli sýna, sé þess óskað, hugsanir, drauma og tilfinningar viðkom- andi. Yfir öllu gýn hið vakandi auga upptökuvélarinnar sem festir líf á filmu. Farartækin eru flaugar sem bera fólk heimshornanna á milli á örskotsstundu. Þetta er framtíðin en í þessari sögu skiptir fortíðin mestu máli. Ekki einungis fortíð Júlíu, sem geymir lykilinn að dauða hennar, heldur fortíð alls mannkyns, þá ekki síst sú fortíð sem skráð er á spjöld sögunnar hvort heldur er í formi ságnfræði eða skáldskapar. Það er erfitt að gleyma því að Þórunn er sagnfræðingur og fáir sagnfræðingar, íslenskir, hafa kaf- að jafn djúpt eftir sálarlífi geng- inna persóna og Þórunn gerði í bók sinni um Snorra á Húsafelli (1989). í sögunni um Júlíu er Þórunn frjáls af föstum atburðarramma sagn- fræðinnar en sagan er engu að síður áleitið efni. „Lífið sjálft er besta söguefnið," segir Ágústa eitt sinn og önnur sögupersóna kemst svo að orði þegar talið berst að pyntingum: Sannleikurinn „er áhrifameiri en fantasían ef maður minnir sig á að viðbjóðurinn gerð- ist í alvöru". (87) Ágústa er í þessu tilfelli í hlutverki sagnfræðingsins, hún unni sér ekki hvíldar fyrr en hún finnur orsökina að dauða Júlíu og til þess þarf hún að kynna sér heimildir um líf hennar. Þá vitn- eskju er að finna í endalausum upptökum hins alsjáandi auga. Ágústa getur því kannað hvað Júlía aðhafðist, um hvað hún tal- aði, hverja hún elskaði og hverja hún lenti upp á kant við. Þar gegna mikilvægu hlutverki þau: Emil, Lena, drengurinn Jesús og Stark- aður, japani að útliti með íslenska þúfnafætur enda „af ótrúlega hreinum íslenskum uppruna". Það er í Starkaði sem draumur allra sagnfræðinga rætist. Hann heldur matarboð þar sem gestir eru upp- vaktar persónur frá mismunandi öldum, brúar þannig tíma og rúm. Meðal gesta eru Björn Breið.vík- ingakappi, tvær venjulegar Maríur frá ísrael, Darwin og ítalska kynbomban Cicciolina. Júlía og vinir hennar verða æ nánari Ágústu og hún lætur sér ekki nægja að lýsa sögunni á hlut- lausan hátt. Aftur og aftur grípur hún inn í söguna og leggur út af því sem hún -hefur uppgötvað og spáir í framvinduna. Þessar hug- leiðingar Ágústu, sem eru afmark- aðar með skástrikuðum texta, ramma aðalsöguna inn og rjúfa hana á stundum. Hugsanir Ágústu þrengja sér einnig inn í sjálfa sög- una án þess þær séu markaðar með leturbreytingu. Oftar en ekki sér sögumaður (sem hlýtur að vera Ágústa) inn í huga persóna sinna, þekkir þeirra innstu hugsanir. Auk þess er oft að finna lýsingar eða vangaveltur sem ekki geta verið annars en sögumanns: Fólkið bind- ur saman staði, borgin er eitt stórt óreglulegt net sem fólkið spinnur stöðugt hvern dag. Gatan er fót- leggur í ósýnilegum iðandi net- sokkabuxum. Bara punktarnir í netinu sjást. (55-56.) Hin skástrikaða frásögn Ágústu gegnir ekki síst því hlutverki að hleypa spennu í framvinduna, hún er spæjarinn í leit að lausn á morð- gátu. Saga Ágústu er í nútíð, hún segir frá atburðunum jafnóðum og þeir gerast. Þannig skapast óvissa og spenna líkt og í góðum spennu- sögum og enginn getur séð fyrir hinn óvænta endi. Ágústa, Júlía, Starkaður, Emil og Lena eiga það sameiginlegt að hugsun þeirra er ekki tamin og þar af leiðandi tilheyra^ þau ekki hinum þæga fjölda, Á þessum framtíðartíma gefst fólki nefnilega kostur á því að láta temja í sér geðið og lifa upp frá því átaka- lausu lífi en „tamningin sviptir mann möguleikunum á því að skynja". (42) Mikil áhersla er á það í sögunni að þeir ótömdu eru þeir sem skapa, skynja lífið, finna nýjar leiðir, upp-lifa. Þeir taka ekki öllu sem gefnu, efast, rann- saka og draga ályktanir. Ótemj- urnar taka áhættu með því að vera öðruvísi og því fylgir einatt kvöl Þórunn Valdimarsdóttir en „sönn vellíðan vex upp úr kvöl". Það má því lesa þessa sögu sem harða ádeilu á líf sem líður átaka- lítið áfram í doðadái vanans. Með hjálp listarinnar getum við lært að skynja á nýjan leik og einnig með því að anda að okkur gufum sögunnar, fá inrisýn í líf fólks sem ekki var merkt hinu venjulega. Þannig getum við skilið okkur sjálf. Eitt af stefum bókarinnar er að sköpunarverkið búi allt í mann- inum og hann sé í raun ekkert annað en viðbrögð við samsöfnuð- um upplýsingum. Það má svo leika sér að þeirri hugsun að þessar upplýsingar eru einmitt viðfangs- efni sagnfræðinga allra tíma og ekki síður rithöfunda og skálda. Tilfinningar persóna speglast vel í stílnum. Stundum er hann ruddafenginn; ágengar og mis- kunnarlausar lýsingar þá ráðandi, stundum æstur fullur einhverri ótaminni græðgi. Oftar en ekki er þó ljóðrænan ráðandi: Stígur krossspor viðgeðslegan mann svo habitat LAUGAVEGI 13 SÍMI (91) 625870 FALLEGIR LAMPAR ÚR KOPAR VANDAÐIR HANDUNNIR INDVERSKIR LAMPAR ÚR KOPAR Á FRÁBÆRU VERÐI. VERÐ FRÁ KR. 4.800,- TIL KR. 8.900,- (ÁN SKERMA). ATHUGIÐ: GLÆSILEGUR MYNDALISTI FÆST I VERSLUN OKKAR Á KR. 200,-. MÁN - FÖS KL. 10.00 - 18.00 LAUGARDAGA KL. 10.00 - 16.00 Qnæg bílastæði ÍSJP^ /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.