Morgunblaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1992
---------------.HOM
17
22. flokksþing Framsóknarflokksins hefst á morgun
Flokkurínn mótar end-
anlega afstöðu til EES
Kemur til greina að sitja hjá við afgreiðslu samningsins,
segir Steingrímur Hermannsson
FLOKKSÞING Framsóknarflokksins, 22. í röðinni, fer fram á
Hótel Sögu dagana. 27.-29 nóvember. Stærstu mál þingsins verða
efnahagsmál og einnig mun flokkurinn móta sér endanlega af-
stöðu tíl samningsins um Evrópskt efnahagssvæði að sögn Stein-
grúns Hermannssonar, formanns flokksins en hann staðfesti að
skiptar skoðanir væru innan flokksins til samningsins. Framsókn-
arflokkurinn stendur einnig fyrir fyrirlestrum og sýningu í Há-
skólabíó í tengslum við flokksþingið um nýsköpun í íslensku at-
vinnulífi með þátttöku fjðlmargra aðila úr atvinnulífi og frá félaga-
samtökum. Þá hefur verið ákveðið að sjónvarpa beint frá allri
dagskrá þingsins og einnig frá sýningunni í Háskólabíó á Sýn.
Að sögn Steingríms verður lögð
frám tillaga um ákveðna afstöðu
flokksins til EES á þinginu. Stein-
grímur sagði að mjög erfítt væri
fyrir flokkinn að hafna samningn-
um efnislega en á móti kæmi að
íslenskt atvinnulíf væri allt of veikt
til að ganga inn í evrópskt efna-
hagssvæði auk þess sem fyrir lægi
ákveðin ályktun miðstjórnar
flokksins frá í vor um að aðild að
EES kæmi ekki til greina nema
tryggt verði að samningurinn
standist stjórnarskrána. „Eftir að
hafa farið vel yfir það mál er þing-
flokkurinn sammála um að samn-
ingurinn standist ekki ákvæði
stjórnarskrárinnar og það mun
ráða mjög um afstöðuna," sagði
hann. Steingrímur sagði að vel
kæmi til greina að sitja hjá við
atkvæðagreiðslu um samninginn á
Alþingi en skiptar skoðanir væru
um það innan flokksins og sumir
vildu fremur greiða atkvæði gegn
honum. Hins vegar væru ekki
margir innan flokksins sem vildu
samþykkja samninginn. „Mér
finnst persónlega koma til greina
að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna
um samninginn," sagði hann.
Flokksþingið hefst kl. 10 á
morgun, föstudag, og meðal þess
sem þá er á dagskrá er yfirlits-
ræða formanns og ávarp Ögmund-
ar Jónassonar, formanns BSRB,
sem verður sérstakur gestur
þingsins. Steingrímur Hermanns-
son sagði á blaðamannafundi að á
þessu flokksþingi yrði brotið blað
á ýmsan hátt. Akveðið hefði verið
að aðgangur að öllum dagskrárlið-
um þingsins verði opinn fiölmiðl-
um og öðrum sem áhuga hefðu á
að fylgjast með störfum þess.
Kemur einnig til greina að nefnda-
fundir þingsins verði opnir, að
sögn Steingríms.
Kjörorð þingsins að þessu sinni
eru: „Framtíð á framtaki byggð."
Málefnahópar hafa unnið að und-
anförnu að undirúningi að
ályktunum flokksþingsins sem
hafa verið bornar undir kjördæm-
isþing flokksins víðsvegar á land-
inu að undanförnu.
Fyrirlestrahald og sýning í Há-
skólabíó hefst kl. 14 á laugardag
og stendur yfír í tvær klukku-
stundir en flokkurinn hefur leigt
stóra sal Háskólabíós og anddyri
þar sem sett verður upp sýning
fjölmargra aðila. Meðal þeirra sem
taka þátt í sýningunni eru Félag
íslenskra iðnrekenda sem stendur
að sýningu á notkun jarðhita til
iðnaðar, Fagráð bleikjuframleið-
enda sýnir markaðssetningu á
bleikju, Össur hf. sýnir stoðtækja-
smíði, Hugrún hf. mælitæki,
Rannsóknastofnun fískiðnaðarins
sýnir reyktan háf, SÍF saltfískm-
arning og Stúdentaráð sem kynnir
Nýsköpunarsjóð stúdenta. Þá hafa
tíu einstaklingar sem hafa tengst
ýmsum nýsköpunarverkefnum
verið fengnir til að gera grein fyr-
ir hvernig þeir telja að standa
beri að nýsköpun í atvinnulífínu
með fyrirlestrahaldi. „Þessi fundur
er ópólitískur og er fyrst og fremst
ætlað að veita fræðslu," sagði
Steingrímur.
Helgi Pétursson hefur umsjón
með sjónvarpsútsendingunum en
flokkurinn hefur samið við Sýn
um beinar útsendingar frá þing-
inu. Verður leigður sýningarbíll til
að hægt verði að sýna til skiptis
frá þinginu og sýningunni í Há-
skólabíó. Kostnaður við sjón-
varpsútsendingarnar er um 250
þúsund kr. Hefur flokkurinn leitað
til ýmissa aðila og fyrirtækja um
að styrkja fræðslufundinn í Há-
skólabíó og kosta sjónvarpsút-
sendingarnar.
Friðþjófur Jóhannsson formaður Afls
Málinu lokið með réttlátri
niðurstöðu Hæstaréttar
FREDÞJÓFUR Jóhannsson formaður Afls, félags sendibflstíóra í
Reykjavik, segir dóma Hæstaréttar í málum tveggja félagsmanna
sýna að þeim beri engin skýlda tíl aðildar að Trausta, öðru félagi
sendibílstjóra á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna sé misvísandi sú
túlkun formanns Trausta á niðurstöðunni sem fram kom í laugar-
dagsblaðinu. Réttlát niðurstaða hafi fengist og málinu sé lokið.
Ingólfur vill semja við eigendur
Sendibfla hf, þar sem Aflsmenn
vinna, um akstur þeirra, en fara
ella í annað mál. Friðþjófur segir
að bílstjórarnir tveir hafí upphaf-
lega verið kærðir fyrir að hækka
ekki akstursgjöld á við félaga í
Trausta, síðar hafí verið farið í
mál við þá fyrir að neita að vera
í félaginu.
„Málið snerist um tengsl at-
vinnuréttinda og félagsaðildar,"
segir Friðþjófur. „Hæstiréttur
taldi að bfls^jórunum bæri ekki
skylda til að vera í Trausta þar
sem lög mæltu ekki fyrir um það.
Reglugerð nægir með öðrum orð-
um ekki. Félagar í Afli fagna þess-
um úrslitum, við höldum okkar
akstri áfram ótrauðir."
um á fjölda þeirra og annarri
frelsisskerðingu í formi skattalaga
eða reglugerða. Nú hefur verið
skorið úr um að menn verða ekki
neyddir til að vera í Trausta, sem
hefur barist fyrir fjöldatakmörk-
un. Við teljum að í þessu felist
viðurkenning á félaginu og að
málinu sé lokið."
ÞEGAR VEUA
Á ÞAÐ BESTA
Friðþjófur telur túlkun Ingólfs „Afl var stofnað til að berjast
Finnbjörnssonar formanns fyrir hagsmunum sendibflstjóra,"
Trausta á dómunum misvísandi. segir hann „og gegn takmörkun-
Borgarráð
Seltjarnarnes fær afnot af
holræsakerfi borgarinnar
BORGARRÁÐ hefur staðfest samkomulag milli Reykjavíkurborgar
og Selrjarnarneskaupstaðar um afnot af holræsakerfi borgarinnar
við Eiðsgranda. Gert er ráð fyrir að Seltiarnarnes greiði 3,2 miUjón-
ir fyrir afnotaréttinn og 45% af árlegum rekstarkostnaði.
Samkomulagið gerir ráð fyrir
tengingu við Kolbeinsstaðamýri og
er Seltjarnarneskaupstað heimilt að
veita allt að 45 1/sek af skolpi og
135 1/sek af yfírborðsvatni inn á
lagnakerfí borgarinnar. Áætlaður
nýbyggingakostnaður ræsakerfi-
sins með þátttöku Seltirninga er
3,7 milljónir en 30,5 milh'ónir án
þeirra. Hlutur Seltirninga er því 3,2
milljónir.
il á fil
w^tfuvinua.\n.uuvMYV
Borgarkriftglunni - Simi Ó77820
STEINAR VVAAGE
SKÓVERSLUN
Skórnir hennar
Ver&4995.-
tegund 3010
StærSir: 36—41
Litur: svart
Efni: mjúkt leour og rúskinn
Ath: lítíl númer
Vero 5995.-
tegund 5069
Stærðin 36—41
Litur: svart
Efni: Mjúkt leður og rúskinn
Ath: stór númer
Póstsendum samdægurs 5% SfaðgreÍðsíuafsláttUf
Domus Medica, Kringlunni, Toppskórinn,
Egilsgötu 3, Kringlunni 8-12, Veltusundi,
sími 18519 sími689212 sími21212.
V.
StaöQreiös\uats\á^
Greiöslukortapi
/MIKUOIRÐUR
VIÐ SUND
Góðan daginn!