Morgunblaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1992
Gabbró-
verksmiðja
á Höfn?
Höfn.
UNDANFARNA mánuði hefur
að frumkvæði bæjarstjórnar á
Höfn verið unnið að hag-
kvæmnikönnun á verksmiðju,
sem ynni flísar úr gabbrói á
gólf, veggi og sem utanhús-
klæðningu. Frumathugun hef-
ur leitt í ljós að um arðbæran
kost gæti verið að ræða og er
nú verið að kanna -markaðs-
málin nánar. Gert er ráð fyrir
að niðurstaða fáist innan
skamms.
Slík verksmiðja gæti veitt einum
til tveimur tugum manna atvinnu
fyrir utan aðra þá þjónustu, sem
yrði að veita fyrirtækinu. Áætlað
er að stofnkostnaður yrði um 250
milljónir króna. Það hlyti að verða
góð lyftistöng fyrir atvinnulífið á
Höfn ef af þessum framkvæmdum
yrði.
- JGG.
M&S&
VERTU VIÐBUINN
VETRINUM
Með vel hönnuðum og slitsterkum
vinnufatnaði frá Fristads heldur þú
kuldanum úti og hitanum inni.
Létt og þægileg föt sem gefa
hámarks hreyfingarfrelsi.
NÝTT NÝTT!
Undirföt frá Fristads fyrir veturinn.
Virka eins og gömlu góðu
ullarnærfötin nema þau -
stinga ekki, halda ^. .tj/fAU^
líkamanum þurrum fW ^ggá
Og hlýjum. Omíi.Vellííín.Nolagilcli
Skemmuvegur 6L ¦ Pósthólf 9330 • 129 Reykjavik
Slmi 670 880 • Fax 670 885
AF INNLENDUM
VETTVANGI
ÞÓRUNN ÞÓRSDÓTTIR
Grundartangi
Enn aJlt 1 járnum
OVISSA hefur að undanförnu ríkt um framtíð Járnblendiverksmiðj-
unnar á Grundartanga. Ákveðið var í vikunni að rikissjóður veittí
50 miUjónum til verksmiðjunnar í annað sinn í vetur og líkur eru á
þriðju fjárveitingunnirir jól. Ráðamenn funduðu á þriðjudag með
fulltrúum norskra og japanskra eigenda verksmiðjunnar, en Björn
Friðfinnsson ráðuneytisstíóri í iðnaðarráðuneyti segir að endanleg
niðurstaða sé ekki fengin. Ákveðið var þó að færa hlutafé verksmiðj-
unnar úr 2.000 í 600 miUjónir og heimila hlutafjáraukningu. Samning-
ar við Landsvirkjun eru lykilatriði og rætt er um að hætta við hækk-
un orkuverðs frá þvi í sumar. Spurt hefur verið hvað kosti að halda
lifi i Járnblendinu nokkur erfið misseri til viðbótar. Hvað það hafi í
för með sér að hætta rekstrinum. Hvort ríkið eigi að bæta hundruð-
um miUjóna við útgjöld til fyrirtækis sem aðeins hefur skilað arði
tvö ár af fjórtán. Járnblendismenn segja ljóst að verksmiðjan sé
afleit fjárfesting fyrir rikissjóð, en úrslitarök þeirra virðast þó ætla
að halda: Það verður ekki aftur snúið.
Rekstur Járnblendiverksmiðj-
unnar hófst 1979 og komst í fullan
gang ári seinna. Upphaflega átti
ríkissjóður 55% í fyrirtækinu og
norska fyrirtækið Elkem afgang-
inn. Árið 1984 keypti japanska fyr-
irtækið Sumitomo bréf af Norð-
mönnum og á 15% á móti 30% eign-
araðild Elkem. 50 millj. fjárveiting-
ar ríkisstjórnarinnar í vetur eru
ekki fyrstu aðgerðir til hjálpar verk-
smiðjunni og duga skammt. Sú
fyrsta kom í byrjun nóvember og
jafnhá upphæð kemur úr ríkissjóði
nú í vikunni vegna vaxtagreiðslu
sem standa þarf skil á. Fyrir jólin
þarf verksmiðjan enn álíka upphæð.
Til að tóra næstu misseri telja Járn-
blendismenn sig þurfa 560 millj. til
viðbótar frá eigendum.
Hlutafé í verksmiðjunni nam í
upphafi 2.700 milljónum á núvirði
og 1984 var það aukið um 3.300
milljónir á verðlagi dagsins í dag.
Þær 3.400 milljónir sem íslenska
ríkið hefur sett í verksmiðjuna hafa
að mestu leyti tapast og á næstu
dögum ætti að ráðast hvort þær
eru að fullu glataðar. Árin 1988
og 89, þegar hagnaður varð, skiluðu
tæpum 150 milljónum á núvirði í
ríkiskassann.
Offramboð gerir kísiljárnfram-
leiðendum á Vesturlöndum erfitt
fyrir, árið 1990 féll verð á efninu
mikið. Kína og síðar Sovétríkin
dengdu þá um 400 þúsund tonnum
af ódýru kísiljárni inn á markað sem
tekur 2 milljónir tonna.
Ætla má að sögn Jóns Sigurðs-
sonar framkvæmdastjóra verk-
smiðjunnar, að Norðmenn og ís-
lendingar geti framleitt meira en
þriðjung af þörf Evrópumarkaðar,
Bandaríkjanna og Japans.
Stjórnendur verksmiðjunnar
gerðu í haust neyðaráætlun til
tveggja ára til að mæta markaðs-
erfiðleikunum. Hún er fjórþætt og
felst í innanhússaðgerðum, aukn-
ingu hlutafjár, bættum kjörum í
orkukaupum, flutningum og trygg-
ingum auk hagkvæmari bankavið-
skipta. Fyrsta skrefið hefur þegar
verið tekið með uppsögnum 40
starfsmanna í haust og hagræðingu
í framleiðslunni. Aðrar björgunar-
aðgerðir hafa verið ræddar og
reiknaðar og hefur hver aðili hefur
bent á annan, en iðnaðarráðherra
heldur í þræðina sem fulltrúi aða-
leigenda.
Járnblendismenn hafa lagt til að
hlutafé verði aukið um 560 milljón-
ir til að komist verði af við óbreytt-
ar aðstæður næstu tvö ár. Þeir
hafa átt í samningaviðræðum við
Landsvirkjun um raforkuverð og
veit því upp meðal annars að það
verði háð verði afurða, eins og gildi
um rafmagnssölu til álversins í
Straumsvík. Ekki hefur verið farið
í formlegar viðræður við banka um
að framlengja lán og liðka kjör,
enda beðið eftir niðurstöðu um
hlutafj áraukninguna.
íslensk srjórnvöld hafa lýst því
yfir að þau vilji leggja aukið fé í
verksmiðjuna ef erlendir eigendur
geri það líka í hlutfalli við eignar-
aðild þeirra. Fyrr í mánuðinum batt
iðnaðarráðherra heldur meiri vonir
við jákvæð viðbrögð Japana en
Norðmanna, vegna mikilla erfið-
leika Elkems í Noregi. Eftir fund
fulltrúa hluthafanna þriggja í vik-
Afkoma ísl
Heildarskuldir íslenska járnblendi-
félagsins hf. 1979-91 verðiagi
Eiginfjárhlutfall* íslenska
jámblendifélagsins hf. 1979-92
• Víkjandi lán talin með eignum
•tooo
•1200
¦1400
1B7S *> '81 'K '83 "64 tS 'K W ¦» W » TH 1Í7Í W W '82 '83 W « M '87 '88 '«9 W W •»
unni er ljóst að allir aðilar vilja finna
leiðir til að reka Járnblendiverk-
smiðjuna áfram. En óvíst er hvort
aukning hlutafjár verði að tiltölu
við hlut hvers þeirra.
Á fundi hluthafanna var ákveðið
að færa hlutafé fyrirtækisins úr
2.000 milljónum í 600 og heimild
veitt til að auka það síðan með
ákvörðun stjórnar. Þetta er gert til
að vega upp á móti tapi fyrri ára
og veita nýjum hlutabréfum sann-
gjarnt vægi gagnvart þeim gömlu.
Rekstur Járnblendiverksmiðjunnar
er reiknaður með tvennu móti, í
norsku og íslensku uppgjöri.
Fulltrúar Elkem og Sumitomo
vilja vita meira um rekstrarhorfur
verksmiðjunnar áður en þeir taka
ákvörðun varðandi aukið hlutafé.
Þar eru bætt orkukjör lykilatriði. í
viðræðum Járnblendiverksmiðjunn-
ar og Landsvirkjunar hafa ýmsar
leiðir verið ræddar, en Landsvirkj-
unarmenn vilja forðast keðjuverkun
tilslakana. Álverið hefur til dæmis
borgað um 13 mill fyrir kílóvatts-
stund en Járnblendið 10. Helstu
kostir í viðræðunum virðast nú frek-
ari greiðslufrestur til verksmiðjunn-
ar eða afsláttur á orkuverði.
Járnblendiverksmiðjan hefur
ekki greitt rafmagn frá júlíbyrjun
og skuldar Landsvirkjun um 125
milljónir, en meðaltekjur af raf-
orkukaupum Járnblendisins hafa
verið 390 milljónir árlega. Orku-
verðið miðast við ákveðna upphæð
í norskum krónum sem hækkar á
fimm ára fresti eftir heildsöluverði
í Noregi. Járnblendið greiddi 6,6
norska aura fyrir kílóvattsstund þar
til 1. júlí að verðið hækkaði um 20%
í 7,9 aura. Rætt hefur verið um að
falla frá þessari hækkun.
Verksmiðjan skiptir rriest við
Landsbankann og á að borga hon-
um 200 milljónir á næsta ári vegna
tæplega 800 milljóna láns sem tek-
ið var í fyrra. Jafnhá afborgun á
að fara til Norræna fjárfestinga-
bankans á næsta ári, en skuld við
hann nemur rúmum 500 milljónum.
Samningur við danskan banka um
svokallaða kreditlínu, 480 milljónir,
rennur út á næsta ári og segist Jón
Sigurðsson vonast til að hann fáist
framlengdur. Loks fara erlendar
greiðslur Járnblendisins gegnum
norska bankann DNB og þar hefur
verksmiðjan um 100 milljóna yfir-
dráttarheimild.
Afleiðingar lokunar Járnblendi-
verksmiðjunnar yrðu alvarlegar.
Þar vinna nú 140 manns og ýmis
fyrirtæki, sementsverksmiðjan á
Akranesi til dæmis, eru háð verk-
smiðjunni. Jón Sigurðsson áætlar
að lokun mynda kosta um 250
manns atvinnuna. Hann bendir á
tekjuskattsmissi ríkisins, tekjumissi
Landsvirkjunar og viðbótarútgjöld
úr Atvinnuleysistryggingasjóði.
Stöðvun á rekstri verksmiðjunnar
eða gjaidþrot myndi þýða hundruða
milljóna tap fyrir ýmsa aðila.
Amitsubishi
«
4
i
MITSUBISHILANCER 1600 GLXi Super