Morgunblaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 20
20
fÓM .SS fll MMH aiöAJaMUOHOM
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1992
Benedikt Davíðsson
kjörinn forseti ASÍ
með 61 % atkvæða
Akureyri. Frá Hjálmari Jónssyni, blaðamanni Morgunklaðsins.
BENEDIKT Daviðsson var í gær kjörinn forseti Alþýðusambands ís-
lands til næstu fjögurra ára í stað Asmundar Stefánssonar, fráfarandi
forseta sem ekki gaf kost á sér á þingi ASÍ sem haldið er á Akur-
eyri. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður Landssambands íslenskra
verslunarmanna, var kjörin fyrsti varaforseti og Hervar Gunnarsson,
formaður Verkalýðsfélags Akraness, var kjörinn annar varaforseti.
Benedikt bar sigurorð af Pétri Sigurðssyni, forseta Alþýðusambands Vest-
fjarða, með 33.650 atkvæðum gegn og hugsa fyrst og fremst um það
20.350 atkvæðum eða rúmlega 61%
atkvæða gegn 37%. 3.850 atkvæði
voru auð og 950 ógild. Benedikt kom
í ræðustól eftir að kjörinu hafði ver-
ið iýst og þakkaði það traust sem
honum væri sýnt. Hann væri ekki
að koma inn sem einhver byltingar-
maður heldur sem einn úr hópnum
sem væri búinn að starfa lengi og
hefði átt þátt í að móta starfshætti
innan ASI undanfarin kjörtímabil.
Pétur Sigurðsson kom í ræðustól
á eftir Benedikt, þakkaði þeim sem
stutt hefðu hann í kjörinu og óskaði
Benedikt til hamingju með sigurinn.
Þegar úrslitin lægju fyrir hlytu allir
að sameinast um nýkjörinn forseta
og styðja hann með ráðum og dáð
fólk sem þeir væru fulltrúar fyrir.
Kjörnefnd kom saman til fundar
klukkan 11 í gærmorgun og sam-
staða tókst ekki um eina tillögu um
forseta. Alþýðubandalags- og Fram-
sóknamenn stóðu að tillögu um Bene-
dikt Davíðsson, fyrrverandi formann
Sambands byggingarmanna, en Al-
þýðuflokksmenn í nefndinni stungu
upp á Pétri Sigurðssyni, forseta Al-
þýðusambands Vestfjarða.
Sjálfstæðismenn sátu hjá við af-
greiðsluna og mæltu með hvorugum
frambjóðandanum. Þeir höfðu lagt
til á fundi kjörnefndar í fyrrakvöld
að leitað yrði til Láru V. Júlíusdótt-
ur, framkvæmdastjóra ASÍ, um að
hún gæfi kost á sér, en það var bund-
ið því skilyrði að einhugur yrði í
nefndinni um það sem ekki var.
Fyrr um daginn hafði Örn Frið-
riksson, formaður Málm- og skipa-
smiðasambands íslands gefið kjör-
nefnd afdráttarlaust afsvar um að
hann yrði í framboði. Ekki var sátt
um að Pétur Sigurðsson yrði einn í
framboði og því var óskað eftir því
við þingforseta að kjörinu yrði frest-
að fram eftir degi, en það átti að
hefjast klukkan 9 í gærmorgun,
meðan leitað væri að öðrum fram-
bjóðanda. Bæði Alþýðubandalags-
menn og Alþýðuflokksmenn funduðu
í fyrrakvöld hvorir í sinn hóp eftir
að fundi kjörnefndar var frestað og
varð niðurstaðan af fundí Alþýðu-
bandalagsmanna að leita til Bene-
dikts Davíðssonar um að hann gæfi
kost á sér. Sjálfstæðismenn funduðu
í gærmorgun fyrir fund kjörnefndar
og varð niðurstaða þeirra að sitja
hjá við afgreiðsluna.
Magnús L. Sveinsson, formaður
Verslunarmannafélags Reykjavíkur,
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Ný forysta ASÍ. Frá vinstri: Hervar Gunnarsson, annar varaforseti,
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, fyrsti varaforseti, og Benedikt Davíðs-
son forseti.
Átta nýir í miðstjórnarkjöri
ÞRJÁR uppástungur komu úr sal um félaga i 18 manna mið-
stjórn ASI f gærkvöldi til viðbótar tillögu kjörncfudar, sem var
samhh'óða. Stungið var upp á Birnu Þórðardóttur, Kára Arnóri
Kárasyni, Verkalýðsfélagi Húsavflcur, og Rögnu Larsen frá
Verkalýðsfélaginu Þór á Selfossi. Átta manns, sem ekki sitía nú
i miðstiórn, eru í kjöri.
í kjornefnd var gerð tillaga um
fimm nýja félaga í miðstjórn.
Þeir eru: Bjðrn Grétar Sveinsson,
formaður Verkamannasambands-
ins, Björn Snæbjörnsson frá Ein-
ingu á Akureyri, Böðvar Péturs-
son frá Verslunarmannafélagi
Reykjavíkur, Kristján Gunnars-
son frá Verkalýðs- og sjómanna-
félagi Keflavíkur og Sólveig Har-
aldsdóttir, Verslunarmannafélagi
Hafnarfjarðar.
Atkvæðagreiðsla átti að hefjast
seint í gærkvöldi. Ekki var búist
við að talningu lyki fyrr en ein-
hvern tímann seint í nótt.
JOLATLBOÐ
Husqvarna
Huskylock
Loksoumavélin (over lock)
Gerð 360 D
Verð stor.
kr. 33.820.-
^
VOLUSTEINNhf
Faxafenl 4, Sími 679505
Umboðsmenn um ullt land
Benedikt Davíðsson nýkjörinn forseti Alþýðusambandsins
Þáttaskil í samstarfi
ASI og stjórnvalda
BENEDIKT Daviðsson, nýkjörinn forseti Alþýðusambands íslands
í stað Ásmundar Stefánssonar, segir að nú þurfi Alþýðusambandið
að styrkja innra starf sitt til að undirbúa það sem framundan sé.
Stjórnvöld hafi með efnahagsaðgerðum sínum kallað fram ákveðin
þáttaskil ef ekki hafnað samstarfi við ASÍ og hreyfingin þyrfti að
gera það upp við sig hvernig hún héldi á málinu og hvenær. Hann
segist ekki óttast að eftirmál verði vegna forsetakosninganna og
að hann tetfi ekki að flokkspólitík ætti eftir að seija meira mark á
starfsemi samtakanna en verið hafi.
„Ég mun fyrst og fremst byggja
á þeim góða grunni sem lagður
hefur verið undanfarin kjörtímabil,
sem ég tel fyrst og fremst hafa
verið faglegan og að unnið verði
að málum á breiðum grundvelli til
hagsbóta fyrir okkar fólk," sagði
Benedikt í samtali við Morgunblað-
ið.
Hann sagði að styrkja þyrfti
samstarf innan samtakanna og það
þyrfti einnig að ná til þeirra aðila
utan hreyfingarinnar sem hefðu
með ákvörðunum sínum veruleg
áhrif á kjör launafólks, bæði stjórn-
völd og gagnaðila á vinnumarkaði.
Samstarfið þyrfti að vera bæði fag-
legt og pólitískt.
Aðspurður hvort hann myndi
fylgja stefnu fyrri forseta sagðist
hann myndu gera það að svo miklu
leyti sem hann yrði ráðandi um
hana. Hann hefði verið með í að
móta þá stefnu sem fylgt hefði
verið undanfarin ár og hann myndi
leggja til að haldið yrði áfram á
svipaðri braut, að bæta kjörin eftir
þeim leiðum sem farnar hefðu ver-
ið á undanförnum misserum.
Stærstu verkefnin núna væru þær
alvarlegu horfur sem væru í at-
vinnumálum og í stöðu atvinnulffs-
ins almennt. Það verkefni hefði
verið í vinnslu og hann kæmi að
því nú þegar búið væri að fjalla
um þessi mál ítariega af þeim sem
hefðu til þess mikla þekkingu.
Hann þyrfti að setja sig inn í það
hvernig málið stæði í dag og myndi
vinna það áfram í samvinnu við
það fólk sem hefði fjallað um það.
Benedikt sagðist taka undir þá
gagnrýni sem komið hefði fram á
þingi Alþýðusambandsins á efna-
hagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar.
Hann væri sammála þvi sem Ás-
mundur Stefánsson, fyrrverandi
forseti, hefði sagt í framsögu um
kjara-, atvinnu- og efnahagsmál á
þinginu á þriðjudag að nú þyrfti
fyrst og fremst að skipuleggja
málin innan Alþýðusambandsins.
Benedikt segir að stjórnvöld hafi
að minnsta kosti kallað fram ákveð-
in þáttaskil „ef ekki hafnað sam-
starfi við okkur og við þær aðstæð-
ur þurfum við fyrst og fremst að
gera upp við okkur í hreyfingunni
hvernig við höldum á málinu áfram
og hvenær," sagði Benedikt.
Aðspurður hvernig starfíð legð-
ist í hann þar sem framboð hans
hefði komið skyndilega upp og
raunar ekki endanlega fyrr en í
gærmorgun sagði Benedikt að
hann þekkti vel til í hreyfingunni,
hefði verið lengi viðloðandi hana
og vissi nokkuð við hvað væri að
glíma. „Ég veit að það er mjög
mikið verkefni sem er framundan.
Ég treysti því að til samstarfs við
mig veljist mjög gott og hæft fólk
sem ég þekki^ hér inni frá öllum
samböndum. Ég mun líka byggja
ákaflega mikið á þeirri víðtæku
þekkingu sem starfsfólk Alþýðu-
sambandsins og annars staðar í
hreyfingunni hefur yfir að ráða.
Ég kvíði þessu verkefni því ekkert
mjög mikið, en ég geng þess ekk-
ert dulinn að það er mikið starf
framundan. Ég hef hins vegar
hugsað mér að reyna að hafa þann
verkstjórnarhátt á að fá hina fær-
ustu menn til að vinna með mér
og reyna að vera sem mest sam-
nefnari fyrir þá vinnu. Ég ætla
mér ekki þádul að ég geti farið í
sporin hans Asmundar, því ég þekki
hans vinnubrögð í gegnum árin og
veit að hann hefur ekki bara sett
fram tillögurnar í flestum tilfellum
heldur hefur hann líka unnið málið
áfram. Hann hefur verið hug-
myndafræðingurinn, vinnuþjarkur-
inn og síðan unnið tillögunum
framgang. Ég geri mér grein fyrir
því að ég þarf að vinna þetta öðru-
vísi." Hann sagði aðspurður ekki
óttast að þessi forsetakosning ætti
eftir að skilja sár eftir sig. Hann
tæki fullt mark á orðum Péturs
Sigurðssonar eftir kjörið þar sem
hann hefði hvatt til samstöðu um
úrvinnslu þeirra verkefna sem væru
framundan. „Ég er ekki í nokkrum
vafa um að það er eindrægni innan
hreyfingarinnar. Umfjöllunin öll
um aðgerðir stjórnvalda til dæmis
ber þess vitni," sagði Benedikt.
Hann sagðist ekki óttast að flokks-
pólitík færi að setja meira mark á
starf samtakanna en verið hefði
og hann myndi gera allt tij að draga
úr því ef svo yrði. Starf samstak-
anna á undanförnum árum sýndi
að hún beitti sér án lillits til þess
hvaða flokkar væru í stjórn.