Morgunblaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NOVEMBER 1992 21 Birna Þórðardóttir óskar Ingibjörgu R. Guðmundsdóttir til hamingju eftir að Ingibjörg hafði sigrað í varaforsetakjöri. gerði grein fyrir afstöðu sjálfstæðis- manna í kjörnefnd áður en gengið var til kosninga en með honum sat þar Hrafnkell A. Jónsson. Hann sagði að þeir hefðu fyrst gert sér vonir um að Örn Friðriksson gæfi kost á sér og lagt hart að honum um það en þeir hefðu talið að um hann gæti myndast sú breiða samstaða sem þeir teldu nauðsynlega. Eftir að Örn hafði gefið endanlegt afsvar í gær, hefði komið upp sú staða að Lára væri reiðubúin til að gefa kost á sér ef samstaða yrði um það í nefnd- inni. Þeir hefðu talið það mjög góðan kost fyrir alþýðusamtökin að samein- ast um að kona yrði í fyrsta skipti kjörin forseti ASI og þeir hörmuðu að samstaða skyldi ekki hafa tekist um það. Þar sem ekki hefði heldur tekist samstaða um neinn einn fram- bjóðanda hefðu þeir ákveðið að standa að hvorugu framboðinu. Að loknu forsetakjöri var gengið til kjörs fyrsta og annars varafor- seta. Kjörnefhd stóð sameinuð að tillögu um Ingibjörgu R. Guðmunds- dóttur og Hervar Gunnarsson, en tfllaga kom um Birnu Þórðardóttur úr sal í embætti fyrsta varaforseta og voru það einkum nokkrir félagar í verkamannafélaginu Dagsbrún sem stungu upp á henni. Því varð að kjósa milli hennar og Ingibjargar og fékk Ingibjörg 33.950 atkvæði og 59% atkvæða og Birna 22.875 atkvæði og 39,7%. Nokkrar skýringar voru nefndar á stuðningnum sem Birna fékk. Forsvarsmenn verslunarmanna töldu að stuðningsmenn Péturs hefðu kosið Birnu til að launa fyrir afstöð- una í forsetakjðrinu. Aðrir sögðu að Alþýðubandalagsmenn hefðu margir stutt hana og einnig heyrðist nefnt að þingfulltrúar væru með þessu að lýsa óánægju sinni með það að Birna væri ekki ein af þingfulltrúum VR á þinginu, heldur sæti þar án atkvæðis- réttar þar sem hún var varamaður í miðstjórn síðasta kjörtímabil. „Ég er alveg sannfærð um að við Benedikt og Hervar eigum eftir að verða í góðu samstarfi," sagði Ingi- björg R. Guðmundsdóttir í samtali við Morgunblaðið eftir að hún hafði verið kjörin. Hún sagði að stærstu verkefnin framundan væru atvinnu- og kjaramálin og aðgerðir ríkis- stjórnarinnar og það þyrfti strax að hefjast handa um að taka á þeim. Ásmundur Stefánsson fráfarandi forseti ASÍ Kjör Benedíkts styrkir ASI „ÉG hef átt gott samstarf við Benedikt Davíðsson í áraraðir og þekki því betur en margir aðrir hve traustur og öruggur hann er og því er ég mjög ánægður með þá niðurstöðu sem hér varðog er sannfærður um að hún verður samtökunum til styrktar," sagði Ásmundur Stefáns- son fráfarandi forseti Alþýðusambands íslands eftir að úrslit lágu fyrir í kjöri forseta sambandsins til næstu fjögurra ára. Ásmundur sagði Benedikt njóta Magnús L. Sveinsson formaður virðingar innan hreyfingarinnar og Verslunarmannafélags Reykjavíkur væri óumdeildur, en slíkt væri mikil- væg forsenda til þess að geta fylkt hópnum saman við erfiðar aðstæður. „Hann er laginn í samskiptum við fólk og yfirburða góður málflutn- ingsmaður, hefur sterka framkomu. Ég held því að kjör hans verði til að styrkja hreyfinguna bæði inn á við og einnig út á við," sagði Ás- mundur. „Ég er ánægður með niðurstöðu kosninganna. Eg treysti Benedikt Davíðssyni fullkomnlega til þessa starfs, hann hefur mikla reynslu, hefur unnið lengi fyrir hreyfinguna og verið farsæll í starfi," sagði Björn Grétar Sveinsson formaður Verka- mannasambandsins um kosningu nýs forseta ASÍ. sagði að hann ásamt Hrafnkeli A. Jónssyni hefðu ekki verið aðilar að þeim tveimur framboðum sem fram komu, þeir hefðu lagt áherslu á að breið samstaða næðist um kjör for- seta. Þeir hefðu gert sér vonir um að það tækist með framboði Arnar Friðrikssonar varaforseta ASÍ, en lagt hefði verið að honum að gefa kost á sér. Endanleg neitun af hans hálfu hefði síðan borist seinnipart þriðjudags, en þá um kvöldið hefði legið fyrir að Lára V. Júlíusdóttir var reiðubúin að gefa kost á sér til forseta yrði um það samstaða í kjör- nefnd. Þeir Hrafnkell hefðu lagt á það áherslu að kjörnefnd sameinað- ist um kjör Láru. „Við töldum að það væri mjög góður kostur fyrir Alþýðusambandið að sameinast um það í fyrsta sinn í sögunni að kjósa konu til forseta ASÍ. Lára er að okkar mati mjðg góður kostur, hún hefur mikla þekk- ingu á störfum forseta af fyrri störf- um sínum fyrir sambandið. Við erum sannfærðir um að kjör hennar hefði mælst mjög vel fyrir í verkalýðs- hreyfingunni og landsmanna allra og orðið samtökunum til góðs. Við hörmum að ekki náðist samstaða um þennan góða valkost í kjörnefnd og þar sem ekki var heldur sam- staða um einn aðila sem breið sam- staða náðist um ákváðum við að eiga ekki aðild að þeim framboðum sem fram komu," sagði Magnús. Hann sagðist óska Benedikt Davíðssyni alls góðs í starfi, hann mæti hann mikils. „Hann hefur mikla reynslu og hefur unnið vel í þágu verkalýðshreyfingarinnar og ég efast ekki um að hann mun leggja sig allan í þetta þýðingarmikla starf sem forsetastarfið er," sagði Magn- ús L. Sveinsson. Lagadeild Háskóla íslands Sendiherra Rússa hélt fyrir- lesturumalþjóðarefsiréS JÚRÍJ Reshetov sendiherra Rússlands hér á landi hélt í gær fyrir- lestur um brot gegn maimkyni fyrir nemendur í refsirétti á 3. ári í lagadeild Háskóla Islands. Að honum loknum voru fyrirspurnir og umræður. Að sögn Jónatans Þórmunds- sonar prófessors hefur Reshetov, sem er doktor í þjóðarrétti, feng- ist við efni sem tengja refsirétt og þjóðarrétt og skrifað margar fræðiritgerðir um stríðsglæpi, Nörnberg réttarhöldin yfír þýsk- um stríðsglæpamönnum og um glæpi gegn mannkyni. Að sögn Jónatans er brotum gegn mannkyni skipt í þrjá flokka; brot gegn friði, stríðsglæpi og brot gegn mannúð og fjallaði Júríj Reshetov í fyrirlestri sínum í gær um þessi brot, þá alþjóðasamn- inga sem um þau fjalla og hvern- ig tekið hefur verið á þessum brot- um, til dæmis fyrir Niirnberg- A-------------------------------- dómstólnum. Einnig á hvaða grundvelli sá herdómstóll hafi byggst og afturvirkni laga í því sambandi svo og hvort undirmenn geti borið fyrir sig það að hafa unnið verk að skipun yfirmanns. Að loknum fyrirlestrinum fóru fram umræður og dr. Reshetov svaraði fyrirspurnum. Að sögn Jónatans Þórmundssonar hefur sendiherrann fyrr í vetur haldið fyrirlestur fyrir nemendur próf- essors Gunnars G. Schrams í þjóð- arrétti. Pétur Sigurðsson, forseti ASV Mjög hæfur maður valinn til forystu PÉTUR Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vestfjarða, sem laut í lægra haldi fyrir Benedikt Davíðssyni í kosningum til forseta ASÍ, segist sætta sig við niðurstöðuna og að þarna hafi veríð valinn mjög hæfur maður tíl forystu, hann dragi það ekki í efa. „Þó þeir hafi verið svona lengi að leita að manni þá tókst þeim það. Þeir hafa haft tölverðan viðbún- að síðustu sólarhringa, stjórnarand- stöðuflokkarnir, Framsóknarflokk- urinn og Alþýðubandalagið, og þeir virðast rígnegla flest af sínu fólki, sérstaklega Framsóknarmennirnir. Síðan er þessi tvískinnungur í VR- fulltrúunum, sem mér sýnist vera þarna bæði hvað varðar auð at- kvæði og fylgi við Benedikt. Mér sýnist þetta vera svona viðvörun til okkar landsbyggðarfulltrúanna að vera ekki að derra okkur meðal þeirra sem telja sig eiga að hafa yfirráðin á Grensásvegi 16," sagði Pétur um niðurstöður kjörsins. Hann sagðist ekki telja að kjörið ætti eftir að skilja eftir sig sár, hvorki hjá honum né stuðnings- mönnum hans. Afstaða hans til manna og málefna í Alþýðusam- bandinu væri óbreytt. Hann myndi fara ánægður af þessu þingi; heim til að vinna að málum í sínu svæða- sambandi og myndi leggja áherslu á það hér eftir sem hingað til að gera það sem allra sterkast. „Það eru mörg sóknarfæri þar eftir til þess að gera það að heillegra félagi raunverulega, svona félagi félag- anna eins og við höfum alltaf stefnt að. Það er líka mikil þörf að menn vinni vel á vettvangi landsbyggðar- innar, þar sem það er mjög að henni sótt og jafnvel uppi hótanir uppi um að leggja heilu byggðarlögin niður. Þess vegna veitir ekki af því að menn standi saman og ég held að verkalýðshreyfíngin eigi að gegna stóru hlutverki í því að efla byggð og atvinnu á okkar svæði," sagði Pétur. Aðspurður hvort hann teldi að þetta boðaði að flokspólitík ætti eft- ir að setja meira mark á starfsemi samtakanna en verið hefði, sagði hann að verkalýðshreyfingin hefði alltaf verið talsvert pólitísk undir niðri. Sem betur fer hefðu hún hins vegar verið mjög lítið áberandi að undanförnu í þessum þjóðarsáttartil- raunum. Það væri eðlilegt enda hefði ekki verið hægt að vinna þeim mál- um framgang nema með mikilli sam- stöðu. Hann teldi ekki að þetta væri merki um að pólitík væri aftur að ná tökum á Alþýðusambandinu. AIIKLIG4RDUR VIÐ SUND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.