Morgunblaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 22
seei HaaMavöK .32 íiuoAauTMMrí araAjíwuoflOM
MORGUNBLABIB FIMMTUÐAGUR 26r NÓVEMBER1992-
Afram
viðskipta-
bannálraka
ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu
þjóðanna ákvað í gær að af-
létta ekki viðskiptabanninu á
írak, eftir að fulltrúar ráðsins
höfðu rökrætt um málið sín í
milli og við Tareq Aziz, varafor-
sætisráðherra íraka, í tvo daga.
Andre Erdos, sendiherra Ung-
verjalands, sagði, að fulltrúarn-
ir hefðu ekki treyst sér til að
aflétta banninu í ljósi þess, að
írakar hefðu ekki sýnt nógu
mikinn samvinnuvilja og Aziz
hefði á engan hátt gefið til
kynna, að til stæði að breyta
því. írösk stjórnvöld sögðu í
boðskap sínum til þjóðarinnar
í gær, að þolinmæði og trú á
almættið væri eina vonin, eftir
að Sameinuðu þjóðirnar hefðu
hafnað að aflétta banninu, sem
væri að leggja efnahag landsins
í rúst.
Sjónvarps-
stjóri rekinn
JEGOR Jakovlev, sem gegndi
forystuhlutverki, þegar fjöl-
miðlar fengu frelsi í kjölfar lýð-
ræðisumbóta Míkhafls Gorb-
atsjovs, var rekinn úr embætti
sjónvarpsstjóra Samveldisrfkj-
anna í fyrradag. Hann sagði
við blaðamenn af því tilefni, að
hlutur Borís Jeltsíns í brott-
rekstrinum sýndi, að ríkisstjórn
Rússlands setti hagsmuni sína
ofar tjáningarfrelsinu. Forseta-
embættið gagnrýndi Yakovlev
fyrir umfjöllun sjónvarpsins um
deilur Ingusa og Osseta í suður-
hluta Rússneska samveldisins
og taldi, að farið hefði verið
út fyrir takmarkanir sem settar
voru á fréttflutning frá átökun-
EB átelur
Breta fyrir
vatnsmál
DÓMSTÓLL Evrópubandalags-
ins, sem hefur aðsetur í Lúxem-
borg, hefur úrskurðað, að vatn
í Bretlandi sé ekki nógu hreint
til að fullnægja stöðlum banda-
lagsins, að því embættismenn
dómstólsins sögðu í gær.
Sorg
í Kína
Ættingjar far-
þega biðu komu
kínversku Bo-
eing-þotunnar á
flugvelli Guilin.
Brotnuðu margir
þeirra saman þeg-
arfregninumaf-
drif flugvélarinn-
ar barst. Allir sem
um borð voru, 133
farþegar og átta
manna áhöfn,
biðu samstundis
bana er flugvélin
flaug á fjallshlíð.
Orsakir þess eru
óljósar en sjónar-
vottar sögðu að
reykjarstrókur
hefði staðið aftur
úr þotunni áður
en hún brotlenti.
Ó^'óst hvað olli því að Boeing-þota fórst í Kína
Flugmennirnir virtust reyna
að snúa þotunni við í dalnum
Hljóðritarnir fundnir mikið skemmdir
Guilin. Reuter.
SÉRFRÆÐINGAR, sem kanna orsakir brotlendingar Boeing 737-
þotu í innanlandsflugi í Kina í fyrradag, sögðu í gær að erfitt væri
að gera sér í hugarlund hvað olli því að þotan fórst. í gær fundust
hljóðritar þotunnar en voru það skemmdir að ólíklegt var talið að
miklar upplýsingar væri að fá úr þeim. Sjónarvottar sögðu að svo
hafi virst sem flugmennirnir hafi átt í erfiðleikum með að halda
stjórn á flugvélinni sem flaug á fjallshlíð 30 km frá borginni Guilin
í suðausturhluta landsins.
„Við höfum enga vísbendingu
fundið um hugsanlegar orsakir,"
sagði Luo Gan, háttsettur embætt-
ismaður sem fer fyrir rannsóknar-
nefnd flugslysa í Kína. Haft hefur
verið eftir flugvallaryfírvöldum í
Guilin að þotan hefði lækkað flugið
of hratt en um ástæðu þess er ekki
vitað.
Tveir íbúar þorps í grennd við
slysstaðinn sögðust hafa séð þotuna
koma lágt niður eftir þröngum dal
sem þorp þeirra er í. Aftur úr þot-
unni hefði staðið reykjarstrókur en
hún flaug á fjallshlíð um 300 metr-
um fyrir ofan þá. Veður var hið
besta á flugleið þotunnar en þunnt
mistur lá yfir stöku stað.
Fréttastofan Xinhua hafði einnig
eftir öðrum sjónarvottum að svartur
reykjarmökkur hefði borist úr þot-
unni áður en hún skall á fjallshlíð-
inni. Hefði litið út fyrir að flug-
mennirnir ættu í miklum erfiðleik-
um. „Biksvartur strókur stóð aftur
úr þotunni er hún kom fljúgandi.
Flugmennirnir virtust reyna að
fljúga hring og snúa við í dalnum,"
sagði ungur maður sem kvaðst hafa
fylgst með þotunni undir það síð-
asta.
Boeing 737-300 þota kínverska flugfélagsins á flugi yfir Kina.
Brak úr þotunni dreifðist yfir
talsvert svæði og hrundi niður á
þorpið Baitengqiao sem var undir
fjallshlíðinni sem þotan flaug á.
„Við sátum að snæðingi innandyra
og heyrðum ógurlegan hvell. Hlup-
um út og sáum eldhaf í fjallshlíð-
inni," sagði kona í þorpinu.
Hundruð her- og lögreglumanna
leituðu í gær og fyrradag líkams-
leifa þeirra sem fórust, 133 farþega
og átta manna áhafnar. Einn
Kanadamaður var meðal farþega,
spænsk hjón, níu Tævanir en aðrir
voru kínverskir.
Kínverska þotan var af gerðinni
Boeing 737-300 og tekin ný í notk-
un í fyrravor. Hún er þremur metr-
um styttri og ber 19 farþegum
færra en 737-400 tegundin og er
skammdrægari.
FAGOR
ir
njjark$pr
KYNNINGARVERÐ
GERÐ FE54 - STAÐGRELIT KR.
39900
KR. 41990 -MEÐAFBORGUNUM
RONNING
SUNDABORG 15
SÍMI 68 58 68
Reynt að styrkja eiturstíflu í Svartfjallalandi
Byggingarefni verða send
með loftbrú til Pogorica
Genf. Reuter.
NEFND sú sem hefur eftirlit með því að refsiaðgerðum Sameinuðu
þjóðanna (SÞ) gegn fyrrum rikjum Júgóslavíu sé framfylgt gaf í gær
leyfi fyrir því að sérstakar sveitir yrðu sendar til Svartfjallalands til
þess að reyna að gera við stíflu á eiturefnaþró og koma þannig í veg
fyrir mikla umhverfismengun á Balkanskaga.
Að sögn fulltrúa SÞ verður reynt Mojkovac í Svartfjallalandi. í flóð-
að koma 30 tonnum af byggingar- um að undanförnu hefur brotnað
efnum í skyndingu til hættusvæðis- úr stíflugarði við þróna sem geymir
ins við zink- og blýnámur víð bæinn sjö miiljónir tonna af eiturefnum.
UPPUSTUR UR NYRRI
BÓK UM ÞÓRBERG
verður í Norræna húsinu í dag, fimmtudaginn 26.
nóvember, kl. 17.15 síðdegis, á vegum Minja og sögu.
Þar verður lesið úr nýrri bók, Frumleg hreinskilni -
Þórbergur Þórðarson og minningin á mölinni í byrjun
aldar. Upplesturinn annast Jón Hjartarson leikari, sem
sérstaklega er kunnur fyrir leik sinn í Ofvitanum. Höf-
undurinn, Helgi M. Sigurðsson, svarar fyrirspurnum.
Bókin erfróðleg og skemmtileg umfjöllun um meistar-
ann, líf hans og störf, samferðamenn og menningar-
strauma í Reykjavík 1912 til 1924, tímabil Þórbergs í
Unuhúsi.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
árbæiarsafn
Hið íslenzka bðkmenntafélao
Veruleg hætta er talin á að hún
bresti þá og þegar verði ekkert að
gert. Bresti stíflan þykir víst að
eitrið flæði út í ána Tara, berst lík-
lega þaðan í Dóna og ána Sava og
loks út í Svartahaf.
í dag, fimmtudag, er ráðgert að
flytja 1.500 stálstrengjabúr með
fiugvélum frá ítalfu til Podgorica,
höfuðborgar Svartfjallalands. Verð-
ur búrunum komið fyrir við stífluna
og stórgrýti sturtað í þau til að
styrkja stífluna.
Eiturefnaþróin er hátt í fjallahér-
uðum Svartfjallalands og var byggð
fyrir 20 árum til að taka við eitruð-
um úrgangsefnum frá zink- og blý-
vinnslu. Svæðið sem þróin er á er
á sérstakri skrá SÞ yfír náttúruperl-
ur en af hálfu stofnunarinnar var
ekki yitað um tilvist eiturþróarinnar
fyrr en fyrir röskum mánuði enda
er hún hvergi á kortum.
Aðvörun um yfirvofandi hættu-
ástand vegna stíflunnar var gefín
út í fyrradag. Var þar sagt að
hörmulegt umhverfísslys væri yfír-
vofandi og líf mörg þúsund manna
í hættu ef stíflan brysti. Af hálfu
Evrópubandalagsins (EB) var
fjárstuðningi heitið til viðgerðar á
stíflunni í gær. Belgíustjórn lánaði
tvær Herkúles C-130 flutningaflug-
vélar til að taka þátt í loftbrúnni.