Morgunblaðið - 26.11.1992, Page 23

Morgunblaðið - 26.11.1992, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1992 Carl Bildt fordæmir skemmdarverk á grafreitum gyðinga Bretadrottning viðurkennir breyskleika fjölskyldu sinnar Lundúnum. The Daily Telegraph. ELÍSABET Bretadrottning flutti óvenjulega ræðu á þriðju- dag þar sem hún viðurkenndi mannlegan breyskleika fjöl- skyldu sinnar og fór þess á leit við fjölmiðla og aðra sem hafa gagnrýnt hana að gæta hófs í umfjöllun sinni. Drottningin flutti ræðuna í veislu sem hald- in var í ráðhúsi Lundúna til að minnast þess að 40 ár eru liðin frá því hún var krýnd. Ein- lægni hennar kom á óvart og hún viðurkenndi meðal annars að árið 1992 hefði breyst úr „dýrðlegu afmælisári“ í „róstu- samt ár“ og „annus horribilis" („hræðilegt ár“ á latínu) fyrir fjölskyldu sína. „Enginn í samfélaginu er gæddur öllum dyggðunum," sagði drottning og nefndi fjármálamenn í Lundúnum og fjölskyldu sína sem dæmi. „Og enginn hefur alla lestina. En við erum öll hluti af sama þjóðfélagi og fjölmiðlaum- fjöllunin kemur aðeins að haldi ef hún ber vott um mildi, góða kímnigáfu og skilning." Þetta ár hefur verið erfitt fyrir drottninguna. Anna prinsessa hefur fengið skilnað, Andrés prins og Sarah Ferguson eru skilin að borði og sæng, fjölmiðlar hafa birt reglulega fréttir um hjóna- bandserfiðleika krónprinsins, Karls, og Díönu prinsessu, æ fleiri krefjast þess að drottningunni verði gert að greiða skatta og til að kóróna allt kviknaði í stórum hluta af eftirlætis aðsetri hennar, Windsor-kastala. „Eins og einn af vinsamlegri fréttariturunum sagði hefur þetta ár reynst „annus horribilis," sagði drottningin og þótt hún notaði latínu vöktu þessi ummæli mikla athygli viðstaddra. Það sem gerði ræðuna enn áhrifameiri var að drottningin var svo kvefuð að stundum virtist hún vera að missa málið. Breskir veðmangarar töldu í gær auknar líkur á því að Elísa- bet drottning viki af valdastóli fyrir árslok. Hjá fyrirtækinu Will- iam Hill voru líkurnar á því að hún tilkynnti afsögn í árlegri jóla- dagsræðu taldar meiri í gær, eða 1 á móti 33 í stað 1 á móti 50. Mótmæla ráðstefnu and- síonista í Stokkhólmi Stokkhólmi. Reutcr. CARL Bildt, forsætisráðherra Svíþjóðar, fordæmdi í gær skemmdar- verk á grafreitum gyðinga í Stokkhólmi og Israelsstjórn og samtök gyðinga mótmæltu fyrirhugaðri ráðstefnu and-síonista í borginni um helgina. 52 legsteinar voru vanhelgaðir í kirkjugarði gyðinga í Stokkhólmi á Músagildran 40 ára HALDIÐ var hátíðlegt í gær 40 ára afmæli leikritsins Músagildr- unnar eftir Agöthu Christie, sem verið hefur á fjölunum allra leik- rita lengst í Bretlandi. Leikritið á lengstan samfelldan sýningar- tíma allra leikrita heimsins. Frá því það var fyrst sýnt í London 25. nóvember 1952, hafa yfir 9,5 milljónir sýningargesta flykkst á sýninguna. Alls 259 leikarar hafa komið við sögu hennar, 120 kílómetrar af bún- ingum hafa verið straujaðir og 292 tonn af ijómaís verið inn- byrt í híéum. Leikritið hefur ver- ið sýnt í 45 löndum á 24 tungu- málum. Nýlegu við- skiptabanni verði aflétt SAMÞYKKT var með 59 at- kvæðum gegn þremur á allsheij- arþingi Sameinuðu þjóðanna í fyrradag að skora á Bandaríkja- stjórn að aflétta nýlegri viðbót við viðskiptabannið á Kúbu. 71 ríki sat hjá. Samkvæmt hinu herta viðskiptabanni, sem sett var á síðustu vikum kosninga- baráttunnar fyrir bandarísku forsetakosningarnar var erlend- um dótturfyrirtækjum banda- rískra fyrirtækja bannað að eiga viðskipti við Kúbu og skipum sem þangað komu bannað að koma til bandarískra hafna. mánudagskvöld. Hakakrossar voru málaðir 'á legsteinana. Daginn eftir voru unnin skemmdarverk á 92 leg- steinum gyðinga í úthverfi Stokk- hólms og nokkrir þeirra eyðilagðir. Carl Bildt sagði í ræðu á sænska þinginu að skemmdarverkin væru „viðbjóðsleg" en minntist ekki á kröfu ísraelsstjórnar, sænskra gyð- inga og Ingvars Carlssons, leiðtoga sænska Jafnaðarmannaflokksins, um að svokölluð „heimsráðstefna and-síonista“ í Stokkhólmi yrði bönnuð. Ahmed Rami, framkvæmdastjóri Útvarps íslam, sem sendir út frá Stokkhólmi, stendur fyrir ráðstefn- unni og hefur boðið franska pró- fessornum Robert Faurisson og fleiri háskólamönnum sem neita því að 6 milljónir gyðinga hafi verið drepnar í útrýmingarherferð nas- ista. Hann vill ekki upplýsa hvar ráðstefnan verði en sagði í yfirlýs- ingu í gær að nauðsynlegt væri að halda hana með leynd þar sem and- stæðingar kynþáttahaturs hefðu ráðist á Faurisson þegar hann heim- sótti Svíþjóð nýlega. ísraelska utanríkisráðuneytið bað sænsku stjórnina að banna ráð- stefnuna þar sem markmiðið með henni væri að endurlífga nasism- ann. Enn bætum vió úrvalið af leðursófasettum og hornsettum. Litir við allra hæfi. Verð sem kemur á óvart... Válhúsgogn Ármúla 8, símar 812275 og 685375. Nýtt þing kemur saman í Litháen Brazauskas tekur við af Landsbergis Vilnius. Daily Telegraph. Reuter. ALGIRDAS Brazauskas, leiðtogi Lýðræðislega verkamannaflokksins, var kosinn forseti þingsins og þar með þjóðhöfðingi Litháens í gær. Vytautas Landsbergis, sem af mörgum er talinn hafa komið upplausn Sovétríkjanna af stað, lét af embættinu í gær í kjölfar kosningasigurs flokks Brazauskas. Hann verður frambjóðandi Sajudis-flokksins við fyrstu almennu forsetakosningunum í Litháen sem ráðgerðar eru snemma á næsta ári. Nýtt þing Litháens kom saman í gær en af 141 sæti hlaut Lýðræðis- legi verkamannaflokkurinn, gamli kommúnistaflokkurinn, 73 í nýaf- stöðnum kosningum. Brazauskas fékk 81 atkvæði í kosningu þingfor- seta en keppinautur hans, Aloizas Sakalas, leiðtogi Jafnaðarmanna- flokksins, aðeins 7. Nýju valdhafarnir erfa mikla efnahagsörðugleika sem fráfarandi stjórn fékk lítt ráðið við og kostaði öðru fremur Sajudis völdin. Verðlag hækkar um 20% á mánuði og iðnað- arframleiðsla fert ört minnkandi. Á fyrstu níu mánuðum ársins dróst hún saman um 47% og álíka illa áraði í landbúnaði, sem hefur löngum verið einn af helstu atvinnuvegum Litháa. Hagfræðingar telja að landbúnaðar- framleiðslan dragist saman um 50% á þessu ári. Nautgripum hefur fækk- að um 35%, sauðfé um 40%, svínum um 50% og alifuglum um 60% frá síðustu áramótum. Bændur hafa fremur kosið að selja búfénað lágu verði fyrir gjaideyri en gegn opinber- um skömmtunarseðlum. Af þeim sökum hefur lengst af mátt sjá lang- ar lestir pólskra og þýskra vörubíla akandi í vesturátt frá Litháen með kvikjénað. „Ég geri ráð fyrir að fljótlega sjá- A1IKUG4RDUR VIÐ SUND ist þess merki í þjóðlífinu að flokkur- inn er tekinn við. Tíminn verður hins vegar að leiða í ljós hvort nýju for- ingjarnir hafi nógu sterkt nef til að standast þær freistingar að grípa til aðgerða sem vinsælar eru í fyrstu en leiða til þess að óvinsælar aðgerð- ir reynast óhjákvæmilegar síðar,“ sagði Aleksandras Abisala, fráfar- andi forsætisráðherra. Algirdas Brazauskas, leiðtogi Lýðræðislega verkamannaflokksins, sakaði fráfarandi stjórn um að blekkja Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) með röngum upplýsingum um efnahagsástandið. Sjóðurinn veitti Litháuum 82 milljóna dollara aðstoð í síðasta mánuði til þess að stuðla að efnahagsumbótum. Aðstoðin er veitt með því skilyrði að Litháar beiti ströngu aðhaldi í ríkisútgjöldum og peningastefnu sem haldið getur vöxtum niðri. Braz- auskas hélt því fram í gær að krafa IMF um frystingu launa kæmi alltof hart niður á meirihluta þjóðarinnar sem rétt hefði til hnífs og skeiðar. Þetta fólk hefði litlu hærri laun en lögbundin lágmarkslaun en efna- hagsmálaráðuneytið hefði reiknað út að fjórföld lágmarkslaun væru nauðsynleg til þess að menn gætu framfleytt sér sómasamlega. HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.