Morgunblaðið - 26.11.1992, Side 24

Morgunblaðið - 26.11.1992, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBBR 1992 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1992 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið. Stöðugleiki og verkalýðshreyfing Ne lands feikvæður tónn var ríkjandi. á þingi Alþýðusambands ís- is á Akureyri, þegar efnahags- aðgerðir ríkisstjórnarinnar komu þar til umræðu á þriðjudag. Þing- fulltrúar bentu réttilega á að ýmsir þættir í aðgerðum ríkisstjómarinn- ar fela í sér kjaraskerðingu fyrir almennt launafólk. Má þar nefna gengisfellingu íslensku krónunnar um 6%, skerðingu bama- og vaxta- bóta, virðisaukaskatt á húshitun og 1,5% almenna tekjuskattshækk- un. Þetta sögðu margir þeirra, sem til máls tóku á þinginu, ganga gegn þeim hugmyndum sem samstaða hefði ríkt um að hinir betur settg í þjóðfélaginu myndu bera þyngstu byrðamar vegna aðgerðanna. Jóhannes Sigursveinsson frá Dagsbrún sagði aðgerðir stjóm- valda vera „blauta tusku í andlit launafólks" og hvatti til að samn- ingum yrði sagt upp. Grétar Þor- leifsson frá Félagi byggingar- manna í Hafnarfirði sagði ráðstaf- animar vera stríðsyfirlýsingu, sem bregðast yrði við. Björn Snæbjöms- son frá Verkalýðsfélaginu Einingu á Akureyri sagði, að ekki væri hægt að líða að laun láglaunafólks yrðu skert. Betja yrði í borðið og láta í sér heyra. Hafliði Jósteinsson frá Húsavík sagði það óvirðingu, ef þingið hafnaði ekki aðgerðunum. Ríkisstjómin væri „höfuðóvinur launafólks" og það myndi ekki láta valta yfír sig. Hafsteinn Eggerts- son sagði ríkisstjómina hafa kastað stríðshanska og að menn yrðu að búa sig undir átök við hana. Sigurð- ur Ingvarsson frá Arvakri á Eski- fírði sagði stjórnina vera búna að „segja sig úr lögum við friðinn í landinu". Svona mætti halda lengi áfram að telja upp ummæli sem . féllu í garð ríkistjómarinnar á þingi ASÍ og yfírlýsingar um aðgerðir af hálfu verkalýðshreyfíngarinnar. Það er vel skiljanlegt, að fulltrú- ar á þingi Alþýðusambands íslands eru ósáttir við að umbjóðendur þeirra þurfí að þola kjaraskerðingu. Um það er líka ávallt hægt að deila hvemig skipta eigi byrðunum þegar gripið er til efnahagsaðgerða sem fela í sér kjaraskerðingu. Líklega hefur þó verið gengið lengra í þá átt nú en oftast áður, með hátekju- skatti og fyrirhuguðum skatti á fjármagnstekjur, að láta breiðu bökin bera sem þyngstar byrðar. Það er aftur á móti óumdeilanleg staðreynd, að eins og ástandið er í efnahagsmálum þjóðarinnar í dag, þá eru engar forsendur til staðar fyrir kaupmáttaraukningu. Hagvöxtur hefur enginn verið eða neikvæður um allnokkurt skeið og benda spár til að svo verði áfram á næstu misserum. í lok október- mánaðar voru 4.200 íslendingar án atvinnu, helmingi fleiri en á sama tíma í fyrra. AÐGERÐIR RIKISSTJORNARINNAR I EFNAHAGSMALUM Fiskveiðikvótar hafa dregist saman á þessu ári og munu skerð- ast enn meira á því næsta. Togarar eiga jafnvel í erfíðleikum með að fínna físk til að veiða upp í þá skertu kvóta, sem þeim hefur verið úthlutað. Alls staðar er rekstur fyrirtækja að stöðvast. Alls staðar er verið að segja fólki upp störfum. Og það sem verra er, hvergi eru sjáanleg tákn þess, að efnahagsástandið muni glæðast á næstunni. Það er einfaldlega ekkert að gerast, sem til hagvaxtar horfir. Fulltrúar verkalýðshreyfingar- innar, líkt og aðrir íbúar þessa lands, verða að taka mið af þeim aðstæðum, sem ríkja hveiju sinni. Það þýðir ekki að setja upp kröfur um launahækkanir, þegar öll at- vinnustarfsemi í landinu er að drag- ast saman. Hvað myndi það þýða ef kaup yrði hækkað án þess að fyrir því væru forsendur? Allar for- sendur væru brostnar fyrir þeim efnahagslega stöðugleika sem hér hefur ríkt undanfarin tvö ár þrátt fyrir allt. Við blasti afturhvarf til tíma gagnkvæmra hækkana kaup- gjalds og verðlags. Útkoman yrði óðaverðbólga. Allur sá árangur, sem náðst hefur, ekki síst fyrir til- stilli verkalýðshreyfíngarinnar, væri fyrir bí. Enn myndi draga úr líkum atvinnulausra á að fínna vinnu þar sem atvinnurekendur sæu varla ástæðu til að bæta við starfskröftum, ef launakostnaður hækkaði enn frekar. Þeir sem tapa mestu á slíkri þróun er almennt launafólk. íslensk verkalýðshreyfíng, ekki síst Alþýðusamband íslands, hefur áður sýnt þá ábyrgð að taka hönd- um saman með öðrum þjóðfélags- hópum til að rétta af íslenskt efna- hagslíf. Sú var til dæmis raunin i lok sjöunda áratugarins er íslenskt þjóðfélag varð fyrir miklum efna- hagslegum áföllum. Þá átti verka- lýðshreyfingin ríkan þátt í að vetur- inn 1990 náðist víðtækt samkomu- lag um hófsama kjarasamninga til að kveða niður verðbólguna. Eftir að þjóðarsáttarsamningamir náð- ust átti verkalýðshreyfingin stóran þátt í að festa stöðugleika í sessi með aðhaldi að framleiðendum og seljendum vöru og virkri verð- gæslu. Sjaldan hefur verið jafn brýn þörf og nú á að verkalýðshreyfing- in sýni af sér raunsæi og ábyrgð. Það er alltof mikið í húfí til að menn geti leyft sér að gera kröfur, sem ekki taka mið af veruleikanum, og grípa til aðgerða sé ekki að þeim gengið. Slíkar aðgerðir yrðu aðeins til að hleypa stöðugleikanum endanlega upp í verðbólgu- og gengisfellingabál og slá raunvera- legri kaupmáttaraukningu lengur á frest en nauðsyn krefur. AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Togastá lun þaká gjaldtöku og olnboga- böm Byggðastofnunar EFTIR að Davíð Oddsson forsætisráðherra hafði kveðið upp úr með það í ræðu sinni á Alþingi í fyrrakvöld að Atvinnutrygginga- sjóður og Hlutafjársjóður Byggðastofnunar ættu, með eignum sín- um, tekjum og skuldum, að renna inn í Þróunarsjóð sjávarútvegs- ins, sem í framtíðinni væri ætlað að standa undir öllum þeim skuld- bindingum sem hann tekst á hendur, töldu margir að þar með væri búið að útkljá þann ágreining um framtíðarfyrirkomulag gjaldtöku í sjávarútvegi, sem lýst hefur verið hér í Morgunblað- inu, bæði í gær og fyrradag. Það var full fljótfærnislegt að gera sér í hugarlund að svo væri, því Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, hefur þegar dregið stuðning samtaka sinna við samkomulag- ið í Tvíhöfða til baka og nánast lýst stjórnvöldum stríð á hendur. Þegar forsætisráðherra hafði lokið máli sínu í fyrrakvöld, komu formenn Tvíhöfða, þeir Magnús Gunnarsson og Þröstur Ólafsson, til fundar við þá Þorstein Pálsson sjávarútvegsráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, þar sem menn reyndu, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins að komast til botns í þessu viðkvæma máli. Á ofangreindum fundi mun hafa komið fram að ekki væri ágreining- ur um að Atvinnutryggingasjóður og Hlutafjársjóður ættu að renna inn í Þróunarsjóðinn og ekki heldur um að starfsemi Þróunarsjóðsins ætti að standa undir skuldbinding- um sjóðsins, og því yrði að miða gjaldtöku í framtíðinni við þarfir sjóðsins. Þar af leiðandi væri úti- lokað að ákveða eitthvert þak á þróunargjaldið á fiskveiðiárinu 1996-97, þar sem fullkomin óvissa ríkti um hvaða skuldbindingar sjóðurinn hefði tekist á hendur þegar að því kæmi, en það væri eftir að sjóðurinn hefði starfað samfleytt í þrjú og hálft ár. Það eina sem í raun og veru væri ljóst, væri að gjaldtakan sem þá yrði ákveðin, yrði miðuð við það að hún stæði undir skuldbindingum sjóðs- ins þá. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins varð sæmileg-sátt um þessa túlkun á stöðu málsins á ofangreindum fundi og nú munu menn einhenda sér í þá undirbún- ingsvinnu sem framundan er og vona að undiröldur sjávarútvegs- geirans lægi á næstu vikum, kannski án þess að allt of mikillar bjartsýni gæti um að svo verði. Staða Atvinnutryggingadeildar Byggðastofnunar var um síðustu áramót þannig að höfuðstóll var neikvæður um 1.447 milljónir króna ög staða Hlutafjárdeildar Byggðastofnunar var sú, að bók- fært nafnverð hlutabréfaeignar sjóðsins hljóðaði upp á 807 milljón- ir króna. Útlán Atvinnutrygginga- deildar í árslok í fyrra námu 8,8 milljörðum króna, þar af voru úti- standandi lán rúmlega 7,1 milljarð- ur króna, en þá höfðu 1.680 millj- ónir króna verið dregnar frá á sér- stökum afskriftareikningi, sam- kvæmt mati Ríkisendurskoðunar og Byggðastofnunar. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins var talið um síðustu áramóti að um sjö milljarðar króna, af útistandandi lánum Atvinnu- tryggingadeildar væra inn- heimtanlegar og mun það mat litl- um breytingum hafa tekið á þessu ári, að minnsta kosti hvað Byggða- stofnun sjálfa varðar. Öðra máli mun gegna hvað varðar mat Ríkis- endurskoðunar, samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins, því þar á bæ mun talið að óhætt sé að afskrifa þegar um tvo milljarða króna af útistandandi skuldum, til viðbótar þeim 1.660 milljónum króna, sem þegar hafa verið af- skrifaðar. Hvað varðar Hlutafjárdeild Byggðastofnunar þá er það eitt um þann sjóð að segja, að sam- kvæmt ársreikningi sjóðsins fyrir árið í fýrra, átti sjóðurinn hluta- bréf í 11 fyrirtækjum á landinu, fyrir 807 milljónir króna að nafn- verði. Það eru fyrirtækin: Oddi hf., Útgerðarfélag Bíldælinga hf., Fáfnir hf., Búlandstindur hf., Alp- an hf., Meitillinn hf., Hraðfrystihús Grandarfjarðar hf., Ámes hf., Gunnarstindur hf., Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. og Tangi hf. Ekk- ert þessara fyrirtækja er almenn- ingshlutafélag, þannig að ekki er í raun og vera hægt að greina frá gangverði hlutabréfa fyrirtækj- anna, en ákveðið var við fr'ágang ársreiknings að skrá hlutabréfa- eign sjóðsins á nafnverði. Heim- ildamenn mínir era þó sannfærðir að óhætt sé að afskrifa þegar í stað um hálfan milljarð króna, þegar raunveraleg verðmæti Hlutafjársjóðs séu metin, auk þess sem þeir benda á að kaupendur slíkra hlutabréfa séu ekki beinlínis á hverju strái. „Bara sú hugsun að ætla að setja þennan sukksjóð Steingríms Hermannssonar hjá okkur í grein- inni, er óveijandi, óalandi og ófeij- andi,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, meðal annars þegar rætt var við hann í gær um ástæð- ur þess að hann hefur ákveðið að falla frá þeim stuðningi sem hann lýsti yfír hér í Morgunblaðinu, fyrr í vikunni, við það samkomulag sem náðst hefur í Tvíhöfða, um gjald- töku af sjávarútveginum og stofn- un sérstaks Þróunarsjóðs sjávarút- vegsins til þess að standa straum af fjárhagslegri endurskipulagn- ingu í sjávarútvegi. Kristján spurði jafnframt: „Hver gekk harðast fram í.því að segja að þetta sjóðasukk Steingríms hefði verið til ills eins, gagnlaust með öllu og ósanngjamt?" Og Kristján svaraði sjálfur: „Það var engin önn- ur en forysta Sjálfstæðisflokksins. Svo ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að standa að því að útgerðarmaðurinn í dag eigi að borga þetta sukk nið- ur eftir þijú ár.“ Kristján var spurður hvort út- gerðarmenn þyrftu ekki að taka á sig fjárhagslegar byrðar með því að yfirtaka þennan sjóð og líta þannig á að þeir væru að greiða fyrir það, að eftir að endurskipu- lagningu væri lokið, væra færri um hituna, og því aukin von um arðsama útgerð, en er í dag: „Auð- vitað er það þýðingarmikið að ná fram þeirri hagræðingu og endur- skipulagningu í greininni, sem að er stefnt. En það er einnig mikið mál, að á okkur sé ekki lögð fyrir- greiðsla stjórnvalda til þeirra sem þau mátu greiðsluhæfa á sínum tíma, en aðrir höfðu og hafa um fyrirvara,“ sagði Kristján. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra kvaðst í gær skilja í sjálfu sér það sjónarmið sem réði and- stöðu LÍÚ, þ.e. að mörgum þætti ekki réttlátt að þau fyrirtæki sem væru vel rekin og sæmilega stæð, tækju á sig ábyrgð og greiðslur, vegna hinna sem farið hefðu verr út úr rekstrinum. „En sannleikur- inn er nú sá, að þetta eru menn að gera á hveijum einasta degi, til dæmis í gegnum vaxtamismun bankanna, sem að talsverðum hluta er tilkominn vegna þess að bankarnir eru að afskrifa lán og tapa peningum. Þau fyrirtæki sem betur era stæð, verða að borga brúsann í formi hærri vaxta,“ sagði sj ávarútvegsráðherra. Efnahagsreikningur Atvinnutryggingardeildar 1991 EIGNIR Bankainnistæður og verðbréf---174.721.624 Lánveitingar---------------- 8.809.380.643 Afskriftareikningur útlána - Aðrar eignir-------------- Eignir samtals------------ - 8.809.380.643 (1.680.993.530) —- 27.233.171 7.330.341.908 SKULDIR og EIGIÐ FÉ Skuldir samtals------- Eigið fé Stofnframlag--------- Óráðstafað eigið fé — Skuldir og eigið fé samtals 8.777.816.345 400.000.000 - (1,847.474.437) (1.447.474.437) 7.330.341.908 Efnahagsyfirlit Hlutafjárdeildar 31. des. 1991 EIGNIR Aðrareignir---------------------- 35.387.010 Hlutabréf----------------------- 807.204.000 Hrein eign til greiðslu hlutdeildarskírteina-------- Hlutdeildarskírteini: A-hlutdeildarskírteini - B-hlutdeildarskírteini — 842.591.010 — 815.557.134 — 576.174.496 1.391.731.630 -(549.140.620) Hlutdeildarskírteini eru tvenns konar, A-skírteini sem tryggð eru með ábyrgð ríkissjóðs sbr. VII. kafla laga nr. 13/1979 og nær ábyrgð ríkis- sjóðs til 600 millj. króna sem er með verðbótum til ársloka 815 millj. kr. og B-skírteini sem em án ríkisábyrgðar. Hlutafjársjóður Byggða- stofnunar endurgreiðir hlutdeildarskírteini með andvirði seldra hluta- bréfa. Endurgreiðslan hefst eigi síðar en 6 árum eftir kaupdag og greiðist samkvæmt ákvörðun sjóðstjórnar. Uppgjöri hlutdeildar- skírteina skal að fullu lokið innan 12 ára frá kaupdegi þelrra. Skuldbindingar umfram eignir Lækkun endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Byggingarvísitala hækkar um 2,5% LÆKKUN endurgreiðslu virðis- aukaskatts af vinnu iðnaðar- manna við íbúðarhúsnæði hefur í för með sér 2,5% hækkun bygg- ingarvísitölunnar og rúmlega 1,6% hækkun lánskjaravísitölu, að sögn Haraldar Sumarliðasonar forseta Landssambands iðnaðar- manna. Sagði hann slæmt að kynda undir verðbólgunni og hækka öll Ián i landinu með þess- um hætti. Haraldur sagði að margt væri ják- vætt í efnahagsaðgerðum ríkis- stjórnarinnar þegar á heildina væri litið. Hins vegar gerði hann athuga- semdir við einstök atriði og þá sér- staklega fyrirhugaða lækkun endur- greiðslu virðisaukaskatts á vinnu iðnaðarmanna við íbúarhúsnæði. Virðisaukaskattur af vinnu á bygg- ingarstað hefur verið endurgreiddur að fullu, en nú verða greidd 60%. Haraldur sagðist telja að þessi aðgerð væri vanhugsuð. Kvaðst hann efast um að hún skilaði ríkissjóði nokkra. Vinnan færðist einfaldlega Steingrímur Hermannsson Atvinnulífíð áfram mjög veikt STEINGRÍMUR Hermannsson formaður Framsóknarflokksins, segir að þingmenn Framsóknarflokksins styðji sumt sem felist í aðgerðum ríkisstjórnarinnar svo sem niðurfellingu aðstöðugjalds. Þeir hafí einn- ig stutt hátekjuskatt en eins og hann sé hugsaður í ráðstöfunum rikis- stjórnarinnar sé hann eingöngu sýndarmennska sem skili litlu. Að lágmarki þyrfti að selja 7% til 10% skatt á hátekjur, að hans mati. Aðgerðirnar dugi skammt til bjargar atvinnulífínu sem verði áfram mjög veikt og mörgum spurningum sé ósvarað varðandi þróunarsjóð sjávarútvegsins. „Við erum mótfallin því að hækka tekjuskattinn á alla og teljum að það verði að leggja skatt á fjármagnið til að jafna skattlagningu sem þegar er lögð á eignir,“ sagði hann. meira út á svarta markaðinn og rík- ið tapaði tekjum. í ljósi markmiða aðgerðanna, að auka atvinnu, sagði Haraldur að ár- angursríkt hefði verið að leggja áherslu á viðhald íbúðarhúsnæðis. Það væri mannaflafrek grein, hún skapaði hlutfallslega mun meiri vinnu en til dæmis vegaframkvæmdir. Steingrímur kvaðst telja að veija yrði veralegu fjármagni til að hefja nýsköpun í atvinriulífinu og til að koma hjólum atvinnulífsins af stað. „Þó að við viðurkennum erfíðleika ríkissjóðs þá tökum við undir það með ráðgjöfum Clintons í Bandarílq'- unum, sem segja að í svona ástandi verði ríkisfjármálin að vera númer tvö. Ég hef talið að ríkissjóður hefði farið betur út úr því að veija 1.240 milljónunum sem enn á að skera niður, til nýsköpunar í atvinnulífinu, sem myndi aftur skapa ríkissjóði tekjur," sagði hann. Steingrímur sagði að álagning á bensín kæmi á slæmum- tíma og væri þar um að ræða viðbótarálögur á neytendur auk áhrifa gengisfell- ingarinnar. „Þarna er allt of langt gengið í að leggja almenna skatta á launþega og við tökum undir með Ásmundi Stefánssyni og fleirum að ekki er gerð tilraun til að jafna þess- ar byrðar. Þetta era allt of miklir almennir skattar,“ sagði hann. „Við sjáum ekki að þessar aðgerð- ir gangi upp. Fulltrúar sjávarútvegs- ins segja að hallinn sé 11-12% en Þjóðhagsstofnun segir að hann sé 8% en þar bera vextimir á milli. Það er alveg Ijóst að þetta er í mesta lagi ekki nema 4,9% afkomubati fyr- ir sjávarútveginn eins og Þjóðhags- stofnun reiknar sem ég tel reyndar að sé ofreiknað. Yrðu það þá helm- ingurinn af fyrirtækjunum sem sem áttu að fara á hausinn sem verða gjaldþrota eða hvar er línan dregin," sagði hann. Steingrímur sagði einnig að af- létta þyrfti fleiri álögum af atvinnu- lífinu en þarna væri gert til að geng- ið gæti haldið. Hugmyndin á bak við þróunarsjóð sjávarútvegsins væri góð en upplýsingar um hann hefðu verið af skomum skammti og mjög mörgu væri ósvarað. Þó væri smám saman að koma í ljós að honum væri m.a. ætlað að taka yfír skuld- indingar Atvinnutryggingasjóðs. Úr- elding væri af hinu góða en hins vegar væri því ósvarað hvers vegna þyrfti að leggja niður Hagræðingar- sjóð og fara svo af stað með nýjan sjóð og lofa honum tekjum árið 1996. Þetta þarfnaðist allt mun nánari skýringa við. Sagði hann ekkert liggja fyrir um hversu hátt veiðileyfagjaldið sem leggja ætti á 1996 yrði. Ljóst væri að það kostaði mikið fé að úrelda fjölda frystihúsa og standa undir fjögurra milljarða kr. erlendu láni. „Ætla menn að framkvæma það eins og kratamir hafa boðað með því að fella gengið til að gera sjávarútveg- inum kleyft að standa undir því og lækka síðan virðisaukaskattinn fyrir neytendur. Veiðileyfagjald eitt og sér er alls ekki svar. Það hafa allir viður- kennt að þá þarf að stokka upp skatt- kerfíð í þjóðfélaginu öllu,“ sagði Steingrímur. Hann sagði ennfremur að at- hyglisvert væri að nánast allt sem Davíð Oddsson hefði áður verið búinn að hafna væri nú orðið að veraleika, þar á meðal afnám aðstöðugjalds og hátekjuskattur. „Þetta mun ekki bjarga atvinnulíf- inu, sem áfram verður mjög veikt og margt er mjög óljóst. Álögurnar era lagðar á launþega almennt en ekki dreift á hærri tekjur eins og lofað var í tilraunum til að ná sam- komulagi við alla aðila.“ Ólafur Ragnar Grímsson Rúdsstjómin hefur fest kvóta- kerfíð í sessi út kjörtímabilið ÓLAFUR Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, segir að mikil reiði ríki i röðum samtaka launafólks vegna aðgerða ríkisstjórnar- innar og þar séu menn þegar farnir að tala um að svara þeim með aðgerðum. Stöðugleikanum sé nú stefnt í mikla hættu. Ólafur segir að samið hafi verið um það í ríkisstjórninni að hið lokaða kvótakerfi verði óbreytt út kjörtímabilið, sem sé mikill sigur fyrir Þorstein Páls- son og Kristján Ragnarsson. Gagnrýnir hann Þróunarsjóð sjávarútvegs- ins harðlega og segir að þar eigi þrír pólitískir kommissarar að fá alræðisvald til að úthluta milljörðum úr sjóðnum. „Alþýðubandalagið, Alþýðusam- bandið og BSRB lögðu áherslu á að meginherkostnaðurinn af þessum að- gerðum yrði borinn uppi af fjár- magnseigendum og hátekjufólki. Sjálfstæðisflokkurinn gerði það að úrslitakröfu að fjármagnseigendum yrði sleppt á næsta ári. Alþýðuflokk- urinn féllst á það. Það kemur almenn- ur tekjuskattur á alla í landinu í stað aðstöðugjaldsins eri það var krafa sem ASÍ hafnaði fyrir viku síðan sem fár- ánlegri. Þeirri aðferð var gefið nafnið peningaþvottur hér í þinghúsinu að fjármálaráðherra tæki tekjuskatt frá almenningi og breytti honum í út- svarsgreiðslur til sveitarfélaganna," sagði hann. Ólafur sagði að Jón Baldvin Hannibalsson hefði haldið því fram að þróunarsjóður sjávarútvegsins væfi það merkilegasta sem fælist í tillögunum en hann væri á öðra máli. „Það á að setja fjóra mil(jarða inn í þennan sjóð á næsta ári með skulda- bréfum úr ríkissjóði og svo eiga þrír pólitískir kommissarar, ráðnir af sjáv- arútvegsráðherra Sjálfstæðisflokks- ins, þar sem einn er tilnefndur af forystusveitinni sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefur í samtökum sjávarútvegs- ins, að fá alræðisvald í að úthluta þessum 4.000 milljónum. Þeir eiga að ákveða hvaða offjáríestingar eru keyptar út úr fyrirtækjunum og hvaða fiskvinnslufyrirtæki fá að lifa og hver deyja. Þetta er í hrópandi mótsögn við það sem menn hafa sagt hér að undanförnu um almennar efnahags- aðgerðir og nútímavinnubrögð og þetta lyktar af margra áratugagömlu kerfi, þar sem pólitískum gæðingum, tilnefndum af einum ráðherra, er fal- ið að deila út milljörðum til fyrir- tækja í einni atvinnugrein,“ sagði Ólafur. Hann benti á að þegar Atvinnu- tryggingasjóður var stofnsettur hafi verið tryggt að þrír ráðherrar til- nefndu í stjóm sjóðsins til að fyrir- byggja að fulltrúar eins flokks gætu drottnað í stjórninni. „Nú er ákveðið að setja upp gamaldags, klassískt, flokkspólitískt kommissarakerfi. Svo er þessu fagnað á forsíðu Morgun- blaðsins með tveggja hæða fyrirsögn með eintómum upphafsstöfum eins og hér séu bara mikil fagnaðartíð- indi. Og Styrmir Gunnarsson telur í leiðara Morgunblaðsins að þetta rétt- læti alla hina delluna í aðgerðunum." „Öll baráttan um að breyta kvóta- kerfínu sem við í Alþýðubandalaginu höfum staðið í og héldum að við hefð- um Morgunblaðið með okkur í því er nú fyrir bí. Svo er Styrmir að reyna að hugga sig við það með því að hanna forsíðu Morgunblaðsins og uppsetningu blaðsins áð þetta lítilfjör- lega aflagjald, sem á að koma þarna inn, sé einhverskonar ígildi veiðileyfa- sölu. Þetta er auðvitað mikill barna- skapur því deilan hefur staðið um það hvort hér ætti að vera fískveiðistefna, byggð á kvótakerfí, þar sem sjávarút- vegsráðuneytið úthlutar kvótunum til allra eða hvort ætti að vera einhvers- konar fijáls aðgangur að auðlindinni. Umræðan um veiðileyfagjaldið byggðist meðal annars á því að veiði- heimildirnar yrðu seldar til að opna fyrir öðrum.“ „Þessi litli skattur sem á að renna inn í þennan nýja sjóð er bara eins og hver annar skattur sem útgerðin borgar og veitir ekki nein réttindi eða aðgang. Fiskveiðiheimildunum verður áfram úthlutað af ráðuneytinu í krafti pólitísks valds ráðherrans. Þess vegna er skiljanlegt að Kristján Ragnarsson fagni því og telji þetta lítilfjörlega gjald bara minniháttar greiðslu fyrir það að fá nú frið um kvótakerfíð sitt. Það eru mér mikil vonbrigði að Morg- unblaðið skuli detta í þá gryfju að telja að þar með hafi unnist einhver sigur í baráttunni gegn núverandi kvótakerfi. Það sem hefur gerst er að Kristján Ragnarsson kemur sem tvöfaldur sigurvegari út úr þessari- helgi. Hann fékk bæði gengisfelling- una, sem hann hefur beðið um í lang- an tíma og svo fékk hann kvótakerf- ið sitt fest í sessi út kjörtímabilið," sagði Ólafur að lokum. Kristín Ástgeirsdóttir Skammtímalausnir og álögur á láglaunafólk KRISTÍN Ástgeirsdóttir, formaður þingflokks Kvennalistans, segir að í aðgerðum ríkisstjórnarinnar felist álögur á fjölskyldur sem bitni sérstak- lega á þeim sem hafi lægstu launin. Þetta stafi m.a. af hækkun á tekju- skatti og niðurskurði á barnabótum auk þess sem til standi að krukka í vaxtabótakerfið. „Síðan er boðaður enn meiri niðurskurður rikisútgjalda sem kemur hugsanlega niður á þjónustu við borgarana,“ segir hún. „Þrátt fyrir að það verði lækkun á verðlagi vegna niðurfellingar aðstöðu- gjaldsins kemur fram hækkun á móti vegna gengisfellingarinnar. Það er boðuð 4,4% kjaraskerðing, sem væri kannski í lagi ef hún bitnaði fyrst og fremst á þeim sem betur mega sín. Það er hins vegar ekki að finna neitt í þessum aðgerðum sem ver hina lægstlaunuðu og ég er ekki sammála forsætisráðherra um að stöðugleikinn sé besta vömin fyrir þá lægstlaunuðu því þeir eiga síst möguleika á að nýta sér ávinninga hans,“ sagði hún. „Eitt meginmarkmið aðgerðanna átti að vera að skapa atvinnu í landinu en þar er nú í rauninni afar lítið að finna til viðbótar því sem áður hafði verið ákveðið. Þama er 500 milljónum ráðstafað til atvinnusköpunar á Suður- nesjum og 500 milljónir vegna viðhalds á opinberum byggingum. Þetta er af hinu góða en þetta eru þó fyrst og fremst um tillögur sem munu koma karlmönnum til góða. Við höfum bent á að atvinnuleysi er meira meðal kvenna en meðal karla og því skortir algerlega aðgerðir sem munu skapa konum atvinnu," sagði Kristín. Hún sagði einnig að hugmyndin á bak við stofnun Þróunarsjóðs sjávarút- vegsins væri góð. „Það þarf að fækka sjávarútvegsfyrirtækjunum en við hljótum að spyija hvaða atvinnusköp- un eigi að koma i staðinn. Þeirri spurn- ingu er ósvarað og það er margt fleira í sambandi við starfsemi þessa sjóðs sem er ósvarað. Það virðist til dæmis eiga að fjármagna hann að meira eða minna leyti með gjöldum sem verði lögð á sjávarútveginn," sagði hún. Kristín gagmýndi einnig afnám undanþága frá virðisaukaskatti sem hún sagði mjög alvarlegt mál fyrir ferðaþjónustuna og bókaútgáfu en upplýsingar um skatt á hitaveitur væru enn óljósar. „Langtímamarkmið og aðgerðir sem skila sér til lengri tíma eru af skomum skammti í þessum aðgerðum. Öll lang- tímastefnumörkun um atvinnu- og byggðaþróun í ljósi þeirra aðstæðna sem við búum við í dag vantar. Það. brýnasta sem við stöndum frammi fyrir er að viðurkenna staðreyndir og móta okkur langtíma stefnu. Ég tel þetta vera skammtímalausnir sem þarna eru boðaðar og plástrar í hefð- bundnum stíl sem felast ív að stofna sjóð, skera niður og grípa til skamm- tímalausna hér og þar en á endanum er það alltaf almenningur sem borg- ar,“ sagði hún að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.