Morgunblaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 25
t
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓYEMBER 1992
£mitpt»t» B 25
NÍAHAGSMALUM
Hermannssonar hjá okkur í grein-
inni, er óverjandi, óalandi og óferj-
andi," sagði Kristján Ragnarsson,
formaður LIÚ, meðal annars þegar
rætt var við hann í gær um ástæð-
ur þess að hann hefur ákveðið að
falla frá þeim stuðningi sem hann
lýsti yfir hér í Morgunblaðinu, fyrr
í vikunni, við það samkomulag sem
náðst hefur í Tvíhöfða, um gjald-
töku af sjávarútveginum og stofn-
un sérstaks Þróunarsjóðs sjávarút-
vegsins til þess að standa straum
af fjárhagslegri endurskipulagn-
ingu í sjávarútvegi.
Kristján spurði jafnframt: „Hver
gekk harðast fram í.því að segja
að þetta sjóðasukk Steingríms hefði
verið til ills eins, gagnlaust með
öllu og ósanngjarnt?" Og Kristján
svaraði sjálfur: „Það var engin önn-
ur en forysta Sjálfstæðisflokksins.
Svo ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að
standa að því að útgerðarmaðurinn
í dag eigi að borga þetta sukk nið-
ur eftir þrjú ár."
Kristján var spurður hvort út-
gerðarmenn þyrftu ekki að taka á
sig fjárhagslegar byrðar með því
að yfirtaka þennan sjóð og líta
þannig á að þeir væru að greiða
fyrir það, að eftir að endurskipu-
lagningu væri lokið, væru færri
um hituna, og því aukin von um
arðsama útgerð, en er í dag: „Auð-
vitað er það þýðingarmikið að ná
fram þeirri hagræðingu og endur-
skipulagningu í greininni, sem að
er stefnt. En það er einnig mikið
mál, að á okkur sé ekkj lögð fyrir-
greiðsla stjórnvalda til þeirra sem
þau mátu greiðsluhæfa á sínum
tíma, en aðrir höfðu og hafa um
fyrirvara," sagði Kristján.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra kvaðst í gær skilja í sjálfu
sér það sjónarmið sem réði and-
stöðu LÍU, þ.e. að mörgum þætti
ekki réttlátt að þau fyrirtæki sem
væru vel rekin og sæmilega stæð,
tækju á sig ábyrgð og greiðslur,
vegna hinna sem farið hefðu verr
út úr rekstrinum. „En sannleikur-
inn er nú sá, að þetta eru menn
að gera á hverjum einasta degi,
til dæmis í gegnum vaxtamismuh
bankanna, sem að talsverðum
hluta er tilkominn vegna þess að
bankarnir eru að afskrifa lán og
tapa peningum. Þau fyrirtæki sem
betur eru stæð, verða að borga
brúsann í formi hærri vaxta," sagði
sjávarútvegsráðherra.
Steingrímur Hermannsson
V,
Firlit
siídar31.des. 1991
jiðslu
teina —
sini:
kírteini-
kírteini
— 35.387.010
- 807.204.000
-842.591.010
-815.557.134
-576.174.496
1.391.731.630
-(549.140.620)
umframeignir-
ru tvenns konar, A-skírteini sem tryggð eru með
'. VII. kafla laga nr. 13/1979 og nær ábyrgð ríkls-
>na sem er með veröbótum tll ársloka 815 mllij.
í eru án ríkisábyrgðar. Hlutafjársjóður Byggða-
lir hlutdeildarskírteini með andvirði seldra hluta-
n hefst eigi síðar en 6 áruni eftlr kaupdag og
ikvörðui i sjóðstjórnar. Uppgjörí hlutdeildar-
i lokið innan 12 ára frá kaupdegi þeirra.
nu iðnaðarmanna
"um2,5%
nu
•ði.
»-
lur
i.
ssi
.nn
6ði
ga
meira út á svarta markaðinn og rík-
ið tapaði tekjum.
í ljósi markmiða aðgerðanna, að
auka atvinnu, sagði Haraldur að ár-
angursríkt hefði verið að leggja
áherslu á viðhald íbúðarhúsnæðis.
Það væri mannaflafrek grein, hún
skapaði hlutfallslega mun meiri vinnu
en til dæmis vegaframkvæmdir.
Atvinnulífíð áfram mjög veikt
STEINGRÍMUR Hermannsson formaður Framsóknarflokksins, segir
að þingmenn Framsóknarflokksins styðji sumt sem felist í aðgerðum
ríkisstjórnarinnar svo sem niðurfellingu aðstöðugjalds. Þeir hafi einn-
ig stutt hátekjuskatt en eins og hann sé hugsaður í ráðstöfunum ríkis-
stjórnarinnar sé hann eingöngu sýndarmennska sem skili litlu. Að
lágmarki þyrfti að sctja 7% til 10% skatt á hátekjur, að hans mati.
Aðgerðirnar dugi skammt til bjargar atvinnulifinu sem verði áfram
mjög veikt og mörgum spurningum sé ósvarað varðandi þróunarsjóð
sjávarútvegsins. „Við erum mótfallin þvi að hækka tekjuskattinn á
alla og teljuni að það verði að leggja skatt á fjármagnið til að jafna
skattlagningu sem þegar er lögð á eignir," sagði hann.
Steingrímur kvaðst telja að verja
yrði verulegu fjármagni til að hefja
nýsköpun í atvinnulífinu og til að
koma hjólum atvinnulífsins af stað.
„Þó að við viðurkennum erfiðleika
ríkissjóðs þá tökum við undir það
með ráðgjöfum Clintons í Bandaríkj-
unum, sem segja að í svona ástandi
verði_ ríkisfjármálin að vera númer
tvö. Ég hef talið að ríkissjóður hefði
farið betur út úr því að verja 1.240
milljónunum sem enn á að skera
niður, til nýsköpunar í atvinnulífinu,
sem myndi aftur skapa ríkissjóði
tekjur," sagði hann.
Steingrímur sagði að álagning á
bensín kæmi á slæmum- tíma og
væri þar um að ræða viðbótarálögur
á neytendur auk áhrifa gengisfell-
ingarinnar. „Þarna er allt of langt
gengið í að leggja almenna skatta á
launþega og við tökum undir með
Ásmundi Stefánssyni og fleirum að
ekki er gerð tilraun til að jafna þess-
ar byrðar. Þetta eru allt of miklir
almennir skattar," sagði hann.
„Við sjáum ekki að þessar aðgerð-
irgangi upp. Fulltrúar sjávarútvegs-
ins segja að hallinn sé 11-12% en
Þjóðhagsstofnun segir að hann sé
8% en þar bera vextirnir á milli. Það
er alveg ljóst að þetta er í mesta
lagi ekki nema 4,9% afkomubati fyr-
ir sjávarutveginn eins og Þjóðhags-
stofnun reiknar sem ég tel reyndar
að sé ofreiknað. Yrðu það þá helm-
ingurinn af fyrirtækjunum sem sem
áttu að fara á hausinn sem verða
gjaldþrota eða hvar er línan dregin,"
sagði hann.
Steingrímur sagði einnig að af-
létta þyrfti fleiri álögum af atvinnu-
lífínu en þarna væri gert til að geng-
ið gæti haldið. Hugmyndin á bak við
þróunarsjóð sjávarútvegsins væri
góð en upplýsingar um hann hefðu
verið af skornum skammti og mjög
mörgu væri ósvarað. Þó væri smám
saman að koma í ljós að honum
væri m.a. ætlað að taka yfir skuld-
indingar Atvinnutryggingasjóðs. Úr-
elding væri af hinu góða en hins
vegar væri því ósvarað hvers vegna
þyrfti að leggja niður Hagræðingar-
sjóð og fara svo af stað með nýjan
sjóð og lofa honum tekjum árið 1996.
Þetta þarfnaðist allt mun nánari
skýringa við.
Sagði hann ekkert liggja fyrir um
hversu hátt veiðileyfagjaldið sem
leggja ætti á 1996 yrði. Ljóst væri
að það kostaði mikið fé að úrelda
fjölda frystihúsa og standa undir
fjögurra milljarða kr. erlendu láni.
„Ætla menn að framkvæma það eins
og kratarnir hafa boðað með því að
fella gengið til að gera sjávarútveg-
inum kleyft að standa undir því og
lækka síðan virðisaukaskattinn fyrir
neytendur. Veiðileyfagjald eitt og sér
er alls ekki svar. Það hafa allir viður-
kennt að þá þarf að stokka upp skatt-
kerfið í þjóðfélaginu öllu," sagði
Steingrímur.
Hann sagði ennfremur að at-
hyglisvert væri að nánast allt sem
Davíð Oddsson hefði áður verið búinn
að hafna væri nú orðið að veruleika,
þar á meðal afnám aðstöðugjalds og
hátekjuskattur.
„Þetta mun ekki bjarga atvinnulíf-
inu, sem áfram verður mjög veikt
og margt er mjög óljóst. Alögurnar
eru lagðar á launþega almennt en
ekki dreift á hærri tekjur eins og
lofað var í tilraunum til að ná sam-
komulagi við alla aðila."
Ólafur Ragnar Grímsson
Ríkisstjórnin hefurfestkvóta-
kerfíðísessiútkjörtímabilið
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, segir að
mikil reiði ríki i röðum samtaka launafólks vegna aðgerða ríkisstjórnar-
innar og þar séu menn þegar farnir að tala um að svara þeim með
aðgerðum. Stöðugleikanum sé nú stefnt í mikla hættu. Ólafur segir
að samið hafi verið um það í ríkisstjórninni að hið lokaða kvótakerfi
verði óbreytt út kjörtimabilið, sem sé mikill sigur fyrir Þorstein Páls-
son og Kristján Ragnarsson. Gagnrýnir hann Þróunarsjóð sjávarútvegs-
ins harðlega og segir að þar eigi þrir pólitiskir kommissarar að fá
alræðisvald til að úthluta milljörðum úr sjóðnum.
„Alþýðubandalagið, Alþýðusam-
bandið og BSRB lögðu áherslu á að
meginherkostnaðurinn af þessum að-
gerðum yrði borinn uppi af fjár-
magnseigendum og hátekjufólki.
Sjálfstæðisflokkurinn gerði það að
úrslitakröfu að fjármagnseigendum
yrði sleppt á næsta ári. Alþýðuflokk-
urinn féllst á það. Það kemur almenn-
ur tekjuskattur á alla í landinu í stað
aðstöðugjaldsins eri það var krafa sem
ASÍ hafnaði fyrir viku síðan sem fár-
ánlegri. Þeirri aðferð var gefið nafnið
peningaþvottur hér í þinghúsinu að
fjármálaráðherra tæki tekjuskatt frá
almenningi og breytti honum í út-
svarsgreiðslur til sveitarfélaganna,"
sagði hann.
Ólafur sagði að Jón Baldvin
Hannibalsson hefði haldið því fram
að þróunarsjóður sjávarútvegsins
væri það merkilegasta sem fælist í
tillögunum en hann væri á öðru máli.
„Það á að setja fjóra milh'arða inn í
þennan sjóð á næsta ári með skulda-
bréfum úr ríkissjóði og svo eiga þrír
pólitískir kommissarar, ráðnir af sjáv-
arútvegsráðherra Sjálfstæðisflokks-
ins, þar sem einn er tilnefndur af
forystusveitinni sem Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur í samtökum sjávarútvegs-
ins, að fá alræðisvald í að úthluta
þessum 4.000 milljónum. Þeir eiga
að ákveða hvaða offjárfestingar eru
keyptar út úr fyrirtækjunum og hvaða
fiskvinnslufyrirtæki fá að lifa og hver
deyja. Þetta er í hrópandi mótsögn
við það sem menn hafa sagt hér að
undanförnu um almennar efnahags-
aðgerðir og nútímavinnubrögð og
þetta lyktar af margra áratugagömlu
kerfi, þar sem pólitískum gæðingum,
tilnefndum af einum ráðherra, er fal-
ið að deila út milljörðum til fyrir-
tækja í einni atvinnugrein," sagði
Ólafur.
Hann benti á að þegar Atvinnu-
tryggingasjóður var stofnsettur hafi
verið tryggt að þrír ráðherrar til-
nefndu í stjórn sjóðsins til að fyrir-
byggja að fulltrúar eins flokks gætu
drottnað í stjórninni. „Nú er ákveðið
að setja upp gamaldags, klassískt,
flokkspólitískt kommissarakerfi. Svo
er þessu fagnað á forsíðu Morgun-
blaðsins með tveggja hæða fyrirsögn
með eintómum upphafsstöfum eins
og hér séu bara mikil fagnaðartíð-
indi. Og Styrmir Gunnarsson telur í
leiðara Morgunblaðsins að þetta rétt-
læti alla hina delluna í aðgerðunum."
„Öll baráttan um að breyta kvóta-
kerfinu sem við í Alþýðubandalaginu
höfum staðið í og héldum að við hefð-
um Morgunblaðið með okkur í því er
nú fyrir bí. Svo er Styrmir að reyna
að hugga sig við það með því að
hanna forsíðu Morgunblaðsins og
uppsetningu blaðsins áð þetta lítilfjör-
lega aflagjald, sem á að koma þarna
inn, sé einhverskonar ígildi veiðileyfa-
sölu. Þetta er auðvitað mikill barna-
skapur því deilan hefur staðið um það
hvort hér ætti að vera fiskveiðistefna,
byggð á kvótakerfí, þar sem sjávarút-
vegsráðuneytið úthlutar kvótunum til
allra eða hvort ætti að vera einhvers-
konar frjáls aðgangur að auðlindinni.
Umræðan um veiðileyfagjaldið
byggðist meðal annars á því að veiði-
heimildirnar yrðu seldar til að opna
fyrir öðrum."
„Þessi litli skattur sem á að renna
inn í þennan nýja sjóð er bara eins
og hver annar skattur sem útgerðin
borgar og veitir ekki nein réttindi eða
aðgang. Fiskveiðiheimildunum verður
áfram úthlutað af ráðuneytinu í krafti
pólitísks valds ráðherrans. Þess vegna
er skiljanlegt að Kristján Ragnarsson
fagni því og telji þetta lítilfjörlega
gjald bara minniháttar greiðslu fyrir
það að fá nú frið um kvótakerfið sitt.
Það eru mér mikil vonbrigði að Morg-
unblaðið skuli detta í þá gryfju að
telja að þar með hafi unnist einhver
sigur í baráttunni gegn núverandi
kvótakerfi. Það sem hefur gerst er
að Kristján Ragnarsson kemur sem
tvöfaldur sigurvegari út úr þessari-
helgi. Hann fékk bæði gengisfelling-
una, sem hann hefur beðið um í lang-
an tíma og svo fékk hann kvótakerf-
ið sitt fest í sessi út kjörtímabilið,"
sagði Ólafur að lokum.
Kristín Ástgeirsdóttir
Skammtímalausnir og álögur
á láglaunafólk
KRISTÍN Ástgeirsdóttir, formaður þingflokks Kvennalistans, segir að i
aðgerðum ríkisstjórnarinnar felist álögur á fjölskyldur sem bitni sérstak-
lega á þeim sem hafi lægstu launin. Þetta stafi m.a. af hækkun á tckju-
skatti og niðurskurði á barnabótum auk þess sem til standi að krukka i
vaxtabótakerfið. „Siðan er boðaður enn meiri niðurskurður rikisútgjalda
sem kemur hugsanlega niður á þjónustu við borgarana," segir hún.
„Þrátt fyrir að það verði lækkun á
verðlagi vegna niðurfellingar aðstöðu-
gjaldsins kemur fram hækkun á móti
vegna gengisfellingarinnar. Það er
boðuð 4,4% kjaraskerðing, sem væri
kannski í lagi ef hún bitnaði fyrst og
fremst á þeim sem betur mega sín.
Það er hins vegar ekki að finna neitt
í þessum aðgerðum sem ver hina
lægstlaunuðu og ég er ekki sammála
forsætisráðherra um að stöðugleikinn
sé besta vörnin fyrir þá lægstlaunuðu
því þeir eiga síst möguleika á að nýta
sér ávinninga hans," sagði hún.
„Eitt meginmarkmið aðgerðanna
átti að vera að skapa atvinnu í landinu
en þar er nú í rauninni afar lítið að
fínna til viðbótar því sem áður hafði
verið ákveðið. Þarna er 500 milljónum
ráðstafað til atvinnusköpunar á Suður-
nesjum og 500 milljónir vegna viðhalds
á opinberum byggingum. Þetta er af
hinu góða en þetta eru þó fyrst og
fremst um tillögur sem munu koma
karlmönnum til góða. Við höfum bent
á að atvinnuleysi er meira meðal
kvenna en meðal karla og því skortir
algerlega aðgerðir sem munu skapa
konum atvinnu," sagði Kristín.
Hún sagði einnig að hugmyndin á
bak við stofnun Þróunarsjóðs sjávarút-
vegsins væri góð. „Það þarf að fækka
sjávarútvegsfyrirtækjunum en við
hljótum að spyrja hvaða atvinnusköp-
un eigi að koma í staðinn. Þeirri spurn-
ingu er ósvarað og það er margt fleira
í sambandi við starfsemi þessa sjóðs
sem er ósvarað. Það virðist til dæmis
eiga að fjármagna hann að meira eða
minna leyti með gjöldum sem verði
lögð á sjávarútveginn," sagði hún.
Kristín gagnrýndi einnig afnám
undanþága frá virðisaukaskatti sem
hún sagði mjög alvarlegt mál fyrir
ferðaþjónustuna og bókaútgáfu en
upplýsingar um skatt á hitaveitur
væru enn óljósar.
„Langtímamarkmið og aðgerðir sem
skila sér til lengri tíma eru af skornum
skammti í þessum aðgerðum. Öll lang-
tímastefnumörkun um atvinnu- og
byggðaþróun í h'ósi þeirra aðstæðna
sem við búum við í dag vantar. Það.
brýnasta sem við stöndum frammi
fyrir er að viðurkenna staðreyndir og
móta okkur langtíma stefnu. Ég tel
þetta vera skammtímalausnir sem
þarna eru boðaðar og plástrar í hefð-
bundnum stíl sem felast í>að stofna
sjóð, skera niður og grípa til skamm-
tímalausna hér og þar en á endanum
er það alltaf almenningur sem borg-.
ar," sagði hún að lokum.
1r