Morgunblaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1992 t" I STAK Efnahagsráð- stafanirnar fela í sér kjara- skerðingu Starfsmannafélag Akureyrar- bæjar, STAK hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun vegna að- gerða ríkisstjórnarinnar í efna- ^hagsmálunu „Stjórn STAK mótmælir harð- lega fyrirhuguðum efnahagsráð- stöfunum ríkisstjórnarinnar, sem fela í sér stórfellda kjaraskerðingu fyrir almennt launafólk. Á sama tíma er sköttum létt af fyrirtækjum, einnig þeim sem búa við góð kjör og jafnvel mikinn gróða. Með þessu styrkir ríkisstjórnin velferðarkerfi fyrirtækjanna á kostnað velferðar almennings. Stjórn STAK vill einnig vekja athygli á auknu misrétti milli íbúa landsins sem felast í álagningu skatta á húshitun og skrorar á bæjarstjórn Akureyrar og þing- menn í Norðurlandskjördæmi eystra að beita sér gegn þessu órétt- læti," segir í ályktuninni. ? ? ? Innsigli á Uppanum, 1929 og Bíóbaraum Bæjarfógetinn á Akureyri lét innsigla húsnæði bar sem starf- semi á vegum Uppans fór fram við Ráðhústorg, þ.e. skemmti- staðinn 1929, Uppann og Bióbar- inn eftir hádegi í gær vegna van- goldinna opinberra gjalda. Björn Rögnvaldsson fulltrúi bæj- arfógeta sagði að húsið hefði verið innsiglað þar sem ekki hefði verið búið að gera upp við embættið virð- isaukaskatt og staðgreiðslu, en hann vildi ekki tjá sig um hve háa skuld væri að ræða. Sagði hann að innsigli á húsinu yrði rofið strax og peningagreiðslur bærust emb- ættinu, en fyrr ekki. Hann sagði að farið hefði verið fram á að húsnæðið yrði opnað og hefðu rekstraraðilar sagst hafa selt reksturinn formanni stjórnar Upp- ans síðastliðinn mánudag. Embætt- ið hefði hins vegar engin gögn feng- ið í hendurnar sem staðfestu að reksturinn hefði verið seldur. Uppinn, sem er krá á annarri hæð hússins hefur verið rekin þar um árabil og síðar var Bíóbarinn opnað- ur á neðri hæðinni. Eigendur fengu svo gamla bíósal Nýja bíós til af- nota fyrri hluta vetrar árið 1991 og hafa rekið þar skemmtistaðinn 1929 síðan. Elín Antonsdóttir verkefnissljóri átaks- verkefnis sem í gangi er í fjórum hreppum í Eyjafirði. Átaksverkefni í Eyjafirði Rætt um korn- rækt í Eyjafírði og þróunarsetur Ytri-Tjörnum. í FYRRAVETUR var ákveðið að ráðast í átaksverkefni í at- vinnusköpun í Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandahreppi, Grýtu- bakkahreppi og Hálshreppi. Að þeirri ákvörðun stóðu fulltrúar þessara sveitarfélaga ásamt Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar og Byggðastofnun. Verkefnisstjóri er Elín Antonsdóttír, markaðs- fræðingur frá Akuryeri. Frá ráðstefnunni á Hrafnagili. Morgunblaðið/Benjamín Um síðustu helgi var haldin svokölluð leitarráðstefna á Hrafnagili. í nýútkomnu frétta- bréfi verkefnisins er hugtakið Leitarráðstefna skýrt þannig: Leitarráðstefna byggir á því að íbúar á tiltekins svæðis virkja sitt eigið hugarflug við kerfis- bundna leit nýrra atvinnutæki- færa. Reynsla annars staðar sýn- ir að út úr leitarráðstefnum geta komið 5-10 raunhæfar hug- myndir að atvinnusköpun sem íbúarnir eru tilbúnir að vinna að." Elín Antonsdóttir sagði að ráðstefnan hefði gengið mjög vel og fólkið hefði verið áhugasamt og með frjóar hugmyndir sem unnið yrði úr á næstu mánuðum. Þátttakendum á ráðstefnunni var skipt niður í hópa og voru verkefnín af ýmsum toga. Svo sem tilraunir með kornrækt næsta sumar hér í Eyjafjarðar- sveit, vélaleigu og vélavinnu ásamt afleysingaþjónustu í land- búnaði. Einnig var rætt um stofnun þróunarseturs fyrir handverksfólk, þar sem hug- myndin er að fram fari vinnsla á ýmiss konar munum. Þá var verkefni um sérvinnslu sjávaraf- urða og fleira var tekið fyrir. Alls tóku um 50 manns þátt í Leitarráðstefnunni á Hrafnagili. Benjamin Framkvæmdasjóður Akureyrar Tel rétt að kanna möguleika á sölu hluta af eign bæjarins í ÚA - segir Halldór Jónsson bæjarstjóri HALLDÓR Jónsson bæjarstjóri telur að Akureyrarbær eigi að kanna mðguleika með sðlu á hluta af eign sinni í Útgerðarfélagi Akur- eyringa. Eignarhluti bæjarins er um 58,4% og er nafnverð hlutabréfa bæjarins um 310 miUjónir króna. Þetta kom fram í máli bæjarstjóra við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og stofnana á fundi bæjarsljórnar á þriðjudag, en við það tækifæri gerði hann grein fyrir stöðu Framkvæmdasjóðs Akureyrar þar sem m.a. kom fram að til að viðhalda óbreyttri stöðu á hreinu veltufé þarf sjóðurinn að taka ný langtímalán eða selja eignir fyrir 107,3 milljónir króna. Framkvæmda- sjóður á hlutabréf í ýmsum fyrirtækjum samtals að nafnverði um 600 milljónir auk fasteignar við Réttarhvamm sem gert er ráð fyrir að selja á næsta ári. „Ég tel að Akureyrarbær eigi að kanna möguleika með sölu á hluta af eign sinni i Útgerðarfélagi Akur- eyringa. Fyrirtækið er traust og eitt af þeim sem horft er til í íslenskum sjávarútvegi og fiskvinnslu. Fjár- munir sem fengjust með slíkum ráð- stöfunum yrðu notaðir til þess að styrkja stöðu Akureyrarbæjar og til framfara og nýrra átaka í atvinnu- málum. Ég tel rétt að kannaður verði áhugi fjárfesta og almennings, en horfi þó ekki síst til samstarfs við lífeyrissjóði, þar sem í þessu tilviki færi saman krafa þeirra um ávöxtun fjármuna og það að slíkt myndi renna styrkari stoðum undir atvinnulífið og uppbyggingu þess hér á Akureyri," sagði Halldór. Halldór sagði lífeyrissjóði hafa á undanförnum misserum fjárfest nokkuð í hlutabréfum fyrirtækja og myndi sú starfsemi örugglega aukast verulega á næstunni. Hann teldi því vænlegt, bæði fyrir lífeyrissjóði og bæjarfélagið, ef samstarf gæti verið með þessum aðilum á þessu sviði. „Ný verkefni Framkvæmdasjóðs yrðu því fjármögnuð, annað hvort með sölu eigna eða nýjum langtíma- lánum, nema hvort tveggja væri." Á næsta ári eru rekstrartekjur sjóðsins áætlað rúmlega 31 milljón króna að viðbættum langtSmakröfum upp á 400 þúsund. Vextir af lang- tímaskuldum eru áætlaðar um 35,5 milljónir og er því áætlað að rekstrar- halli verði upp á 4,4 milljónir króna á næsta ári. Fjárfestingar eru áætl- aðar 40,2 milljónir, en þar vegur þyngst hlutafjárloforð til Slippstöðv- arinnar að upphæð 35 milljónir króna. Áætlað er að greiðsluafkoma sjóðsins verði neikvæð um 97,8 millj- ónir króna á næsta ári. Auk þess er framlag til Iðnþróunarfélags Eyja- fjarðar áætlað um 7,3 milljónir. Til að viðhalda óbreyttri stöðu á hreinu veltufé þarf Framkvæmdasjóður að taka ný langtímalán eða selja eignir fyrir 107,3 milljónir króna. Langtímaskuldbindingar sjóðsins verða um næstu áramót nálægt 400 milljónum króna og sagði Halldór að marka þyrfti skýra stefnu varð- andi niðurgreiðslur þessara lána, en hvað bæjarsjóð varðaði væri stefnan sú að almenn löng lán hans væru greidd niður um 5% á ári. Yrði svip- aðri reglu beitt varðandi Fram- kvæmdasjóð jafngilti það að greiða þyrfti tæpar 27 milljónir af langtíma- skuldbindingum hans á hverju ári, en samkvæmt Iánasamningum sem fyrir liggja og hvíla á Framkvæmda- sjóði er greiðslubyrði þeirra á næstu árum um 55 til 75 milljónir á hverju ári. Halldór sagði því ljóst að til end- urfjármögnunar á hluta þessara skuldbindindinga þyrfti að koma. Hótel ^J^Harpa Nýr gistivalkostur áAkureyri Auk hagsíæðs gistiverðs, njóta gestir okkar afsláttar á veitingahús- unum Bautanum og Smiðjunni. Fastagestum, fyrirtækjum og hóp- um er veittur sérafsláttur. HótelHarpa Góð gisting á hóflegu verði íhjartabæjarins. Sími 96-11400 Ath. að Hótel Har pa er ekki í símaskránni. Rafhituðum húsum mun fjölga um 30 af hundraði fram til ársins 2020 HLUTUR rafhitunar á húshitunarmarkáði jókst um 49% á siðasta ára- tug eða úr 370 gigawattstundum í 550 GWst og á sama tíma lækkaði hlutur olíukyndingar úr 490 GWst í 130 GWst eða um 73% og hlutur jarðvarmaveitna jókst úr 2.540 GWst í 3880 GWst eða um 53%. í nýrri húshitunarspá er gert ráð fyrir þvf að árið 2020 muni hlutur olíukynd- ingar vera kominn niður í 5 GWst og að hlutur rafkyndingar verði kominn í 715 GWst og hafi þá enn aukist um 30% frá 1990. Þetta kom fram í máli Halldór og rætt um efni eins og rannsóknir Jónatanssonar forstjóra Landsvirkj- unar á Mannvirkjaþingi sem haldið var í Reykjavík í gær undir yfirskrift- inni: íslenskur byggingaiðnaður á tímamótum. Um 100 manns sátu þingið og voru þar flutt 16 erindi. Fjallað var um helstu framkvæmdir á vegum opinberra aðila á næsta ári fyrir íslenska mannvirkjagerð, skipu- lag mannvirkja, hönnun og bygg- ingakostnað á íslandi, menntun byggingamnanna og um stöðu og framtíð íselnskrar verktakastarf- semi. Halldór Jónatansson sagði að Landsvirkjun bæri að vinna að þvf að raforka komi í stað annarra orku- gjafa eftir því sem hagkvæmt væri talið. Taldi hann að í framtíðinni yrði raforka notuð í ríkum mæli til að knýja bfla, slíkt væri nú tæknilega mögulegt þótt nokkuð langt væri í land með að það yrði hagkvæmt. Einnig væri hægt að hugsa sér að knýja íslenska skipaflotann með vetni sem unnið væri með rafgrein- ingu. „Ef rafmagn yrði alfarið beinn aflgjafi bfla, vinnuvéla og fiskiskipa okkar í framtíðinni er því spáð að raforkunotkun bfla og vinnuvéla gæti á næstu áratugum orðið um 800 GWst á ári og raforkunotkun fiskiskipa um 1100 GWst á ári. Raf- orkuþörfin mundi hins vegar fjórfald- ast ef raforka yrði notuð til að fram- leiða vetni sem hér yrði notað sem aflgjafi. Til samanburðar má geta þess að orkuframleiðslugeta Blöndu- virkjunar er 610 GWst á ári og að rafmagnsnotkun á höfuðborgar- svæðinu nam alls um 700 GWst árið 1991. Rafvæðing samgangna á sjó og landi í samræmi við framangreint mundi draga úr útblæstri á koltvísýr- ingi sem næmi alls um 1350 þúsund tonnum á ári og munar um minna," sagði Halldór Jónatansson einnig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.