Morgunblaðið - 26.11.1992, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 26.11.1992, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1992 Jólahlaðborð fjölbreytt og verð misjafnt Æ fleiri staðir bjóða jólahlaðborð í desember, og eru þau yfirleitt ódýrari í hádegi en á kvöldin. Sums staðar flytja listarmenn jólatón- list og dæmi eru um sérstök tilboðsverð fyrir börn. Misjafnt er hve margir réttir eru á borðum, og sem endranær í umfjöllun okkar, er hér ekki lagt mat á gæði þess sem á boðstólnum er. Meðlæti er alls staðar fjölbreytt og einnig eftirréttir sem innifaldir eru í verðinu. HÓTEL LIND Auk sfldarrétta, eru maríneraðir fískréttir, pastaréttir, íslenskur jóla- matur og ýmiskonar salöt. Listafólk flytur jólatónlist fyrir matargesti. Börn yngri en 6 ára greiða ekkert *~og 6-12 ára greiða helming af verði fullorðinna sem er 1.590 kr. HÓTEL ESJA Á Hótel Esju eru síidarréttir, lax, hangikjötspate’, svínasulta, reykt nautatunga og hangikjöt, danskar kjötbollur, rifjasteik og tartalettur og sviðasulta, hangikjöt, svínasulta og lax. Á kvöldin er m.a. kalkúnn, reykt grísalæri, nautakjöt og pasta- réttir. I hádegi: 1.670 kr. A kvöld- in: 2.200 kr. í Súlnasal er jólahlaðborð 12. og 19. des., og skemmtiatriði og dans- leikur. Verð er 2.500 kr. Hópum býðst hlaðborð í sérsölum; verð 2.800 kr. HOLIDAY INN í Setrinu er sami matseðill og sama verð í hádegi og á kvöldin, en með hangikjöti. Fleiri réttir eru á ' kvöldin en í hádegi. í hádegi: 1.390 kr. Á kvöldin: 1.890 kr. ^ HÓTEL ÓðlNSVÉ OG VlðEYJ- ARSTOFA Sams konar jólahlaðborð eru í Óðinsvé og Viðeyjarstofu og grísa- og svínaafurðir áberandi, t.d. reykt- ur grís, kjötbollur, eplaflesk, marín- erað flesk, lifrakæfa og ggísatær. Þá er maríneruð síld og steiksfld. í hádegi 1.690 kr. Á kvöldin 2.190 kr. I Viðeyjarstofu er sama verð í hádegi og á kvöldin, 2.190 kr. HÓTEL SAG4 Kynntir eru réttir frá austur- strönd Bandaríkjanna, auk íslenskra jólarétta og skandínavískra. í Skrúði sjá Jónas Þórir og Jónas Dagbjartsson um tónlist. I hádegi er m.a. grísasteik, lambalæri, grat- íneraðir sjávarréttir, steikt blóðmör f»g heit lifrakæfa. Þá eru sfldarréttir Morgunblaðið/Sverrir kertaljós og hátíðlegri stemmning að kvöldlagi. Þar eru íslenskir jóla- réttir auk rétta frá hinum Norður- löndunum. Sviðasulta, skinkulæri, reykt og nýtt grísalæri, hunangs- skinka, grísapate’, kalkúnn og önd eru meðal aðalrétta. Hópar, 30 og fleiri geta verið í sérsölum, sem rúma 130 manns. í hádegi og á kvöldin: 1.950 kr. Ókeypis fyrir börn yngri en 6 ára og til 12 ára 975 kr. Hlað- borð fyrir hópa í sérsölum kosta 2.250 kr. HÓTEL LOFTLEIðlR I Lóninu er eins hlaðborð í hádegi og á kvöldin. Fjóra daga í viku flyt- ur Ingólfur Steinsson tónlist og gest- ir geta tekið þátt í jólahappdrætti. Meðal rétta: humar, síld, lax og pat’e, hreindýrabuff, grísasteik og reyksteikt lambalæri. í hádegi: 1.395 kr Á kvöldin: 1.980 kr. BT ■ VIKUNNAR IJOLABAKSTURINN Tveir blaðamenn Daglegs lífs gerðu þessa verðkönnun kl.14.00 - 16.00 s.l. þriðjudag. Farið var fyrirvaralaust í verslanimar, sjö vörutegundir valdar og verð staðfest af verslunarstjórum. Þess skal þó getið að verð á söxuðum möndlum var fengið símleiðis hjá Kaupstað, Nóatúni og Fjarðarkaupum. Kaupstaður Nóatún Fjarðarkaup Mikligarður (Mjódd viðHamrab. Hólshrauni við Sund Bónus Skútuvogi Hagkaup Skeifunni Marsipan 500 g Okonomi 299 319 293 249 189 229 Bökunarpappír 10m RULLET 109 VITA 196 NEMLI 118 RULLET 109 VITA 108 VITA 135 Mömmujarðarb.sulta 400 gr. 157 167 129 125 800 g* 189 119 Smjör 500 gr. 199 199 199 199 192 199 Flórsykur 500 g Dansukker 54 77 54 39 34 43 ísl. kakó Flóra 400 gr. 257 259 198 200 g* 121 187 209 Saxaðar möndlur 100 gr. HAGVER 87 JUMBÓ 88 JUMBÓ 68 HAGVER 65 61 JUMBÓ 76 J Samtals 1.162 1.305 1.059 1.028 866 1.010 Mömmujarðarberjasulta var einungis fáanleg í 800 g dósum í Bónus Ekki fengust 400 g pakkningar af Flóru kakói í Miklagarði. í niðurstöðutölum er verð á kakói í Miklagarði því miðað við tvo 200 g pakka og í Bónus er verð á Mömmujarðarberjasultu lækkað um helming vegna mismunar á þyngd. * 3% staðgreiðsluafsláttur í Miklagarði. Sumir kaupmenn snúa á neytendakannanir EINN dýrasti liður heimilisbókhalds er matarinnkaup og því skiptir miklu máli á hvaða verði varan er keypt. Margir eru farnir að huga að jólabakstri og því var ákveðið að kanna verð á bökunarvörum. Haft var samband við forsvarsmenn verslana og þeir beðnir að myndsenda vöruverð á nokkrum vörutegund- um. í ljós kom að þetta var engan veginn framkvæmanlegt. Sumir sögðu hreint út að ef að þeir fengju vald til að gefa upp verð á þessum vörum, myndu þeir lækka það niður úr öllu valdi þvf aðrir myndu gera það líka. Einn sagði að það borgaði sig jafnvel að bjóða þessa vöruliði á 1 krónu til að trekkja að viðskipta- vini. Örfáir voru tilbúnir að segja hversu lengi verðið gilti. í þokkabót myndi þessi lækkun koma niður á annarri vöru í stað- inn, það er upplagt að hækka verð á hreinlætisvöru til að bæta upp undirboð á hveiti sem var einn liðanna í verðkönnunni. Aug- lýsingin sem verslunareigendur fengju útúr því að hafa þessa tíu liði á mjög lágu verði myndi borga sig margfaÞ til baka með öllum þeim viðskiptavinum sem kæmu í verslunina. Samkeppnin er orðin það mikil hér á höfuðborgarsvæðinu að lfkja má við stríð. Þessa dagana má segja að stríðið snúist um egg og aðrar bökunarvörur og fyrr en varir tekur jólasteikin við. Eggin sem venjulega eru frá 330 krónum og upp í 350 krónur kílóið voru í vikunni komin niður í 165 krón- ur í einni versluninni. Fljótt á litið virðist líka vera komið kaffístríð í Reykjavík. Ekki er óalgengt að 250 gramma kaffí- pakki kosti liðlega hundrað krón- ur. í dag er hægt að kaupa helm- ingi stærri pakka á sama verði. Verslanirnar hafa gott af sam- keppni og kaffí gætum við til að mynda ekki keypt á þessu verði nema vegna hennar. Hinsvegar er óhætt að vara lesendur við verðkönnunum og benda á að öll- um brögðum er beitt ef færi gefst til. í ljósi þessarar reynslu var ákveðið að breyta verðkönnun- inni, taka aðra vöruliði og mæta á svæðið án fyrirvara. Tekin hefur verið sú ákvörðun að heimsækja framvegis verslanir fyrirvaralaust og þegar fram í sækir geta lesend- ur stuðst við þessar verðkannanir því þær gefa vísbendingu um hvaða búðir bjóða besta verðið. grg m Hefur þróað uppskrift af jólapaté í næstum því þrjátíu ár ■g KRISTÍN Friðriksdóttir gerir jólapaté ■■n snemma og geymir það í frysti fram að jólum. „Upprunalegu uppskriftina fékk S ég hjá vinkonu minni I Danmörku, er ég bjó þar fyrir 30 árum. Síðan hef ég lagað hana að íslenskum aðstæðum og eigin iA hugmyndaflugi,“ segir Kristín. Hún segist Om sjálf hrifin af villibráð, en heimilisfólkið CL hafi til skamms tíma ekki kunnað að meta S3 hana.„Ég geri þetta paté A hverju ári og með þrjóskunni hef ég komið mannskapn- um á bragðið." Þegar Kristín gerði réttinn, kostaði hráefnið í hann um 2.000 kr., en einhver hráefni kunna að hafa lækkað í verði síðan þá. Um 2Ví klst. tekur að útbúa réttinn. Villibráöapaté fyrlr 13-14 _____________ 250g svínahakk 250 g hakkað kjúklingakjöt 200 g hakkað kjöt af villigæs, rjúpu eða hreindýri 1 dl vatn 1 dl Calvados eða ísl. brennivín 1 dl hveiti Eggja-rauður og hvítur aðskildar. Kalt vatn, brennivín og hveiti látið í pott og soðið við meðalhita í 3 mín. Hrært í á meðan. Kælt við stofuhita. Öllu kjöti og kryddi blandað útí og hrært saman. Eggjarauðum og smjöri bætt saman við og allt hrært saman í hrærivél. Rjóma, sveppum og kjúklingasoði bætt við. Eggja- hvítur stífþeyttar og hrært varlega saman við. _______4egg_________ 1OO g smjör 1 peli rjómi 100 g saxaðir sveppir 2-3 tsk salt 1 tsk nýmalaður pipar 3 tsk villt timian 5 steytt einiber 1 dl kjúklingasoð Deig 6 dl hveiti 150g smjör dl vatn i egg Hveiti og muldu smjöri blandað saman. Vatni og léttþeyttu eggi blandað saman við og deigið hnoð- að. Geymt í ísskáp í 30 mín. Deig flatt út og smurt kökuform klætt með deiginu. Paté sett ofan á. Afgang af deigi má skera í ræmur og láta ofan á. Bakað neðarlega í ofni við 180of 50-55 mín. Borið fram með Cumberland-sósu. Cumberland-sósa 250 g rifsberjahlaup I dl púrtvín safi úr appelsínu safi úr sítrónu _________tskDijon-sinnep_______ börkur af appelsínu Börkur raspaður fínt og settur í skál. U.þ.b. 1 dl af sjóðandi heitu vatni hellt yfír til að ná ramma bragðinu burt. Vatni helt af og rifs- beijahlaup sett í pott við vægan hita. Púrtvíni og ávaxtasafa bland- að saman við. Sinnep hrært út í og loks appelsínuberki. Eftir það á sósan ekki að sjóða. Borin fram köld. ■ Sérstök tónlist hæfir sérhverri máltíð ÞAÐ ER ekki sama hvaða tón- list er hlustað á þegar verið er að snæða, eða svo segir að innsta kosti June Lebell, höf- undur matreiðslubókar um tón- list og mat. Hún bendir á raulara á við Tony Bennett, Sinatra eða þá okkar Ragnar Bjamason þegar verið er að snæða rómantískan kvöldverð, heita flamengó-tónlist í grillveisl- una og þegar verið er að borða kaloríusnautt fæði mælir hún ein- dregið með mildum djass því rann- sóknir hafa víst sýnt fram á að ljúf- ir tónar minnka matarlystina. ■ I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.