Morgunblaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 33
seei flaHMavðz .as auoAauTKMn aiaAJa/rjonoíí MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1992 £8 33 4 4 Kveðjuorð Þórey Þórðardóttir 15. október síðastliðinn andaðist í Landspítalanum Þórey Þórðardótt- ir. Hún var alltaf kölluð Eyja og hefði orðið 80 ára í dag, 26. nóvem- ber. Þótt þetta sé hár aldur má segja að dauðinn hafí komið á óvart eins og hann gerir gjarnan, því Eyja hafði svo oft orðið veik og þurft að fara á sjúkrahús en náði sér alltaf aftur, og ég vonaði að svo yrði einnig í þettá skipti. Við vonuð- um að hún gæti verið á tónleikunum í Þjóðleikhúsinu sem haldnir voru til heiðurs eiginmanni hennar, Sig- urði Demetz, söngvara og söng- kennara, en hann varð áttræður 11. október. Svo átti að halda sameigin- lega veislu á afmælisdegi hennar, 26. nóvember. í sumar þegar við Eyja töluðum um hvað þetta yrði gaman bætti hún við „ef Guð lof- ar". Nú vitum við að Guð hafði eitt- hvað annað í huga og verðum að treysta því að hann hafi vitað að betra væri að hafa þetta svona þótt við vitum ekki af hverju. Ég sá Eyju fyrst á þorrablóti hjá Nýja Tónlistarskólanum fyrir 11 árum. Það var ótrúlegt að hún væri nærri sjötugu, svo ungleg var hún. Hún var smávaxin og fínleg, sérstaklega fallega klædd með geislandi bros og tilbúin að taka þátt í gleðinni. Já, það var þetta heillandi bros og glaðværðin sem Eyja átti í svo ríkum mæli. Það var Bíll fauk fimm veltur Húsavík. NOKKURN skaða gerði í óveðri sem gekk yfir Húsavík á máuu- dagskvöld. Bíll af Pajero gerð fauk og fór alls fimm veltur í þremur úiongum. Eigandinn, Gísli Salomonsson, var að gá að skepnum í húsi á Skógargerðis- mel og skildi bil sinn eftir á ör- uggum stað, að hann hélt þá hann gekk í húsið, en þegar hann kom út aftur var bíllinn horfinn og hafði þá fokið og faríð eina veltu. En þá hann nálgaðist hann aftur fauk hann aðra veltu og fór alls fimm veltur í þrem áföngum og er nú talinn ónýtur. LítíII fólksbíll sem kona ók úr Urðargerði lét ekki að stjórn, fauk eftir veginum og lenti á öðrum bíl og síðan upp á húsalóð en stað- næmdist þar án þess að fara af hjólunum. Á honum urðu nokkrar skemmdir. Skemmdir urðu á skála Golf- klúbbsins sem er í Þorvaldsstaða- gili. Austurstafn hússins lét undan storminum, gekk inn og rúður brotnuðu. Raflínur stóðu sig nokkuð vel, aðeins einn staur brotnaði í Tjörneslínu og eitthvað var um línu- slit svo rafmagnslaust var um tíma en ötullega var unnið að viðgerðum svo teljandi óþægindi urðu ekki af þótt sjónvarp sæist ekki. -Fréttaritari FÉLAGSLÍF St.St. 5992112619 VII I.O.O.F. 11 E 17411268V2S I.O.O.F. 5•= 17411268V2 = Br. Sk. D HELGAFELL 5992112619 VI 2 Frl Orð lífsins, Grensásvegi 8 Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Hjálpræðis- herinn Ktrkjustræti 2 f kvöld kl. 20.30 almenn sam- koma. Majorarnir Káre og Reidin Morkel stjórna og tala. fíimfi) í kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma í Þribúðum. Mikill söngur. Samhjálparvinir gefa vitnisburði. Orð hefur Stefán Baldvinsson. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Samhjálp. AD KFUM, Holtavegi „Starf Hjálparstofnunar kirkj- unnar á Indlandi". Fundur í kvöld kl. 20.30 í umsjá Jónasar Þórissonar fram- kvæmdastjóra. Allir karlar velkomnir. FERÐAFELAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ¦ SÍMI 682533 Ferðaf élag íslands 65 ára föstudaginn 27. nóvember OpiS hús á skrif stof unní, Mörkinni 6 Kjöríð tækif æri til að ganga í Ferðafélagið I tilefni afmælisins 27. nóv. verð- ur opið hús í nýju skrifstofunni, Mörkinni 6 (austast við Suður- landsbrautina), allan föstudag- inn frá kl. 9-19. Félagar, sem utanfelagar, eru hvattir til að líta inn. Kaffi og meðlæti. Árbækur F.I., Ijósmyndir Björns Rúriks- sonar og ferðaútbúnaður tit sýn- is í afgreiðslunni. Árbækur Ferðafélagsins Eignist árbækurnar frá upphafi. Þær eru besta íslandslýsing sem völ er á. Hsegt er að fá þær með 40% afmælisafslætti og rað- greiðslum. Tilboð sem gildir til 15. desember. Af mælisganga fró Árbæ aö Mörkinni 6, f östudags- kvöldið 27. nóv. kl. 20.30 Brottför frá Mörkinni 6 (austast við Suðurlandsbrautina) kl. 20.30 með rútu að Arbæ. Geng- ið frá Árbæ um Reiðskarð í Ell- iðaárdalinn að Mörkinni 6. Um 1 klst. ganga. Frftt. Aðventuferð í Þórsmörk 27.-29. nóv. Brottför föstud. kl. 20. Enn er hægt að komast með í þessa ferð. Gönguferðir. Kvöldvaka með sannkallaðri aðventu- stemmningu. Pantið strax og takið miða á skrifstofunni. Sunnudagsganga um Sel- tjarnames 29. nóv. kl. 13.00 Það verður einnig afmælisganga á sunnudeginum. Brottför frá Mörkinni 6 (stansað við BSl). Ekið að Suðurnesi á Seltjarnar- nesi. Gengið um Suðurnes og út i Gróttu ef aðstæður leyfa. Um 2 klst. Frftt. Afmælismyndakvöld mið- vikud. 2. desember Litskyggnusýning Grétars Ei- ríkssonar „Úr starfi Ferðafélags- ins fyrr og nú" og Björns Rúriks- sonar „Töfrar Islands". Mynda- kvöldið verður í Sóknarsalnum, Skipholti 50a, og hefst kl. 20.30 stundvíslega. Góðar kaffiveit- ingar í hléi. FJölmennifi! Ferðafélag (slands, félag allra landsmanna! ekki verið að kvarta og kveina yfir þeim áföllum sem lífið hafði búið henni en oftar heyrði ég hana lofa það sem vel hafði farið. Bar þar hæst fjölskyldu hennar. Eiginmann- inn sem hún þó missti ung, börnin og barnabörnin og svo manninn sem hún var gift núna. Hann hafði opn- að henni nýjan heim, tenórsöngvari og heimsborgari, kominn langt að, frá litlu þorpi á undurfögrum stað í Dólemítafjöllunum þar sem heitir Ortisei. Eyja talaði alltaf um „heima í Ortisei", svo vel leið henni þar. Eftir þetta varð söngurinn órjúfan- legur hluti lífsins. Eiginmaður hennar kenndi söng bæði heima og í skólum. Nemendur komu og fóru. Eyja tók þeim öllum opnum örmum, hvatti og hældi. Hún studdi mann sinn með ráðum og dáð. Alltaf hafði hún eitthvað jákvætt til málanna að leggja. Aldrei heyrði ég hana tala illt um aðra manneskju. Það var svo fjarri henni að setja sig í dómarasætið. Alltaf steymdi frá henni einlægni og hlýja. Allir sem komu á heimili þeirra hjóna kynnt- ust ómældri gestrisni þeirra. Veit- ingarnar virtust óþrjótandi. Spag- ettíið í „Hvíta húsinu á Sólvallagöt- unni" er það besta sem hægt er að fá. Annars var alveg sama hvað Eyja bjó til matarkyns, á því sviði brást henni ekki bogalistin. Nú er tómlegt hjá elsku Demetz á Sólval- lagötunni. Afmælisbarnið er ekki lengur hér. Það vantar Eyju. En minningin um hana er björt og hver veit nema hún geti haldið upp á afmælið sitt á öðrum stað, { það minnsta kunni hún manna best að gleðjast í lffinu. Um leið og ég kveð Eyju með þessum fátæklegu orðum þakka ég fyrir að hafa kynnst henni vel og samfylgdina þessi ár. Guðbjörg Sigurjónsdóttir. Matvælaiðnaður Samstarf og nýir möguleikar Ráðstefna í Höfða á Hótel Loftleiðum 30. nóvember 1992 Miklar brcy li ngar eru fyrirsjáanlegar á a Iþjóðav ið skiptu m, ekki síst í viðskiptum með matvæli. Hér er um brýnt hagsmunamál að ræða fyrir íslenska matvælaframleiðendur, sem vcrða að bregðast við og ræða með hvaða hætti þeir geti best varið stöðu sína og ekki síst sótt inn á erlenda markaði með framleiðslu sína. Þess vegna er boðað til þessarar ráðstefnu. Tímamótaviðburður Það er tvfmælalaust tímamótaviðburður í atvinnumálum að atvinnuvegaráðuneytin þrjú, vcrkalýðshrcy fingin og hagsmunasamtökin í matvælaiðnaðinum skulu komasaman og ræða hugsanlegt samstarf og sameiginlega hagsmuni. Kl. 08:30 09:00 09:15 10:15 10:45 12:00 13:15 14:00 14:40 15:40 16:30 17:30 Dagskrá ráöstefnunnar Innritun og afhending ráðstefnugagna Setning ráðstefnu Gunnar Svavarsson, formaður Félags íslcnskra iðnrekenda Samstarf - sameiginlegir hagsmunir Ágúst H. Elíasson, framkvæmdastjóri Samtaka fiskvinnslustöðva Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda Árni Gunnarsson, stjórnarmaður í Félagi íslenskra iðnrekenda KafTihlé Rannsóknir og nýsköpun - vöruþróun og gæOi Sigmundur Guðbjarnason, prófessor við Háskóla íslands Baldur Hjaltason, tæknilegur framkvæmdastjóri Lýsis hf. óskar H. Gunnarsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar sf. Hádegisverður Matvæli og alþjóðaviðskiptasamningar Kjartan Jóhannsson, sendiherra íslands hjá EFTA í Genf Valgerður Bjamadóttir, viðskiptafræðingur og fulltrúi VSÍ og FÍI í Brussel Mennta- og fagmál í matvælaiðnaði Halldór Grönvold, skrifstofustjóri Iðju Hannes Hafsteinsson, forstöðumaður matvælasviðs Iðntæknistofnunar íslands Grípum tækifærin - Hvað þarf til? Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambands íslands Geir A. Gunnlaugsson, forstjóri Marel hf. Kaffi og paUborösumræður Halldór Blöndal, landbúnaðarráðherra, Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra og Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, ásamt ráðstefnustjórum Léttar veitingar • stund til að spjalla saman Ráðstefnulok Ráðstefnustjórar: Bjöm Björnsson, bankastjóri íslandsbanka hf., og Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssambands iðnverkafólks. Að ráðstefnunni standa eftirtaldir aðilar: Iðnaðarrá&uneyti, landbúnaðarráðuneyti, sjávarútvegsráðuneyti, Landssamband iðnverkafólks, Félag íslenskra iðnrekenda, Landssamband iðnaðarmanna, Samtök fiskvinnslustöðva og Stéuarsamband bænda. Þátttökugjald er kr. 3.000.- Óskað er eftir því að væntanlegir þátttakendur skrái sig fyrir 27. nóvember hjá: Iðnaðarráðuneyti: Vigdís Ársælsdóttir, sími 91-609070; landbúnaðarráðuneyti: Ágústa Andersen, sími 91-609750; sjávarútvegsráðuneyti: afgreiðsla, sími 91-609670. íslenskir matvælaframleiðendur eiga framtíðina fyrir sér - með öflugu samstarfi x)Ua QfcjJ Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.