Morgunblaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 34
m
m&mwJiömmmmm%MvEMmHimL__
Minning
Óskar Friðbjörnsson
Fæddur 26. október 1908
Dáinn 18. nóvember 1992
Það var á hvítasunnumorgni 1963
að sólin gyllti sundin og friður ríkti
á Heimaey. Landburður hafði verið
af fiski undanfarna daga og snemma
morguns skreiddust örþreyttir verka-
menn heim að aflokinni langri hrotu.
Lítill piltur gekk á milli hjónanna
Óskars Friðbjömssonar, lögreglu-
þjóns í Reykjavík, og Torfhildar Sig-
urðardóttur. Óskar var vel klæddur,
ilmaði af rakspíra og það brakaði í
skónum hans. Pilturinn hugsaði með
sér að hann ætlaði að eignast svona
skó sem brakaði í þegar hann yrði
stór. Síðar var drengnum reyndar
strítt á þessu og sagt að brakandi
skór væru iila fengnir. Pilturinn þótt-
ist hins vegar viss um að hann Ósk-
ar sem væri í lögreglunni gengi ekki
á illa fengnum skóm því að slíkt
varðaði við lög. Fyrstu kynni piltsins
af störfum lögreglunnar voru reynd-
ar af störfum Oskars og hann gat
áreiðanlega ekki staðið í því að afla
sér skófatnaðar á vafasaman hátt.
Við gengum niður á bryggju. Þar
lá Esjan og með henni hafði komið
Kór kvennadeildar Slysavarnafélags
Islánds í Reykjavík og Karlakór
Reykjavíkur í söngför til Eyja. Tolla,
kona Óskars, var í kórnum og hann
fylgdi konu sinni til Eyja enda áttu
þau þar bæði sín bernskuspor.
Óskar Friðbjörnsson fæddist í
Vestmannaeyjum 26. október 1908,
sonur hjónanna Friðbjörns Þorkels-
sonar og Ingibjargar Hjálmarsdóttur.
Hann var elstur fimm systkina.
Vegna erfiðra heimilisástæðna varð
hann fyrirvinna heimilisins ásamt
Sigurjóni bróður sínum og var það
ekki síst honum að þakka að Ingi-
björgu tókst að halda fjölskyldunni
saman. Vafalaust hefur þessi reynsla
sett mark sitt á Óskar því að hann
unni sér aldrei hvíldar á meðan stætt
var.
Ekki verður hér rakinn æskuferill
Óskars í Vestmannaeyjum. Á þessum
árum urðu menn vitni að miklum
framförum. Vélbátar leystu áraskip-
in algerlega af hólmi og vélskipin
fóru stækkandi. Úrbætur voru gerð-
ar við höfnina, lifrarsamlag stofnað,
sundlaug byggð, barnaskóli reistur,
sjúkrahús byggt og byltingarkennd-
ar framfarir urðu á sviði fiskvinnslu.
Kreppan skall yfír með atvinnuleysi
og örbirgð, landið var hernumið og
menn býsnuðust yfir fákunnáttu bre-
skra hermanna sem reyndu að steikja
sérskyr í stað nýrrar ýsu.
Árið 1940, á afmælisdegi sínum,
kvæntist Óskar Torfhildi, dóttur
hjónanna Sigurðar Sæmundssonar
og Guðbjargar Björnsdóttur á Hall-
ormsstað í Vestmannaeyjum og þar
hófu hjónakornin búskap sinn. Oskar
varð lögregluþjónn í Vestmannaeyj-
um árið 1938 og gegndi því starfí
til ársins 1946. Þá fluttust þau hjón-
in til Reykjavíkur og réðst Óskar til
starfa í lögreglunni þar. Vann hann
þar fram á haustið 1978 en þá bauðst
honum staða gangavarðar við Mýrar-
húsaskóla á Seltjarnarnesi. Þeirri
stöðu gegndi hann um nokkurra ára
t
Ástkær eiginkona mín,
NANNA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Stýrimannastíg 7,
lést þriðjudaginn 24. nóvember.
Kristján Pétursson.
t
Eiginmaður minn og stjúpfaðir okkar,
STEINGRÍMUR M. GUÐMUNDSSON,
lést aðfaranótt miðvikudagsins 25. nóvember í Landspítalanum.
Áslaug Árnadóttir,
Hörður Sigtryggsson, Kristín Sigtryggsdóttir.
t
er látinn.
Jarðarförin ákveðin síðar.
RAGNAR JÓNSSON
fyrrum skrifstofustjóri
Kristín G. Einarsdóttir,
Einar Ragnarsson,
Brynhildur Anna Ragnarsdóttir,
Jón Ragnarsson,
Þorgerður Ragnarsdóttir.
t
Ástkær faðir okkar,
MAGNÚS HALLDÓRSSON
frá Ketilsstöðum,
Hvammssveit,
Dalasýslu,
lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 24. nóvember.
Halldór Magnússon,
Ingibjörg Magnúsdóttir,
Ólafur Þór Magnússon,
Steinunn R. Magnúsdóttir,
Katrfn L. Magnúsdóttir.
t
Sambýlismaður minn og faðir okkar,
KRISTINN KARLSSON
múrari,
Reykási41,
Reykjavik,
lést í Landspítalanum 22. nóvember.
Kristbjörg Haraldsdóttir
og börn hins látna.
skeið. Auk þessara starfa vann hann
ýmsa vinnu sem til féll og eyddi
sumarfríum sínum gjarnan í bygg-
ingarvinnu.
Af þessu sést að Óskar var trúr
starfsmaður. Hann sóttist ekki eftir
frama eða metorðum heldur sinnti
störfum sínum af stakri trúmennsku
og prýði.
Þeim hjónum, Óskari og Tollu,
eins og kona hans var jafnan kölluð,
fæddust tvö börn: Birna, fædd 12.
maí 1942 og Sigþór, fæddur 9. febr-
úar 1949. Birna er búsett í Banda-
ríkjunum og er gift Paul Richard
Fawset en Sigþór býr í_Lúxemborg.
Kona hans er Halldóra Ásgeirsdóttir.
Þau systkinin gáfu foreldrum sínum
6 barnabörn og fj'ögur barnabarna-
börn.
Eftir að þau Tolla og Óskar fluttu
suður bjuggu þau fyrst á Skúlagötu
60. Þaðan fluttu þau að Tómasar-
haga 38 en Óskar reisti það hús
ásamt starfsfélögum slnum í lögregl-
unni. Þaðan fluttust þau árið 1959
vestur á Seltjarnarnes í húsið Akur-
gerði við Nesveg, glæsilegt hús sem
þau byggðu ásamt. vinafólki sínu,
Gunnbirni Gunnarssyni og Elínborgu
Guðjónsdóttur. Þar bjuggu þau um
25 ára skeið eða þar til þau fluttust
í íbúðir aldraðra á Seltjarnarnesi í
ársbyrjun 1985.
Lögregluþjónar á íslandi hafa
aldrei verið vel launuð stétt. Hvorugt
höfðu þau hjónin miklar tekjur um
ævina en einhvern veginn var það
þó þannig að yfir heimili þeirra ríkti
mikill næstum ríkmannlegur rausn-
ar- og höfðingsbragur. Þau hjónin
voru afar veitul svo að ungu fólki
þótti stundum nóg um. Þau voru aldr-
ei ánægð nema þeir sem boðið ar
að þiggja veitingar tækju ósleitilega
til matar síns. Að öðrum kosti hlaut
eitthvað að vera að. Hver máltíð var
sem stórveisla. Hvaðan skyldu sumir
íslendingar hafa fengið fágaða fram-
komu aðalsfólks?
Þegar fólk flyst til Reykjavíkur
utan af landi verður gjörbreyting á
högum þess. Veldur þar ekki ein-
göngu breytt búseta og aðrir stað-
hættir heldur hitt að ættingjar og
vinir utan af landi leita til fólks um
ýmsa aðstoð. Heimili Óskars og Tollu
varð því eins konar gistimiðstöð fjöl-
mennra ætta sem stóðu að þeim
báðum. Þar var einatt glatt á hjalla,
spjallað, spilað og sungið og sögur
sagðar. Þar var íslensk sagnahefð
haldin í heiðri. Tolla var margfróð
um menn og málefni svo að undrum
sætti og Óskar sagði skemmtilega
frá og rifjaði oft upp skemmtilegar
minningar um æskuár sín í Vest-
Erfidrykkjur
Glæsileg kiiífi-
hlaöhorð iallegir
salir ög mjög
góö þjónusta.
Upplýsingar
ísíma22322
FLUGUEIDIR
HÓTEL LOFTLEIBIR
mannaeyjum og kynlega kvisti sem
þá voru á dögum. Hann greindi frá
mönnum og málefnum þannig að
persónur urðu ljóslifandi fyrir hug-
skotssjónum þeirra sem á hlýddu.
Einnig fræddi hann viðmælendur
sína um ýmislegt sem snerti starf
lögreglumannsins. Aldrei bar á því
að hann hallaði á þá sem ýmsir hafa
séð ástæðu til að kasta hnútum í og
kallaðir eru utangarðsmenn. Ein-
hvern tíma var undirritaður að
hneykslast á ræfildómi þeirra sem
hvað tíðast gistu fangageymslur lög-
reglunnar. Öskar sagði þá: „Það er
best að ég bjóði þér í heimsókn, góði,
svo að þú getir sjálfur skynjað hvað
um er að vera." Og í fangelsið við
Síðumúla héldum við. Það varð mér,
unglingnum, slík lífsreynsla að hún
mótaðist í huga mér og hefur ekki
horfið þaðan.
Þau Óskar og Tolla áttu samleið í
5 áratugi. Þau voru samhent. Sam-
band þeirra var afar náið en þó með
þeim hætti að þau smákýttu í hvort
annað og rengdu gjarnan hitt og brá
þá til beggja vona hvort hefði á réttu
að standa. Þau gerðu víðreist um
ævina. Þau voru t.d. í hópnum fræga
sem fór með farþegaskipinu Balticu
til Miðjarðarhafslanda fyrir tæpum
30 árum. Birnu, dóttur sína, heim-
sóttu þau nokkrum sinnum til Banda-
ríkjanna og Sigþór í Lúxemborg.
Með Sigþóri fóru þau til Hong Kong
og fleiri ferðir mætti nefna. Þau
voru því víðsýn og höfðu reynt margt
qg höfðu frá ýmsu að segja.
Ég minntist á það hér að framan að
heimili þeirra Óskars og Torfhildar
hefði verið samkomustaður fjöl-
mennra ætta. Oskar átti hlut að því
að föðursystir Torfhildar, Þórunn
Sæmundsdóttir, var á heimili þeirra
um margra ára skeið og þegar jarð-
eldur kom upp i Heimaey veturinn
1973 skutu þau skjólshúsi yfír ætt-
ingja sína um npkkurt skeið. Þá voru
þeir nokkrir, skólapiltarnir, sem
dvöldust á heimili þeirra. Mér er og
ljúft að geta þess að þau hjónin
reyndust okkur tvíburabræðrum
ómetanlega vel. Þegar við vorum
sendir suður í skóla úr foreldrahúsum
á 9. ári var ekki ónýtt að eiga þau
hjónin að. Þau buðu okkur heim um
helgar, fóru með okkur í gönguferð-
ir og bíltúra hingað og þangað.
Skemmtilegast þótti okkur strákun-
um þegar Óskar sótti okkur í lög-
reglubíl. Þá gerðust stundum ýmis
ævintýri. Eitt sinn hringdi Tolla í
okkur tvíburana og bauð okkur í
mat á laugardagskvöldi. Hún sagði
að Óskar sækti okkur. Þegar Óskar
kom var Sigþór með honum og þar
sem nægur tími var til stefnu fórum
við strákarnir þrír með þeim lög-
regluþjónunum í eftirlitsferð. Brátt
bárust boð frá stöðinni um að ein-
hverjir tveir náungar væru með
dólgshátt og drykkjulæti einhvers
staðar. Við þangað og náðist strax
annar þeirra. Hann var settur inn í
bílinn til okkar strákanna og skipað
að bíða þar á meðan þeir lögreglu-
þjónarnir reyndu að hafa hendur í
hári hins. Við vorum hálfskelfdir og
þegar minnst varði tók dólgurinn sig
til og ruddist út úr bílnum. Sonur
Óskars, Sigþór, brást skjótt við og
kallaði í föður sinn. En í óðagotinu
kallaði hann í talstöðina. Var síðan
margkallað í stöðinni og spurt hver
hefði sent út þetta undarlega kall
„Pabbi"! En dólgarnir náðust báðir
og okkur þremenningunum var skil-
að heim í Akurgerði á skikkanlegum
tíma. Fyrir nokkrum árum fór Óskar
að kenna krankleika í höndum. Var
hann oft friðlaus af einhvers konar
pirringi eða dofa. Aldrei fékkst nein
skýring á þessu og báru lækningatil-
raunir engan árangur. Sumarið 1990
Iést Torfhildur, kona Óskars, eftir
mikil veikindi. Oskar varð aldrei sam-
ur maður. Hann var sem brotinn
reyr. Hann bjó þó áfram í íbúð þeirra
hjóna um nokkurra mánaða skeið
með stuðningi barna sinna, en á út-
mánuðum 1991 flutti hann á Elli-
heimilið Grund.
Þau Sigþór og Birna sinntu föður
sínum eftir föngum og voru tíðir
-blómstrandi vertfun
r Blóm Skreytingar Gjafavara
Kransar Krossar Kistuskreytingar
Opið alla da«a frá kl. 9-22
Fákafeni 11
s. 68 91 20
gestir hér á landi. Einnig má geta
þess að Guðrún Margeirsdóttir,
hjúkrunarkona, var honum ómetan-
leg hjálparhella. Hann var hins vegar
ekki allra hin síðustu árin og vildi
umgangast fáa.
Laugardaginn 7. þessa mánaðar
heimsótti Guðrún Stefánsdóttir, vin-
kona hans og frænka Torfhildar konu
hans, Óskar. Hann lá þá með lokuð
augun og greinilegt virtist að heilsan
væri á þrotum. Daginn eftir var hann
fluttur á Landspítalann. Þá kom í
ljós að hann hafði fengið heilablóð-
fall og við sneiðmyndatöku greindist
æxli við heilann. Skyldi þetta æxli
hafa þjakað hann um árabil?
Börn hans, Birna og Sigþór, náðu
að dánarbeði hans á meðan hann
hélt enn rænu. Miðvikudaginn 18.
þessa mánaðar ákvað skaparinn að
nú væri helstríð hans orðið nógu
langt og leysti hann frá skyldum sín-
um við lífið.
Vissulega verður tómarúm þegar
ástvinur fellur frá þótt oft fagni
menn þeirri lausn sem hinn látni hlýt-
ur. Margir eiga á bak að sjá góðum
félaga og vini og börn hans, tengda-
börn og barnabörn traustum heimil-
isföður sem setti hag þeirra jafnan
ofar eigin hagsmunum.
Arnþór Helgason.
í dag fímmtudaginn 26. nóvember
er borinn til grafar Óskar Friðbjörns-
son lögregluvarðstjóri.
Þegar mér bárust fregnir af and-
láti þessa góða drengs og vinar, setti
að rnér trega.
Óskar hóf sitt lögreglustarf í fæð-
ingarbæ sínum Vestmannaeyjum 1.
október 1937, og starfaði þar til 1.
október 1946, að hann hóf starf hjá
lögreglustjóraembættinu í Reykja-
vík. Þar starfaði hann svo þar til
hann lét af störfum í desember 1978.
Það var árið 1958, sem ég kynntist
Oskari, og vorum við vaktfélagar um
margra ára skeið. Þau voru mörg
útköllin sem við fórum saman á þess-
um árum, þar sem Óskar var í for-
svari og kom þá í ljós hve hann var
næmur á fólk og vinsamlegur. Alltaf
tókst honum að koma góðu til leiðar
og sanna um leið máltæki sem hann
notaði oft þegar hann var að segja
okkur ungu mönnunum til. Sértu
kominn til vits og ára og getur ekki
treyst á sjálfan þig, er gagnslítið að
treysta öðrum. Öskar tók starf sitt
alvarlega og honum var annt um að
hið rétta og sanna kæmi ávallt fram
í hverju einstöku máli. Með þessu
tókst honum að vinna traust allra
sem til hans þekktu. Óskar var ein-
staklega góður þeim sem minna
máttu sín og áttu í vanda og gekk
þá oft lengra en aðrir menn, það var
ungum lögreglumönnum mikils virði,
að hafa kynnst þessum góða dreng
og taka hann sér til fyrirmyndar.
Hilmar Þorbjörnsson,
lögreglumaður.
í dag þegar tengdafaðir minn er
kvaddur hinstu kveðju er margs að
minnast. Ég minnist þess hversu vel
mér var tekið þegar ég, sem ung
stúlka, kom inn á heimiíi Tollu og
Óskars. Þó að Óskar væri seintekinn
fann ég brátt hversu hlýr og góður
maður hann var. Hjá honum voru
það börnin og barnabörnin og síðar
meir barnabarnabörnin, sem áttu
hug hans allan.
Heimili þeirra Tollu og Óskars var
ekki bara fallegt, heldur öllum opið,
enda gestagangur mikill jafnt af
ungum sem öldnum.
Öskar hafði einstaklega skemmti-
lega kímnigáfu og hlátur hans smit-
aði alla.
Samverustundir okkar jafnt á ís-
landi sem og í Lúxemborg voru okk-
ur öllum ómetanlegar.
Ég hygg að þau Tolla og Óskar
hafi faðmast og heilsast á sama hátt
og þau kvöddust, en sú sjón gleym-
ist mér seint.
Að leiðarlokum langar mig til þess
að þakka tengdaforeldrum mínum
allt sem þau gerðu fyrir mig og börn-
in okkar Sigþórs.
Guð blessi minningu þeirra hjóna.
Stella.
ERFIDRYKKJUR
^^Verðfrákr.850-
perlan sími620200
i
i
4