Morgunblaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NOVEMBER 1992 35 Einar Jóhannes- son — Minning Fæddur 25. júlí 1915 Dáinn 19. nóvember 1992 Með nokkrum fátækum orðum langar mig að minnast bróður míns, Einars Jóhannessonar, sem lést 19. nóvember 1992, eftir erfiða baráttu við 111^^^' sjúkdóm. A þessari stundu minnist ég Einars frá barn- æsku okkar. Og þó hægt sé að minn- ast margs, var bernskuheimilið grundvallaratriðið í lífi okkar systk- inina þriggja: Jóns, Einars og mín. Kærleiksríkir foreldrar gáfu okkur besta arfínn, er þau lifðu lífi sínu í innilegri Guðstrú, sem mótaði heimil- islífið í blíðu og stríðu. Bænir foreldra okkar fylgdu Ein- ari. Og eftir að hann fór að kenna vanheilsu síðustu árin fékk Einar að reyna að arfurinn frá foreldrum okk- ar; Bæn í Jesú nafni, gaf honum styrk á erfiðu árunum, sem fóru í hönd. Minningarnar um Einar bróður eru margar. Hann var mikill hæfileika- maður og listrænn. Hafði mikið yndi af listmálun. Fjölmargar olíu- og vatnslitamyndir prýða heimili hans, og annarra fjölskylduvina. Hann var mikill veiðiáhugamaður og varði mörgum frístundum úti í náttúrunni. Einar var mjög vinnusamur. Allt frá 15 ára aldri stundaði hann sjó- róðra. Árið 1942 lauk hann prófi frá Stýrimannaskólanum. Hann var lengi stýrimaður á fleiri bátum. Rak um langt skeið sjálfstæða útgerð, og var þá skipstjóri á eigin bátum. Síð- ustu starfsárin hafði Einar atvinnu af að smíða báta, sem hann seldi. 19. október 1947 kvæntist Einar eftirlifandi konu sinni, Sigríði Vig- fúsdóttur. Þeim varð ekki barna auð- ið. Dóttir Sigríðar og kjördóttir Ein- ars heitir Guðleif Einarsdóttir. Öll búskaparárin var heimili þeirra hjóna Strandgata 19, Hafnarfirði. Ég þakka allar góðar endurminn- ingar frá hinu indæla og gestrisna heimili hjónanna. Bið Guð að styrkja mæðgurnar, Sigríði og Guðleifu, í sorginni. Minningin um kæran bróður mun geymast í hugum okkar ástvina Ein- ars. Með eftirfarandi sálmi kveð ég Éinar bróður, með þökk fyrir allt. Lát akker falla, ég er í höfn, ég er hjá frelsara mínum. Far vel þú æðandi dimma dröfn, vor Drottin bregst ekki sínum. Á meðan akker í ægi falla, ég alla vinina heyri kalla, sem fyrri urðu hingað heim. (H.A. Tanberg.) Guð blessi minningu Einars Jó- hannessonar, Guðfinna Jóhannesdóttir. í dag kveðjum við elskulegan frænda, Einar Jóhannesson skip- stjóra. Það koma fram sterkar minn- ingar um Einar frænda þessa dagana þegar hann er horfinn okkur. Mín fyrstu skref til sjós voru með Einari, en hann átti bátinn Jóhannes Einarsson. Hann var ákaflega örugg- ur og gætinn skipstjóri. Hann var aflasæll, enda þekkti hann bugtina eins og puttana á sér. í þá daga var nær eingöngu farið eftir kennileitum. Einari var líka margt annað til lista lagt, hann var góður smiður, hann t.d. smiðaði nokkrar trillur og ára- báta sem hann reri sjálfur á eða seldi. Svo var Einar mikill listamaður í sér, hann málaði og teiknaði marg- ar myndir sem voru alveg listilega vel gerðar. Ég man eftir því þegar ég var strákur, ef ég þurfti að láta lagfæra eitthvað af dótinu mínu þá leitaði ég alltaf til Einars frænda. Nú seinni ár eftir að hann var orðinn veikur, þegar ég kom í heim- sókn til hans, þá spölluðum við nær eingöngu um sjóinn og það sem að honum snýr. Þá lifnaði hann allur við. Einar var kvæntur Sigríði Vigfús- dóttur frá Vestmannaeyjum og voru þau ákaflega samrýnd og reyndist hún Einari ákaflega vel alla tíð og ekki síst í veikindum hans. Megi Guð styrkja Siggu og Guðnýju dóttur þeirra á þessari stund. Jóhannes Jónsson. Minning Anna Eggertsdóttir frá Sauðadalsá Anna Eggertsdóttir frá Sauða- dalsá á Vatnsnesi lést 19. nóvember sl. Hún var fædd að Sauðadalsá 26. júní 1918, dóttir hjónanna Sesselju Benediktsdóttur og Eggerts Jónsson- ar er þar bjuggu. Börn þeirra voru níu sem upp komust og var Anna þriðja yngst. Anna var alin upp á efnalitlu en mjög góðu heimili. Strax og geta leyfði fór hún að vinna við hin al- mennu sveitastörf innan húss og ut- an og vandist á iðjusemi, vandvirkni og trúmennsku í lífi og starfí. Eftir að faðir hennar lést vann hún ásamt Jóni bróður sínum að búi móður sinn- ar og annaðist hana til dauðadags. Jón og Anna tóku barn, Sólveigu Sigurbjörnsdóttur, í fóstur og ólu hana upp. Jón hætti búskap um skeið og flutti til Reykjavíkur. Hann kom aftur ásamt konu sinni Oslu og hófu þau búskap á hálfri jörðinni og byggðu þá Hjallholt og flutti Anna ásamt móður sinni til þeirra hjóna. Eftir lát Sesselju flutti Jón með fjöl- skyldu sína ásamt Önnu til Hvamms- tanga. Jón missti konu sína og eftir það bjuggu þau systkinin saman og fengu íbúð fyrir aldraða að Nestúni 4, og bjó Anna þar áfram eftir að Jón lést. Anna missti heilsuna á fertugs- aldri. Mislingar gengu í byggðarlag- inu og bárust að Sauðadalsá. Anna lagði þá á sig miklar vökur og erfiði við að hjúkra sjúkum og upp úr því veiktist hún mjög hastarlega af liðag- igt. Tók hún aldrei á heilli sér síðan og var alltaf þjáð og mátti sig oft vart hræra. En dugnaður hennar og þrautseigja var mikil og.hún gafst aldrei upp. Það var ótrúleg sú harka sem hún sýndi þegar hún var að bera sig um sárkvalin og vinna þau verk sem þurfti. Og aldrei barmaði hún sér yfir hlutskipti sínu. Þegar spurt var hvort henni liði illa var hið venjulega svar „ég var verri í gær". Og síðustu árin þegar upp kom að hún gengi með krabbamein og var á lyfjum því viðkomandi höfðu lyfin þau áhrif að kvalirnar út af liðagigt- inni hurfu og það fannst henni mik- ill munur. Þanníg horfði hún ávallt á bjðrtu hliðarnar og var andlegt þrek hennar mikið. En hinar miklu hömlur sem lagðar voru á líkamlega getu Önnu stóðu ekki í vegi fyrir þroska hennar innri manns. Anna var góð kona í orðsins fyllstu merkingu. Hún lagði aldrei illt orð til nokkurs manns. Og væri á ein- hvern hallað fann hún alltaf eitthvað viðkomandi til málsbóta og benti þá gjarna á góðu hliðarnar í fari hans. Hún bjó yfir ríkulegum kærleika í garð hvers manns, og fann sárt til með þeim sem bágt áttu á einhvern hátt. Og það var engu líkara en að hún fyndi ekki sjálfa sig í þeim hópi. Öfund í garð annarra var henni fjarri og ekki var annað að sjá en að hún væri hamingjusöm. Þegar henni var sýnd vinátta og hjálpsemi var hún ávallt mjög þakklát. Já, og þegar sýnt var að styttist til leiðarloka æðraðist hún ekki heldur sagði „ég er reiðubúin". Anna var barngóð. Hún unni fóst- urdótturinni og dóttur Jóns mjög og börn þeirra voru henni kær. Hún átti líka því láni að fagna að þær reyndust henni frábærlega vel og studdu hana eftir mætti. Hún var þeim ákaflega þakklát. Anna var trúuð kona. Hún var sterkur og heilbrigður persónuleiki, stóð ávallt með þeim sem minnst máttu sín og tók þeirra málstað. Henni fannst að samfélagið ætti að geta gert betur til að rétta þeirra hlut. Lífssaga Önnu fer ekki á spjöld sögunnar, frekar en margra annarra, enda meira gert að því að skrá at- burði ógnana og styrjalda en þau verk -sem unnin eru í kærleika og fórnfýsi. En slík verk geymast hjá þeim sem nutu með þökk í huga. Guðs blessun fylgi Önnu og gott er að trúa því að óhölt og örugg gangi hún á nýjum vegum. Aðstand- endum sendum við samúðarkveðjur. Páll V. Daníelsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför systur okkar og vinkonu, BERGÞÓRU ÞÓRÐARDÓTTUR (frá Patreksfirði), Vesturgötu 55, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkra- deildar B-5, Borgarspítalanum. Magnús Þóröarson, Einar Þórðarson, Jonsína Sigurðardóttir, Sigurður Kr. Sigurðsson. t Útför, INGIBJARGAR VIGFÚSDÓTTUR, Laufásvegi 43, ifer fram frá Dómkirkjunni, föstudaginn 27. nóvember kl. 13.30. Halldór Vigfússon. t Utför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓSKARS FRIÐBJÖRNSSONAR fyrrv. lögregluþjóns, fer fram frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 26. nóvember, kl. 15.00. Birna Óskai sdóttir Fawcett, Paul Fawcett, Sigþór Óskarsson, Halldóra Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær bróðir okkar, ÁGÚST GUÐJÓNSSON, Vesturvegi 15b, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn í Landakirkju, 28. nóvember kl. 14.00. Fyrir hönd systkina, Vestmannaeyjum, laugardaginn Guðrún Guðjónsdóttir, Gunnlaugur Guðjónsson, Gísli Guðjónsson, Reynir Guðjónssson, Dagbjörg Erna Guðjónsdóttir, Stefán Sævar Guðjónsson. t Elskuleg eiginkona mín, móðir, amma og langamma, LIUA MARÍA SIGURÐARDÓTTIR frá Borgarfirði-Eystra, Suðurgötu 14, Keflavík, Sjúkrahúsi Keflavíkur hinn- 22. nóvember sl., verður frá Keflavfkurkirkju laugardaginn 28. nóvember kl. sem lést i jarðsungin 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Sjúkrahús Keflavíkur. Þorsteinn Þorsteinsson, Þorsteinn S. Þorsteinsson, Sigurður Þ. Þorsteinsson, Lilja Þorsteinsdóttir, Sigurður Á. Ólafsson, Fanney María Sigurðardóttir, drengur Sigurðsson. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN HELGADÓTTIR, Hlíðarvegi 78, Njarðvík, verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkur- kirkju, laugardaginn 28. nóvember kl. 14.00. Jón Ásgeirsson, Steinunn Helga Jónsdóttir, Hallgrímur Gunnarsson, Rebekka D. Jónsdóttir, Björgvin Halldórsson, Ásgeir Jónsson, Hrafnhildur H. Ólafsdóttir, og barnabörn. t Bróðir okkar, BÖÐVAR KETILSSON, Keflavíkurgötu 18, Hellissandi, verður jarðsettur frá Ingjaldshólskirkju laugardaginn 28. nóvember kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á slysavarnardeildina Helgu Bárðardóttur á Hellissandi. Gísli Ketilsson, Guðbjörn Ketilsson, Björgvin Magnússon, aðrir ættingjar og vinir. t Ástkær eiginmaður minn, bróðir okkar, föðurbróðir, kjörfaðir og afi, EINAR JÓHANNESSON, verður jarðsunginn í dag 26. nóvember 1992 frá Hafnarfjarðar- kirkju kl. 13.30. Sigríður Vigfúsdóttir, Guðleif Einarsdóttir, Davíð Ólafsson, Einar Ólafsson, Guðrún Halldórsdóttir, Rúnar Ólafsson, Guðfinna Jóhannesdóttir, Jón Jóhannesson, Kristjana Elísdóttir, Steinunn Jónsdóttir, Birgir Jónsson, Margrét Vilhjálmsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.