Morgunblaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 36
36
7E~
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1992
-
seer h3HM3Vöh .as jhjdaqutmmfi aiOAjaviUDaoM
fclk í
fréttum
HARGREIÐSLA
Meistarar í ham
Vetratsýning hárgreiðslumeistara
í Intercoiffure á íslandi var
haldin fyrir troðfullu húsi á Hótel
íslandi sí. mánudagskvöld. Var boðið
upp á fjölbreytta dagskrá og sveifl-
uðu meistarar greiðum og öðrum
áhöldum þegar öll tilbrigði hár-
greiðslunnar voru sýnd.
Félagar í Intercoiffure á íslandi
eru tólf og skiptu þeir með sér verk-
um þegar þeir sýndu hárgreiðslur
sem henta við hin ýmsu tækifæri.
Nefndu þeir sýningarþætti sína við-
eigandi nöfnum og sýndu Björg,
Hanna og Elsa „franska strauma",
Bára, Jan og Guðrún sýndu „ungt
götulíf', Brósi, Lovísa og Hrönn
„boðið í kokkteil" og Dúddi, Helga
og Sólveig sýndu „ameríska vestrið".
Eftir hlé tók unga fólkið sem vinn-
ur hjá umræddum hárgreiðslumeist-
urum við og sýndi _ þátt sem það
nefndi „glæsileiki". Áhorfendur sem
fylltu húsið þrátt fyrir leiðindaveður
úti, fögnuðu hárgreiðslufólkinu inni-
lega og töluðu um glæsilega sýningu.
Dúddi leggur síðustu hönd á hár-
greiðsluna frá ameríska vestr-
inu, þokkalega ánægður ef
merkja má.
Með sveiflum sem honum einum er lagið greiðir Brósi dömunni sem Bára með unga fólkinu sem bar hárgreiðslur götulífsins með glæsibrag. Morgunbiaðið/Árni Sæberg
var boðið í kokkteil.
Auglýsing-
Veitingahúsið Óðinsvé og Viðeyjarstofa bjóða nú danska jólahlaðborðið í hádeginu og á kvöld-
in fram til jóla. Gestum gefst nú kostur á að bragða ótal hefðbundna gómsæta danska rétti
sem tilheyra aðventunni og jólahaldinu í Danmörku.
Oðinsvé og Viðeyjarstofa
með danskt jólahlaðborð
Frá og með 27. nóvember og
fram tU jóla bjóða veitinga-
húsin Óðinsvé og Viðeyjar-
stofa upp á hið sígilda
danska jólahlaðborð, eða
„julefrukost" eins og frænd-
ur vorir Danir kalla það.
Þetta er 13. árið í röð sem kokk-
arnir við Óðinstorg bjóða matar-
gestum sínum slíkt lostæti og
einnig í Viðeyjarstofu.
Danskur ,julefrukost" hefur
löngum verið vinsæll hjá stórum
hópi manna og hefur ríkt einstök
stemmning í matsalnum í Óð-
insvéum.
Á jólahlaðborðinu er m.a. boðið
upp á danska rifjasteik í ýmsum
búningi, eplaflesk, danskar kjöt-
bollur, kæfur og pylsur, síldar-
rétti, danska eplaköku, Riz a
l'allemande og fleira góðgæti,
ailt með tilheyrandi meðlæti.
í Viðeyjarstofu er boðið upp á
danska jólahlaðborðið fyrir minni
og stærri hópa. Þar sem húsa-
kynnin, kræsingarnar og and-
rúmsloftið fellur beinlínis hvert
að öðru og dönsku áhrifin leyn-
ast engum.
Vissara er að hafa fyrirvara með
borðapantanir í síma 28470.
Okeypis Iðgfræðiaðstoð
á hverju fimmtudagskvöldi milli
kl. 19.30 og 22.00 í síma 11012.
ORATORf félag laganema.
HYRUDAGAR
ÍHAFNARFIRÐI
20°/o afsláttur fimmtudag,
fóstudag og laugardag
auk 5% staðgreidsluafsláttar.
Reykjavíkurvegi 50, Hafnarfirði, sími 650490.