Morgunblaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1992
41
TILBOÐA
POPPKORNI
OG COCA COLA
Þingmenn eru drepnir í óhugnanlegum sprengjuárásum. Þegar hinn
grunaði er dreginn fyrir rétt, springur dómarinn. Sprengjusérf rœðingur
frá FBI er fenginn til starfa. Hvar ó hann að byrja...?
Aðalhlutverk: Pierce Brosnan (Lawnmower Man), Ron Silver (Silkwood)
Ben Cross (Chariots of Fire). Leikstjóri: Christian Duguay. Framleiðandi:
Suzanne Todd (Lethal Weapon 2, Die Hard 2).
TRYLLIR í HÆSTA GÆÐAFLOKKIFYRIR M SEM ÞORA...
Sýnd í A-sal kl. 5,7,9 og 11. Bönnuo innan 16 ára.
SÝNDÁRISATJALDIÍ j ^ )| DOLHY STEREO j
TALBEITAN
Hörkuspennandi
tryllir um eiturlyfja-
heim Los Angeles.
Sýnd i B-sal
kl.5,7,9og11
Bönnuð innan 16 ára.
Aðalhlv.: Larry Fishburne
og Jeff Goldblum.
EITRAÐAIVY
Ri©INB©©!!!NIN
A RETTRI BYLGJULENGD
**WÁ
Erótískur tryllir sem
lætur engan ósnort-
inn.
SýndíC-salkl. 5,7,9
og 11. Bönnuð i. 14 ára.
Aðalhlv.: Drew Barrymore
og Sara Gilbert.
Hvernig heldur þú að það sé
að taka sjálfur þátt í öllum bíó-
myndunum ! sjónvarpinu? Þetta
þurfa Knable-hjónin að gera og
það er sko ekkert grín að taka
þátt í Rocky eða Silence of the
Lambs.
Aðalhlutverk: JOHN RITTER
(Problem Child), PAM DAWBER,
JEFFREY JONES (The Hunt for Red
October). Leikstóri: PETER HY-
AMS (Running Scared, The
Presido).
MEIRIHÁnAR FYNDIN MYND
SEM FJER ÞIG TIL JU> VELTAST
UM AF HLÁTRI
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Hýru-dagar í Hafnarfirði
J^ftfcM
LEIK-
MAÐURINN
* * * * Bíólínan
* • • Al Mbl.
* ••PGBylgjan
* * * * Pressan
****HKDV
• • • Tíminn.
Sýnd kl. 5 og 9.
VERSLUNAR- og þjón-
ustuaðiiar f Hafnarfirði
hafa tekið höndum sanian
um sérstaka tilboðsdaga,
svokallaða Hýru-daga, í
bænum. Afsláttur af verði
þjónustuaðila og verslana
bæjarins nemur 10-90%, en
algengur afsláttur er
20-30%, að því er fram
kemur í fréttatílkynningu.
Hýrudagarnir hefjast í
dag, fimmtudag og standa
fram á laugardag. Afsláttur
verður á veitingum, fatnaði,
gjafavöru, bifreiðaþjónustu
og fleiru. Þá verður Sjó-
minjasafn íslands og
Byggðasafn Hafnarfjarðar
við Vesturgötu opin alla dag-
ana frá kl. 14-18. Boðið verð-
ur upp á skoðunarferð um
Hafnarfjörð kl. 13 og 14 á
laugardag.
Baráttufundur iðnnema
ttv**Avt«
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Bönnud börnum innan 12 ára.
VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA
HOMOFABER
Ekkl missa af þessari
frábæru mynd.
11. sýningarmanuour.
Sýndkl. 5,7,9 og 11.
IÐNNEMASAMBAND ís-
lands og Skólafélag Iðn-
skólans í Reykjavík standa
finuntudaginn 26. nóvem-
ber kl. 14 að baráttufundi
í Bíóborginni við Snorra-
braut.
Pundurinn er haldinn til
að berjast gegn og mótmæla
stórhækkun á sértekjum iðn-
menntaskóla sem mun skila
sér í mikilli hækkun skóla-
gjalda, þvf óréttlæti sem iðn-
nemar eru beittir hjá Lána-
sjóði íslenskra námsmanna
og sífellt lélegri aðstöðu til
iðn- og verkmenntunar.
(Fréttatilkynning)
fjo~ HE1 PRINSESSAN &DURTaFNIR
¦ ISLENSKAR LEIKRADDIR 1
sÆ'nn^^ara. BK&Wl Sýnd kl. 5 og 7. Mioavero kr. 500.
REGNBOGIIMiM SIMI: 19000
Heimdallur
Opinn fundur með
fjármálaráðherra
,
HEDMDALLUR, félag ungra
sjálfstæðismanna í Reykjavík,
heldur opinn fund með Friðriki
Sophussyni fjármálaráðherra í
Valhöllj Háaleitisbraut 1, í kvöld
kl. 21. A fundinum verður meðal
annars rætt um efnahagsástand-
ið, aðgerðir rikissljórnarinnar
og stöðuna í rikisfjármálum.
í frétt frá Heimdalli segir að án
efa verði forvitnilegt að skiptast á
skoðunum við fjármálaráðherra um
aðgerðirnar, einkum vegna þess að
Heimdellingar hafí lengi varað við
ýmsum úrræðum, sem skjóti upp
kollinum í þeim, eins og hátekju-
skatti. Þá hafi þeir harðlega gagn-
rýnt viðvarandi fjárlagahalla ríkis-
ins og hvatt til þess að honum yrði
eytt með mikilli lækkun ríkisút-
gjalda en ekki skattahækkunum.
Ráðherra verður og inntur eftir
framtíðarmarkmiðum og stefnu í
ríkisfjármálum með tilliti til þróun-
ar í efnahagsmálum. Á fundinum
verði einnig rætt um hvort að gjald-
taka í sjávarútvegi, með stofnun
þróunarsjóðs í greininni, sé skref í
átt til upptöku veiðileyfagjalds.
Á eftir framsöguerindi fjármála-
ráðherra eru altnennar umræður
og gefst þá fundarmönnum kostur
á að beina til hans fyrirspurnum
eða athugasemdum. Fundurinn er
öllum opinn og aðgangur er ókeyp-
is.
¦ SAMTOKIN Náttúrubörn
halda fræðslufund í Menningarmið-
stöðinni Gerðubergi í kvöld,
fimmtudagskvöldið 26. nóvember kl.
20.30. Guðrún Ólöf Jónsdóttir ljós-
móðir heldur erindi um virka fæð-
ingu (active birth). Virk fæðing er
það þegar konan tekur frumkvæðið
í fæðingu og fylgir eðlisávísun sinni.
Grundvöllur þessa er fræðsla og
uppbygging. Guðrún stundár nú
tveggja ára nám í þessum fræðum
við Active Birth Center í London.
Nátturubörn eru landssamtök allra
er láta sig varða rétt kvenna og
barna í kringum barnsburð. Þetta
eru grasrótarsamtök sem standa
fyrir almennri upplýsinga- og
fræðslustarfsemi til að auka skilning
og þekkingu fólks á gildi náttúru-
legra fæðinga í krafti sjálfstrausts.
Fundurinn er öllum opinn og að-
gangur er ókeypis.
(Fréttatilkynning)
Málefni LIN á mið-
stjórnarfundi SUF
ÞEIR Gunnar I. Birgisson, for-
maður stjórnar Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna, og Finnur
Ingólfsson, alþingismaður, munu
leiða saman hesta sína á mið-
stjórnarfundi SUF sem haldinn
verður í A-sal Hótel Sögu
fimmtudagskvöldið 26. nóvem-
ber.
Finnur Ingólfsson hefur nýlega
lagt fram þingsályktunartillögu um
að ný lög LÍN verði endurskoðuð,
enda ganga þau gegn stefnu Fram-
sóknarflokksins og SUF um jafnan
rétt allra til náms, án tillits til bú-
Friðrik Sophusson.
Útgáfutónleikar Richards
Scobies á Tunglinu
RICHARD Scobie og hans nýja
hijómsveit X-Rated kynna nýút-
komna plðtu Scobies sem ber
nafnið X-Rated á útgáfutónleik-
Bókalestur á Sólon íslandus
LESIÐ verður úr bókinni Lífs-
ganga Lydíu á kaffihúsinu Sólon
Islandus á horni Ingólfsstrætis
og Bankastrætis fimmtudaginn
26. nóvember kl. 17. Árni Elfar
leikur á flygilinn fyrir og eftjr
upplestur.
Lyda Pálsdóttir, ekkja Guðmund-
ar Einarssonar frá Miðdal, hefur
brotist um ótroðnar slóðir í lífinu.
Hún hefur orðið fyrir margs konar
mótlæti, reynt ýmislegt en ekkert
látið stöðva sig, hvort sem það eru
jökulár, barnamissir eða illt umtal.
Hún stendur óhögguð eftir og segir
nú einstæða sögu sína. Helga Guð-
rún Johnson fréttamaður skráði.
uni í Tunglinu í kvold, fimmtu-
dagiuii 26. nóvember.
Meðlimir hljómsveitarinnar eru
Frakkinn Yann Chamberlin á sóló-
gítar, Bandaríkjamennirnir Jon Sor-
ensen, einnig á gítar, og Brad Doan
á trommur, Bergur Birgisson á
bassa og Scobie sér um sönginn.
Plata þessi er í rokkaðri kantin-
um og má þar einnig finna lögin:
„Hate to see you cry, Sweet Mary
Jane" og fleiri. Húsið verður opnað
kl. 22. Scobie og X-Rated munu
einnig koma fram á tónleikum á
Púlsinum föstudaginn 27. og laug-
ardaginn 28. nóvember.
setu og efnahags. Gunnar átti hins
vegar drjúgan þátt í að semj'a nýj-
ustu lögin um LÍN.
----------? » ?
Tónleikar
í Djúpinu
PÉTUR Grétarsson slagverks-
leikari leiðir tríó sitt í spuna í
kjallara Hornsins við Hafnar-
stræti kvöld fimmtudag, 26. nóv-
ember, og hefjast tónleikarnir
kl. 22.15.
Tríóið skipa auk Péturs Þórður
Högnason kontrabassaleikari og
Hilmar Jensson gítarleikari. Gestur
kvöldsins verður Stefán S. Stefáns-
son saxófónleikari og kemur hann
fram á síðari hluta tónleikanna þeg-
ar eingöngu verða leikin frumsamin
verk hans og meðlima tríósins.
Hornið og j'azzklúbbur þess verða
opin til kl. 1 af þessu tilefni og er
aðgangur ókeypis og öllum heimill
meðan húsrúm leyfir.
Höfðar til
.fólksíöllum
starfsgreinum!