Morgunblaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÖÍÐ FIMMTUÐAGUR 26. NÓVEMBÉR 1992 „ Ekki eitt Ctfhcms bestu yerhunv. Bn. mérersagt cáþftte. & at/eína san Ostct- Ast er.. ... að sýna föðurlega umhyggju TM Reg U.S Pat OM.— all rlghts rmerved * 1992 Los AngeJes Times Syndfc«1e Við þurftum ekki að panta klefa, mamma, þegar í ljós kom að hann er með gítar- inn. Úr því þú mátt ekki smakka vín setti ég saft í sósuna í stað rauðvínsins. HÖGNI HREKKVISI BREF HL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Fiskur eða ekki Frá Christel Karlsen Ég er norsk stúlka. Ég er gest- komandi við Myndlista- og hand- íðaskóla Islands. Eg hef verið um það bil tvo mánuði á íslandi. Um síðustu helgi buðu nokkrir góðir vinir mínir úr skólanum mér til Akureyrar. Þau buðu mér að fara sama daginn og átti að leggja af stað og ég var mjög ánægð af því að ég hafði engin sérstök plön fyr- ir helgina. Svo þessi ánægja sem fór um mig var fyrsti gleðistraum- ur þessarar helgar. Á Akureyri hitti ég margt fólk sem var áhugavert að kynnast. En ég ætla ekki að skrifa um fólk- ið þó að það eigi það skilið, heldur um atvik sem var fyrst talað um í gríni. Ein vinkvenna minna úr skólan- um fer stundum norður á Akur- eyri til að selja fisk til að afla sér vasapeninga. Og ég hugsaði með mér og sagði einnig upphátt að kannski gæti ég líka selt fisk. Ég var hissa á svarinu „Því ekki?" Eini efinn væri að þar semég er norsk og hef aðeins verið á Islandi í tvo mánuði þá tala ég ekki ís- lensku (skil smá, tala lítið). En ég komst að þeirri niðurstöðu að það væri gaman að reyna þetta og sjá hvort ég gæti selt eitthvað. Við lögðum af stað. Ég var svo- lítið spennt. Vinkona mín veitti mér upplýsingar um fiskinn sem við ætluðum að selja og hvað hann kostaði. Eftir að ég hafði verið aðeins með vinkonu minni að selja HEILRÆÐI Passið ykkur á myrkrinu! Notum end- urskinsmerki! RAUÐI KROSS ÍSLANDS lagði ég ein af stað. Mér fannst pínulítið óþægilegt þegar ég hugs- aði um viðbrögð fólks við að út- lendingur reyndi að selja þeim ís- lenskan fisk. Ég huggaði þó sjálfa mig á því að það versta sem fyrir mig gæti komið væri að hurðum væri skellt á mig. Svo byrjaði litla ævintýrið mitt þegar ég hringdi á fyrstu dyrabjöll- una. Dyrnar opnuðust og ég leit í augun á íslendingnum og sagði: „Good evening. I am selling fish. Four different kinds I have: Tað- reyktur silungur from Dalvík. And I have three kinds of harðfískur from Bolungarvík; steinbítur, þorskur and ýsa." (Gott kvöld. Ég er að selja físk. Fjórar tegundir. Taðreyktur silungur frá Dalvík og þrjár tegundir af harðfíski frá Bolungarvík: steinbít, þorsk og ýsu.) Þetta var opnunarræða mín í hvert sinn sem einhver svaraði, þó alltaf með smá tilbrigðum. Ef fólk- ið sýndi áhuga þá færði ég mig nær ljósinu svo að það gæti séð og snert fískinn sem lá í skínandi plastinu. Sumir kaupendurnir buðu mér inn í anddyrið þar sem ég gat hlýjað mér á fíngrunum. 'Fólkið var mjög almennilegt, ég var aldrei spurð hvaðan ég kæmi og enginn hló að tilraunum mínum til að tala íslensku. í hvert sinn sem ég kom að nýju húsi endurtók ég nöfnin og verðið á fiskinum áður en ég hringdi bjöllunni og brosti með sjálfri mér. Stundum var samt nánast skellt á mig, en það er skiljanlegt þar sem fólk getur verið mjög þreytt á sölumönnum sem eru að reyna að selja þeim eitthvað sem það hefur ekki áhuga á. Þetta dró ekki úr mér kjarkinn, heldur varð vin- gjarnlega fólkið bara ennþá vin- gjarnlegra. Ég vildi deila þessu litla ævin- týri með ykkur lesendunum, því 'hið óvænta og það að ganga í hlut- ina með opnum huga getur leitt af sér mikla gleði og lífsfyllingu. Og ég vil þakka fólkinu á Akur- eyri. Ég vann mér líka inn smá vasapeninga. CHRISTEL KARLSEN, Hörgshlíð 22, Reykjavík. , HEFURPU MÚ AFTVR. VEWP I ÓFRHM /' Víkverji skrifar Víkverji undrast stundum það viðmót, sem sumir starfs- manna þjónustustofnana sýna, því þeir virðast með afbrigðum óþjón- ustulundaðir. Eitt lítið dæmi um slíkt rakst vinkona Víkverji á, þeg- ar hún hringdi til Rafmagnsveitu Reykjavíkur einn morgun fyrir skömmu og tilkynnti að rafmagnið hefði farið af húsi hennar og næstu húsum í Þingholtunum. Fyrir svör- um varð starfsmaður, sem sagði strax, að honum væri mjög til efs að þetta væri rétt, því enginn hefði hringt og kvartað. Vinkona Vík- verja benti honum á, að það væri einmitt það sem hún væri að gera. Þá hóf starfsmaðurinn að spyrja í þaula, hvort konan hefði athugað rafmagnstöfluna í íbúð sinni og hvort hún hefði athugað aðaltöflu hússins. Þetta voru að sjálfsögðu eðlilegar spurningar og konan gat svarað því til, að þetta hefði hún þegar gert, .en augljóst var af frek- ari spurningum mannsins, að hann hafði litla trú á að konan bæri skyn- bragð á slíkt. Konan benti hins vegar á, að önnur hús vestan meg- in við götuna virtust einnig raf- magnslaus. Þá greip starfsmaður- inn til þess ráðs að lýsa enn efa- semdum sínum, þar sem enginn hefði kvartað! Konunni var farið að leiðast þófið, en starfsmaðurinn hélt áfram og sagði, að bilanasím- inn væri við hliðina á honum og hann hefði ekkert hringt. Konan spurði, hvort það gæti ekki verið vegna þess að rafmagnið væri ný- farið af, en maðurinn svaraði því til, að varla gæti það verið svo ný- skeð, fyrst hún hefði haft tima til að athuga rafmagnstöflurnar! Hann reiknaði greinilega ekki með því að aðrir íbúar við götuna gerðu slíkt hið sama. Nú fauk verulega í kon- una, sem bað manninn afsökunar á ónæðinu, sleit samtalinu og bjó sig til vinnu við birtu frá kertaljósum. Hver sem orsök rafmagnsleysis konunnar og nágranna henn- ar var, þá kom rafmagnið aftur á um það leyti sem hún steig út um dyrnar til að halda til vinnu. Ekki skal fullyrt, að menn á vinnubíl frá Reykjavíkurborg, sem stóð í inn- keyrslu við þriðja hús frá húsi kon- unnar, hafí aðhafst eitthvað það, sem gat valdið rafmagnsleysinu, en eitthvað voru þeir að bauka. Aðal- atriði málsins er hins vegar það, að þegar hringt er í opinberar þjón- ustustofnanir, þá er lágmarkskrafa að starfsmenn þeirra sýni skilning á vandamáli viðmælandans, en láti ekki eins og hann sé að bulla eitt- hvað til að tefja þá frá störfum. xxx Víkverji hefur lengi beðið þess að frágangi við lóð Hallgríms- kirkju yrði lokið, en lóðin er til háborinnar skammar. Það má vera að Islendingar séu ýmsu vanir, en erlendir ferðamenn, sem margir leggja íeið sína að kirkjunni, hljóta að furða sig á þessu. Þeir koma kannski framan að kirkjunni, skoða styttu Leifs Eiríkssonar, sem stend- ur á grasbala og vaða svo yfir mölina að aðaldyrum kirkjunnar. Allt í kringum Hallgrímskirkju er möl, forað og drasl. Þetta skýtur mjög skökku við, þegar lögð er æ meiri áhersla á góðan frágang við ýmsar stærri byggingar og eru Ráðhúsið og Perlan skýrustu dæm- in. Ef frágangur á lóðinni er of stór fjárhagslegur biti fyrir sókn- ina," þá fínnst Víkverja að borgin eigi að grípa í taumana og ganga frá lóðinni, því hún er mikið lýti á borginni. « # •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.