Morgunblaðið - 26.11.1992, Side 43

Morgunblaðið - 26.11.1992, Side 43
MORGUNBLAÐÍÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1992 43 Um Símatorgið Frá Hrefnu Ingólfsdóttur: Í Morgunblaðinu 6. nóvember eru settar fram nokkrar spumingar um Símatorg sem er þjónusta sem Póst- ur og sími býður þeim aðilum sem vilja veita upplýsingaþjónustu í gegn um símakerfið. 1. Nú er boðið upp á 4 mismun- andi verðflokka fyrir þjónustuna þar sem verðið er kr. 16,60, 24,90, 39,90 og 66,40 á mínútu með vsk. og fljótlega verður í boði einn ódýr- ari flokkur. Póstur og sími hefur ekki eftirlit með því efni sem þama er boðið og er það alfarið á ábyrgð þeirra sem bjóða þjónustuna fram. I reglum sem settar hafa verið um Símatorgið er hins vegar tekið fram að efnið megi ekki bijóta gegn al- mennum siðgæðisreglum. Ekki er vitað um að kvartanir hafi borist frá notendum um efnið sem er í Símatorgi. 2. Mögulegt er að loka öllum sím- um þannig að einungis sé hægt að hringja staðarsímtöl úr þeim, þeir em þá einnig lokaðir fyrir símtölum út á land og í farsíma auk Síma- torgs. í stafræna símakerfinu er Athugasemd Frá Guðna Björgólfssyni: Tilvitnun verjanda í svokölluðu kókaínmáli í góða dátann Sveik til skýringar og útlistunar á orðinu tálbeita er beinlínis röng þar sem Brettschneider var leynilögreglu- þjónn í ríkislögreglunni og var því einungis að gegna embættisskyldu sinni er hann hleraði tal manna á kaffihúsinu Bikarnum. GUÐNI BJÖRGÓLFSSON Kirkjubraut 25, Akranesi hins vegar hægt að loka sérstaklega fyrir hringingar í Símatorg en rétt tæp 50% símnotenda á íslandi em með síma úr því kerfi. 3. Sama verð er á símtölum í Símatorg hvaðan af landinu sem hringt er. 4. Fyrirtæki og stofnanir hafa oftast innanhússímakerfi þar sem hægt er að loka fyrir það að starfs- fólk hringi í Símatorgið. Sú lokun er í flestum tilfellum gerð í einka- búnaði fyrirtækjanna sjálfra en ekki í almenna símakerfínu. 5. Eins og áður sagði er miðað við að efnið bijóti ekki gegn al- mennum siðgæðisreglum og er erf- itt að fella stjömuspár undir það. Nú birtast stjörnuspár í flestum blöðum og tímaritum eins og hver önnur dægradvöl og vonandi er lítil hætta á því að kristin trú og siðgæð- isvitund víki; kjölfarið eins og bréf- ritari hafði áhyggjur af. 6. Greinin sem birtist í Morgun- blaðinu undir yfirskriftinni „Emm að gefa dreifikerfí símans nýtt líf“ var viðtal við starfsmann Miðlunar þar sem hann kynnti hlut Miðlunar í því að koma af stað þessari nýju tegund símaþjónustu sem Símatorg er. Dreifikerfí símans er síður en svo lasburða enda er forsenda fyrir því að hægt sé að koma með nýja þjónustu á kerfínu að það geti tek- ið á móti aukinni símaumferð. 7. Miðlun hefur um þriggja ára skeið rekið upplýsingasímann 99-1000 og hefur verið litið á þann rekstur sém tilraun. Nú er hins vegar svo komið að þjónustu hlið- stæð við Símatorg er veitt hjá öllum símastjórnum í V-Evrópu og er eðli- legt m.a. með tilliti til aukinnar samvinnu í Evrópu að þjónustu- framboð hér verði svipað og í öðrum VELVAKANDI TÝND LÆÐA ÁTTA mánaða gömul læða týnd- ist frá Möðrufelli 1 15. nóvem- ber. Hún er ómerkt, svört með hvítar lappir og með hvíta höku og niður á bringu. Vinsamlegast hringið í síma 79321 ef sést hef- ur til hennar. BROTÁ STJÓRNAR- SKRÁNNI Ingimundur Sæmundsson, Sörlaskjóli 56 Reykjavík: ÞJÓÐIN vildi fá að greiða at- kvæði um EES-málið, en ríkis- stjórnin treystir henni ekki til þess að segja sitt álit. En þjóðin kýs þessa þingmenn og vonast eftir því að þeir vinni landi og þjóð til heilla og blessunar. Þá hefur ríkisstjómin brotið vilja þjóðarinnar með því að vilja ekki leyfa henni að kjósa. Þetta er mesta mál sem þarf mikillar gætni og athugunar við þegar stórveldi eiga í hlut. Svo halda margir því fram að þetta sé brot á stjórnarskránni sem þingmenn skrifa undir. Þess vegja álít ég að stjórnin ætti að segja af sér, úr því að hún vildi ekki fara eft- ir vilja þjóðarinnar. Þetta er mik- ið mál, það er erfitt að leyfa stór- veldi inní landhelgina til að veiða, það mun ekki fara eftir lögum sem því verða sett þegar fram í sækir. Þjóðin er búin að fá nóg af þorskastríði. ÁSMUNDUR VERÐIÁFRAM Kristjana Alexandersdóttir: ÉG er eindregið fylgjandi því að Ásmundur Stefánsson verði áfram formaður ASÍ. Hann hefur mikla reynslu og er manna fæ- rastur til að hafa yfírstjórn á þessum erfiðu tímum. TREFILL TREFILL úr þvottabjarnarskinni tapaðist við Skúlagötu á sunnu- dag. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 11467. LYKLAR HÚSLYKLAR fundust á Sel- tjamamesi merktir: „Lára Krist- ín 9a.“ Upplýsingar í síma 611310. GLERAUGU KARLM ANN SGLER AUGU í brúnni umgjörð töpuðust í októ- ber. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 34668. HÁLSMEN HÁLSMEN, sem er silfurkross með áritaðri bæn, fannst fyrir utan Setbergsskóla. Upplýsingar í síma 652133. ÚR SEIKO quartz karlmannsúr fannst á göngustíg í Elliðaárdal á laugardagsmorgun. Upplýs- ingar í heimasíma 677575 eða vinnusíma 609828. TÝNDUR FRESSKÖTTUR SVARTUR og hvítur fressköttur, ársgamall, fór að heiman að framnesvegi 36 á föstudag og hefur ekki sért síðan. Hann er ómerktur með hvítan blett á baki. Vinsamlegast hringið í síma 13959 ef hann hefur fundist. löndum. Mörg fyrirtæki sem starfa á íslandi em alveg eða að hluta til í eigu erlendra aðila og hefur Póst- ur og sími ávallt veitt þessum fyrir- tækjum sömuu þjónustu og öðmm fyrirtækjum. Óeðlilegt væri að fara að mismuna fyrirtækjum nú eftir eignaraðild þegar líklegt er að samningur EES taki gildi hér á landi en með honum er slík mismun- un bönnuð. 8. í tekjuáætlun Pósts og síma era tekjur af símtölum í Símatorg ekki aðgreindar frá öðmm tekjum. 9. Hlutur Pósts og síma af tekjum vegna símtala í Símatorg er kr. 6,60-17,00 á mínútu. 10. Öðm hvora berast kvartanir frá notendum sem telja símareikn- inga sína vera óvenju háa en ekki er hægt að rekja það beint til hring- inja í Símatorgið. Nú er verið að útbúa nýjar reglur um Símatorg sem gefnar verða út á næstu vikum og í framhaldi af útgáfu þeirra verð- ur væntanlega lokað fyrir hringing- ar í dýrastu flokka Símatorgsins úr eldra símakerfinu. Notendur stafræna kerfisins geta látið loka fyrir hringingar í Símatorgið þó handhafí símans geti opnað fyrir þjónustuna með leyninúmeri. Einn- ig geta þeir fengið sundurliðun sím- tala þar sem öll símtöl dýrari en staðarsímtöl verða tilgreind með verði eða þeir geta fengið uppgefíð hve stór hluti símareiknings er vegna símtala í Símatorg. Notendur í eldra kerfinu sem vilja halda þeim möguleika að geta hringt í Síma- torg geta sótt um flutning (númera- skipti) yfir í stafræna kerfið. Slíkum beiðnum er hægt að sinna strax frá notendum á flestum stærri stöðum á landinu og er stefnt að því að fyrir lok næsta árs verði hægt að sinna flutningsbeiðnum frá notend- um hvar á landinu sem er. Fyrir hönd póst- og símamála- stjóra, HREFNA INGÓLFSDÓTTIR Pennavinir Frá Alsír skrifar 27 ára kona sem skrifar á ensku og frönsku og hefur áhuga á fólki af ólíku þjóðemi: Aissa Taibaoui, P.O. Box 138, C.P. 28300, Sidi Aissa, Algeria. Tólf ára frönsk stúlka vill eign- ast 12-13 ára pennavinkonur með það fyrir augum að skiptast á frí- merkjum: Fanny Le Clec’h, 1007 BD “Grand Parc“, 14200 Herouville St.Clair, France. Tékknesk 21 árs stúlka er vinnur við fatasauma og er mikill náttúra- unnandi: Bohdana Kolarova, Trebcin 193, 78342 Slatinice, Czechoslovakia. Frá Ghana skrifar 25 ára kona með áhuga á útivist, skák o.fl.: Elizabeth Harper, P.O. Box 813, Coronation Street, Cape Coast, Ghana. Frá Ghana skrifar 27 ára kona með áhuga á tónlist, bréfaskriftum, kvikmyndum og ferðalögum: Rebecca White, P.O. Box 663, Cape Coast, Ghana. LEIÐRÉTTING Guðjón en ekki Gunnar í frétt Morgunblaðsins um at- hugun á stöðu Lífeyrissjóðs borg- arstarfsmanna í gær misritaðist nafn tryggingarfræðingsins sem vann athugunina. Hann heitir Guðjón Hansen, en ekki Gunnar eins og stóð. Er beðist velvirðing- ar á þessum mistökum. JOLABJAllAN 1992 HANDMALAÐ POSTULIN. SAFNGRIPUR FRÁ HUTSCHENREUTER. VERÐ KR. 1.950,- SILFURBÚÐIN KRINGLUNNI 8-12. SÍMI 689066. Vantar þig nýtt sjónvarp?? Eigum ennþá eftir örfá litsjónvarps- tæki á alveg frábæru verði!! 20" litsjónvarpstæki m/fjarstýringu. Verð frá kr. 25.900,- stgr. Hágæða myndband m/fjarst. + 2 stk. 3ja tíma spólur. Verð aðeins kr. 25.900,- stgr. Þú fínnur varla betra verð!!! □ Vasaútvarp m/heyrnatólum kr. 800 U Vasadiskó kr. 1.440 U Vasadiskó m/útvarpi kr. 1.990,- U Útvarpsklukkur frá kr. 1.400 □ Útvarpsklukkur m/segulbandi frá kr. 3.400 □ Heyrnartól frá kr. 200 □ Bíltæki m/segulbandi frá kr. 3.900 □ Bíltæki með geislaspilara kr. 26.900 U Bílahátalarar frá kr. 1.600 parið U Bílamagnarar frá kr. 3.500 U Hljómtæki án geislaspilara frá kr. 13.900 □ Hljómtæki með geislaspilara frá kr. 19.900 □ 14" sjónvörp m/fjarstýringu kr. 24.600 U 20" sjónvörp m/fjarstýringu kr. 29.900 U 21" sjónvörp m/fjarstýringu og textavarpi kr. 49.900 U Ferðatæki (útvarp - segulband) frá kr. 3.900 U Ferðaútvörp frá kr. 1.300 Hefur þú efni á að sleppa þessu? TÓNVER Þýskt gæðamerkí Garðastræti 2, sími 627799. Sendum hvert á land sem er. Munalán Ábyrgð i lifc to 00 tri CO Gódcin daginn!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.