Morgunblaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1992 Afmæliskveðja Jónas Pálsson fyrrverandi rektor Jónas Pálsson fyrrverandi rektor Kennaraháskólans er sjötíu ára í dag. Af því tilefni langar mig að senda honum afmæliskveðju. Jónas er Skagfirðingur að ætt og upp- runa. Hann lauk námi frá Sam- vinnuskólanum og síðar stúdents- prófi frá MA. Að því loknu hélt hann til náms í Skotlandi og nam sálarfræði og mannkynssögu. Heim kominn vann hann við kennslu og blaðamennsku uns hann fór að _i* sinna starfi sem skólaráðgjafi í Kópavogi. Ekki er ætlun mín að rekja hér æviferil Jónasar heldur fyrst og fremst þau kynni sem ég hef af honum haft sem skólamanni. Ég kynntist honum fyrst er hann var starfsmaður Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur og hafði yfirumsjón með sálfræðiþjónustunni. Hann má með nokkrum rétti teljast braut- ryðjandi í sálfræðiþjónustu við grunnskóla, fyrst í Kópavogi og síð- ar í Reykjavík. Á þessum árum var Reykjavík í forystu í málefnum skólanna enda Jónas B. Jónsson fræðslustjóri ötull við að tryggja FVRin VflHDLHTfi Varidaðir og vaxvarðir ¦ r-oits ÆGIfí góða starfsmenn. Hann kunni vel að meta hæfileika og skoðanir Jón- asar Pálssonar. Þegar hér var kom- ið sögu hafði Jónas Pálsson farið í framhaldsnám til Bandaríkjanna en það hefur verið aðall hans að bæta sífellt við sig í námi. Á þessum tíma var ég skólastjóri úti á landi. Ég leitaði þá oft til Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur með eitt og annað. Fræðsluskrifstofan beitti sér þá fyr- ir notkun skólaþroskaprófa undir leiðsögn Jónasar. Þau áttu að veita leiðsögn við upphaf skólagöngu 7 ára barna. Það voru mín fyrstu kynni við Jónas að leita eftir því að fá að nota þessi próf. Síðar atvikaðist það svo að við Jónas tókum báðir við stöðu skóla- stjóra í Reykjavík árið 1971, hann skólastjóri við Æfinga- og tilrauna- skóla Kennaraháskólans og ég við Fossvogsskóla. Eftir þetta fórum við að hafa meiri samskipti en áð- ur. Árið 1973 fórum við í námsferð til Bandaríkjanna undir fararstjórn Jónasar B. ásamt fleiri skólastjór- um. Þessi ferð verður þátttakendum lengi í minnum höfð. I ferðinni urðu kynni okkar nokkuð náin og leiddi til þeirrar vináttu sem verið hefur með okkur síðan. Þá uppgötvaði ég þann fræðabrunn sem Jónas er og ekki síður hans leiftrandi frásögn og heillandi hugmyndaheim. Þegar hann er í slíkum ham þá nýtur hann sín best í þröngum hópi. Bæði kemur þá vel í ljós sú vitn- eskja sem hann hefur aflað sér með námi en þó ekki síður lífssýn hans byggð á góðri reynslu og bóklestri. Þegar hann tók við Æfingaskólan- um fékk hann tækifæri til að spreyta sig við stjórnun og sköpun. Hann kitlaði í að fá reyna hugmynd- ir sínar og láta reyna á sjálfan sig sem skólamann. Hann beitti sér þegar fyrir miklum breytingum inn- an skólans, breytingum sem m.a. voru fólgnar í því að stilla saman þá krafta sem gætu hjálpað honum við þá endursköpun sem hann vildi að fram færi. Þetta getur oft verið snúið verkefni þegar menn taka við mótuðum stofnunum. Mér er Iíka til efs að menn hafi í fyrstu getað fylgt Jónasi eftir á því flugi eða séð r iSNOW VETRAR- BiRD— FATNAÐUR Úlpur, buxur og skíðagallar á börn og fulloröna í miklu úrvali VATNS- OG VINDHELDIR //1 IUI Hiei W ÁRMÚLA 40, SPORTBUÐIN SÍMAR 813555, 813655. jafnvel jafnlangt fram í tímann sem hann. Eg tel það hafa verið happa- skref fyrir Æfíngaskólann og reyndar skólamálin almennt að Jón- as valdist þar til starfa. Bæði er það vegna þess starfsanda sem hann vildi rækta og vegna þeirra áherslna sem hann hafði í skólamál- um. Ræktun mannsins, ræktun manngildisins þar sem byggt væri á sterkum hliðum einstaklingsins, sem grundvallaðist á því að aga hinn sterka og styrkja þannveika, réð ríkjum en ekki staglið. Ég trúi því að hann hafi lagt mikið á sína samstarfsmenn á þessum árum en honum var í mun að allir væru þátttakendur. Leið Jóansar lá svo frá Æfinga- skólanum til Kennaraháskólans. Fyrst sem lektor og síðar sem rekt- or. í sjálfu sér var þetta eðlilegt framhald eða svo fannst flestum skólamönnum. En sú tilfinning hefði ekki bærst í brjósti okkar nema vegna þeirra verka sem þá lágu fyrir af hálfu Jónasar. Hann var sér þó vel meðvitaður um hve þetta starf væri erfitt og krefjandi . enda tók það gersamlega allan tíma hans næstu árin. Mikil umbrot voru þá í skólanum og í kennaramennt- uninni og ýmsar kenningar á lofti. Það kostaði því þrotlausa vinnu að koma málum í þann farveg sem Jónas vildi. En þar sýndi Jónas einn af sínum góðu eiginleikum sem snjall stjórnandi og góður skipu- leggjandi. Reynslan úr Æfingaskól- anum kom sér vel. Hann hefur alla tíð gert sér grein fyrir mikilvægi stjórnandans. Hann sýndi líka hve staðgóða þekkingu hann hafði á fjármálum þó honum fyndist reynd- ar alltof mikið af sínum tíma fara í fjármálavafstur og minna í kennslufræðilegar leiðbeiningar. Þessi stjórnunareiginleikar Jónasar komu kannski best fram þegar málin fara að vera verulega krefj- andi og ef honum hitnar aðeins í hamsi. Honum er ekki gjarnt að taka fram fyrir hendurnar á fólki en vill leiða menn til samstarfs með öðrum hætti. Hann hlustar mikið og gefur eftir til samkomulags en aldrei nema að vissu marki því hann missir sjaldnast sjónar á lokamark- inu. Með slíkum vinnuháttum ná menn árangri og oft betri en liggur í augum uppi við fyrstu sýn. Nú er Jónas þeirrar náttúru að geta séð mál frá mörgum hliðum samtímis. Fyrir slíka hugsuði tekur oft lengri tíma að komast að niður- stöðu og stundum mjög erfitt vegna þess hve fletirnir eru margir. Ég varð oft var við slíka baráttu hjá Jónasi og kom honum þá vel yfir- gripsmikil þekking á sögunni. Fyrir utan hans sérfræði sem eru sál- fræði og uppeldismál þá er kannski fátt betra til viðbótar fyrir þann sem er að byggja upp kennaramenntun en góð söguleg þekking. A þeim tíma sem Jónas var rekt- or Kennaraháskólans náðust stórir áfangar varðandi kennaramenntun- ina. Þar ber hæst ný lög um Kenn- araháskólann en einnig má nefna sérnám fyrir stjórnendur skóla og starfsleikninám. í nýjum lögum um kennslumenntunina kemur skýrt fram hvernig Jónas lítur á hlutverk kennarans og mikilvægi þess fyrir samfélagið þótt hann hafi ekki náð öllu sínu fram. Hann hefur líka lýst viðhorfum sínum til lista og verk- mennta sem þeirra þátta sem líkur eru til að gefi hvað mestan þroska séu þeir ræktaðir með mönnunum. Eftir Jónas liggur fjöldi greina um skóla og uppeldismál, holl og góð lesning. Mér finnst á þessum tímamótum að Jónas geti unað mjög vel við sinn hlut í íslenskum skólamálum. Ég vil fyrir hönd okkar sem í skól- anum störfum flytja honum þakkir fyrir mikið framlag og mikla ósér- hlífni við að undirbyggja menntun komandi kynslóða. Það sýnir enn hug Jónasar til fyrri starfa að eftir að hann lét af rektorsstarfinu hefur hann haldið áfram að safna í sarp- inn við menntastofnanir erlendis. Að endingu flyt ég afmælisbarninu hugheilar óskir og þakkir fyrir ánægjuleg kynni og góða vináttu. Kári Arnórsson. Síðustu frímerki ársins 3. desember Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson Segja má, að það hafi verið nán- ast undantekningarlaus regla, síð- an útgáfa jólafrímerkja hófst árið 1981, að Póst- og símamálastofn- unin léti hana verða síðustu útgáfu hvers árs. Jólafrímerki þessa árs komu út 9. nóv. sl., og þeir munu ekki hafa verið margir, sem gerðu ráð fyrir öðru en þau rækju lestina að þessu sinni. Mörgum að óvörum birtist svo 6. tilkynning póststjórn- arinnar, og fékk ég hana í pósti 18. nóv. Þar er boðuð útgáfa fjög- urra frímerkja 3. desember með mismunandi myndum af íslenzka fálkanum. Þessi frímerki áttu raunar að koma út í september sl., en einhverjar tæknilegar ástæður munu hafa legið til þess, að svo varð ekki. Ég hygg, að þessi nýju fálkafrí- merki þyki um margt hin sérkenni- legustu og verði einnig mjög áhugaverð fyrir þá, mótífsafnara, sem hafi valið fugla að sérsviði sínu; ekki sízt fyrir það, að mynd- ir þær, sem eru á merkjunum, sýna fálkann „við ýmsar aðstæður í sínu náttúrlega umhverfi," svo sem seg- ir í tilkynningunni. Fálki hefur áður prýtt íslenzkt frímerki, en það var árið 1960. Var það gert eftir málverki G. M. Suttons prófessors og ljósmynd H. Sherlocks. Að þessu sinni koma kunnir íslenzkir áhugaljósmyndarar við sögu, þeir Hjálmar R. Bárðarson og Grétar Eiríksson. Hönnun og prentun þessara nýju frímerkja fór fram hjá hinni kunnu svissnesku prent- smiðju, Hélio Courvoisier S.A.. Prentunaraðferðin er svonefnt ra- stadjúpþrykk eða með frönsku nafni héliogravure, en hún er þekkt á fjölmörgum íslenzkum frímerkj- um. sem þessi prehtsmiðja hefur innt af hendi fyrir okkur á liðnum áratugum. Þá er það heldur óvana- legt, en um leið að sjálfsögðu heppilegt fyrir kaupendur, að 25 frímerki eru í hverri örk. Nokkuð kemur verðgildi þessara frímerkja á óvart, en safnarar geta um leið hrósað happi, því að heildarverð þeirra er einungis 70 krónur, sem skiptist í 5, 10, 20 og 35 krónur. Ekki verður annað séð en lægri verðgildin þrjú eigi að verða hér til fyllingar við önnur verðgildi til þess að ná ákveðnu ISLAND MMV f'» »»»'«»¦»»¦»¦¦¦ ISLAND Ný fálkafrímerki 3. des. burðargjaldi. Hins vegar hentar hæsta verðgildið, 35 kr., sem burð- argjald undir flugpóst til Norður- landa í A-flokki eftir nýju reglun- um. Sérstakur útgáfudagsstimpill verður að venju notaður. Það, sem hlýtur að vekja athygli safnara, er, að í stimplinum er ekki mynd af fálka, svo sem við hefði mátt búast, heldur bjarndýrsunga. Und- ir honum stendur svo skammstöf- unin WWF, en hún gæti vafizt fyrir einhverjum. Þetta skýrist fljótlega við lestur tilkynningarinn- ar, því að þar segir: „Útgáfa þessi er liður í samstarfi við „World Wide Fund For Nature"-stofnunina um verndun villtra dýra, sem eru í útrýmingarhættu." Ýmsar gagnlegar upplýsingar má fá um fálkann í téðri tílkynn- ingu. Hann er útbreiddur um allt ísland og talið, að meðalstærð stofnsins séu um 200 varppör. Fálkinn okkar er að mestu stað- fugl og heldur sig mest í bröttu fjalllendi eða gljúfrum og einnig við sæbrattar sjávarstrendur. Þá segir, að karlfálkinn búi við ofríki kvenfálkans, „sem er miklu stærri og kröftugri". Svo sem alkunna er ,er kjörfæða fálkans rjupan, en einnig endur og sjófuglar. Þá er íslenzki fálkinn mjög eftirsóttur til tamninga og veiða og hefur verið um aldir. Með oftnefndri tilkynningu póst- stjórnarinnar fylgdu þrjár aðra til- kynningar. Eg vil sérstaklega benda lesendum á, að í tveim þeirra er sagt frá frímerkjaheftum, sem örugglega verða safngripir. I hefti nr. 1/1992 eru 10 frímerki, 30 kr., úr útgafu 16/6 1992, tileinkuð útflutningsverzlun og Viðskiptum íslendinga. Söluverðið er 300 kr. í hefti nr. 2/1992 eru 10 jólafrí- merki, 30 kr., úr útgáfu 9/11 1992. Þetta hefti er með skemmtilegri teikningu, sem minnir á jólin og er í lit. Söluverð þess er einnig 300 krónur. í næsta þætti verður getið um þær aðrar tilkynningar, sem póst- stjórnin hefur sent út og eins þau drög að útgáfu ársins 1993, sem hún hefur birt í sérstakri tilkynn- ingu. t 4 4 4 4 4 4 4 i . i 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.