Morgunblaðið - 26.11.1992, Side 47

Morgunblaðið - 26.11.1992, Side 47
47 - I I } ) ) I ) > I I 5 , $ > * •>’ ~ ■ ' * i j. MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1992 HANDKNATTLEIKUR Jóhanni Inga boðið að taka við svissn- eska landsliðinu JÓHANNIINGA Gunnarssyni, þjálfara Hauka, hefur verið boðið að taka við þjálf un svissneska landsliðsins f handknatt- leik eftir heimsmeistarakeppnina í Svfþjóð á næsta ári. Jó- hann Ingi ætlar að íhuga málið fram í miðja næstu Viku áður en hann gefur Svisslendingum svar. Krlstján Arason nálgast fyrri getu. Lítil skemmtun í Firdinum Svisslendingar hringdu i mig í morgun fí gærmorgun] og spurðu hvort ég hefði áhuga á að taka við svissneska landsiiðinu. Þetta kom mér talsvert á óvart því ég hélt að maður væri gleymd- ur og fúinn. Þetta kitlar óneitan- lega dálítið og því tók ég mér viku umhugsunarfrest," sagði Jó- hahn Ingi við Morgunblaðið í gær. Þetta er í annað sinn sem Jó- hanni Inga er boðið að taka við svissneska landsliðinu. Þegar hann hætti með Kiel í Þýskalandi árið 1986 var hann efstur á óska- lista Svisslendinga en ákvað þá að fara frekar til þýska félagsins TuSEM Essen. Svisslendingar réðu þá Þjóðvetjann Amo Ehret og hefur hann verið með liðið síð- an, en tekur við þýska landsliðinu eftir HM í Svíþjóð. Svisslendingar hafa náð góðum árangri undir hans stjóm á síð- ustu áram þó svo skiptar skoðan- ir séu um hversu skemmtilegan handknattleik þeir leika. En leik- aðferð þeirra er árangursrík og nú hafa þeir ákveðið að byggja upp lið með ungum leikmönnum og ætla sér á Olympíuleikana f Atlanta í Bandaríkjunum 1996. Stjaman stöðvaði Val Selfyssing- ar í hrakn- ingum Selfyssingar lentu í hrakn- ingum á Hellisheiði á leið- inni til Reykjavíkur f gærkvöldi, fyrir Ieikinn gegn Víkingum í Víkinni. Þeir fóru saman á þremur jeppum frá Selfossi og festu bflana í snjóskafli upp á heiðinni og urðu að moka sig í gegn. Við þetta töfðust þeir um hálfa klukkustund og komu ekki til Reykjavíkur fyrr en hálftíma fyrir leik. Þeir báðu Víkinga að fresta leiknum um 15 mínútur og það reynist auðsótt. Leikur- inn hófst síðan kl. 20:15. Skaust upp að hlið Vals með 16 stig þegar keppnin er hálfnuð STJÖRNUMENN stöðvuðu sigurgöngu Valsmanna íÁsgarði í gærkvöldi er þeir sigruðu 21:18 í spennandi leik þar sem ekkert var gefið eftir. Vaismenn höfðu yfirhöndina lengst af en undir lokin tókst heimamönnum að mjaka sér framúr og sigra. Bæði lið eru því með 16 stig þegar deildin er hálfnuð ásamt FH. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Það var greinilega mikið í húfi fyrir bæði lið, að minnsta kosti vona ég það því þá hafa liðin gilda ástæðu fyrir hve leikurinn var slakur til að byija með. Leikmenn gerðu sig seka um mörg mis- tök, en þó brá fyrir skemmtilegum köflum. í síðari hálfleik var meiri spenna og betri handknattleikur leikinn. Valsmenn höfðu undirtökin allt þar til rúmar fímm mínútur voru eftir þá komst Stjarnan yfír og með baráttu, skynsamlegum leik og góð- ir markvörslu Gunnars Erlingsson- ar tókst þeim að verða fyrsta liðið til að sigra Val í vetur. „Við ræddum um að reyna að halda í við þá fram í miðjan síaðri hálfleikinn og gefa síðan allt í lok- in. Eftir að strákamir fengu trúnna á að þeað væri hægt að sigra Vals- menn fóru þeir að ieika betur. Ef við leikum svipað í síðari umferð- inni ættum við að ná 2.-3. sæti. Við eigum erfiðan leik á laugardag- inn við Selfyssinga og þá kemur í Ijós hvort liðiði getur leikið tvo erf- iða leiki í röð,“ sagði Gunnar Ein- arsson þjálfari Stjörnunnar. Stjörnumenn komu með breyttu hugarfari til síðari hálfleiks, enda vora þeir þremur mörkum undir. Eftir slakan varnarleik í fyrri hálf- leik tóku þeir sig saman í andlitinu og Gunnar fór að veija og þá var það komið. Valsmenn náðu sér aldr- ei á strik í sókninni en voru hins vegar lengst af í lagi í vörninni. Lokamínúturnar vora spennandi. Stjaman komst 19:17 yfiren misstu Einar útaf í 2 mínútur. Valsmenn skutu en vörnin varði skotið og heimamenn fóru í sókn sem mis- tókst og gestimir skorður, 19:18, þegar tvær mínútur voru eftir. Pat- rekur misti boltann í sókninni en vann hann aftur í vörninni og síðan gerðu þeir tvö síðustu mörkin. Magnús og Skúli vom bestir í liði Stjörnunnar auk Gunnars í markinu. Patrekur var einnig sterk- ur og lék þá Magnús og Skúla oft laglega uppi. Hjá Val var Geir sterkur en aðrir léku undir getu. Pað var lítil skemmtun sem leik- menn FH og Þórs veittu 260 áhorfendum í Kaplakrika í gær- kvöldi, þar sem FH- Sigmunduró. ingar vora sterkari, Steinarsson 26:24. Sigur þeirra skrifar var miklu öraggari en lokatölumar segja, en þeir höfðu ávallt góð tök á Þórsuram. Meistaramir náðu fljótlega fímm marka forskoti, 9:4, en eftir það datt botninn úr leik þeirra og féllu þeir niður á sama plan og leikmenn Þórs, sem vora ailt annað en sann- færandi. FH-ingar gátu leyft sér þann munað að hvíla Alexei Trúfan eftir nokkrar mín. og gefa Svafari Magnússyni og Jóhanni Ágústssyni tækifæri til að spreyta sig. í byijun leiksins skoraðu FH-ingar þijú mörk úr snöggum sóknarlotum, sem endaði með línusendingum frá eigin vallarhelmingi - af átta metra færam, sem Hálfdán Þórðarson handsamaði og skoraði öragglega úr. Þórsarar skoraðu aftur á móti eitt mark af línu, undir lok leiksins. Athygli vakti að Finnur Jóhanns- son, fyrram landsliðsmaður í Þór, náði ekki að skora í leiknum. Hann fékk aðeins eina línusendingu - tveimur mín. fyrir leikslok, en hélt ekki knettinum. Það skemmtilegasta við leikinn var að sjá að Kristján Arason nálg- ast sinn fyrri styrkleika með hveij- um leik. Kristján er að ná sér eftir þrálát meiðsli í öxi, sem hafa háð honum í nær eitt ár. Morgunblaðið/Kristinn Magnús SlgurAsson átti góðan leik fyrir Stjömuna. Hér er Geir Sveinsson, besti maður Vals, til vamar. AIKí jámum Þetta var mjög erfítt. Bæði liö spila mjög áþekkan hand- knattleik og leikurinn gat farið ■■^■^^■^ hvemig sem var eiV Reynir við voram sterkari á Eiríksson lokasprettinum," skrifar frá sagði Erlingur Akureyri Kristjánsson, fyrir- liði KA, eftir að lið hans hafði lagt Hauka að velli, 24:23, í æsispenn- andi og jöfnum leik á Akureyri í gærkvöldi. Pétur Bjamason tryggði KA bæði stigin, þegar hann fór innúr vinstra homi og skoraði 14 sekúndum fyrir leikslok. Leikurinn var í jámum allan tím- ann, en fírnasterkur vamarleikur KA síðustu mínútumar skóp sigur- inn. Haukar komust hvergi, KA náði að jafna, komast yfír og tryggja sér sigur með yfírvegaðri síðustu sókn. Harkan sat í fyrirrúmi hjá báðum liðum, vamimar vora sterkar og sóknarleikurinn ágætur. Hjá KA var Óskar Elvar Óskaarsson bestur og einnig átti Alfreð Gíslason góða spretti. Petr Baumrak var bestur hjá Haukum og Halldór Ingólfsson átti einnig góðan leik. Vömin gleymdist HK lagaði markatöluna og krækti sér í tvö dýrmæt stig með því að vinna Fram 34:26 í Höllinni {gærkvöldi, Stéinþór en staða heima- Guðbjartsson manna er allt annað skrifar en giæsileg. Þetta var sóknarleikur í orðsins fyllstu merkingu, vamar- leikur sást varla, en markvarsla Magnúsar hjá HK gerði gæfumun- inn. Jafnræði var með liðunum þar til 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik, en þá skildu leiðir. HK gerði fimm mörk í röð án þess að Fram næði að svara fyrir sig og eftirleikurinn var auðveldur. Ekkert hefur gengið hjá Fram í vetur og hafa margir sagt að um sé að kenna fjarveru Gunnars Andr- éssonar, sem er meiddur. „Staðan hefur ekkert með fjarvera Gunnars að gera,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Fram, um árangur liðsins. „Við sigram ekki á meðan enginn er varnarleikurinn, en það era 22 stig eftir í pottinum og strákamir verða hreinlega að taka sig saman í andlitinu."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.