Morgunblaðið - 26.11.1992, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 26.11.1992, Qupperneq 48
UORGUNBLADW, ADALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVÍK SlMI 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 16SS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉRLEIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Niðurskurður á búvörusamningi Sækjum rétt okkar fyrir dómstólunum verði skorið niður - segir formaður Stéttarsambands bænda HAUKUR Halldórsson formaður Stéttarsambands bænda segir að ekkert hafí verið rætt við bændur um niðurskurð á greiðslum ríkisins samkvæmt búvörusamningi. Hann trúi því varla að þær verði skertar um 250 milljónir eins og sagt er frá í Morgunblaðinu í gær að sam- komulag hafi orðið um í ríkisstjórninni. Segir Haukur að ef þetta verði raunin muni Stéttarsambandið sækja rétt sinn með því að fara í mál við landbúnaðar- og fjármálaráðherra. Haukur sagði að það væru mikil vonbrigði ef farið yrði í niðurskurð á greiðslum samkvæmt búvöru- samningi, ekki síst í ljósi þess að forsætisráðherra hefði sagt í síðustu viku að ódrengilegt væri að höggva aftur í sama knérunn. Sagðist hann ekki trúa því að forsætisráðherra væri sá ódrengur að standa ekki við þessa yfirlýsingu. Fram kom í frétt Morgunblaðsins að einkum væri rætt um að minnka niðurgreiðslur vegna ullar eða geymslugjöld. Haukur sagði sama hvort gert væri, það þýddi brot á búvörusamningi. -y Varðandi ullina sagði hann að við verðlagningu í haust hefðu fulltrúar bænda og neytenda fengið þær upp- lýsingar frá fulltrúum ríkisvaldsins Útgefnum barnabók- um fjölgar Bókaútgefendur segja að útgáfa barnabóka hafí aukist mjög fyrir þessi jól samanbor- ið við sl. ár en þá var einnig nokkur aukning. Arni Einars- son hjá Máli og menningu seg- ir að sér virðist sem aukningin sé allt að 50% frá fyrra ári. í bókatíðindum sem koma út nú fyrir jólin eru um 110 kynn- ingar á bamabókum og þar af eru 44 á íslenskum barnabókum, að sögn Vilborgar Harðardóttur, framkvæmdastjóra Félags ís- lenskra bókaútgefenda. Bama- bækumar em um fjórðungur af öllum titlunum í bókatíðindum. Sjá umfjöllun í viðskipta- blaði, bls. 4C. að 250 milljónir kr. væru ætlaðar í þennan lið í fjárlagafrumvarpi. Hafi kjötið verið verðlagt með hliðsjón af því og nú væri of seint að breyta kjötverðinu. Ef þessi greiðsla yrði lækkuð væri það ekki einungis brot á búvörusamningi heldur einnig á verðlagsgrundvélli með þeim afleið- ingum að bændur næðu ekki þeim tekjum sem gengið hefði verið út frá. Haukur sagði að skerðing á vaxta- og gejroslugjaldi kæmi fram á heildsölustigi og væri hægt að setja hana út í verðlagið. En það væri í ósamræmi við þá hagræðing- arkröfu sem gerð hefði verið og verð- lækkun búvara. Við samninga um það hefði það verið gert að skilyrði að ríkið stæði við sitt. Loks vildi Haukur vekja athygli á því að í athugun sem Ríkisendur- skoðun gerði fyrir Egil Jónsson, for- mann landbúnaðarnefndar Alþingis, kæmi fram það álit að í fjárlaga- frumvarpið vantaði 250-300 milljón- ir kr. til að hægt væri að standa við gildandi búvörusamning. „Það væri nær að draga eitthvað af þessu til baka en bæta við,“ sagði Haukur. Morgunblaðið/Rúnar Þ6r Benedikt Davíðsson forseti ASI BENEDIKT Davíðsson, fyrrverandi formaður Sambands byggingarmanna, bar sigurorð af Pétri Sigurðssyni, formanni Alþýðusambands Vest- §arða, í formannskjöri á þingi Alþýðusambands Islands í gær. Benedikt fékk um 61% atkvæða en Pétur 37%. Fyrsti varaforseti ASÍ var kjörin Ingi- björg R. Guðmundsdóttir, formaður Landssam- bands verzlunarmanna, sem atti kappi við Bimu Þórðardóttur og fékk um 60% atkvæða. Hervar Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, var kosinn annar varaforseti. Benedikt Davíðsson sagði eftir forsetakjörið að hann myndi leggja til að haldið yrði svipaðri stefnu og ASÍ hefði fylgt undanfarin ár. Stærstu verkefnin væru hinar alvar- legu horfur í atvinnumálunum og staða atvinnulífs- ins almennt. Hann sagði að með efnahagsaðgerð- um sínum hefðu stjómvöld að minnsta kosti kallað fram ákveðin þáttaskil „ef ekki hafnað samstarfi við okkur.“ Á myndinni sjást Benedikt og Ásmund- ur Stefánsson, fráfarandi forseti ASÍ, takast í hendur að formannskjörinu loknu. Sjá fréttir á bls. 20-21. Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ hafnar samkomulaginu um Þróunarsjóð Verður ekki hrint í fram- kvæmd með neinum friði „LÍÚ HAFNAR algjörlega þvl samkomulagi sem tekist hefur á milli stjómarflokkanna og í tví- höfða nefndinni um fjárhagslega endurskipulagningu i sjávarút- vegi af tveimur ástæðum: Það liggur ekki fyrir að það sé til- greind upphæð um hvað við eigum að greiða árið 1996, eins og mér hafði verið sagt að lægi fyrir. Og Hlutafé í Járnblendinu lækkað um 1.400 milljónir FULLTRÚAR eigenda Járnblendiverksmiðjunnar á Gmndartanga ákváðu í fyrradag að færa hlutafé fyrirtækisins niður um 1.400 milljónir og veita heimild til aukningar þess. Þannig er nafnverð bréfa í Járnblendinu nú 600 mil|jónir króna og stjórnendur þess hafa lagt til að 560 mil|jónir verði lagðar í reksturinn til að fleyta honum gegnum erfiðleika næstu missera. Ríkissljórain veitir í vik- unni 50 milljónum króna til verksmiðjunnar og þörf er öðru eins í næsta mánuði. Fulltrúar íslenskra stjómvalda hittu á þriðjudag menn frá Elkem í Nor- egi og Sumitomo í Japan. Þessi fyrirtæki eiga 30% og 15% hlut í Jámblendiverksmiðjunni á móti 55% ríkisins. Offramboð kísiljáms og lágt verð á heimsmarkaði hefur valdið miklum erfiðleikum hjá fyrir- tækinu að undanfömu og í haust var gerð neyðaráætlun um hvernig halda mætti rekstrinum áfram við óbreyttar aðstæður í tvö ár. Fyrsti liður hennar hefur þegar komið til framkvæmda með uppsögnum 40 starfsmanna. Afskriftir og síðan aukning hlutafjár hefur verið til umræðu og endanlegur botn ekki fengist í málið. Samið hefur verið um afslátt við ýmsa viðskiptaaðila, viðræður standa yfir við Landsvirkj- un en orkuverð er veigamikill þátt- ur í rekstri verksmiðjunnar. Form- legar viðræður við banka um tilslak- anir lána hafa ekki farið fram þar sem ákvörðun eigenda um hlutafé liggur ekki fyrir. Sjá einnig Af innlendum vett- vangi, bls. 18. í öðm lagi, þá höfnum við því að Atvinnutryggingasjóður og Hluta- fjársjóður verði settir á okkur,“ sagði Kristján Ragnarsson for- maður Landssambands íslenskra útvegsmanna í samtali við Morg- unblaðið í gær. „Það er nú ekki mikið sem ber á milli í þessu efni og mér finnst það ekki vera meira en svo, að það ætti ekki að þurfa að ráða úrslitum," sagði Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra í samtali við Morgun- blaðið. Hann sagði að ágreiningsefn- ið væri ekki upphæð þess gjalds sem rætt hefði verið um að sjávarútvegur- inn greiddi í framtíðinni. „Aðalatriðið í mínum huga er að það er samkomu- lag um að festa í sessi grundvallarat- riði núverandi fiskveiðistjómunar- kerfis; Að breyta gjaldtöku sem í dag fer fram með sölu á veiðileyfum og rennur í ríkissjóð, yfir í fasta gjald- töku sem fer inn í sjóð sem sjávarút- vegurinn nýtur sjálfur. Þegar þetta er metið í heild, þá er þetta tvímæla- laust til hagsbóta fyrir sjávarútveg- inn að mínum dómi,“ sagði Þorsteinn. „Atvinnutryggingasjóður á úti- standandi lán upp á rúma sjö millj- arða. Hvemig ætla menn að fá vitn- eskju um það hversu mikið af því mun falla á þennan nýja sjóð í fram- tíðinni og við eigum að gangast í ábyrgð fyrir, í stað ríkissjóðs?" spurði Kristján í samtali við Morgunblaðið. „Þetta verður aldrei framkvæmt með okkar samkomulagi, eða í sátt við okkur. Auðvitað er valdið stjóm- málamannanna, enginn dregur það í efa. En þessu verður ekki hrint í framkvæmd með neinum friði. Þær kvaðir sem forsætisráðherra er að tala um að leggja á okkur, ætlum við ekki að láta leggja á okkur með góðu,“ sagði Kristján Ragnarsson. Kristján sagði að forsætisráðherra hefði í ræðu sinni á Alþingi í fyrra- kvöld látið liggja að því að verið væri að láta sjávarútveginum í té verðmæti með stofnun Þróunarsjóðs- ins: „Þau verðmæti em mikið minni en engin. í þeim felst kvöð um að greiða annarra skuldir, og því höfn- um við alfarið," sagði Kristján. Hann sagðist ganga út frá því sem gefnu að þetta yrði niðurstaða stjómar LÍÚ, en hann hefði enn ekki haft aðstöðu til þess að bera afstöðu sína undir stjómina. Hann hefði þó heyrt í býsna mörgum útvegsmönnum og þeir væru allir sama sinnis og hann. Sjá einnig Af innlendum vett- vangi á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.