Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992 VEÐUR Flokksþing Framsóknarflokksins Álíka fjöldi fer utan í nóvember og í fyrra Islendingar hafa eytt meiri peningum í verslunarferðum nú en í fyrra SVIPAÐUR fjöldi íslendinga hef- ur farið til útlanda nú í nóvem- ber og á síðasta ári en þá fóru nærri 40% fleiri til útlanda en í nóvember 1990. Þá virðast ís- ienskir ferðamenn hafa eytt heldur meira fé í utanlandsferð- um í nóvember á þessu ári ef marka má veltutölur greiðslu- kortafyrirtækja. Þann 26. nóvember höfðu 11.190 íslendingar farið til útlanda í nóv- ember en sama dag á síðasta ári höfðu 11.360 íslendingar farið til útlanda í nóvember. Alls fóru 14.260 manns til útlanda í nóvem- bermánuði á síðasta ári en allan nóvember árið 1990 fóru 10.706 manns til útlanda. Þessi aukning milli áranna 1990 og 1991 vareink- um rakin til innkaupaferða til Bret- landseyja. Samkvæmt upplýsingum frá greiðslukortfyrirtækjunum er heiid- arvelta erlendra viðskipta meiri það sem af er nóvember en á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum Visa- íslands voru erlendar útskriftir á síðasta úttektartímabili rúmar 11 milljónir dollara, eða tæpar 700 milljónir króna, og er það aukning um nærri miiljón dollara, eða rúm- lega 9%, frá sama tímabili í fyrra. Hjá Kreditkortum nema erlendar úttektir í nóvember um 200 milljón- um króna en þar hefur þó orðið tæplega 3% samdráttur miðað við nóvember í fyrra. Þá hefur sala .Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli minnkað um rúm 10% í nóvember miðað við sama tíma í fyrra. S.l. fimmtudag nam nóvembersalan í Fríhöfninni um 170 milljónum króna en sama dag í fyrra hafði þar verið selt fyr- ir 190 milljónir króna, sem var um 40% aukning frá fyrra ári. ------» ♦ » ----- Stal skart- gripum frá sofandi konu MAÐUR braust inn í íbúð á Vest- urvallagötu í fyrrinótt og stal þaðan skartgripum frá sofandi konu. Onnur kona sem einnig bjó í húsinu rakst á manninn er hann var á leið úr húsinu og gat gefið greinargóða lýsingu á honum. Leitaði lögreglan mannsins í gærdag. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni munu útidyr hússins hafa verið ólæstar þannig að auðvelt var fyrir manninn að komast inn í hús- ið. Hann braust síðan inn í geymslu- herbergi og baðherbergi konu er býr þama, en hún svaf og varð einskis vör. Ekki munu mikil verð- mæti fólgin-í þeim skartgripum sem stolið var, en tjónið er tilfinnanlegt fyrir konuna. Morgunblaðið/Kristinn. Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins flytur yfirlitsræðu sína á flokksþinginu á Hótel Sögu í gær. * V íDAG kl. 12.00 VEÐUR VÍÐA UM HEIM kt. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veöur Akureyri +4 heiSsklrt Reykjavík +2 úrkoma Björgvin 4 slskýjað Heisinki +4 snjókoma Kaupmarmahöfn 7 léttskýjað Narssarssuaq +8 snjókoma Nuuk +B snjókoma Ósló +2 frostúði Stokkhéimur 3 þokumóóa Þórshöfn 3 íshaglél Algarve 20 skýjaó Amsterdam 9 skýjaó Barcelona 16 þokumóöa Beriín 7 skýjað Chicago *4 léttskýjað Feneyjar 13 þokumóða Frankfurt 8 hélfskýjað Glasgow 9 rigning Hamborg 6 hálfskýjað London 10 alskýjað LosAngeles 16 léttskýjað Lúxemborg S skýjað Madrtd e þokumóða Malaga 18 skýjaö Maflorca 21 léttskýjað Montreal 6 alskýjað NewYork 9 léttskýjað Oriando 22 skýjað Paris 6 þokumóða Madelra 20 skýjað Róm 20 skýjað Vid 10 skýjað Washington 6 léttskýjað Winnipeg +14 þokumóða o ▼ Heiðskírt / / / / / / / / Rigning £ Léttskýjað * / * * / / * / Slydda -wi Hálfskýjað * * * * * * * * Snjókoma Á Skýjað Alskýjað V ^ V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og flaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig v Súld = Þoka stig-. ■? FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Gott vetrarfæri er nú á vegum á Suður- og Vesturlandi, og fært er í Dali, Reykhólasveit. Á sunnanverðum Vestfjörðum er fært frá Patreks- firði til Bíldudals, og suður á Barðaströnd. Á norðanverðum Vestfjörðum er fært um Steingrímsfjarðarheiði og ísafjarðardjúp til Boiungarvíkur og hafinn mokstur á Breiðadalsheiði, og búist við aö hún opnist síðdegis. Mokstri á Botnsheiði hefur verið frestað tii morguns. Fært er um Holta- vörðuheiði til Hólmavíkur og um aðalleiðir í Húnavatns-, Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsýsium. Frá Akureyri er fært um Þingeyjarsýslur og með ströndinni til Vopnafjarðar. Á Austurlandi er færð yfirleitt góð og fært er suður með fjörðum til Reykjavíkur. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUrHORFUr 1DAG, 28. NOVEMBÉR YFIRLIT: Skammt suður af Vestmannaeyjum er minnkandi 985 mb smálægð, austur af Hvarfi er að myndast 975 mb lægð. Við Nýfundna- land er vaxandi 995 mb lægð sem hreyfist austnorðaustur. SPÁ: Suðlæg átt framan af degi, gola eða kaldi, snjókoma sunnanlands og vestan, bjart norðaustanlands. Síðdegis verður ört vaxandi suðaustanátt vestanlands, allhvasst og rigning með kvöldinu. Hlýnandi er líður á daginn. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Hvöss suðaustanátt með rigningu og hiýindum um mestallt landið. Hægari suðvestanátt síðla dags og slydduél sunnan- lands og vestan. HORFUR Á MÁNUDAG: Hvessir og rlgnir fré nýrri lægð, en á þriöjudag hægir um, líkiega verður þá norðaniæg átt með éljum á Norður- og Vesturiandi, en þurrt suðaustantil. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.46, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svar8ími Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. Heímitó: Veöutstofa íslands (Byggt á veöurspá kl. 16.15 í gær) Agreinmgur um afstöðu til Evrópsks efnahagssvæðis Samningnum er hafnað í drögum að stjórnmálaályktun VERULEGUR ágreiningur um afstöðu til samningsins um Evrópskt efnahagssvæði kom fram strax í upphafi umræðna á flokksþingi Framsóknarflokksins sem hófst í gær. „Mér sýnist, og það er lagt til í drögum að stjómmálaályktun sem hér liggur fyrir, að flokksþing- ið hljóti að álykta eins og miðstjóm gerði að ekki sé unnt að styðja þennan samning, þar sem hann brýtur í bága við íslensku stjórnar- skrána," sagði Steingrímur Hermannsson, formaður flokksins í yfir- litsræðu sinni. Halldór Ásgrímsson varaformaður flokksins sagði hins vegar í sinni ræðu að eina leiðin sem hann sæi til að fá betri aðgang að mörkuðum Evrópu fyrir útflutningsafurðir íslendinga væri samningurinn um EES. ^ Halldór sagðist vera sannfærður um að tvíhliða viðræður við Evrópu- bandalagið nú myndu ekki skila neinum árangri. Sagði hann að hættumar fýrir fullveldi og sjálf- stæði þjóðarinnar lægju m.a. í ein- angrun og litlum efnahagslegum framförum. „Ekkert af þessu getum við tryggt og náð fram nema með alþjóðlegum samningum," sagði hann. „Við getum ekki tryggt full- veldi og sjálfstæði okkar þjóðar nema við séum tilbúin að ganga til samninga um okkar mikilvægustu hagsmunamál," sagði Halldór. I drögum að stjómmáiaályktun sem lögð voru fram við upphaf þingsins segir að flokksþingið ítreki samþykktir miðstjómar flokksins um nauðsynlegar lagfæringar á ýmsum efnisatnðum samningsins um EES m.a. um að komið verði í veg fýrir kaup erlendra aðila á ís- lensku landi umfram það, sem nauðsynlegt sé vegna atvinnurekst- urs, og að eignarhald íslendinga á orkulindum og bönkum sé tryggt. „Þótt ofangreind atriði verði tryggð og efnishlið samningsins talin viðunandi, telur flokksþingið ljóst að það stenst ekki hina ís- lensku stjómarskrá að framselja til eftirlitsstofnunar og dómsstóls EFTA vald, eins og gert er ráð fyrir í samningnum um hið Evr- ópska éfnahagssvæði. Flokksþingið staðfestir því þá samþykkt mið- stjómar að ekki er unnt að sam- þykkja aðild íslands að hinu Evr- ópska efnahagssvæði þar sem samningurinn brýtur gegn íslensku stjómarskránni," segir í ályktunar- drögunum. Steingrímur flallaði einnig um efnahagsmál og gagnrýndi ráðstaf- anir ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni. Sagði hann m.a. að ríkisstjómin hefði boðað fijálshyggju en nú hefði hún gefist upp við að fylgja frjáls- hyggjunni í bráð og látið undan þrýstingi. Aðgerðirnar kæmu hins vegar of seint og gengju of skammt. Sagði hann að það væri þó virðing- arvert að ríkisstjómin beitti hand- afli við lækkun dráttarvaxta en vildi minna á að sú hugmynd hefði fyrst verið sett fram af fulltrúa Fram- sóknarflokksins og samþykkt í bankaráði Seðlabankans fyrir tveimur vikum. Við umræðumar í gær lýsti Páll Pétursson alþingismaður því yfir að hann væri ákveðinn í að segja nei við EES-samningnum. Valgerð- ur Sverrisdóttir alþingismaður rakti ýmsa kosti samningsins í ræðu sinni en sagði að á honum væm einnig ýmsir gallar. „Ég tel mikilvægt að við séum þátttakendur í þróuninni í Evrópu, ekki síst á sviði menntun- ar og vísinda. Fullveldi og sjálf- stæði þjóðarinnar verður best tryggt með samstarfí við aðrar þjóðir," sagði hún. í máli annarra þingfulltrúa sem tóku til máls um EES komu fram skiptar skoðanir til samningsins. Jóhannes Geir Sigurgeirsson al- þingismaður varaði við að hafna samningnum með öllu í ræðu sinni. Bjami Einarsson lagði fram tillögu um utanríkismál sem beinist gegn EES-samningnum og sagði Bjami ótækt að halda flokksþing án þess að flokkurinn mótaði sér skipulega utanríkisstefnu. Almennar stjórnmálaumræður halda áfram á þinginu í dag en starfshópar hófu störf í gær þar sem unnið verður að samkomulagi um endanlegar ályktanir þingsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.